Alþýðublaðið - 29.07.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.07.1950, Blaðsíða 1
---------------------fr I Tekinn til starfa tja nyjar eftir veikindi Ernest Bevin, utanríkisráðherra Breta, er nú tekinn við störfum á ný eftir langa le*u á s.iukra- húsi, þar sem gerður var á hon- um uppskurður. Á fyrsta þing fundi, sem hann sat eftir veik- indin, var honum ákaft fagnað. Þá voru greidd atkvæði um það, hvort umræður um landvarna- mál skyldu vera leynilegar. Stjórnin sigraði með einu at- kvæði, og kom atkvæði Bevins því í góðar þarfir á fyrsta fund inum. SIGLUFIRÐI í gærkveldi. BATN.ANDI veður er nú á öllu veiðisvæðinu og þokunni að létta. Síðdegis í dag fréttist, að nokkur skip hefðu fengið góð köst austur frá, en ekki er vit- að nánar um það. SIGURJÓN. MENZIES, forsætisráðherra Ástralíu, er nú í Washington og hefur átt viðræður við Tru- man og Acheson. miðaði lííið áfram eftir harða rdaga í allan gærdag KOMMUNISTAR hófu í ga»r 'nýjar árásir á miðvígstöðv- ummi :í Kóreu með brem herfyJkjum o? stóðu yfir miklir bar- dagar í allan yærdag. Á einum stað hörfuðu amerísku sveit- irnar 'r :ð eiít oar austarlega á vígstöðvunum tókst kommúnist- j um áð r«*ka fleie inn í varnarstöðvar Suður-Kóreumanna. Á i meujirihl’.’ta v'gr't:'ðvanna 3:éldu Amerilíumenn samt velli, og ; virðast þeir nú leggia alla áherzlu á að verja línu eftir fjöll- í ’'á’:3irhiv frá ruSurströndinni til Yonsdok. Flugvélar sameinuðu þjóð- 1 anna héldu áfram árásum sín- j um á kommúnista, og réðust flugvé1";' flotans á stöðvar : þe rra í bæium á austurströnd- inni. HERSTÝRKUR BRETA OG BANDARÍKJAMANNA Það var tilkynnt í Washing- ton í gær, að ameríski landher- inn mundi aukinn um rösklega 200 000 manns, og yrði nú 834 000 manns. Mun herinn fá rúm lega þriðjung þeirrar aðstoðar, er Truman hefur beðið bing- ið um. Verður aðaláherzla lögð á framleiðslu skriðdreka og stórskotaliðs. í London hefur verið til- kynnt, að nokkuð af varaliði hersins verði kallað til þjón- ustu og hermenn muni ekki leystir úr herþjónustu fyrst um sinn. Flotinn hefur einnig kallað út varalið. ÖRY GGISRÁÐIÐ Á fundi öryggisráðsins vár í gær rætt um skrýslu MacArth urs um bardagana í Kóreu, og létu fulltrúar Bretar og Frakjía í ljós þá trú sína, að árás komm únista yrði hrundið. Fulltrúi Indlands hvatti Norður-Kóreu menn enn tíl að draga sig til baka til 38. breiddargráðu, og bar hann lof á þær hersveitir, =•601 verðust fy.'T' sameinuðu þjóðirnar í Kóreu. Krossanesverk- smiðjan búinn að vinna 5 miilj. kr. virði a! mjiii o§ lýsi AKUREYRI. KROSSANESVERKSMIJ- AN hefur nú unnið fimm millj. króna virða af mjöli og lýsi fyr ir Akureyrartogarana, en samn ingar um vinzlu eru útrunnir um mánaðamót. Atvinnuleysi hefur verið mik ið á Akureyri fram að þessu, en útlit er fyrir að úr því rætizt á næstunni. Nýlega er komið sementsskip til bæjarins og er verið að vinna við uppskipun úr bví. >■ Hvað gerir Malik í öryggisráðinu I næsíkomandi þriðjudag? HVAÐ GERIR MALIK, þeg 1 ar hann tekui; við'»orsæti í ör- yggisráðinu næstkomandi þriðjudag? Þessi spurning er nú umræðuefni manna um öll lýð- ræðislöndin, og eru allir á einu máli um það, að nú rnuni koma í Ijós, hvort Rússar hafa nokk- urn raunverulegan vilja á að stöðva styrjöldina í Kóreu, eins og þeir geta, hvenær sem er, eða hvort tilgangur þeirra er aðeins áróður og sundrung inn- an sameinðuu þjóðanna. Yfirleitt eru heimsblögin varkár í ummælum sínum um ákvörðun Rússa um að taka aftur sæti sitt í öryggisráðinu. ,,Le Mond“ í París er^sannfært um að tilgangurinn sé eingöngu áróður, að leika friðarengil en skella skuldinni á vesturveldi n. í Washington hefur fréttin lít- il áhrif haft og menn virðast þar hvorki sýna undrun eða eft irvæntingu. Við munum sjá, hvað gerist á þriðjudag, sagði