Alþýðublaðið - 28.07.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 28. júlí 1950.
DRAMATÍK
ÚR DREIFBÝLINU
Útvarpsleikrit, sem eTiki var
sent í samkeppnina.
Hún. (Situr við gluggann og
saumar. Lítur út við og við.
Allt í einu er sem hún sjái eitt-
hvaða fyrir utan, ekki verður
sagt hvort það veldur henni
gleði eða harmi, en það hefur
auðsjáanlega mikil áhrif á
hana, því að hún leggur hendur
að hjarta og vandvarpar þung-
an.) Ó, hjarta, hjarta . . . hví
hamast þú svo í barmi mínum?
.. . Hví dj^nja slög þín svo hratt
sem þér Igigi við að springa? . . .
Hví tekur blóðið í æðum mínum
allt í einu að ólga og fossa eins
og elfur í vorleysingum? . . .0,
hví dregur úr mér allan mátt í
hvert skipti sem ég sé hann
ganga heim traðirnar . . . hví
titrar hver taug líkama míns í
harmrænni fagnðarháspennu í
hvert skipti, sem ég heyri fóta-
tak hans nálgast? . . . (Fleygir
frá sér saumunum, sprettur á
fætur og fórnar höndum.) Ó,
þið voldugu örlagadísir . . . Ég
þakka yður fyrir að þér hafið
veitt mér þann ósegjanlega
fögnuð, þá ómælanlegu glsði
einu sinni enn að mega opna
fyrir honum dyrnar. . . . Hon-
um, hinum dásamlega, glæsta
riddara drauma minna og vona
. . . honum, sem blikar í augum
mínum, brosir á vörum mínum
. . . grætur í sorg minrii. . . . Ó,
ég þakka yður, að þér hafið
upphafið sál mína í unaðsheim
ástarinnar . . . ástarinnar . . .
(Hlustar.) Ó, hann kemur . . .
ég' heyri fótatak hans nálgast,
létt eins og þegar blærinn þýtur
í laufinu . . . ó, \ú st-und alsæl-
unnar . . . hví kemur þú svo
óvænt og skjótt . . . Ég afber
ekki þessa ógnþrungnu gleði.
(Kjökrar, strýkur augun.) Ég
afber hana eklti . . . barmur
minn gengur upp og niður, að
því kominn að sprengja . . .
sprengja . . . brjóstahaldarann.
(Barið að dyrum.) Ó, hamingj-
an góða . . . ég get ekki . . . ég
get ekki . . . Ó, ég þori ekki . . .
Hann er svo yndislega frekur . .
síðast þegar hann lcom, . . . þá
i . . þá ... nei, ég blygðast mín
fyrir að segja það með orðum
. . . þá . . . kyssti hann mig á . . .
eyrnasnepilinn og kallaði mig
lambgimbrina sína. . . . (Barið
aftur.) Nei, nei, nei . . . þú mátt
ekki koma inn . . . þú mátt ekki
koma inn, heyrirðu það. . . .
Dyrnar eru þrílæstar .og auk
þess hef ég dregið stóru drag-
kistuna hennar ömmu minnar
fyrir hurðina. . . . Þú rr\átt ekki
. . . ég stend hérna á undirkjóln
um, sem ég ætla að kaupa mér
í vor fyrir hagalagðana mína og
ef þú kemur inn, stekk ég út um
gluggann og steypi mér í fjós-
hauginn. . . . (Lægra.) Nei, nei,
. . . ég' má ekki hræða hann. Þá
fer hann kannske aftur . . . ætl-
ar hann ekki að reyna á hurð-
ina, amlóðinn sá arna. (Hærra.)
Ha, ha, ha. . . . Þú kemst ekki
inn. . . . Reyndu. ... Ég rag-
mana þig að reyna. . . . Sýndu
nú þrek þitt og karlmennsku.
. . . Stökktu á hurðina og brjóttu
hana í spón. . . . Nei, þú þorir
ekki ... þú getur ekki . . .
