Alþýðublaðið - 12.07.1950, Qupperneq 5
MiSvikudagur 12. júlí 1950
ALÞÝBtJBLAÐlÐ
Ingólfur Kristjánsson:
w
I '
SUÐUR í nýj:u þjóðminja-
safnsbyggingunni á Melunum
'iiefur norsknr magister í forn-
leifafræði, Per Fett að nafni,
unnið sleitulaust síðustu! viku.
Hann er að koma þar fyrir
norskum fornminjum, sem
Norðmenn hafa gefið íslend-
Ingum, en gjöf þessi verður
íormlega afhent þjóðminja-
safninu síðar. í þessari viku.
Þessir norsku forngripir eru
fyrstu munirnir, sem fluttir
eru inn í nýja þjóðminjasafnið,
en þar munu þeir skipa sér-
staka deild, er nefnist „Norska
safnið", og verður því komið
fyrir í tveimur allstórum her-
fcergjum.
Síðast liðinn mánudag kom
til Reykjavíkur norskt her-
skip, ,.Andenes“ að nafni, og
flutti það forngripina hingað
frá Noregi. Með skipinu kom
fornleifafræðingurinn, sem
vinnur að uppsetningu safns-
áns hér.
Fyrir milligöngu þjóðminja-
varðar, Kristiáns Eldjárns,
gafst mér fyrir helgina tæki-
færi til þess að hitta magíster
Per Fett að máli og skoða hina
rnerku forngripi, sem hann var
að taka upp úr kössunum og
iioma fyrir í sölum þjóðminja-
safnsins.
Tildrögin að þessari góðu
gjöf, sem Norðmenn færa
'þjóðminjasafninu, eru þau, að
í sambandi við Snorrahátíðina
í Reykholti 1947 tilkynntu
þeir, að í ráði væri að gefa
íslendingum nokkra norska
íorngripi, en þá var enn ekki
farið að safna mununum sam-
an, og heldur ekki fullkom-
iega vitað, hverjir gripirnir
yrðu, né hve yfirgripsmikið
safnið yrði.
Síðan hefur verið starfaridi
nefnd í Bergen, sem unnið
Tiefur að því að hrinda máli
þessu í framkvæmd, og sá hún
íim að safna forngripunum;
©n þeir eru víðs vegar að úr
Noregi og frá ýmsum tímum.
Elzti gripurinn er afsteypa af
rúnasteini frá 7. öld, og enn
fremur eru þarna margir mun
ír frá víkingatíð, miðöldum og
allt fram á 18. og 19. öid.
Fyrstu hugmyndina að forn-
gripagjöf þessari mun Ander-
■sen-Rysst, sendiherra Norð-
manna á íslandi, eiga, en einn
af aðalforgöngumönnum þess,
að hugmyndin komst í fram-
livæmd er prófessor Hákon
Schetelig í Bergen, en hann
■er gamall og kunnur íslands-
vinur, og var meðal beirra,
sem komu hingað á Snorrahá-
tíðina.
Forngripunum var safnað
saman á þann hátt, að skrifað
var til allra forngripasafna í
’Noregi og óskað eftir, að þau
létu af hendi muni, þó innan
ókveðins ramma, sem nefndin
setti. Öll söfnin, sem leitað var
til, brugðust vel við málaleit-
uni-nni, en í einstaka tilfellum
buðust hlutir, sem nefndin
hafði ekki áhuga á, enda hafði
hún íyrirfram sett ákveðnar
reglur eða „skema“ um það,
hvað senda skyldi.