til dæmis einn af embættis- mönnum utanríkisráðuneytis- ins. UPPÞOT OG VERKFÖLL breiðast nú ört út um alla Belg íu og ná nú til stórborganna Brússel og Antwerpen. Hefur forsætisráðherra flutti ávarp í útvarpið og hvatt menn til að fara að lögum og vira rétt þeirra, er vilja vinna. Flestar verzlanir í Brússel eru lokaða,r og sporvagnar gengu ekki í gær, en í Antwerpen hafa 4 500 hafn arverkamenn lagt niður vinnu og 20 000 bætast þar við í dag. I iðnaðarhéruðum Suður Belg- íu hafa 350 000 manns lagt nið ur vinnu. Tilkynnt hefur verið, að kon ungur vinni nú að ráðstöfunum til að same^ina þjóðina á ný. Hann hefur boðið formanni A1 þýðuflokksins til viðræðna, en formaðurinn afþakkaði boðið. 4 Leiga í bæjarhúsunum v Skúlagöfu hækkar! ---------4-------- Bitt herbergi og eldhiís hækksr ór 445 í 493 krónur á mánoði! ---------4-------- REYKJAVÍKURBÆR hefur nú liækkað húsaleigu í bæjarhúsunum við Skúlagötu, og er það gert vegna þess, að liúsaleiguvísitalan hefur nýlega hækkað. Veit bla’ðið um eitt dæmi, þar sem leiga FYRIR EITT HERBERGI OG ELDHÚS hækkaði úr 445 kr..á mánuði í 483,45. Segjum svo, að í þessari íbúð búi verkamaður, sem hefur 25 000 lsróna árslaun Þessi hækkun á leigunni er sama sem 600 króna nýr sltattur á hann á ári. Á sama tíma og þetta gerist, lætur ríkisstjórnin lækka vísitöluna á þeim forsendum að húsaleiga Iiafi Iækkað og hefur af launþegum hreinlega 5 stig í launauppbótum. Þessi maður mundi, ef vísitalan vseri rétt reiknuð, 117, en ekki 112, fá 1250 krónum meira í uppbót á laun sín yfir áiið en hann fær nú. Hann liefur því í einni svipan verið sviptur 1850 krónum, og er baö ekki lítil kjaraskerðing. Þetta dæmi sýnir ljóslega, hvílíkur loddaraleikur það er, að lækka vísitöluna sórkostlega vegna hinnar íinynd- uðu lælikunar á húsaleigu. Sannleikurinn er sá, að leiga fer nú yfirleiít hækkandi, bæði í húsi framsóltnar, Eddu- húsinu, húsum bæjarstjórnaríhaldsins við Skúlagötu og mörgum öðrum. Um 50 manns fá atvinnu við Sogið strax, en rúmlega 100 síðar ---------------- ---- Samningaroir við erlendu verktakana auka ^jaldeyriskostnað vlð framkvæmd- irnor um 5-6 milijónir króna. —----------•--—------— UM FIMMTÍU MANNS raunu fá fasía vinnu við nýju Sogsvirkjunina í haust og í vetur, en 150—160, þegar fram- kvæmdir eru komnar í fullan gang. Samningar hafa nú verið undirritaðir við verktaka, og eru framkvæmdir liafnar við brúargerð yfir Sogið, vegalagningu og byggingu nauðsynlegra liúsa, en framkvæmdir við virkjuniria sjálfa munu hefjast eftir vikutíma, Stjórn Sogsvirkjunarinnar ♦ átti í gær tal við blaðamenn og skýrði þeim frá undirbún- ingi og væntanlegum fram- kvæmdum við Sogið. Gaf borg- arstjóri ýtarlega skýrslu um málið og ræddi meðal annars um samningana, er gerðir hafa verið við hina erlendu verk- táka, en þeir eru hinir hag- kvæmustu, sem unnt var að fá, að dómi Sogsstjórnarinnar, enda þótt aukinn gjaldeyris- kostnaður við verkið verði um að minnsta kosti 5—6 milljónir króna vegna þess, að hinu er- lenda tilboði var tekið. Heildar- kostnaður við virkjunina er á- ætlaður 140 milljónir króna og heíur hækkað um 56co vegna gengisbreytingarinnar. Áætlað var í upphafi, að verkjnu yrði lokið í árslok 1952, en vegna þess að. dráttur hefur orðið á að framkvæmdir hæfust, " er Framhald á 7. síðu. NORRÆNA SKÁKMÓTIÐ var sett í nýju þjóðminjasafns- byggingunni í gærkvöldi. Flutti Árni Snævarr stutta ræðu og bauð hina erlendu getsi velkomna, en að því loknu hófst fyrsta umferð. Alls eru þátttakendur í mótinu 40 og því teflt á 20 borðum í þrem flokkum. Úrslit í 1. umferð í gær- veldi urðu sem hér segir: LANDSLIÐ: Július Nielsen D vann Palíe Nielsen D. Vestöl N vann Sund berg S. Biðskákir urðu milli Framh. á 7. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.