(Hurðarsnerillinn hreyfist hægt.
Síðan er hurðin opnuð, hægt og
rölega og hann kemur inn. Hún
þrífur borðdúkinn og' vefur
honum um sig eins og hún vilji
skýla sér. ) Ó, sagði ég þér ekki,
að þú mættir ekki koma inn,
hrottinn þinn. . . . Sérðu ekki að
ég er allsnakin. . . .
Hann. Hvaða déskotans vit-
íeysa.
Iíún. Ó, þig skortir alla róm-
antík ... þú ert gersneyddur
öllu hugmyndaflugi. . . . Sérðu
ekki að ef ég færi úr því, sem
ég er í ...
Hann. þá dræpistu úr kulda.
(Lítur sauðslega kringum sig.)
I-Ivað varstu að rövla um drag-
kistu fyrir hurðinni . . . Ekki
svo mikið sem sykurkassi . . .
Hún. (Kastar frá sér borð-
dúknum.) Jæja, — svo að þú
segir mig ljúga. . . . Þú . . . þú
berð það upp á mig, að ég fari
með rakalaus ósannindi og
þvætting . . .
Hann. (Vandræðalega.) Nei,
það geri ég nú eiginlega ekki.
Hún. Jú, víst gerðirðu það.
Ó, hvernig geturðu borið mig
slíkum sökum- . . . (Tekur að
kjökra.) Hrottinn þinn . . . var-
mennið þitt. . . . Ó, ég vildi að
ég hefði aldrsi kynnzt þér. . . .
(Kastar sér niður við legubekk-
inn.) Ó, ég vildi að ég væri
dauð. . . . Ég er svo óhamingju-
söm. . . . Þú hefur hrundið mér
fram af þverhnípi vonbrigfjjrnna
niður í þrítugt djúp örvænting-
arinnar. . . Ó. ég vildi að ég
væri dauð . . . dauð . . . dauð . . .
(Kjökur hennar sefast. Hún
■starir fram undan sér fjarrænu
augnaráði.) Að ég væri dauð . . .
dauð og orðin að litlum amer-
ískum engli með þrýstiloftsmót-
or . . .
I-Iann. (Gengur nær henni og
lýtur að henni eins og hann
hyggist, svona hálft í hvoru,
gera einhverja tilrauri til að
hugga hana.) Ertu þá elcki enn
búin að gleyma andskotans
kananum? . . .
Hún. Snertu mig ekki . . .
snertu mig ekki. . . . (Skríður í
hendingskasti upp á legubekk-
'nn og legst þar.) Snertu mig
ekki, segi ég. ... Ef þú kemur
nálægt mér, kalla ég á hjálp . . .
æpi svo hátt að undir telrur í
fjöllunum. . . . (Hann gengur
hikandi skrefi nær.) Ó. ó . . .
hjálp . . . hjálp . . . (Er hann
hikar og hörfar frá). Bölvaður
Framhald.
að rætast til fulls. Klaus
hvatti Lottu aldrei til starfa,
en hann smitaði hana með á-
kafa sínum og starfið var það
sem allt snerist um í lífi hans
og þannig varð það líka fljót-
lega með Lottu. Hún hætti al-
veg að vanrækja skólann og á
kvöldin og á morgnana stóð
hún oft fyrir framan spegilinn
og' las upp og sagði fram eftir
öllum kúnstarinnar reglum.
Þetta gladdi mig vitanlega.
Mér fannst eins og lii Lottu
væri búið að fá nýtt innihald.
Já, ég fékk nýja von aftur.
Klaus; hugsaði ég. Klaus er
rétti maðurinn fyrir Lottu.
Hann er frægur, hann er til-
beðinn, allar konur öfunda þá
konu, sem stendur við hlið
hans. Lotta fær ástæðu til þess
að vera afbrýðisöm og kannske
afbrýðisemin geti kennt henni
að þekkja hina sönnu ást. Eg
hafði heyrt áður um slíkt.