Það var svo ekki fyrr en í
vetur, að búið var að ákveða
um alla forngripina, sem
skyldu verða í safninu, og
voru beir bá allir fluttir á
einn stað — til Bergen. Þar
var þeim komið fyrir í sér-
stöku safni, þar eð gefendurn-
í ERINDI úm daginri og
veginn í ríkisútvarpinu á
mánudagskvöldið minntist
Ingólfur Kristjánsson blaða
maður nokkuð á hina fá-
gætu forngripagjöf, sem
Norðmenn hafa nú fært okk
úr og verið er að koma fyr-
ir í þjóðminjasafnsbygg-
ingunni. Með Ieyfi höfund-
arins birtir Alþýðubla’ðið
hér með þann kafla erind-
isins, sem um þetta fjallaði.
ir vildu sjálfir fullvissa sig um,
hvernig það liti út, þegar þess
ir gripir úr hinum ýmsu söfn-
um væru komnir í sjálfs.tætt
safn. Jafnframt var safnið
cett þarna upp til þess að auð-
veldara væri að ganga frá upp
cetningu þess hér. I Bergen
vann Per Fett einnig að upp-
setningu safnsins, og veit því
nákvæmlega, hvar og hvernig
hverjum einstökum hlut skal
fyrirkomið hér í safninu.
Forngripirnir eru úr söfnum
frá eftirtöldum stöðum í Nor-
egi: Osló, Drammen, Krist-
ianssand, Lillehammer, Stav-
anger, Bergen, Þrándheimi og
Tromsö. Auk þess eru nokkr-
ir munir úr einstökum byggða
söfnum.
Rúnasteinninn frá 7. öld er
það elzta, sem í safni þess.u
verður, en hanri* fannst að
Eggjurn í Sogni. Frá víkinga-
tíð eru aftur á móti margir
gripir. Meðal annars eru þarna
sverð, axir, söx, hnífar og önn
ur vopn og áhöld úr tveimur
karlmannagröfum frá. 10. öld
sem voru grafnar upp á Þela-
mörk. Enn fremur eru nokkr-
ír munir úr gröfum tveggja
kvenna frá sama tímabili. Var
ónnur gröfin í Þrándheimi, en
hin í Sogni. Þar má meðal
annars sjá ýmis djásn og kven-
nkart, spennur af klæðnaði og
fleira þess hBfttar. Þá eru í
safninu afsteypur af nokkrum
tréskurðarmyndum frá 12.
öld, og eru myndirnar hin feg-
urstu listaverk. Fyrst má
nefna þrjár helgimyndir; — af
Kristi, Maríu og Jóhannesi, og
íoks er tréskurðarmynd af
Ólafi helga og afsteypa af-
andlitsmynd af Eysteini kon-
ungi.
Af öðrum eldri munum má
nefna bautastein einn mikinn
frá 1050, og er hann talinn
vera einn fyrsti legsteinninn,
sem reistur hefur verið í Nor-
i>gi eftir kristnitöku. Áletrun
steir.sins ber það með sér, að
móðir hefur reist hann yfir
iátna dóttur sína.
Öllum þessum gripum frá
eldri tímum hefur verið komið
fyrir í öðru herbergi norska
safnsins. í hinu herberginu
eru aftur á móti munir frá síð-
ari tímum. Þar eru margvís-
legir húsmunir og heimilis-
áhöld. T. d. er þar sleði úr
Guðbrandsdal frá 1727, klaf-
ar úr Þrændalögum; hornskáp
ur, kistur, stólar, ölbollar-,
askar, smjörkönnur, trafa-
kefli og þannig mætti lengi
telja. Þá er rokkur frá 18. öld,
og er hann allfrábrugðin þeim
rokkum, sem hér þekkjast, þó
ekki sé hann eldri. Þess má þó
geta, að rokkar af þessari gerð
voru framleiddir í stórum stíl
í Noregi, og meðal annars
fluttir í hundraða tali til ís-
Iands, þótt hér muni þeir lítt
eða alls ekki þekktir nú. Loks
eru í þessari deild safnsins
margs konar dúkar og annar
•/efnaður og handiðnaður
kvenna.
Þetta, sem ég nú hef nefnt,
eru helztu munirnir, sem ég
festi augu á þá stuttu stund,
sem ég staldraði við í þióð-
minjasafninu, en þess ber að
geta, að þá var enn ekki búið
dð koma öllum gripu.num fyr-
tr á sínum stað, og kann að
vera, að eitthvað af þeim hafi
farið fram hjá mér.
