Alþýðublaðið - 06.07.1950, Síða 4
ALbÝÐURLAÐfÐ
Fimmtudagur 6. júlí 1950.
Ijtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Anglýsingar: Emilía Mölier.
Anglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusimi: 4900.
Aðsetur: Alpýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan b.f.
ískyggilegar at-
vinnuhorfur
ATVINNUHORFUR eru nú
verri í Reykjavík en nokkru
sinni síðan í stríðsbyrjun. Hef-
ur óttinn við atvinnuleysið
þegar haldið innreið sína á ís-
lenzk alþýðuheimili og er þar
sem vænta má óvelkominn
gestur. Er ekki aðeins erfiðara
um vinnu í sumar en verið hef-
ur, heldur er allt útlit á hinum
alvarlegustu vandræðum á
komandi hausti, ef ekki rætist
úr á einhvern hátt.
*
Þeir verkamenn og iðnaðar-
menn, sem hafa haft aðalat-
vinnu sína af byggingafram-
kvæmdum á sumrin, finna nú
meira til samdráttarins í fram-
kvæmdum og þar með atvinnu,
en nokkrir aðrir. Það er hverju
mannsbarni kunnjigt, að svo til
ekkert hefur verið veitt af leyf-
um til nýrra bygginga, og
vinna við eltíri byggingarnar
minnkar stöðugt, ýmist vegna
þess að þeim er lokið eða þær
stöðvast vegna efnisskorts.
Hafa margar stéttir iðnaðar-
manna kvartað sáran um alvai’-
legan atvinnumissi og er enn
sem komið er lítið útlit fyrir,
að þar muni verða bætt úr
vandræðunum á næstunni.
Önnur hlið þesa máls snýr svo
að húsnæðismálunum. Þrátt
fyrir miklar íbúðabyggingar
eru íslendingar enn hvergi
nærri nógu vel hýstir og þarf
hundruð nýrra íbúða á ári
hverju til þess eins að standa
straum af fjölguninni. Ef bygg-
ing íbúða dregst saman, versn-
ar húsnæðisskorturinn hröðum
skrefum, en okrið og svarti
markaðurinn með húsnæði
verður verri en nokkru sinni.
Minnka því vonir manna um
að sá mylnusteinn ,sem hin
háa húsaleiga er um háls
margra heimilisfeðra, léttist
fyrst um sinn.
Byggingaframkvæmdir ná
venjulega hámarki sínu um og
eftir mitt sumar, og er þá unn-
ið fram undir jól við flest hús-
in, eftir því sem veðráttan leyf-
ir. Nú eru allar líkur á að vinn-
an dragist mjög saman með
haustinu, og getur leitt til
hreinustu vandræða, ef ekk-
ert verður að gert. Hefur þessu
máli verið hreyft í bæjarstjórn
Reykjavíkur, en íhaldsmeiri-
blutinn sýndi því furðulega lít-
inn áhuga og vdldi helzt láta
sem hann visis ekki af þessu
alvarléga útliti. Er það í sam-
ræmi vicf þá stefnu íhaldsins
að skipta sér ekki af atvinnu-
málum, og geta nú þær fjöl-
skyldur, sem harðast verða úti,
er atvinna minnkar og tekjur
rýrna, 'sjálfar um það dæmt,
hvort þeim finnist ekki, að bæj
aryfirvöldin eigi að láta sig
varða slík mál og reyna að gera
eitthvað til þess að halda uppi
atvinnu bæjarbúa.
*
Byggösga—vir'na er þó ekki
hið eina, sem saman dregst.
Reykjavík er nú orðin mikill
iðnaðarbær, þar sem þúsundir
heimila eiga afkomu sína und-
ir hinum margvíslegu verk-
smiðjum, sem hér hafa risið
upp. Mikill hluti þessara verk-
smiðja vinnur ýmsa vöru úr
erlendum hráefnum, og hefur
nú rekið að því, að hráefnin
fást ekki inn í landið, og verk-
smiðjurnar ýmist stöðvast eða
draga mjög saman seglin. Hef-
ur fjölda manns verið sagt upp
í iðnaðinum og eru vonir þess
fólks um vinnu síður en svo
góðar. Jafnframt leiðir slík
stöðvun til frekari vöruþurrðar
í landinu.
