Alþýðublaðið - 12.07.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 12.07.1950, Qupperneq 4
-Á.Lt>V Ð U B'L'AÐ i-P Miðvikudagui 12. júlí 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Reikningar Reykjavíkur. REIKNINGAR REYKJA- VÍKURBÆJAR eru nú komn- ir út, og var þeim að vanda fylgt úr hlaði með lofgerð mik- ílli í Morgunblaðinu um ágæti fjármálastjórnar íhaldsins í höfuðstaðnum. Þennan söng þekkja Reykvíkingar mæta vel, en þrátt fyrir hann hafa út- svörin farið síhækkandi und- anfarin ár og útgjöld bæjarins hafa einnig hækkað stöðugt. Þrátt fyrir' hið mesta góðæri, er stjórnendur bæjarins hafa getað lagt á bæjarbúa eftir þörfum og innheimt fyrirhafn- arlítið, stendur Reykjavík nú frammi fyrir erfiðari tímum með tóma sjóði og horfir fram á greiðsluvandræði. íhaldið hefur alltaf “reynt að slá sjálft sig til riddara fyrir fjármáiastjórn Reykja- víkur. Að vísu hefur fjármála- ráðherrum sama flökks ekki tekizt sérstaklega vel við stjórn á fjármálum ríkisins undanfar- inn áratug, og sannleikurinn er sá, að nú fyrst mun alvar- lega reyna á fjármálastjórnina við erfiðari aðstæður, ef á- standið í landinu heldur áfram að versna, eins og nú er því miður allt útlit fyrir. Það er hætt við, að bæjarbúar finni þá mjög til þess, hve sterk og glæsileg fjármálastjórn íhalds- ins er. Útsvörin eru þegar orð- in erfiður baggi mörgum heim- ilisföður, sem hefur orðið fyrir tekjurýrnun síðustu mánuðina, og allt bendir til þess, að verð- lagið á ráfmagni og heitu vatni eigi eftir að hækka verulega á næstunni. Þeir skattar eru væntanlega merki um glæsi- Iega fjármálastjórn eins og allt annað! ❖ Morgunblaðið ber feaman f járhagsáætlunina fyrir1 1949 og reikninga ársins og fær mjög hagkvæma útkomu. Þetta er þó ósanngjarn samanburður, af því að verið er að breyta reikn- ingskerfí bæjarins, og áætlunin er því ekki sambærileg við reikningaha. Á.áætluninni eru iiðir, er nema 10 mill]ónum, sem ekki eru lengur færðir sem rekstrargjöld, og munar töluvert um slíka pósta öðrum megin í samanburðinum. Ef menn vilja athuga, hvern- ig Reykjavíkurbæ hefur tekizt að halda gerðar áætlanir, er rétt að athuga einstaka liði, og kemur þá í ljós, að þeir hafa flestir farið fram úr áætlun. Þannig hefur stjórn kaupstað- arins farið 550 000 kr fram úr áætlun, löggæzlan 450 000 kr., heilbrigðisráðstafanir 450 000 kr., framfærslumál 277 000 kr., viðhald gatna 519 000 kr., elds- varnir 64 000 kr., menningar- mál 250 000 kr., ýmsar greiðsl- ur 587 000 kr. frám úr áætlun, svo að nokkuð sé nefnt. . Nú ber að geta þess, að starfs^ ínenn fengu íaunauppbætur á þessu ári, en alveg þess utan hefur kostnaður við bæjar- báknið farið mikið fram úr þeim áætlunum, sem samþykkt- ar voru fyrir árið. Samt eru þær upphæðir, sem nefndar voru hér, geigvænlegar. Skrif- stofa borgarstjóra ein fór 133 þúsund kr. fram úr áætlun, bæjarverkfræðingur 101 þús. kr. og bílakostnaður bæjar- stjórnarskrifstofanna 96 þús. kr. fram úr áætlun! Enn má nefna sem dæmi, að bílakostn- aður lögreglunnar fór 104 þús. kr. fram úr áætlun. Þetta er ekki sérlega glæsileg