Alþýðublaðið - 29.07.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.07.1950, Blaðsíða 5
Jjaiigardagur 29. júlí 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ' 5 Sflfi Þ. Gíslasön: Önni TIL SKAMMS TÍMA hafa umræður um grundvallaratriði þjóðfélagsmálanna snúizt fyrst og fremst um kosti og galla kapítalisma og sósíalisma. Menn hafa gert ráð fyrir því, að nú á tímum væri um þessi tvö hagkerfi að ræða og milli þeirra eigi mannkynið að velja. Ný þekking á þjóðfélagsmál- um sem og reynsla mannkyns- íns á síðustu áratugum hefur leitt í ljós, að málið er ekki al- veg svona einfalt. Þjóðirnar eiga nú ekki um tvennt að velja, heldur margt. Það eru til mörg af- brigði af kapítalisma og mörg af sósíalisma. Auk þess hefur stjórnkerfið svo víðtæk áhrif á jijóðfélagið í heild, að val milli stjórnar- hátta t, d. lýðræðis og ein- ræðis, ireíur haft áhrif á val- ið milli hagkerfa. Ef við toerum saman þjóðfé- íagshætti hins svo kallaða menntaða heims, eins og þeir voru íyrir hálfri öld og eins og þeir eru nú, sjáum við auðvit- að, aS þar hafa orðið miklar breytingar á. En jafnframt kemur í Ijós annar mjög at- hyglisverður munur. Fyrir fimmtíu árum vóru þjóðfélags- hættir í flestum þessara landa mjög svipaðir. Hagkerfið var yfirleitt alls staðar grundvall- að á einkaeignarrétti á fram- leiðsjutækjum og frjálsri sam- keppni í framleiðslu og við- skiptum, en ríkisvaldið var tal- ið hafa það hlutverk eitt að halda uppi lögum og reglu. Á stjórnarháttunum var að vísu meiri munur, en yfirleitt stefndi þó í átt til aukinna lýð- réttinda og aukinna áhrifa al- mennings á stiórn þjóðfélags- ins. Um miðia síðusíu öld hafði j afnaðarstefnan komið fram á sjónarsviSið sem gagnrýni á því hsgkerfi, sem þá var yfir- íeitt ríkjandi, og tillaga um nýtt hagkerfi, sem skyldi levsa hitt af hólmi. Formælendur jafnaðarstefnunnar ræddu ekki um skilyrði til framkvæmdar ■ hennar í þessu landinu eða hinu. Þeir ræddu um jafnaðar- stefnuna sem heimsstefnu, sem heimsskipulag, eins og auð- valdsskipulagið var heims- stefna. heimsskipulag. Það var því í sjálfu sér ekki óeðlilegt, að beir, sem töldu byltingu nauðsvnlega til breytinga á þjóðfélagsháttunum, ræddu að jafnaði um heimsbyltingu og þörfina á að undirbúa hana. Eins og rniðaldir höfðu verið tími lénsskipulags, og ný.iu aldirnar og þó einkum nítiánda öldin tími kanítalisma, skyldi tuttugasta öldin verða tími jafnaðarstefnu. En hefur reynslan orð'ið þessi? Nei, hún hefur orðið mjög á annan veg. Ekkert eitt hagkerfi og ekkert eitt stjórnkerfi held- ur setur nú svip sinn á hinn menntaða heim. Tímarnir, sem við lifum á, verða hvorki taldir tímar kanítal- isma eða sósíalisma, hvorki tímar íýðvæðis né eiiiræðis. Sums staðar hefur þróunin gtefnt að sósíalisma, sums stað- pr er kapítalismi, og í sumum iöndum er lýðræði, öðrum ein- ræði. Og við þetta bætist, að kapítalisminn er sums staðar orðinn allfrábrugðinn því, sem hann var, og að sósíalisminn hefur annars staðar verið fram kvæmdur öðruvísi, en menn höfðu áður gert ráð fyrir, auk þess sem ný vandamál hafa fætt af sér ný úrræði. Vilji menn geta hugsað skýrt um þjóðfélagsvandamálin nú i dag, verða menn að gera sér grein fyrir, í hverju þau eru fólgin og hvaða leiðir koma tll greina sem lausn. Skal nú vik- ið stuttlega að því og rakin ein. kenni þeirra þjóðfélagshátta; sem athygli manna beinist nú einkum að. HINIR ÓLÍKU ÞJÓÐFÉLAGSHÆTTIIÍ 1) Rétt er að nefna fyrst það hagkerfi, sem e. t. v. mætti nefna kapítalisma nítjándu aldarinnar, þ. e. þegar um al- geran einkarekstur er að ræða, algerlega frjálsa samkeppni og engin ríkisafskipti, ekki einu sinni af t. d. gengismálum eða peningamálum. Slíkt þjóðskipu lag er nú hvergi, og fáir munu hafa trú á, að það væri starf- hæft, t. d. að það gæti tryggt öllum stöðuga atvinnu, auk þess sem margir telja það mundu verða mjög ranglátt. 