Alþýðublaðið - 23.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.04.1920, Blaðsíða 1
1920 Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Tekjuhalli Þjóðverja. Khöfn, 21. apríl. Símaö frá Berlín, að tekjuhalli I>jóðverja á fjárh&gsárinu sé tveir miijarðar marka. Kapp beiðist friðlands. Khöfn, 21. apríi, Símfregn frá Stokkhólmi segir, að Kapp hafi sótt til svensku stjórnarinnar um að hann megi «iga friðland í Svíþjóð. Tekjuafgangur Englendinga. Khöfn, 21. aprfl. Símað frá London, að tekjuat- -gangur Englands á fjárhagsáætiun sé 300 miljónir króna, sem not- aðar skulu til að minka ríkisskuld- irnar. Tyrkjafriður. Khöfn, 21. aprfl. Foch áætlar, að 300 þúsund manns þurfi til þess að koma íriði á í Tyrklandif Fangaskifti. Khöfn, 21. apríl. Símað frá London, að Litvinoff hafi undirskrifað samning um fangaskifti milli Rússa, Belga og Prakka. Gagnkvæm uppgjöf póli- tískra saka. Frakkland og Belgfa skuldbindá sig til þess, að skifta sér ekki af innanríkismálum Rússa. Föstudaginn 23. apríl Viðavangshlau pii. Aðkomumenn sigra. Víðavangshlaupið hófst, eins og til stóð, í gær kl. 2 — eða öllu heldur 5 mínútum yfir tvö; leið- inlegt afspurnar fyrir íþróttamenn, sem þó ættu að kunna stundvísi. Veður var hið bezta, sólskin og blíða, en færðin á skeiðinu var ekki hin ákjósanlegasta, sem sjá mátti á hlaupurunum, er þeir komu að marki, forugir upp á herðar. Að þessu sinni tóku fleiri þátt í hlaupinu, en nokkru sinni áður, eða 21 maður. Voru 8 frá »Ár- mannic hér í bæ, þeir: Ágúst Jóhannesson, Ásgeir Ás- geirsson, Einar Markússon, Ingi- mar Jónsson, Ottó Marteinsson, Sveinn Björnsson, Valdimar Svein- björnsson og Þorbergur Ólafsson. 8 voru úr íþróttafélagi Reykja- víkur, þeir: Bjarni Jónsson, Einar Stefáns- son, Gísli Sigurðsson, Haraldur Ólafsson, Jón B. Jónsson, Konráð Kristjánsson, Sigurjón Eiríksson og Þórður Hjartarson, 5 voru frá U. M. F. Drengur og Afturelding í sameiningu, þeir: Ágúst Jónsson, Ellert Eggerts- son. Magnús Jónsson, Þorgeir Jónsson og Þorgils Guðmundsson. Fyrstur varð Þorgils Guð- mundsson frá Valdastöðum að marki, og rann hann skeiðið á 14 mínútum og 15 sekúndum. Næstur varð Konráð Kristjáns- son frá Iitlu-Tjörnum f Ljósavatns- skarði (var nr. 3 í fyrra); munaði minstu að hann yrði fyrstur. Var Þorgils á eftir houum þangað til á sfðasta augnabliki, að hann vatt sér fram fyrir hann og náði marki broti úr sekúndu (*/s) á undan honum. Geymdi Þorgils, eins og vera ber, nokkuð af orku sinni til hins siðasta, og lagði alla áherzlu á síðustu faðmana. En Konráð mun hafa haldið sig ör- 90. tölubl. uggan, og virtist fremur lina á sprettinum síðast; hefði honum vafalaust verið gefið að sigra, hefði hann gáð sín. Þriðji maður var Ingimar Jóns- son, héðan úr bæ, og var annar maður honum því nær jafn. Þeir voru stutt á eftir þeim fyrstu. Sá seinasti var rúmlega 2 mín. á eftir þeim fyrstu. Þegar gert var út um hlaupin, kom það upp úr kafinu, að Ung- mennafélögin höfðu sigrað, og hlutu þau verðlaunagripinn, sem ætlaður er því íélagi, sem vinnur. Eftirtektavert er það við þessi hlaup, að aldrei hefir náðst eins góður hraði. Skeiðið var í fyrra runnið af Ólafi Sveinssyni á 14 mín. og 27 sek. Sömuleiðis er það hvöt fyrir reykvfska íþróttamenn, að herða sig meira en þeir gera við fþróttaiðkanir, að tveir fyrstu hlaupararnir eru sveitamenn. Má það merkilegt heita, að knatt- spyrnumenn skuli ekki taka þátt í þessu hlaupi, þar sem það er vitanlegt, að bezti stuðningur þeirrar íþróttar eru hlaup. Vafalaust verður þessi ósigur reykvfskra íþróttamanna til þess að hvetja þá til starfa, og ekki verður sigur Ungmeunafélaganna síður til að hvetja þeirra menn til þess að halda því, sem unnið er. En þegar kappið er komið, gengur alt betur. Ef það þá end- ist til næsta sumars. 1. y. Hagnisemi. Eins og bæjarbú- um er kunnugt, létu margir at- vinnurekendur ekkert vinna hjá sér f gær, vegna þess að það var sumardagurinn fyrsti. Nokkrir létu þó vinna til hádegis. En meðal þeirra, sem lengur létu vinna var borgarstjórinn K. Zimsen. Hana lét verkamennina vinna til kl. 4. Og stóð það heima, að þá var lokið þeim útiskemtunum, er til var stofnað í gær. Hugulsamur er Knútur! Verkam.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.