meðfefð é fjármunum bæjarbúa og ekki til að gorta af því. Þvert á móti. Ef athugað er, hvort einhverj ir útgjaldaliðir hafa ekki verið mikið undir áætlun, verður mönnum þegar starsýnt á einn. Það eru framlög til almanna- trygginganna, sem reyndust 1 734 000 kr. lægri en áætlað var, og hafa því tryggingarnar, sem fjármálaspekingar íhalds- ins ekkert ráða yfir, orðið til þess að bjarga reikningsniður- stöðunum og dylja að nokkru leyti sóunina, fram yfir áætlun á öðrum liðum! Þá eru aðrir iiðir, sem reyndust lægri en á- ætlun, aðallega framkvæmdir ýmis konar. Áætlað var 250 þúsund kr. til sorpeyðingar- stöðvar, en eytt aðeins 9 þús. kr. Það er minnstur vandi að laga útkomunna með þvj að nota ekki allt það fé, sem veitt er til framkvæmda, samanber sorpeyðingarstöðina, íþrótta- málin, götuframki'æmdir, leik- vellina og fleira Glíkt'. * Sátt'nleikurinn er sá, eins og greinilega kemur í Ijós, ef reikningarnir eru vel athugað- ir, ac bæjarms er síður en svo lofsverður. Flokkurinn, sem mest talar um sparnað og mest skammast yfir vaxandi ríkisbákni, hefur ekkj sýnt nein tilþrif til sparnáðar í Reykjavík, þar sem hann er einráður, og lætur alla kostn- aðarliði, þar sem um er að ræða nkrifstofubákn bæjarins, bíla- kostnað og annað slíkt, fara verulega fram úr ríflegum á- ætlunum. Ef Reykjavíkurbæ hefði ver- ið svo snilldarlega stjórnað á fjármálasviðinu, sem íhaldið vill vera láta, þá mætti vænta þess, að bærinn þyrfti ekki að láta allan þunga þeirra erfið- leika, sem nú steðja að, leggj- ast á bök bæjarbúa sjálfra. Þá mætti vænta þess, að bærinn gæti staðið fyrir verulegum framkvæmdum til að auka at- vinnu með haustinu, en á því eru ekki horfur, og borgarstjóri vill ekkert um slíkt tala. Bær- inn getur furðanlega lílið lagt til nýju Sogsvirkjunarinnar og munu bæjarbúar þar einnig fá að bera þunga kostnaðarins í rafmagnsverði komandi ára. Og svo mætti lengi telja. Gjöf fli mennlngar- og minningarsjóðs NÝLEGA hefur Menningar- og minningarsjóði kvenna bor- izt 1000 króna minningargjöf um þær Guðrúnu Egilsdóttur, Vogum í Gullbringusýslu og Jósefínu J. Waage, Stóru- Vogum, Gullbringusýslu. Gefendurnir eru dætur Guð- rúnar, þær Elínborg. Friðrikka, Sigríður og Lára .Hallgírms- dætur. Á Þingvöllum: — Ekki sómi fyrir þjóðina. — Engin stór mót þar. — Leikföngin á barnaleik- völlunum og meðferð þeirra. ÞINGVALLAGSETUR skrif- ar: „Ég minnist þess að fyrir nokkru márum vakti það mikla óánæg-ju og gagnrýni, að Þing- vellir voru Iánaðir fyrir póli- tisk mót. Stafaði þessi gagn- rýni og óánægja eingöngu af því að til slagsmála kom og að mikið var um drykkjuskap og ólæti á einíiverjum mótum, sem þar voru háð. MAÐCR SKYLDI ÆTLA að þetta hefði verið nægileg lexía fyrir Þingvallanefnd og að hún leyfði því ekki pólitískum sam- tökum að efna til móta á þess- um helgasta stað þjóðarinnar. Mun og mörgum finnas.t sem Sjálfstæðismenn geti haldið sín mót að Eiði og að kommúnistar geti haldið sín mót í Rauðhól- um. En svo virðist ekki vera. Samtök beggja þessara flokka efna tií móta á Þingvöllum og þau hafa ekki verið til