Alþýðublaðið - 25.07.1950, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.07.1950, Síða 7
Imðjudagui- 25. júlí 1950. ALÞYÐUBLAÐI-Ð ? Sslaods cirkleo gengst fyrsr annarri hóp- ferð liiogað eftir tvö til þrjú ár« I' — ----—«———— . „FEBÐALÁGIÐ UM ÍSLAND verður ö'Ium þatttakend- um úr Islands cirklen ógleymanlegt; slíkt ævintýri liöí'um við ekki upplífað fyrr. Og þeir, sem ekki liomust með að þessu sinni, bíða með fetirvæníingu eftir næstu hópferð til Islands, en húu er ráðgerð eftir tvö til !u;ú ár.“ Þetta sagði Ernst Stenberg, fararstjóri sænska ferðamanna- hópsins, í viðtaii við tíðinda- mann Alþýðublaðsins, kvöldið áður en hann fór. en ferðafólk- ið fór flugleiðis til Stokkhólms í gærmorgun, og áttu íslend- ingarnir, sem ferðazt hafa um Norðurlönd síðast liðinn hálfan mánuð, að koma með sömu flugvélinni heim í nótt. Það hefur áreiðanlega eng- inn orðið fyrir vonbrigðum með ferðina, sagði Steinberg enn fremur. Þátttakendurnir, sem eru ur ýmsúm stéttum og bú- settir bæði í Stokkhólmi og víðar um landið, hafa lesið mikið um ísland og kynnzt því 4 þann hátt, en þeir, sem ekki höfðu litið landig. fyrr — og það höfðu aðeins tveir þátttak- endur gert auk mín — gátu þó ekki gert sér grein fyrir fegurð þess, sérkennileik og töfrum. Mest varð fólkið hrifið af að koma á hina fornu sögustaði, sem það hafði lesið um, og nú skilur það sögurnar miklu bet- ur en fyrr, þegar það sjálft hef- ur séð og komizt í snertingu við þá staði, þar sem sögurnar gerðust. Um fólkið þarf ekki að fjölyrða; við höfum mætt hér einsýakri gestrisni, alúð og framúrskarandi góori fyrir- greðislu og hjálpsemi á öllum Gviðum. íslenzki maturi nn lík- aði okkur vel; og sumir segjast aldrei hafa borðað jafn mikið á hálfum mánuði og meðan þeir dvöldu hér. Konurnar í hópn- um sakna þess mes.t að geta ekki haft heim með sér dálítið af skyri, eða uppskrift af því, hvernig á að hleypa skyr, eins og á íslandi. •— Við biðjum að endingu að heilsa öllum þeim mörgu, sem greitt hafa götu okkar hér og gefið okkur góðar minningar frá dvölinni. KVEÐJUSAMSÆTI í . FLUGVALLARHÓTELINU Á sunnudagskvöldið var kveðjusamsæti fyrir ferðafólk- ið og nokkra fleiri gesti í flugvallarhótelinu, og voru þar ýmis skémmtiatriði og ræður voru fluttar. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur stjórnaði samsæt- inu, en fyrstur tók til máls for- maður Norræna félagsins, Stef- án Jóh. Stefánsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Þakkaði hann norrænu gestunum komuna og kvaðst vona, að þessi heim- sókn væri byriun á enn víðtæk- ari kynnisferðum frændþjóð- anna hingað til lands, og jafn- framt einn þáttur í aukinni samvinnu og vináttutengslum hinna norrænu þjóða. Þá fór hann viðurkenningarorðum um starf Islands cirklen, og kvað það geta orðið íslandi mjög heillaríkt, ef við eignuðumst slíka -vinastarfsemi sem víðast á Norðurlöndum. Þá drap hann á það, að þessi samtök væru ein grein af stofni hinnar sænsku alþýðuhreyfingar og Ernst Stenberg. ynni í sama anda og hún, það er að aukinni menningu og manndómi, sem einmitt væri skilyrði til eflingar lýðræðisins og til þess að alþýðan yrði frjáls og líf hennar auðugra og feg- urra, en lýðræðishugsjónin hefði ætíð verið í heiðri haldin af verkalýðssamtökunum á Norðurlöndum, enda væri lýð- ræðið þar nú fullkomnara en víðast hvar annars staðar í heiminum. Næstur talaði Loftur Guð- mundsson blaðarnaður og hélt gamansama ræðu í „brotinna penna“ stíl, og féll hún í góð- an jarðveg hjá gestunum. Enn fremur talaði Einar Magnússon menntaskólakennari, en hann hefur verið fararstjóri ferða- mannanna, ásamt Lofti Guð- mundssyni, á nokkrum hluta af ferðalaginu. Að endingu talaði Ernst Stenberg og þakkaði mót- tökurnar hér og alla fyrir- greiðslu. Sérstaklega þakkaði hann Þorleifi Þórðarsyni, for- Gtjóra ferðaskrifstofunnar, en án hans fyrirgreiðslu og ferða- skrifstofunnar sagði hann að