Alþýðublaðið - 06.07.1950, Page 5
Fimmíudagur 6. júlí 1950. ALÞÝÐUBLAÐiÐ
••
EFNI OG INNIHALD bréfs
]?ess, er miðstjórn Alþýðusam-
’bandsins hefur nýverið skrifað
út til allra sambandsfélaga um
iaup- og kjaramálin, virðist
liafa komið alvarlegu róti á
starfsemi komúnista. Ekki ber
þó að skilja þetta þannig, að
hinir kommúnistísku forsprakk
ar verkalýðssamtakanna
íyndu sig knúða til að taka
af einlægni og festu á þeim
samtökin standa nú andspænis
cig bréfið fjallar um, en það er,
hverjar leiðir myndu giftu-
drýgstar til að verjast fram-
kominni og yfirvofandi kjara-
rýrnun af völdum gengislækk-
unarlaganna. Hitt.virðist vera
anegin viðfangsefni þeirra og
áhugamál, á hvern veg snúa
anætti út úr efni bréfsins og
rangfæra það svo, að til vanza
yrði fyrir miðstjórn Alþýðu-
sambandsins í augum verka-
manna. Til farsælla fram-
kvæmda á þessu áhugamáli
þeirra hefur áróðurskvörnin
verið í gang sett til þess að
liagræða staðreyndunum þann-
ig, að til framdráttar mætti
verða fyrir pólitískan málstað
komúnista en óþurftar fyrir
verkalýðshreyfinguna.
Sambandsstjórnin leggur m.
a. til í bréfi sínu, að beðið sé
enn um sinn með frekari að-
gerðir í kaupgjaldsmálunum,
þegar af þeim orsökum, að
tæmandi upplýsingar varðandi
það, hversu mikillar kaup-
hækkunar þarf að krefjast, eru
ekki enn fyrir hendi og verða
ekki tiltækilegar fyrr en seinni
part júlímánaðar. í bréfinu er
rækilega frá því greint, hverj-
ar þessar upplýsingar eru, en
efni bréfsins er nánar rakið á
öðrum stað hér í blaðinu. Hver
skynbær maður sér, með hverj-
um endemum það væri af yfir-
stjórn alþýðusamtakanna, að
ráða til átaka í kaupgjaldsmál-
unum, meðan undirbúningur
þeirra hlýtur, af orsökum sem
verkalýðssamtökin fá ekki við
ráðið, — að vera af vanefnum
:ger.
Eins og nú hagar til, má ó-
hætt fullyrða, að almenn kaup-
gjaldsbarótta getur orðið verka
■raönnum bæði alldýr og erfið,
og er því mikils um vert, að
niðurstöður hennar tryggi
verkamönnum varanlegan ár-
Jón Hjáimarsson:
angur. Þá fyrst, er veruleg rök
liggja til þess að svo megi tak-
ast, mun stjórn A.S.Í. hvetja
til átaka í kaupgjaldsmálunum.
Aðra framkomu telur hún óá-
byrga og sér ósæmandi, enda
gæti slíkt stefnt kjörum fólks í
'bráðan voða. Hins vegar telja
komúnistar það kannski auka-
atriði, að til undirbúnings að
allsherjar kjarabaráttu sé
vandað og vinnubrögðum hag-
að með það að takmarki, að ár-
angursríkar niðurstöður fáist
af henni fyrir verkalýðsstéttina
sem heild. Þegar þeir því kalla
það svik hjá stjórn A.S.Í., að
ráða til þess, að enn sé beðið
þá eru þeir um leið að krefjast
aðgerða án tillits til árangurs,
en það ættu þó þessir menn að
vita eins og^allir aðrir, sem við
þessi mál hafa fengizt. að deila,
sem ekki er hægt að undirbúa
nægilega, er til þess eins líkleg,
að skapa upplausn og vand-
ræði, en vart hugsanlegt, að
hún kæmi verkamönnum að
nokkr uliði.