sóma fyrir þjóðina svo að vægilega sé að orði komizí. ANNARS VIRÐIST það vera mjög tvíeggjað að leyfa stór mót á Þingvöllum. Um síðustu helgi var þar mikið hestmaót. Hestarnir voru fagrir og föngu- I legir og ekki settu þeir neinn blett á Þingvelli, en það fylgdu menn hestunum og ekki er hægt að gefa mönnunum eins góðan vitnisburð og skepnun- iim. Hér er ekki verið að ásaka forstöðunefnd mótsins eða alla gestina, en það er ekki hægt að 1 þegja yfir því þegar varla er líft á Þingvöllum fyrir friðsamt fólk vegna manna. ölæðis og óláta 3 S s s s c Kiljan um Kóreustríðið HALLDÓR KILJAN LAX- NESS hefur sem kunnugt er gaman af að láta ljós sitt skína á fleiri sviðum en sviði skáldskaparins. Þannig lét hann síðastliðinn sunnudag Þjóðviljann hafa eftir sér nokkur vísdómsorð í tilefni af stríðinu austur í Kóreu. „í augum Evrópumanna," segir Halldór í viðtali sínu við Þjóðviljann, „hefur ein- feldningsháttur og barna- skapur í stjórnmálum löng- um verið eitt helzta einkenni Ameríkumanna. En jafn barnalegu frumhlaupi eins og að boða, að þeir ætli sér í stríð við alla Asíu, þar sem þeir eiga hvergi bandamenn, því hefðu víst fáir trúað.“ Þannig, meðal arinars, fórust Halldóri orð við Þjóðviljann. NÚ HAFA AMERÍKUMENN að vísu ekki boðað það, að þeir ætluðu sér í stríð við neina Asíuþjóð, hvað þá heldur við alla Asíu. En Halldór Kiljan kýs, til þess að vera á „línunni11, að orða þannig þá staðreynd að Bandaríkjamenn hafa nú neyðzt til þess að grípa til vopna til þess að verja, sam- kvæmt fyrirmælum barida- lags hinna sameinuðu þjóða, sjálfstætt ríki austur í Asíu, sem vopnuð árás hefur verið gerð á, af hinum kommún- istísku vinum skáldsins þar eystra. Og hvað því viðvík- ur, að Ameríkumenn eigi enga „bandamenn“ í Asíu, eins og Hálldór Kiljan segir, þá er ekki annað vitað en að hér um bil öll sjálfstæð ríki í Asíu, þar á meðal Indland, Pakistan, Ceylon, Afganistan, Burma, Siam og Fílippseyjar, -— svo að nokkur séu talin, sem næst eru vettvangi vopnaviðskiptanna, — hafi lýst yfir eindregnu samþykki sínu við fyrirmæli bandalags hinna sameinuðu þjóða um að verja Suður-Kóreu, og fagn- að drengilegri forgöngu \ Bandaríkjamanna í því augnamiði. ANNAÐHVORT ER ÞVÍ, að Halldór Kiljan hefur eitt- hvað takmarkaðar hugmynd- ir um Asíu, þó að hann hafi að vísu „fjöld of farit“, eða að honum þykir það nauð- synlegt, að vinna það fyrir vinskap kommúnista og hús- bænda þeirra í Kreml, að stinga þessum staðreyndum undir stól og leggja nýlend- ur og leppríki Rússlands í Síberíu, Mongólíu og Norð- ur-Kóreu að jöfnu við alla Asíu. En þá leiðir það riátt- úrlega af sjálfu sér, .að hann kalli sérh-verja tilraun til þess að verja hin sjálfstæðu ríki þar eystra gegn frekari útþenslu hinnar rússnesku kúgunar stríð gegn allri As- íu! En ætli þetta sé ekki eitt- hvað svipaður orðaleikur og þegar kommúnistar eru að leggja sjálfa sig að jöfnu við alla alþýðu manna, hvar sem er í heiminum? ÞAÐ GETUR VERIÐ, að Hall- dóri Kiljan finnist það vera „einfeldningsháttur og barna skapur í stjórnmálum", að beygja sig ekki bardagalaust fyrir