Síðast liðið vor var verka-
mönnum og vörubílstjórum,
svo og iðnaðarmönnum ýms-
um gefin von um að fram-
kvæmdir við nýju virkjunina
við Sog myndu hefjast á þessu
vori og mikil vinna verða þar
eystra. Úr þessu hefur þó enn
ekki orðið, og nú, um mitt sum
ar ,eru hörð átök um það á bak
við tjöldin, hvort gera eigi
samninga um vinnu þessa við
erlent eða innlent félag. Mun
vera um að ræða allmiklar upp-
hæðir í erlendum gjaldeyri, en
sú hlið þessa máls, sem að hin-
um vinnandi mönnum snýr, er
fyrst og fremst sú, að enn hafa
ekki byrjað neinar fram-
kvæmdir, og ekki er vitað til
þess, að byrjað sé svo mikið
sem að reisa íbúðaskála fyrir
starfsfólk við Sogið. Það er
krafa hins vinnandi fólks, sem
nú horfir fram á versnandi at-
vinnuástand, að þessum málum
verði hraðað svo sem frekast
er unnt og að erlendir menn
vinni engin þau störf við Sogs-
stöðina nýju, sem hægt er að
fela innlendum.
Gjaldeyrisskorti er kennt
um það, að svona alvariega
horfir í atvinnumálum þjóðar-
innar. Hér hefur oft verið rætt
um gengislækkunina og afleið-
ingar hennar, og hér hefur
einnig oft verið á það bent,
hvílík gjaldeyrissóun er látin
viðgangast í kaupum á aHs kon-
ar lúxusvöru, meðan nauðsynj- i
ar fást ekki fluttar inn í land-
ið. Hinu verður þó ekki gengið
fram hjá, að útflutningur
iandsmanna er hvergi nærri
nægilegur til þess að standa
Etraum af þeirri atvinnu og
þeim lífskjörum, sem þjóðin
hefur búið sér hin síðari ár.
Hafi gengislækkunin átt að
stórauka útflutninginn, eins og
haldið var fram, verður ekki
annað sagt en að sú von hafi
brugðizt. Útflutningurinn verð-
ur þó að aukast og það veru-
lega. Þetta gerist ekki nema
með meiri útgerð og útgerð á
skynsamlegri rekstursgrund-
velli. Það verður að gera vör-
una sem verðmætasta í landinu
sjálfu og selja hana á hverjum
þeim markaði, sem greitt getur
bezt verð fyrir hana. Vörugæði
ætti að vera orð dagsins í fram-
leiðslunni. ^
Síldveiðin ein getur nú
bjargað þjóðinni frá alvarlegri
atvinnukreppu á komandi
hausti. En varlegast er að
treysta ekki á síldina eina og
gera allsherjar átak til að auka
útflutninginn og tryggja þann-
ig afkomu landsmanna.
Þegar fjandinn fór í hempu. — Mót, sem orðið
hefur okkur til sóma. — Góðir gestir koma hingað
annað kvöld.
ríkjunum til
Japan og Kóreu
ÞAÐ var tilkynnt í Wash-
ington í gær, að Bandaríkja-
stjórn hefði gert samkomulag
við sjö flugfélög um að Ieggja
fram flugvélar og menn til að-
stoðar flutningaflugvélum
hersins. Verða flugvélar þess-
ar notaðar til að mynda loft-
brú frá Bandaríkjunum til
Japan og Kóreu til þess að
tryg'gja skjóta flutninga á
mönnum og birgðum austur
þangað
GULLFORÐI BRETA hefur
aukizt verulega síðan pundið
var lækkað gagnvart dollar,
„FJANDINN FÓR í HEMPU,
hélt á biblíunni í annarri hend-
inni, prédikaði guðsótta og góða
siði, en hrinti sálunum niður í
víti með hinni hendinni.“ Þetta
sagði maður við mig í gær.
Hann var að tala um friðarhjal
kommúnista, hina ógeðslegu
friðarundirskriftasöfnun þeirra
og allt tal þeirra um hrjáð
mannkyn, sem bæði nm frið. Ég
hef orðið var við að fleiri hugsa
eins og hann og það er ekki ó-
eðlilegt, því að aldrei fyrr höf-
um við séð eins ógeðslega
hræsni og nii hjá þessu fólki.
