Alþýðublaðið - 28.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.07.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAK langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna, — Föstudagur 28. júlí 1950. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLKS Takrð höndum saman við unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis miða í bifreiðahappdrættl Sambands ungra jafnaðar i manna. enzínlííirinn hækkar um 11 aura íjósaolían um 30 kr. ionni ----------------*-------— Ný hækkun á benzíni og olíum. Hráolía haekkar um 17 kr. tonnið. -----------------—•---------- ENN HEFUK OKÐIÐ NÝ VERÐHÆKKUN á bcnzíni og olíujjn, í ofanáiag á hina stórfelldu verðliækkun, sem varð í vor. Benzín’ítrinn hefur nú hækkað um 11 aura, tonnið af Ijósaolíunni um 30 krónur og tonnið af hráolíu um 17 krónur tonnið. Benzínið kostar nú kr. 1.48, en kostaði áður kr. 1,35. Ljósaolían kr. 1050 pr. tonn, en kostaði á'áur kr. 1020. Hráolía kr. 670, en kostaði áður kr. 653, og hráolía, seld í lífratali, kostar nú kr. 0,58, en kostaði áður kr. 0,56V2. rmenii samþykki ypp samningum Víta harðlega ákvörðun meirihíuta kaup- iagsnefudar um júlívísitöluna og fram- komu ríkisstjórnarinnar. i ......——»■—..—■— FÉLAG JÁBNIÐNAÐARMANNA f REYKJAVÍK sam- þykkti á fupdi í fyrrakvöld að verða við tilmælum x\lþýðu- sambands íslands um að segja upp gildandi launa- og kjara- samningum við vinnuveitendur og fól trúnaðarráði félagsins aS ákveða uppsagnardag. Er járniðnaðarmannafélagið annað félagið, sem ákveður að segja upp. Jafnframt mótmælti fund- urinn harðlega ákvörðun meirihluta kauplagsnefndar um vísi- tölu júiímánaðar, sem ákvéðin var 109 stig, og vítti framkomu xíkisstjórnarinnar í því máli. Loks lýsti fundurinn yfir fullum síuðningi við samþykkt miðstjórnar Alþýðusambandsins um að vetkalýðsfélögin segi upp kjarasamningum með það fyrir aug- um að hefja baráttu fyrir hækkuðu kaupgjaldi. Ályktanir fundarins eru svo- hljóðandi: 1. Fundur í Félagi járniðn- aðarmanna, haldinn 26. júli 1950 í Þórskaffi, samþykkir að verða við tilmælum miðstjórn- ar Alþýðusambands íslands um að segja upp núgildandi launa- og kjarasamningum sínum við vinnuveitendur og felur trún- aðarráði að ákveða uppsagnar- dag. 2. Fundur í Félagi járniðnað armanna, haldinn 26. júlí 1950, mótmælir harðlega ákvörðun meirihluta kauplagsnefndar um vísitölu júlímánaðar, sem ákveðin er 109 stig eða alveg óbreytt frá vísitölu júnímán- aðar, í skjóli laga fá síðasta al- þingi um húsaleigu, sem vitað er og sannað að hvergi hafa kom * ið til framkvæmda í veruleik- anum. Fundurinn vítir harðlega framkomu ríkisstjórnarinnar í þessu rnáli,, sem hefur með af- skiptum sínum af því framið gerræðisfullt ranglæti á öllum launþegum landsins. Jafnframt lýsir fundurinn yf ir fullum stuðningi við sam- þykkt stjórnar Alþýðusam- hands íslands um að verkalýðs félögin segi upp kjarasamning- um sínum, með það fyrir aug- um að hefja baráttu fyrir hækk uðu kaupgjaldi. Þá telur fundurinn að nauð- synlegt sé að tryggja sigur- sæla baráttu alls verkalýðs með því að verkalýðsfélögin sam- ræmi sem bezt tíma til aðgerða, aðalkröfur sínar og skapi sam- eiginlega yfirstjórn kaupgjalds baráttunnar. Fundurinn styður því samþykktir stjórnar Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavík og stjórnar Alþýðu- cambands Norðurlands, um að ctjórn A.S.Í. boði hið fyrsta til ráðstéfnu. Fundurinn telur þó að heppilegast sé að boða á ráð stefnuna fulltrúa frá fjórðungs samböndunum og Fullfrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík. Rafmagnsbilun í gærmorgun í GÆRMORGUN varð raf- magnsbilun í nokkrum af út- hverjum bæjarins og stóð hún yfir um hálfa klukkustund. Meðal annar’s varð Langholtið og Sogamýrin rafmagnslaus, einmitt um hádegisbilið, þegar húsmæður voru að elda matinn. % 15 þús. ungir jafnaðarmenn sóttu al- blóÍamófiS er haldið var í Itokkhóimi Hið nýja friðarávarp, sem móiið sam- þykkfi, vekur hvarvelna mikla athygli Frásögn Vilhelms Ingimundarsonar, forseta Samb. ungra jafnaðarmanna, ..................