Áuk þess er hann starfsbróðir
hennar, hann er næstum búinn
að ná sínu takmarki, en hún er
að byrja baráttuna, hí\n hef-
ur kennt henni og hún lítur
upp til hans. Það er ef til vill
það, sem hún þarfnast. Sam-
eiginlegt áhugamál bindur
þau saman. Það hefur oft kom-
ið fyrir, að listamenn vinna
saman svo árum skiptir, en
taka svo allt í einu saman fyr-
ir fullt og allt. Já, þannig
hugsaði ég. Listamannahjóna-
band gat ekki orðið til annars
en að þroska hana í list henn-
ar, á því var enginn vafi.
í júnílok tók hún burtfarar-
próf með ágætum vitnisburði.
Skólinn ákvað að æfa og sýna
leikritið “As you like it”, og
Lotta lék hlutverk Violu. Og
þegar blöðin fóru að segja frá
leiksýningunni, var nafr. Lottu
alls staðar nefnt. Einn leikdóm-
arinn sagði meira að segja, „að
hún vekti geysilegar vonir
allra, sem séð höfðu leikinn
og hefðu kynni af frammi-
stöðu hennar í skólanum.“
Annar vakti athygli Burg-
theater á þessum „frábæru
nýju hæfileikum, sem ungfrú
Kleh hefði til að bera.“
Og svo kom hinn mikli við-
burðúr. Hún fékk samning við
Komediehaus frá haustbyrjun.
Þegar Lotta kom heim eftir að
hafa í fyrsta skipti talað við
leikhússtjórann, var hún á-
kaflega glöð.
„Já, hann lætur mig þegar í
stað fá mjög erfitt og vanda-
samt hlutverk,“ sagði hún.
„Og hann sagði, áð það væri
af því, að allir borgarbúar
þekktu mig og töluðu um mjg.
Á frumsýningunni munu allir
helztu leikhússvinir verða
mættir. Það verður stórkost-
íegur viðburður, Eula.“
„Það hefði nú verið heppi-
legra fyrir þig, að fá til að
by-rja með hlutverk í einhverj-
um smábæ úti á landi,“ s.agði
Klaus. „Þegar nýliði vekur
strax mikla athygli, þá er hann
ætíð í mikilli hættu og það
getur orðið til þess að stemma
stigu við eðlilegum þroska
hahs.
„Jæja, en aðalatriðið fvrir
mig er bara að komast á leik-
Bviðið:
Eg mun áreiðanlega sjá um
hitt.“
í júlí fór Rittner til Berlín-
ar og lék þar sem gestur. Hann
gerði ráð fyrir, að ferðast það-
an til Norðursjávar, og hann
hvatti Lottu til að slást í för-
ina. í þann tíð var Þýzkaland
ódýrasta ferðamannaland í
heimi. Markið stóð þá enn
[ægra en krónan okkar. Lotta
hafði ekki ferðast neitt síðast
liðin tvö ár, og eftir erfiðleika
síðustu mánuðina, mundi hún
áreiðanlega hafa gott af því,
að geta fengið svo lítið leyfi.
Við ákváðum því að fara með
Klaus Rittner til Helgolands.
Hefðir bú nokkuð á móti
því, þó að ég færi nokkrum
dögum á undan þér?“ spurði
ég og fékk hjartslátt. „Hefðir
þú nokkuð á móti því, þó að
ég færi svolítið á undan, mig
langar til að heimsækja Irene
rétt í svip? Eg hef ekki séð
hana í i'jögur ár, og litla
drenginn hef ég aldrei fengið
að sjá.“
Lotta náfölnaði og gekk út
að glugganum. „Hvers vegna
ætti ég að hafa nokkuð á móti
því. Það er ekki nema eðli-
íegt og sjálfsagt.“
„Og þig langar ekki til að
koma með?“ spurði ég með
hálfum huga.
