Alþýðublaðið - 23.08.1950, Síða 8
LEITIÖ EKKI GÆF-
UNNAR langt yfir skammt;
kaupið miða í bifreiðahapp-
drœtti Sambands ungra
jafnaðarmaima. —
ALÞfÐUFLOKKSFÖLKI
Takið höndum saman viH
unga jafnaðarmenn og að-
stoðið við sölu happdrætti®
miða í bifrciðahappdrættS
Sambands ungra ja£naðar>
manna. [
Miðvikudagur 23. ágúsí 1950
nnsiilin
ii! Knulh
AthafnasvæSi, er nægir fjórym báíum,
í uociirbúoiiigi þar á höfninni.
LOKIÐ VAR VIÐ AÐ SPRENGJA upp klöppina í rásinni
inn í hópið í Grindavík á laugardaginn var. Er nú tíu feta
dýpj í rásinni allri, og geta G0 tonna bátar siglt þar inn um stór-
sfcraumsfjöru. Gerð 80 metra langs athafnasvæðis, er nægja
inan fjórum bátum, er nú í undirbúningi inni í hópinu.
Rásin inn í hópið er um 250
metra löng. Var unnið að því í
vetur og líka í vor að dýpka
hana með dýpkunarskipinu
Gretti svo að 12 feta dýpi yrði
í henni um stórstraumsfjöru. A
20 metra löngum kafla var
klöpp, sem sprengja þurfti, og
var í fyrstunni ráðgert, að-gera
þar sama dýpi og' annars staðar
í rásinni, en frá því var horfið
í bili, sakir þess að ekki var völ
á nægilega löngum borum.
Hefði þurft til þess 18—20
feta langa bora, en þeir fengust
ekki lengri en 16 feta. Um 7
feta dýpi var áður á klöppinni.
Grjótið, serr; upp kom við
sprengingarnar, var sumt notað
í uppfyllingu inni í hópinu, og
sumt flutt út á haf.
Pétur Sigurðsson hefur að
undanförnu unnið að því að
mæla og kortleggja innsigling-
una og víkina fram af henni á
mælingaskipinu Tý.
FraiasSiaid af 1. síðu.
hinn fræga konubát, sem var
sagaður sundur til flutnings,
en verður settur saman á ný >
þjóðminjasafninu í Höfn.
Leiðangu rsmenn áttu við
hina mestu erfiðleika að stríða
á Grænlandi, frosthörkur svo
miklar hina dimmu vetur, að
úr þeirra frusu föst, hundarnir
átu hverjir aðra, og lengi gátu
þeir lítið hreyft sig vegna óveð
urs. Á sumrin fóru þeir ýmsar
leiðangursferðir, endurbættu
landakort, gerðu margs konar
veðurathuganir, jarðfræði- og
landafræðirannsóknir og loks
fornleifarannsóknir. Þeir
heyrðu jólakveðjur, sem endur-
varpað var af íslenzkri útvarps-
stöð og héldu upp á jólin með
því að kveikja bálköst og fögn-
uðu þá ekki síður vetrarsól-
hvörfum en hinum kristnu jól-
um.
Enda þótt flugvélar fljúgi nú
oft í viku hverri yfir norður-
pólinn, var þetta leiðangur
m.eð gamla sniðinu, ef til vill
hinn síðasti, enda þótt 3?ngi
verði á Grænlandi óleystar
gátur, sem ekki verða leystar
nema af manni, sem ferðast inn
á jöklana með hundasleða.
Vörusýning í Bergen
vor
Á VORI KOMANDA verður
vörusýning í Bergen, og mun
ísíand eiga kost á því að eiga
hlutdeild að sýningunni. Þá
hefur utanríkisráðuneytið til-
kynnt Reykjavíkurbæ um sýn
inguna, og telur bæjarráð æski
legt, að þátttaka verði í sýning
unni af hálfu Reykjavíkurbæj-
ar. Jafnframt hefur bæjarráð
falið forseta bæjarstjórnar að
eiga viðræður við þá aðila, sem
helzt koma til greina um þátt-
töku.
Skipulagsuppdrátf-
ur gerður af Tjarn-
BÆJARRÁÐ hefur falið for
stöðumanni skipulagsdeildar
bæjarins að gera heildarskipu-
lagsuppdrátt að Tjarnargarð-
inum í samráði við garðyrkju-
ráðunaút, frámkváemdástjóra
Skógræktarfélags Reykjavíkur
og leikvallanefnd bæjarins.