ferð þessi hefði verið ófram- kvæmanleg. Enn fremur þakk- aði hann Vilhjálmi S. Vil- hjálmssyni, Stefáni Jóh. Stef- ánssyni og fleirum, sem á ýms- an hátt hefðu stuðlað að því, að ferð þessi var farin, Loks færði hann forstjóra ferðaskrif- stofunnar að gjöf fagra mynda- styttu, en fararstjórunum, bif- reiðastjóunum og fleirum, er aðstoðað höfðu ferðafólkið hér, færði hann bókagjafir. Á milli ræðanna var fjölda- söngur; sýndar voru kvikmynd>- ir, íslenzk glíma og sænskir þjóðdansar, og að endingu dansað fram yfir miðnætti. ■ ■ ■ * \ Auglýsið í | ■ ‘Í B ■ It ■ ■ Framhald af 1. síðu. miða aðeins við breytingar á húsaleigu í húsum fullgerðum eftir árslok 1945. í öðru lagi hafði nefndin látið fara fram allýtarlega athugun á húsnæði í Reykjavík, og þar á meðal sérstaklega á húsaleigu í húsum byggðum eftr árslok 1945. Leiddi sú athugun í ljós, að meira en hélmingur launþeg- anna 1 húsum fullgerðum eftir árslok 1945, áttu sjálíir íbúð 'þá', er þeir bjgggu í, og gátu. þar af leiðandi á engan hátt notið góðs af lagaákvæðum um niðurfærslu húsaleigu. Þökkum hjartanlega sýnda hluttekningu við andlát og útför mannsins míns og bróður okkar, Guðmundar Ólafssonar. Aðalheíður Þorkelsdóttir. Jóna Ó. Jensen. Guðrún Á. Lárusdóttir. Alúðar þakkir fyrir þá miklu samúð. sem okkur hefur verið sýnt; við fráfall og jarðarför Valgeirs Jónssonar húsasmíðameistara. Ðagmar Jónsdóítir, börn og tengdasynir. Þá leiddi athugunin einn ig í Ijós, að aðeins einn leigj andi í húsi byggðu efíir árs lok 1945 greiddi lægri húsa- leigu í júlí en í marz, og það af ástæðum ■ óviðkomandi þeirri húsaleigulöggjöf sem vikið verður að hér á eftir. Nefndarmenn voru sam- mála um það, að þessi athug un mundi gefa sæmilega rétta mynd af hinu raun- verulega ástandi. Nú hafði alþingi hinn 15. maí 1950 samþykkt breytingu á húsaleigulögunum, þar sem meðal anriars er ákveðið, að hámark þeirrar húsaleigu, að viðbættri húsaleiguvísitöluuþp bót, sem ákveða má fyrir íbúð- arhúsnæði, sé 8—9 krónur fvr- ir hvern fermetra í húsum, sem byggð eru 1945 eða síðar. Þessi nýja húsaleigulöggjöf leggur að sjálfsögðu húseigend um þá skvldu á herðar að taka ekki hærri húsaleigu en sem svarar 9 kr. á hvern fermetra gólfflatar. En binda þau á nokkurn hátt hendur kauplags nefndar? Gæti nefnd, sem ætti að finna meðalhraða þeirra bif reiða ,sem fara frá Reykjavík til Þingvalla 1. júlí 1950, strik að út úr skýrslum sínum þær bifreiðir, sem aka hraðar en lögboðið er? Getur Kauplags- nefnd, sem var að finna hækk- un eða lækkun húsaleigu í Reykjavík, strikað út úr skýrsl um sínum þær íbúðir, sem eru leigðar út á hærra verði en lög boðið er? A3 mínu áliti getur kaup- lagsnefnd ekki, og má ekki, við ákvörðun húsnæðisliðs- ins, taka tillit til, hvað hús- eigendum er Iögboðið, nema að syo miklu leyti sem það upplýsist við athugun, að lagaboðið hafi raunvérulega lækkað húsaleiguna. Um þessi einföldu og augljósu sannindi gat ekki orðið sam komulag í nefndinni. Kauplagsnefnd lét, eins og áður segir, fara fram athugun á húsaleiguútgjöldum launþega (verkamanna, sjómanna og iðn aðarmanna), til þess að treysta þannig betur gl'undvöllinn und ir ákvörðun húsnæðisliðs vísi- tölunnar, samkvæmt ákvæðum gengislækkunarlaganna. Þrátt fyrir hina ótvíræðu niðurstöðu þessarar athung- . unar, ákvað méiri hluti nefnd arinnar að hafa hana að engu, og að Hagstofan skyldi miða liúsnæðislið vísi tölunnar 1. júlí við hámarlcs ákvæði ofan nefndra laga, sem rannsókn nefndarinnar sjálfrar liefði leitt í Ijós, að hefði ekki liafí nein áhrif til húsaleigulækkunar. Þetta ■ þýdd, að tæp 5 vísitölustig komu til frádráttar þeim 114 stigum, sem vísitalan var komin upp í 1. júlí vegna hækkunar á öðrum liðum en húsaleiguliðnum. Vísitalan 1. júlí var því ákveðin 109 stig. Ég hélt því fram í nefndinni, að tvær leiðir kæmu til greina til úrlausnar þessu máli. Annars vegar mátti liækka hiisnæðisliðinn