hinni rússnesku og kommúnistísku kúgun, bæði hér á vesturhelmingi jarðar og austur í Asíu. Það gæti meðal annars bent í þá átt, að hann fagnaði því fyrir tæpum ellefu árum, er Rúss- ar ruddust inn í Pólland í bandalagi við Hitler og „inn- limuðu 15 milljónir Pólverja" eins og hann komst að orði „þegjandi og hljóðalaust í bolsévismann". En þótt Hall- dóri Kiljan kunni að þykja það einkennilegt, lifir þessi „einfeldningsháttur og barna skapur“ enn með flestum þjóðum, að vilja vera frjáls- ar; og því eru þær nú óðum, ekki aðeins í Evrópu og Am- eríku, heldur og nú einnig austur í Asíu, að bindast samtökum og búast til varn- ar, vopnaðrar, ef nauðsyn krefur, til þess að hrinda á- rásum hins rússneska kúgun- arvalds, hvar sem það skyldi á þær leita. ÞESSI BARÁTTA fyrir frels- inu er gömul saga, þótt hún sé alltaf að endurtaka sig. En hitt er tiltölulega nýtt, að menn með náðargáfu skálds- ins velji sér stað í þeirri bar- áttu við hlið kúgunarinnar eins og Halldór Kiljan gerir. Það væri þá helzt, að hann gæti bent á Knut Hamsun sem fyrirmynd sína í því, eins og í ýmsu öðru. EN ÞANNIG VAR ástandið á Þingvöllum á laugardagskvöld og einnig á sunnudaginn, sér staklega síðdegis. Þannig vill það oft verða þar sem mikill fjöldi íslendinga er saman kom- inn, en þetta má ekki eiga sér stað á Þingvölium og þess vegna virðist verða að taka upp þá ófrávíkjanlegu reglu að ekki sé leyft að hafa svona mót þar. Það er erfitt að koma upp nógu sterku lögreglueftirliti á stór- um mótum og því er varla hægt að ásaka forstöðunefnd hesta- mótsins fyrir það þó að úti af hafi brugðið." BORGARI skrifar: „Fyrir nokkru var tekið upp það ný- mæli á barnaleikvöllum bæjar- ins að búa þá ýmsum leiktækj- um fyrir börnin. Þetta var allr- ar virðingar vert og ekki nema gott um það að segja. En nú er svo komið, um hálfum mánuði eftir að tækin voru sett á leik- vellina, að flest þeirra eru brot- in og sum horfin. Til dæmis munu víða nær öll „sippubönd- in‘ vera horfin. ÞETTA SÝNIR það virðing- ar- og kæruleysi, sem ríkir meðal barnanna, og það er á- stæða til þess að þið þlaðamenn írnir minnið foreldra á það, að þau mega ekki þola það að börn beri inn til sín leikföng af barnaleikvöllunum og halda þeim sem sinni eign. Ef foreldr- ar láta slíkt viðgangast, þá mun það hefna sín grimmilega á barninu sjálfu.“ ifuðnlng þlngsins i RÉNE PLEVEN hefur nú fengið stuðning franska þings- ins til stjórnarmyndunar, og er búizt við, að hann birti ráð- herralista sinn innan skamms. Hefur Pleven hvatt fylgismenn allra flokka á milli kommún- ista og de Gaulles til vinstri og hægri að sameinast um ríkis- stjórn og skapa hið þriðja afl, sem bjargað geti landinu. Franskir jafnaðarmenn til- kynntu í París í gærkveldi, að þeir mundu taka þátt í hinni nýju stjórn, og gáfu þeir jafn- framt út yfirlýsingu um stefnu sína í sambandi. við stjórnar- myndunina. Er þá talið tryggt, að stjórnarmyndunin takist, en það voru jafnaðarmenn, sem steyptu stjórnum þeirra Bifl- aults og hinni skammlífu stjórn Queuilles.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.