ÞAÐ ER BERSÝNILEGT, að
áður en ráðstefnan var haldin í
Stokkhólmi, áður en kommún-
istar hófu áróður sinn um öll
lönd fyrir friðarundirskriftum,
hafa höfundar þessa áróðurs
vitað að til blóðugra átaka
mundi koma uni þetta leyti og
því þyrfti að hefja markvissan
áróður til að draga úr sárustu
broddum gagnrýninnar og
rugla dómgreind milljónanna.
ÞETTA ER andlegur terror.
Að vísu er.hann settur á svið af
mönnum, sem ekki skilja Vest-
ur-Evrópubúa eða Ameríku-
menn og því mun hann ekki
bera tilætlaðan árangur. En’ til-
gangurinn er auðsær og það er
aðalatriðið.
LANDSKEPPNINNI milli ís-
lendinga og Dana er lokið. Allt
þetta mót var okkur til mikils
sóma, ekki aðeins yfirburðir
«kkar í íþróttunum, heldur og
undirbúningur mótsins, móttök-
Kjarnorkusprengjan og „friðarávarpið’5.
ÞJÓÐVILJINN er augsýnilegá
farinn að finna það, að hann
standi höllum fæti í áróðri
sínum fyrir „friðarávarpi"
kommúnista, eða hinu svo-
kallaða ,.Stokkhólmsávarpi“,
síðan sýnt var fram á, að þar
væri alls ekki um neinn frið
að ræða eða um bann við
styrjöld yfirleitt, heldur að-
eins um bann við notkun
kjarnorkuvopna, af því að
Rússar hafa enn lítið af þeim
og óttast þau: því að á æsku-
lýðssíðu Þjóðviljans í gær
birtist alllöng grein til þess
að túlka þetta furðulega
„friðarávarp“ þannig, að ein-
hver von væri til. að hrekk-
laust fólk myndi láta blekkj-
ast til að skrifa undir það.
ÞJÓÐVILJINN skýrir þessa
einskorðun „friðarávarpsins"
eða „Stokkhólmsávarpsins"
við þá kröfu, að notkun
kjarnorkuvopna í stríði verði
bönnuð, þannig, að „kjarn-
orkusprengjan sjálf sé orsök
ófrioarhættunnar“! Og það sé
þess vegna, að „friðarráð-
stefnan“ í Stokkhólmi, þ. e.
kommúnistasamkundan þar í
fyrrahaust, „gerði þetta að
kjarna málsins í ávarpi sínu
til þjóða heimsins“. „Barátt-
an gegn þessu eina vopni sé
nú“, segir Þjóðviljinn, „á-
hrifaríkasta friðarbaráttan".
HEYR Á ENDEMIS HRÆSNI
þessa málgagns friðrofanna
og ,innrásarhersins austur í
Kóreu! Ekki var nein kjarn-
orkusprengja til í heiminum
fyrir tæpum ellefu árum og
varð Hitler bó ekki nein skota
skuld úr því, að steypa mann
kyninu þá, með aðstoð Stal-
ins, út í blóðbað annarrar
heimsstyrjaldarinnar! Og ekki
voru það heldur handhafar
kjamorkusprengjunnar vest-
ur í Ameríku, sem hófu blóð-
uga styrjöld austur í Kór-
eu fyrir 7«ýlfri annarri viku,
bá styrjöld, sem menn nú ótt-
ast að breiðast kunni út og
breytast í heimsstyrjöld fyrr
en varir! Nei, kjarnorku-
sprengjan er ekki orsök ófrið-
-arh'ættunnar: Miklu úéttára
væri að segja það, að hún, í
höndum Bandaríkjanna, hefði
fram að þessu haldið árásar-
seggjurn kommúnista í skefj-
um. En frá þeim — og þeim
einum — er heimsfriðinum
nú hætta búin.