„Nei, ég fer ekki með þér.“
„Ertu hrædd — hrædd við
;ð þurfa að kveðja enn einu
sinni?“
,,Já,“ sagði hún án þess að
snúa sér við. En svo bætti hún
allt í einu við: „Við hvað ann-
að ætti ég að vera hrædd?“
Hin leynda von mín varð að
litlu þennan dag. Það er barn-
ið, hugsaði ég. Það er barnið,
sem bindur hjarta hennajr svo
mjög, að hún getur ekki elskað
neinn karlmann eins og aðrar
konur. Þegar minnst er á
barnið, og jafnvel þó að það
sé ekki nefnt, þá er eins og
einhver leynd taug titri innra
með henni, þrátt fyrir rólegt
yfirborðið. Líftaugin,. ef það
er þá til nokkur líftaug.
Lotta keypti farseðil handa
mér og um leið svefnvagn og
svo tróð hún miklu af leik-
niður í töskuna mína.
Eg gat ekkert sofið af óita við
að tollþjónarnir mundu taka
af mér leikföngin. En það
rejmdist hafa verið ástæðu-
iaus ótti, því að tollþjónninn
rétt leit á töskuna og eítir það i
hugsaði ég eiginlega ekkert um
annað en að flýta mér heim til
Irene og Felix litla. En við og
við fékk ég áhyggjur og yarð,
sorgmædd. Það var þegar mér
varð hugsað til Lottu.
Þegar við áttum eftir um
það bil klukkutíma ferð til
Múnchen, fór ég úr lestinni
og fór með smálest, sem gekk
til smástöðv;(,r upp í sveit.
Þegar þangað kom, sá ég hvar
írene beið mín og við féllumst
; faðma.
Á bak við hana stóð Alex-
ander, hann hélt í hendina á
drengnum. Öll geisluðu þau
af heilbrigði. Þau voru úti-
tekin á andlitinu og fótunum,
öll voru þau berfætt í þægi-
legum tágaskóm.
„Það er alveg ágætt, að þú
skulir vera með svona marg-
ar töskur, því að þá veit mað-
ur, að þú ætlar að vera lengi
hjá okkur.“
Eg svaraði að í töskunum
væru leikföng handa Felix,
en auk þess væru í þeim þau
föt, sem ég ætlaði að nota allt
sumarið, því að ég ætlaði að
fara með Lottu til Helgólands.
„Af hverju kemur Lotta
ekki líka?“ spurði Irene, en
hún leit ekki á mig um leið
og hún sagði það. Það var líka
eitthvað það í raddblæ henn-
ar, þegar hún sagði það, sem
gerði svar alveg óþarft. Við
brautarstöðina beið smávagn
með múldýr spennt fyrir.
Alexander settist í framsætið
og tók drenginn í fangið.
Hann lét litla kútinn halda í
taumana. Felix kvakaði af
gleði og þeir voru alveg upp-
teknir hvor af öðrum Irene
spurði þúsund spurninga um
Lottu. Og hver spurningin rak
eiginlega aðra hjá henni, án
þess að mér gæfist tími til að
svara. Hún spurði hvort henni
gengi vel, hvort hún hefði
klippt á sig rengjakoll, hvort
hún væri glöð og ánægð. Já,
hún spurði um allt milli hím-
ins og jarðar, í belg og biðu.
Felix var dásamlegur dreng-
ur. Að sjálfstögðu hafði Alex-
ander ekki gert húsið verra en
það var. Hann hafði rifið nið-
ur veggi og reist nýja veggi.
Með sveitalegum húsgögnum
og nútíma smekkvísi hafði
honum tekizt að gera heimilið
að nokkurs konar skrautgripa-
skríni.
„Og húsdýrin olckar,“ sagði
Irene, ,,þú ættir að sjá þau.
Þú getur ekki ímyndað þér
hvað við eigum mikið af hús-
dýrum. Við seljum tuttugu
lítra af mjólk á dag og fáum
svínakjöt í staðinn. Við viljum
nefnilega ekki hafa svín, okk-
ur hefur nefnilega verið sagt,
að svín eigi það til, að ráðast
á lítil börn. Við eigum líka
GOL-
ÍAT