2) í öðru lagi er svo það hag- kerfi, sem hyggir á einka- rekstri í öllum aðalatriðum og takmarkar afskiþti ríkisvalds- ins af atvinnu- og fjármálalíf- inu við nokkra grundvallar- þætti þess. svo sem gengismál, peningamál, utanríkisverzlun o. s. frv. í þeirri von, að frjals ramkeppni móti viðskiptalífið í aðalatriðum. Það er þetta hag- kerfi, sem nii er kallað „frjálpt“ hagkerfi (free eða lib- eral economy). Þetta er kapí- talismi tuttugustu aldarinnar. Bandaríkjamenn hafa undan- farna áratugi búið við -þetta hagkerfi og búa enn. Það ríkti yfirleitt í Vestur-Evrópu upp úr heimsstyrjöldinni fyrri, og þessari stefnu er nú eftir síðari heimsstvrjöldina fylgt í ýms- um löndum Evrópu, svo sem Vestur-Þýzkalandi, Belgíu, Frakklandi og Ítalíu. í öllum bessum löndum er jafnframt lýðræði í stjórnmálum. En þeim er það einnig sameiginlegt, að alls staðar er verulegt atvinnuleysi. Þar er mikið vöruúrvai á boðstólum og framleiðsla fjölbreytt, en tekjuskipting ójöfn, allsnæsttir á öðru leit- inu, en örbirgð á hinu. 3) Þá er að nefna það hag- kerfi, sem er nú á Norðurlönd- um og er eða a. m. k. hefur ver- ið í ým'um samveldislöndum Breta (Ástralíu og Nýia Sjá- landi). Það grundvallast á einkarekstri í framleiðslu og viðskiptum, en ríkisvaldið hef- ur þó trvggt sér skilyrði til heildarstiórnar á atvinnu- og fjármálalífinu til þess að geta komið í vég fyrir atvinnulevsi. án þess þó að skerða frjálst vöruval neytenda eða frelsi launþega til þess að semja um kjör sín og velia sér atvinnu. Reynt er að hafa víðtæ'k áhrif til jöfnunar á tekjuskipting- uhni með almannatryggingum og skattalöggjöf, ög enn frem- ur með samvinnu í verzlun. í stjórnmálum er algert lýðræði. Þessum þjóðfélagsháttum hefur verið komið á fyrst og fremst fyrir forgöngu jafn- aðarmanna, sem um nokk- urt skeið hafa ráði’ð mestu í þessum löndum. Það vekur athygli, að þeir hafa ekki lagt höfuðáherzlu á þjóð- nýtingu, heldur á hitt, að jafna tekjuskiptinguna með sem full- komnustum almannatrygging- um og öðrum félagslegum um- bótum og að tryggja öllum at- vinnu með áætlunarbúskap. Andstæðingar jafnaðarmanna telja ástæðuna stundum vera þá, að jafnaðarmenn hafi i raun og veru misst trúna á þjóðnýtingu, en það er alger- lega rangt. Ástæðan er sú, að jafnaðar- menn telja, að þar sem að- síaða þeirra er ekki nógu | sterk til þess að umbreyta ö!lu há'gkerfinu á skömmum tíma eða aðrar ástæður valda, að það er ekki talið æskilegt, þá sé skynsam- legra að koma fyrst á áætl- unarhúskap til þess að geta tryggt öllum atvinnu og hrinda í framkvæmd sem fullkomnustum umbótum í félagsmálum til þess að trysrgj'a aukinn jöfnuð og réttlæti í tekjuskiptingunni. Þetta hafa jafnaðarmenn á Norðurlöndum og í samveldis- löndum Breta verið að gera á síðastliðnum aldarfjórðungi, og þeim hefur tekizt að gera lönd sín að fyrirr\vndarlöndum í fó- lagslegum efnum. Þegar þeir telja því markj nægilega ör- ugglega náð, munu þeir vafa- laustýiefia sams konar baráttu fyrir þjóðnýtingu og þeir hafa háð undanfarið fyrir félagsleg- um umbótum og áætlunarbú- skap. Segja má, að í aðalatriðum sé svipað hagkerfi ríkjandi hér á landi, þótt meira muni að vísu kveða hér að ýmsum rík- isrekstri og bæjarrekstri en þar. Hér hafa jafnaðarmenn ekki háft forustu'í þjóðmalun- Auglýsir eftir verkfræðingi ' ' : í Noregi, Svíþjóð og íslahdi, til eftirlits með framkvæmd Sogsvirkjunnarinnar. Hanu þarf að hafa reynslu um framkvæmd vatnsaflsvirkjana og um sprengingar og helzt einnig um jarðgangagerð. Þá óskast einnig ísl. verkfræðingur til aðstoðar við eftirlitið. Nánari upplýsingar eru sveittar í skrifstofu Sogs- virkjunarinnar, Tjarnargötu 12. Umsóknarfrestur til 15. ágúst n. k. f.h. Sogsvirkjunarinnar Steingrímur Jónsson. um, eins og í hinum löndunum,1 þótt kenningar þeirra hafi að vísu haft miklu meiri áhrif en svarar til kjörfy\is þeirra. Öll þjóðfélagsskipunin er þó miklu lausari í reipunum hér og jafn- vægið og öryggið minna, enda hafa átt sér stað miklu stór- felldari mistök hér, og skilyrfi til skynsamlegrar heildarstjórn ar hafa hér verið verr notuð, sumpart vafalaust sökum reynsluleysis. 