■■■■♦' ——— FIMMTÁN ÞÚSUND ungir jafnaðarmenn frá 30 löndum heimsóttu alþjóðamót samtakanpa, sem háð var í Stokkhólmi dagana 12,—18, júlí síðast liðinn. Fór mót þetta mjög vel og skipuiega fram og varð þátttakendum til mikillar gleði og upp- örfunar. Allt mótið var kvikmynda'ð, og munu samtökin hér fá kvikmyndina til sýningar síðar. Þetta sagði Vilhelm Ingi- mundarson, forseti Sambands ungra jafnaðarmanna í viðtali við blaðið í gær, en hann kom í gærmorgun heim með Gull- fossi. Aðrir fulltrúar af hálfu samtakanna hér á alþjóðamót- inu voru Helgi Sæmundsson, blaðamaður og Stefán Gunn- laugsson, formaður FUJ í Hafn arfirði og eru þeir einnig komn ir heim. Alþjóðamótið var sett mið- vikudaginn 12. júlí, og stóð það yfir til 18. júlí, en eftir sjálft mótið voru haldnar ráðstefnur á vegum alþjóðasambandsins (IUSY) og einnig ráðstefna á vegum Norðurlandasambands ungra jafnaðarmanna, og sat Helgi Sæmundsson þá ráð- stefnu af hálfu SUJ. Á mótinu voru saman komn- ir samtals um 15 000 þátttak- endur frá ýmsum þjóðum heims. Fjölmennastir voru Sví ar að sjálfsögðu, en úr samtök- unum þar mættu um 8000 þátt- takendur, frá Noregi komu 1000 frá Danmörku 700, frá Finn- landi 600, frá Þýzkalandi 600 og loks voru fulltrúar frá mörg- um öðrum þjóðum, m. a. frá Indlandi, Austur-Indium, flóttamenn frá Spáni og Ung- verjalandi og víðar að. Sjálft mótið fór fram á Skarpnáck við Stokkhólm, en þar voru reistar miklar tjald- búðir, er þátttakendur höfð- ust við í meðan mótið stóð yf- ir, og höfðu þátttakendur frá hinum ýmsu þjóðum þjóðfána sinn við hún á tjöldum sínum. Mitt á meðal tjaldbúðanna voru ýmsir skemmtistaðir, svo sem tívoli, með tilheyrandi f.kemmtitækjum og öðru er slík ar stofnanir hafa upp á að 'ojóða. Þá höfðu tjaldbúðirnar sína eigin lækna, hjúkrunarlið, pósthús, kaupfélag og yfirleitt aðrar stofnanir er tíðkast í nú- tíma stórborgum, og var allt til fyrirmyndar. Áður en mótið var sett söfn uðust þátttakendur saman við fundarstaðinn Forum, en þar lék fyrst ljúðrasveit sporvagna tnanna, síðan setti Peter Strass er, forseti Alþjóðasambands ungra jafnaðarmanna og Frans Nilson, formaður sambands ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð mótið og stór talkór frá sænsk um jafnaðarmönnum kom fram við setningarathöfnina. Næsti dagur var helgaður samtökum ungra jafnaðar- manna í Noregi, í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna á þessu .ári. Við það tækifæri hélt Ein- ar Gerhardsen forsætisráðherra Norðmanna ræðu, og kom með- al annars með hugmyndina um nýtt friðarávarp, er beint yrði til Rússa þess efnis að skorað yrði á þá að tryggja friðinn í heiminum, en ávarp á þessum grundvelli var síðan samið og samþykkt á 60 000 manna úti- fundi, sem haldinn var mið- vikudaginn 17. iúlí í Vasapark- en í Stokkhólmi. Hefur ávarp þetta vakið mikla athygli á Norðurlöndum. Á útifundinum í Vasaparken töluðu meðal ann ars Erlander forsætisráðherra Svía, og Peter Strasser forseti alþjóðasambandsms. Daginn áður voru mikil hátíðahöld á Skansinum í Sstokkhólmi og þar talaði Muller í^lagsmálaráð herra Svía. Einnig voru þar ýms skemmtiatriði. Ekki er blaðinu kunnugt um hvenær samningarnir verða undirritaðir, en Langvad, full- trúi Phii & Son, er staddur hér um þessar mundir og verður væntanlega gengið frá samn- ingunum innan fárra daga. Að því er Steingrímur Jóns- son rafmagnsstjóri skýrði blað- inu frá í gær, mun vinna við virkjunina hefjast mjög fljót- lega, eftir að samningar verða undirritaðir, og kvaðst hann búazt við, að fljótlega yrði byrj að að ráða verkamenn, en vinna * ! Vilhelm Ingimundarson. Hver dagur mótsins byrjaði með íþróttasýningum og íþrótta kappleikum, og einnig komu ýmsar þjóðir fram með sína eigin dagskrá, svo sem Frak;:- ar, Danir og Norf\ienn. Nánar verður sagt frá mót~ inu á æskulýðssíðu á næstunni. •— iw-irwrr < Fram íslandsmeisl- ari í handknall- leik kvenna ÍSLANDSMÓTINU í hand- knattleik kvenna lauk í Engi- dal í fyrrakvöld og báru Fram stúlkurnar sigur úr býtum. rslitaleikurinn var milli Fram og Vestmannaeyinga og, rigr- aði Fram með tveim mörkum gegn einu eftir harðan og skemmtilegan leik. myndi sennilega hefjast um miðjan á^úst. Að vísu sagði hann, að full- ur kraftur kæmist ekki á verk- ið fyrr en eitthvað af vélum til virkjunarinnar væri komið, e‘n þeirra væri von með fyrstu skipum úr þessu. Er það vissulega gleðiefni fyr ir marga, sem beðið hafa eftir vinnu við Sogið, að von skulí vera á því, að vinna þarna hef j ist bráðlega, þótt óneitanlega sé liðinn of langur tími af sumr inu án þess að unnt væri að þyrja á þessu mikla mannvirki. Yinna við nýju Sogsvirkjunina mun byrja um miSjan ágúsl Samningar við verktakann, Phil & Söo, verða undirritaðir einhvern oæstu daga» ------------------».... STJÓRN SOGSVIRKJUNARINMAR samþykkti einróma á fundi sínum í fyrradag, að veita borgarstjóra heimild til þess að undirskrifa samninga við verktaka nýju Sogsvirkjunarinn- ar, það er hið dansk-sænska firma Phil & Sön; en nánari grein- argerð mun vera væntánleg innan skamms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.