Að endingu verð_ur komið
fvrir Ijósmyndum á ■'æggjum
nafnsins, og eru myndirnar af
■vokölluðum föstum fornminj
um, það er kirkjum og bónda-
bæjum, frá ýmsum tímum, en
Norðmenn varðveita m-jög vel
flíkar mir.’ar. í safninu á
Bygdö við Osló er t. d. hægt að
rjá þróun húsagerðarinnar frá
fyrstu tíð, allt frá bjálkakof-
unum fram á síðustu aldir. Þar
er stór garður, eða réttara
sagt byggðahverfi með göml-
um húsum, enn fremur er þar
stafakirkja í fullri stærð —
það er eftirlíking af elztu
kirkjum í Noregi. er þær voru
byggðar úr timbri og enginn
nagli fannst í allri bygging-
unni. Stafakirkjur hafá nú
víðar verið ’reistár en í ’sáfn-
inu við Osló; t. d. sá ég eina
peirra í sumar í Bergen, en
hún stendur á hæð einni í út-
hverfi borgarinnar.
Það eru þess konar forn-
minjar, sem Ijósmyndirnar eru
af hér í safninu. Enn frempr
verða myndir af víkingaskip-
unum, Qsebergsskipinu . og
Gauksstaðaskipinu, en þau eru
í sérstöku safni úti á Bygdö
við Osló, rétt hjá byggðasafn-
inu, sem ég minntist á. Ættu
íslendingar, sem til Osló
kunna að koma, ekki að sitja
sig úr færi að sjá þau söfn.
Eftir fáa daga mun að fullu
verða búið að ganga frá norsku
forngripunum í nýja þjóð-
minjasafninu, og verða þeir þá
formlega afhentir okkur.
Þessi rausnarlega gjóf vitn-
ar ljóslega um þann fölskva-
lausa vinskap og hlýhug, sem
Norðmenn bera til íslendinga.
31 ík gjöf mun vera næsta
sjaldgæf, en hún er staðfest-
ing þess, hve mikils Norðmenn
meta forna sameiginlega sögu,
menningu og skyldleika þess-
ara tveggja þjóða.
Ilreiðasaf ar
Útvegum alla rafmagnsbifreiðavarahluti til afgreiðslu
beint frá verksmiðjunni, The Electric Auto-Liíe
Company, til þeirra, sern hafa gjaldeyris- og inn-
flutningslej'fi. Sérstaka athygli viljum við vekja á
framlugtarljósum (seal beam units) fyrir vinstri.
handar akstur, þar sem Iægri geislinn lýsir til yinstri
og niður.
ELECTRIC H,F.
Túngötú G, — sími 5355, —, Reykjavík.
SKÖMMU ÁÐUR en innrásin í Kóreu hófst, fór rússneski
hermálafulltrúinn í Tokio, Derevyanko, ásamt öllu starfsliði
sínu frá Japan. Hann hefur vitað, hvað var í vændum * * *
Rússar hafa nú 80—150 orustuflugvélar í Shanghai í Kína
* - * Vesturveldin munu nú vafalaust veita Bonnstjórn-
inni meira frelsi, þar á meðal eigin utanríkisráðuneyti * *
Jarlinn af Dalkeith er nýjasti vonbiðill Margrétar Eng-
landsprinsessu, að því er heimsblöðin segja frá.
Við sækjum
í Hafnarfjörð,
Reykjavík
og nágrenni.
ÞVOTTAHUSÍÐ FRÍÐA
Sími 9832.
TIIURBER TEIKNAR A NY
Ameríski teiknarinn James
Thurber, sem er heimsfrægur
fyrir skqpmyndir sínar („Síð-
asta blómið“ á íslenzku), er
svo til blindur og hefur ekki
getag teiknað undanfarin tvö
ár. Hann er nú að byrja að
teikna á ný, með nýju teikni-
borði, sem er sérstaklega lýst1
gegnum borðplötuna, og sér-
ntökum blýantí, . s.em. skilur
oftir sjálflýsandi strik. Án
þessara tækja getur Thurber
ekki séð, hvað hann teiknar.
VELIKOVSKY
Dr. Immanuel Velikovský er
af rússneskum ættum, en er
borgari Israelsríkis og nú bú-
settur í New York. Hann hef-
ur fengizt við margs konar
vísindi og heíur nú gefið út
bók, sem vakið heíur mikla at-
hvgli í Ameríku og verið mik-
ið auglýst.