AFSTAÐAN TIL ÚTVEGSINS
Þa ðer alþjóð kunnugt og því
óþarft að rekja það hér, að síld-
arútvegurinn er svo snar þátt-
ur í atvinnu- ,og fjárhagskerfi
íslenzku þjóðarinnar, að hann
getur haft úrslitaáhrif á
lífsafkomu hennar, og al-
þýða norðan lands hefur meg-
inið af árstekjum sínum af
rekstri þessa atvinnuvegar. Vit
að er, að nokkur óhugur hefur
verið í mönnum við að hefja
rekstur síldarútvegsins, meðan
ramningar eru lausir, en það
gat haft alvarlegar og neikvæð-
ar afleiðingar fyrir rekstur út-
vegsins í heild. Eins og að fram-
an greinir er, eins og sakir
standa nú, ógerningur að á-
kveða hvort né hvenær átökin
fari fram í kaupgjaldsmálun-
um og þess vegna eru tilmæli
Alþýðusambandsins um lausa
camninga ekki bundin við að
hefjast handa á ákveðnum
tíma, heldur að verkalýðssam-
tökin séu við því búin, hvenær
r.em ráðlegt þykir. Hér stóðu
því verkalýðssamtökin frammi
fyrir þeim tvöfalda vanda, að
tryggja að sambandsfélögin
gætu verið viðbúin því að verða
bátttakendur í kaupgjaldsbar-
áttunni hvenær sem vera
skyldi, en standa þó á engan
hátt í vegi fyrir því, að örugg-
ur rekstur síldarútvegsins gæti
hafizt. Miðstjórnin ákvað því
að leggja það til við viðkom-
andi verkalýðsfélög, að þau
gæfu atvinnurekendum kost á
l amningum vfir veiðitímabilið,
með vissum skilyrðum.
SKILYRÐIN
í fyrsta lagi, að ef um al-
menna kauphækkun verður að
ræða hjá öðrum verkalýðsfé-
íögum, meðan samningar eru
bundnir hjá þeim félögum, er
um síldarvinnu semja, þá verði
þau einnig þeirrar hækkunar
aðnjótandi. En auðveldlega get-
ur svo farið, að til kaupdeilna
komi hjá félögum í öðrum
landshlutum.
í öðru lagi, að verði verð-
lagshækkanir, sem ekki fást
uppbætur fyrr en síðar, eða
alls ekki, losni samningurinn.
Þetta eða hliðstætt ókvæði í
camningum þessara verkalýðs-
félaga við atvinnurekendur,
getur verið geysi þýðingarmikil
,.pressa“ á rikisvaldið til þess
að hafa hemil á verðlaginu í
Lc ndinu. Nú í júl’í verður reikn-
uð út vísitala þess mánaðar, og
nkal hún gilda til áramóta.
Ýmsir hafa óttazt, að það rnuni
verða dregið að láta verðhækk-
anir koma til framkvæmda,
þangað til eftir mánaðamót, en
miðað verður við 1. júlí, þegar
vísitalan hefur verið reiknuð
út. Þetta skilyrði myndi tví-
mæíalaust verka mjög í þá átt
að hvetja yfirvöldin til að láta
yfirvofandi verðhækkanir
koma til framkvæmda áður en
vísitöluútreikningur fer fram,
og fengjust þær þá upp bættar.
Verði það hins vegar ofan á,
þrátt fyrir þessi ákvæði í samn-
ingnum, að verðhækkanir þess-
ar verði ekki látnar koma fram
fyrr en að loknum útreikn-
vísitölunnar, þá fást þær að
víru ekki upp bættar, en hins
vegar er samningurinn þá laus
og uppsegjanlegur með venju-
iegum fyrirvara hvenær sem
er.
SKRIF MJÖLNIS
Kommúnistar vilja halda því
fram, að skilyrði þessi, sem Al-
þýðusambandsstjórn leggur til
Samkvæmt lögum nr. 37, 27. aprll 1950, skal 7 manna
nefnd tilnefnd af stéttarsamböndunpm gera tillögur til 1
ríkisstjórnarinnar um hver skuli skipaour verðgæzlustjóri.
Þeir, sem kynnu að vilja sækja um þetta starf, eru.
beðnir að senda umsóknir sínar til formanns nefndar-
innar, Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusam-
bands íslands, íyrir 1. ágúst' n.k.
- •
5. júlí 1950.