eins og hann var ákveðinn við útreikning vísitölunnar í apríl, maí og júní 1950, í hlutfalli við hækkun húsaleiguvísitöl- unnar, og hefði þá útkomán orðið 117 stig. Hefði með því verið fylgt sömu reglu og far ið héfur verið eftir síðast- liðin 9 ár. Hins vegar kom til mál'a að ákvarða liúsnæðisliðinn á grundvelli rannsóknar þeirrar, er nefndin hefði lát ið fara fram, og hefði júlí- vísitalan þá orðið 115 eða 118 stig. STARFSGRUNDVÖLLUR KAUPLAGSNEFNDAR. Ég vil taka það frarri, að þrátt fyrir þennan djúptæka ágrein- ing við meðnefndarmenn mína, hefði ég talið mér skylt að starfa áfrani í nefndinni, ef ekki hefði annað komið til. Ég hefi oft verið í minni hluta í nefndinni og látið mér það lynda, ’ eins og vera ber í lýð- ræðisþjóðfélagi. .En hér er um annað og meira að ræða en á- greining um það, hvernig eigi að ákvarða einn eða annan lið við útreikning vísitölunnar. Hér er teflt um sjálfan starfsgrundvöll nefndarinn- ar, um það, hvort kauplags- nefnd eigi að líta á sig sem algerlega óháða stofnun, sem starfi einungis innan þeirra marka, sem löggjafarákvæði og almennar meginreglur segja til um, eða hvort hún eigi að telja sig grein af framkvæmdarvaldinu, og þess vegna láta að meira eða minna leyti stjórnast af þeim óskum og kröfum, sem kunna að verða bornar fram af hálfu þeirrar ríkisstjórnar, sem er við völd á hverjum tíma. Meirihluta nefndarinnar var það fyllilega Ijóst, þegar hann ákvað vísitöluna 1. júlí 109 stig, að með því var hann í raun og veru að veita ríkisstjórninni tækifæri, sem mundi verða not að, til þess að gera það, sem kauplagsnefnd ber að gera, sam kvæmt gengislækkunarlögun- um, sem sé að ákveða þá vísi- tölu, sem uppbót á laun er greidd eftir. Yfirlýsing', er formaður gaf á fundi nefnaarinnar 19. júlí 1050, tók af allan vafa í þessu efni. Lýsti hann því yfir, að sér væri kunnugt um, að jafnskjótt og ákvörðun nefndarinnar væri komin í hendur ráðuneyt- isins, mundi ríkisstjórnin gefa út bráðabirgðalög þau um kaup uppbót, sem almenningi eru nú kunn orðin. Meirihluti nefndar innar tók þannig ákvörðun sína með fvrirfram vitneskju um það, að hún.yrði þýðingarlaus: Það kom einnig fram á ann- an hátt við afgreiðslu þessa máls, að meirihluti kauplags- nefndar lítur á hana sem grein af^amkvaémdarvaldinu. Mætti nefna margt til sönnunar því, en ég ætla að láta nægja að tilfæra eitt atriði. Eftir ósk viðskiptamála- ráðherra mætti nefndin til vifötals við hann 14. júlí. í lok þess fundar bar ráðherra fram þau tilmæli við nefnd- ina, að liún léti sig vita um fyi'irhugaða lausn málsins (þ. e. ákvörðun húsnæðisliðs ins), áður eiv gengið væri endanlega frá því. Sé litið á kauplagsnefnd sem nokkurs konar gerðar- dóm, eru slík tilmæli óvið- eigandi. En sé aftur á móti litið á nefndina sem grein af framkvæmdarvaldinu, þá eru þau eðlileg. Hvorugur meðnefndarmaníia minna hafði neitt við tilmæli ráð- herrans að aíhuga. Mótmæli mín gegn þeim voru ekki tekin til greina og virtust þau koma meðnefndarmönn. um mínum og ráðherranum á óvart. Enginn vafi leikur á því, að samkvæmt löggjöfinni um kaup lagsnefnd er hún í eðli sínu gerðardómur, sem á að starfa algerlega óháð framkvæmdar- raldinu. Einna gleggst kemur þetta fram í skipun nefndarinn ar. Af þrem nefndarmönnum er einn tilnefndur af Vinnuveit- endafélagi íslands og annar af Alþýðusambandinu, þ. e. a. s. einn maður fyrir hvorn þeirra aðila, sem hafa mestra hags- muna að gæta í sambandi við ákvarðanir nefndarinnar. Þriðji maður nefndarinnar og formað- ur hennar er tilnefndur af Hæstarétti, en ekki skipaður af í-íkisstjórninni án tilnefnding- ar eins og margir halda. Lögum samkvæmt eiga afskipti ríkis- valdsins af nefndinni ekki að vera önnur en þau, að ríkis- stjórnin ákveður laun nefnd- armanna og leggur nefndinni til fé til starfseminnar. Virðingarfyllst I Torfi Ásgeirsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.