EN ÞAÐ ER EINMITT þess
vegna, sem ,,íriðarávarp“
þeirra leggur svo einhliða á-
herzlu á það, að notkun
kjarnorkuvopna í hernaði sé
bönnuð. Þeir vilja fá frjálsár
hendur til þess að ráðast á
lýðræðisþjóðirnar og þær
þjóðir, sem með þeim stancfa
— með skriðdrekum, sprengju
flugvélum, fallbyssum, vél-
byssum, handsprengjum og
öðrum morðtólum, sem Rúss-
ar hafa á að skipa og geta
þeim í té látið — eins og þeir
hafa nú ráðist á lýðveldið í
Suður-Kóreu. Þeir vilja ekki
þurfa að eiga það yfir höfði
sér, að blóðugar árásir þeirra
verði fyrr eða síðár stöðvað-
ar með kjarnorkusprengjum.
Þess vegna heimta þeir í
„friðarávarpinu“ bann við
notkun kjarnorkuvopna, en
ekki neinna annarra! Rússar
og ljeppríkt. þeir|| meði
o.ðrum oröurn. vítaláust að fá
að ráðast á aðrar þjóðir með
báli og brandi. Það kalla
kommúnistar frið. Aðeins
liitt kalla þeir stríð, ef til
varnar er snúizt gegn árásum
þeirra!
ur hinna erlendu gesta, svo og
öll framkoma almennings í
rambandi við beppnina. Það var
nkki aðeins að íþróttamenn
okkar kæmu fram eins og góð-
um og drengilegum íþrótta-
mönnum sæmir, heldur var öll
tramkoma áhorfenda á sömu
lund, og er það meira en hægt
hefur verið að segja stundum
áður fyrr.
ANNAÐ KVÖLD kemur
hingað stór hópur ágætra gesta.
Þetta eru 56 Svíar, sem koma
hingað hópferð og ætla að
dvelja hér í hálfan mánuð. Þeir
verða um kyrrt hér í bænum á
sunnudag, en fara síðan um
Þingvöll, Geysi og Gullfoss
austur að Skógaskóla, dvelja
þar í tvo daga og koma svo aft-
ur hingað, en leggja næsta dag
raf stað í ferðalag um Norður-
land, alla leið til Mývatns.
ÞETTA er alþýðufólk, ekki
stórmenni eins og það er venju-
lega kallað, ekki fínir titlar,
heldur alls konar starfsfólk,
pem ann íslandi, hefur stundað
nám um ísland og málefni þess
og safnað sér gjaldi svo árum
ckiptir til þess að geta farið
þessa ferð á þessu sumri. Ég
þekki sumt af þessu fólki og
veit að hér er um gott fólk að
ræða í orðsins bezta skilningi.
Forustumaður þess er Ernst
Stenberg, formaður Birge-
gaardens Islandscirkel, hinn á-
gætasti maður, en hann kom
hingað í vstur af tilefni þessa
ferðalags.
ÝMSIR ERFIÐLEIKAR hafa
orðið á vegi forustumannanna,
en nú er búið að sigrast á þeim,
Sem betur fer. Gott væri ef allir
Reykvikingar sýndu þéssu fólki
vináttu og greiddu.götu þéss, ef
það verður á vegi þeirra. Und-
irbúningi að móttöku þess er
lokið hér í öllum greinum og
vonandi verður dvöl þess hér á
iandi næsta hálfa mánuðinn því
til óblandinnar ánægju.
Hannes á horninu.
FELAGSLIF
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
hefur ráðgert að fara
2 skemmtiferðir hring
inn í kringum land og leggja
af stað 13. júlí. Skipt verður
um farartæki á Austfjörð-
um. Nær alla leiðina ferðast
í bifreiðum, en þó líka á bát-
um, ríðandi og gangandi.
Hver ferð tekur 13 daga.
Ferðirnar verða því aðeins
farnar, að nægileg þátttaka
sé, en það verður ákveðið þ.
10 þ. m. kl. 5 e. h. Allar upp-
lýsingar á skrifstofunni í
Túngötu 5.
Frá Rauða krossi. íslantls:
Farangur barnanna á Silunga-
polli á að vera kominn að Varð
arhúsinu kl. 10 á föstudagsmorg
un, 7 júlí. Börnin fara sama
dag kl. 4 frá Varðarhúsinu.