VERÐGÆZLUNEFND.
að í samningana verði sett,
jafnframt því, að þeir verði
gerðir yfir veiðitímabilið, séu
harla lítils virði og leggja al-
veg sérstaklega hart að sér til
þess að gera sem rninnst úr þýð-
ingu þeirra Þeir eru ákaflega
hnevkslaðir yfir því að nefnd-
ar skuli vera óeðlilegar verð-
hækkanir í bréfi sambands-
stjórnarinnar í sambandi við
skilyrðin fyrir samningum yfir
veiðitímabilig — og spyrja,
hver eigi að dæma um það,
hvað séu óeðlilegar verðhækk-
anir, hvort það sé „Helgi Hann-
esson & Co.“
Það er sennilega til of rnikils
mælzt, að kommúnistar skiljí
mælt mál, en hitt verður að
segjast, að það gegnir furðu. ef
þeir hafa aidrei að því hug sínn
leitt, hvað vera muni óeðlileg-
ar verðhækkanir gagnvart
v-erkalýðnum. Raunar er ^vart
hægt að gera ráð fyrir að þeir
geri sér það Ijóst, í þeim til-
rangi að forða kjörum verka-
íólks frá skaðsemi slíkra
hækkana. — En þó að því sé
ekki til að dreifa, hefði samt
verið ómaksins verí fyrir þá að
kynna sér þetta, þótt ekki væri
til annars en þess, að standa
ekki eins og glópar, þegar þetta
ber á góma. Hins vegar virð-
ist það liggja nokkurn veginn í
augum uppi, að verðhækkanir,
rem sennilegá verður á komið
og launþegar fengju ekki upp
bættar samkvæmt þeim vísi-
töluútreikningi, sem nú gildir,
væru gagnvart launþegum í
fyllsta mæli óeðlilegar, enda
skertu þær kjörin í réttu hlut-
falli við hækkunina.
Svo sem fyr er fram tekið, á
ramkvæmt gengislækkunarlög-
unum ekki að greiða uppbætur
á Iaun vegna verðlagshækkana,
sem verða eftir 1. júlí, en senni-
lega verða um þær birtar til-
kynningar eins og að venju.
Eitt er víst og það er, að verka-
menn verða þessara verðhækk-
ana fljóít varir. Af þessum or-
sökum er það með öllu út í
hött að tala um hver eigi að
dæma um þetta; t. d. gætu
verðlagstilkynningar verðlags-
ctjóra skorið hér úr, ef sæmi-
[ega trvggilega værí gengið frá
fýrirvaranum í samningnum.
NIÐURLAGSORÐ
Af íramkomu kommúnista
allri er auðsætt, að þeir kunna
afstöðu stjórnar A.S.Í. illa.
Þeir eru argir yfir því, að hún
r.kuli leggja til að viðkomandi
verkalýðsfélög komi fram sem
ábyrgur aðili gagnvart rekstri
síldarútvegsins og gefi kost á
að tryggja rekstur hans, að svo
miklu leyti sem í þeirra valdi
stendur og að því tilskyldu, að
til móts við þau verði komið í
þýðingarmiklum atriðum. Þeir
eru sárir við hana sökum þess,
að hún vill undirbúa væntan-
{Ieg átök í kjaramálunum sem
bezt og afla sér serft glegstra
upplýsinga í þv ísambandi.
í stjórn A.S.Í. eru, sem betur
fer. ekki kommúnistar, og hún
hefur það þess vegna ekki að
takmarki að skapa öngþveiti,
örbirgð né hrun. Með öðrum
orðum: Hún fer ekki þær leiðir,
sem komimístum eru bezt að
skapi. tfún Hjálmarsson.
Frá ríkisstjórninni: Leland
Morris sendiherra, sem var
rendiherra Bandaríkjanna hér
á landi á árunum 1942—1944,
rmdaðlst 2. júní s. I. í Washing-
ton.
Sækið beztu og -stærstu útiskemmtun ársins^ — landstíiót hestamanna að Þingvöllum.
Mótið hefst laugardaginn 8. júlí klukkan 10 f. h. og stendur frarn á sunnudagskvöld.
Glvun bönnuð. Ölvuðum mönnum ekki leyfður aðgangur.
Veifíngar á steðnum, Sfór lúðrasveif. Dans é paiíl.