4) Þá er komið að r» gkerfi því, sem brezka jafnaðarmanna stjórnin hefur stefnt að á Bretlandi. Þar er gert ráð fyrir þjóðnýtingu nokkurra helztu stóriðnaðargreinanna og ríkis- innkaupum á nokkrum mikil- vægum innflutningsvörurn, á- ætlunarbúskap til þess að tryggja öllum stöðuga atvinnu pg fullkomnu keHi almahna- trygginga, Jafnhliða þessu hagkerfi er svo haldið algeru lýðræði í stjórnmálum. Á ár- unum milli styrjaldanna var Bretland lengst af undír stiórn íhaldsmaTma. í félagslegum efnum stóð það Norðurlönd- um og ýmsum samveldisianda sinna langt að baki. Hins vegar hafði verið kom- ið á áætlunarbúskap í Bret- Iandi í stríðinu, svo að hon- um þurfti aðeins að halda að stríðinu loknu, en ekki að koma honum á. M. a. þess vegna gat hrezka jafnaðar- mannastjórnín, sem við völd um tók eftir stríðið, beitt sér fyrir þjóðnýtingu auk ' félagslegra umbóta. Hún þurfti ekki að beita sér fyr- ir sams konar skipulagningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvæðum laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu Reykja- víkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 1., 2. og 3. ágúst þ. á„ og eiga hlutaðeigendur, sem óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig fram á afgreiðslu- tímanum kl. 10—12 árdegis og 1—5 síðd., hina tilteknu daga. Reykjavík, 28. júlí 1950. Borgarstjórinn í Reykjavík. á atvihnulífinu og jafnaðar- menn á Norðurlöndum höfðu orðið að gera, auk bar áttu sinnar fyrir félagsleg- um umbótum, því að sú skipulagning var fyrir hendi. I fyllsta íamræmi við grundvallarkenningar jafn- aðarmanna lá þá beint við að beina aíhyglinni aS þjóðnýtingu hins mikilvæg- asta stóriðnaðar, og það var gert. Hagkerfi Breta grundvallast því á einkarekstri og þjóðnýt- ingu samfara áætlunarbúskap, auk þess sem víðtækar ráðstaf- anir eru gerðar til tekjujöfnun- ar, m. a. með almannatrygging- um, samvinnurekstri, niður- greiðslu á verði nauðsynja o. s. frv. 5) í Austur-Evrópulöndum eru þjóðfélagshættir yfirleitt mjög frábrugðnir því, sem lýst hefur verið hér að framan. •Megineinkenni ■ þeirra þjóðfé- lagshátta, sem þar hefur verið komið á fyrir tilstilli kommún- ista, eru, að í stjórnmálum er einræði kommúnistaflokkanna, en hagkerfið er þannig, að þjóðnýting í iðnaði, samgöng- um og utanríkisverzlun er rnjög víðtæk og áætlunarbú- skapur svo alger, að um frjálst neyzluval eða samningsfrelsi launþega er ekki lengur að ræða. Margvíslegar framfarir hafa orðið í efnahagsmálum þessara landa, ekki hvað sízt i jarðeignamálum, og atvinnu- leysi er þar ekkert, en mikill fjöldi manns hins vegar í nauðungarvinnu a. m. k. t Sovétríkjunum. Trygginga- kerfið er allvíðtækt og sam- vinnu mikið heitt í verzlun cg landbúnaði. Hins vegar hefur reynzt erfitt að tryggvr góð vinnuafköst og fjölbreytni og gæði í. vöruframleiðslu. M. a. af þeim sökum hefur verið horfið að ákvæðisvinnu\ mjög stórum stíl í öllum iðnaði, og veldur hún því, að Iaunamis- munur er gífurlegur. Er launa- mismunur meiri í t. d. Sovét- ríkjunum annars vegar en á Norðurlöndum og Bretlandi hins vegar. Hefur þetta valdið jafnaðarmönnum annars stað- ar miklum vonb’iigðum. Ennþá meira máli skiptir þð,. að stjórnarhættir þessara landa eru þannig, að með engu móti verður talið samrýmast grund- vallarhugsjónum jafnaðarstefn unnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. 6) Að síðustu má geta þess hagkerfis, sem nazistar komu á í Þýzkalandi og þeim löndurn, Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.