Bók þessi fjallar um kenn-
ingar dr. Velikovskys, sem
mundu kollvarpa svo til öllum
vísindakenningum, sem nú
njóta viðurkenningar, ef sann
ar reyndust. Velikovsky segir,
að Venus hafi til skamms tíma
verið halastjarna, sem hafi
komið svo nærri jörðinni um
1500 f. Kr., að segulafl henn-
ar hægði á snúningi jarðarinn
ar, myndaði risastórar flóð-
bylgjur og lyfti upp fjöllum.
Það er ekki fyrr en 687 f. Kr.
að Venus varð að fastastjörnu,
c n á þessu tímabili olli stjarn-
on hverju ,,kraftaverkinu“ á
Tætur öðru. Velikovsky skýrir
á þennan hátt, að sólin hafi í
raun og veru staðið'kvrr, þeg-
ar Jósúa taldi sig sjá hana
kyrra. Rauða hafið skiptist og
f ornaði í raun og veru, þegar
Gyðingar gengu yfir það.
Manna féll í raun og veru frá
himnum (myndað úr „hala“
Ventxsa'r, að því er Velikovsky
heldur fram).
Þessar furðulegu kenningar
hafa vakíð forvitni margra
leikmanna eg því hefur bók
Velikovskys selzt mjög mikið.
1 En vísindamenn eru hinir reið
tistu yfir því, að nokkuð út-
gáfufyrirtæki skyldi leyfa sér
að gefa slíka vitleysu út. Hafa
spunnizt um þetía flóknar
deilur, en Velikovsky segir, að
! vísindaleg hugsun sé undir
iárnhæl fasíra kenninga og ó-
hreyfanleg. Hann telur sig
illa leikimí af gagnrýnendum.
„GETULIO VOLTARÁ“
Á árunum 1930—1945 réci
Gef.ulio Vargas .Iögum og lof-
um -x Brazilíu. Einræði haxis
var milt og ekki óvinsælt með-
al landsmanna. En þó rak að
pví í stríðslok, að landsmönn-
um þótti nóg um, og herinn
til sinna ráða og. steypti
Vargas af stóli.
Vargas fór þó ekki langt.
Iiann settist að á búgarði sín-
um í Rio Grande de Sul og hóf
þegar á ný þátttöku í stjórn-
málurn. Hann náði kosningu
til öldungadeildarinnar og
byggði upp á ný flokk sinn
(sem hann kallar verkamanna-
flokk eins og Peron í Argen-
tínu). Nú er Vargas aftur í
kjöri sem forseti og hefur
hann hafið mikla kosningabar
áttu. Hann notar slagorðið
„Getulio Voltará“ eða „Getu-
!io kemur aftur“, og hafa þeg-
ar sést þess mérki, að hann
er enn vinsælf í Iandinu. Það
byrfti engum að koma á óvart,
bótt Vargas yrði aftur forseti
Brazilíu.
LOVÍSA MARÍA HÆTTIR
Frægasti konungssinninn á
Spáni er tvímælalaust Lovísa
María, hertogafrú af Venecia.
Hún er nú 34 ára gömul og
annáluð fyrir fegurð og hug-
rekki. Hvao eftir annað hefur
Franco látið varpa henni í
fangelsi, en hún hefur ávallí
[osnað þaðan með einhverju
rnóti. í febrúarmánuði þetta ár
var hún enn tekin föst og á-
kærð um samsæri gegn ríkis-
valdinu og ógnun við öryggi
ríkisins. Hún var ekki tekin
fyrir rétt fyrr en í júnímár,-
uði, og var þá látin laus. Til-
kynnti hún, að hún mundi nú
hætta afskiptum af stjórnmál-
um vegna heilsuleysis og
reyna að ná sér eftir fangels-
isj/istina. Konungsefnf SpáiL-
1 verja, Don Juan, sem situr í
Portúgal, kvaðst sjálfur hafa
hvatt hana til að draga sig x
hlé.
NÝR ÐÝRLINGUR
María Gorette var fyrir
Framh. á 7. siðu.