Rannsöknarlög-
regluna vantar vilni
úi af áreksiri
Á MÁNUDAGSMORGUN -
INN kl. 9—10 var fólksbifreið-
inni R 1506 ekið niður Lauga-
veginn, en á undan henni ók
vörubifreið og beygði hún upp
Frakkastíg. Þegar bifreiðin
beygði, mætti hún annarri bif-
reið á Frakkastígnum, og lét
bifreiðarstjórinn á vörubifreið-
inni hana þá renna ofurlítið
aftur á bak, en við bað rakst
hún utan í fólksbifreiðnia R
1506. Rannsóknarlögreglan bið-
ur bifreiðarstjórann á vörubif-
reiðinni að koma til viðtals.
dagur logara-
verkfallsins
í DAG er 54. dágur tog-
araverkfallsins og 13. dagur-
inn síðan sóttasemjari kall-
aði deiluaðila á fund síðast
til að reyna að leysa dailuna,
í dag er 54. dagurinn, sem
ríkisstjórnin lætur sem hún
viti ekki af verkfallinu, enda
þótt hún hljóti að hafa
beztu aðstöðuna til að leysa
verkfallið og sen^ togarana
út á ný.
í dag er 54. dagurinn, sem
komúnistar standa frammi
fyrir alþjóð afhjúpaðir sem
verkalýðssvikarar. Þeir berj
ast ekki við gengislækkun-
arstjórnina. Þeir berjast
ekki við útgerðarauðvaldið
Nei, þeir berjast gegn Sig-
urjóni & Co., en þetta Co.
eru togarasjómenn, sem eiga
í sanngjarnri kjaradeilu og
munu vinna hana, þrátt fyr-
ir svik kommúnista.
Smyglvörur enn
gerðar upptækar
í Tröllafossi
ENN A NY hafa fundizt
smyglvörur í Tröllafossi. I síð-
ustu viku, er skipið kom til
Reykjavíkur, gerðu tollverðir
upptækan ýmis konar varning,
sem ekki hafði verið gefinn
upp til tolls, og játuðu tveir
skipsménn að vera eigendur
varningsins.
Meðal varnings þess, er toll-
verðirnir fundu, voru allmiklar
birgðir af nylonsokkum, lind-
arpennar, blyantar, kúlupenn-
ar og tyggigummí.
Skipverjarnir, sem játuðu á
sig að eiga þessar vörur, hafa
nú verið dæmdir; hlaut annar
5000 króna sekt, en hinn 4000
króna sekt.
Tvö heimsmet í frjálsíþróttum:
Fuchs 17,95 og Rodin 45,8
TVÖ HEIMSMET voru sett
á frjálsíþróttamóti í Eskilstuna
í Svíþjóð í gærkvöldi. Jamaica
maðurinn Rodin hljóp 400 m.
á 45,8 sek, en fyrra heimsmet
ið var 45,9 og átti það landi
hans, MacKinley. Þá kastaði
Ameríkumaðurinn James Fuchs
kúlu 17,95 m. og bætti þar með
met það, er hann sjálfur setti á
sunnudaginn um 4 sm.
Af öðrum árangri á mótinu
má nefna, að LaBeach vann 100
m. á 10,6 og 200 m. á 21,5 sek.
Á öðru móti í Svíþjóð hljóp
MacKenley 400 m. á 47,6 sek.
Frá Briissel fréttist, að ung-
verski flokkurinn komist ekki
til Belgíu og muni heimsmeist
arinn í sleggjukasti, Nemeth,
því ekki keppa. Rúmensku kepp
endurnir voru ekki komnir til
Brússel. í gær lögðust æfingar
niður vegna mikilla rigninga.
Á Eúrópumeistaramótinu
sundi í Vín vann Júgóslavía ít
alíu með 9:7 í sundknattleik,
en Svíar hafa unnið Svisslend-
inga 12:1.
örænmefisframleisian hér meir
sumar en nokkru sinni fyrr
-----j
Aukin rækton og uppskeran óvenju góó.
MEIRI GRÆNMETISFRAMLEIÐSLA liefur verið hér £
sumar en "nokkru sinni fyrr, enda hefur uppskeran verið ó-
venju góð. Gróðurhúsin liafa líka verá) aukin og sjálf græn-
metisræktunin látin sitja í fyrirrúmi fyrir hlómaræktinni..
Grænmetisneyzla almennings hefur farið mjög í vöxt síðusta
árin og náði hámarki í sumar, enda eru sumar tegundir græn-
metis nú með lægra verði en verið hefur þrátt fyrir hækkandi
verðlag á öðrum sviðum.
upplýsingum* “
Samkvæmt
sem Alþýðublaðið hefur fengið
hjá skrifstofu Sölusambands
garðyrkjumanna, hefur græn-
metisframleiðslan aldrei náð
þvílíku magni sem á þessu
sumri. Stafar það af tvennu: ó-
venju góðri uppskeru og auk-
inni grænmetisrækt. Margir
gróðurhúsaeigendur hafa álitið
það hagnýtara að framleiða
grænmeti til manneldis, held-
ur en skrautblóm, og því dreg-
ið úr blómaræktinni en lagt
meiri áherzlu á ræktun græn-
metisins.
Verðlag á grænmeti er nú
lægra en bað var í fyrrasumar,
að minnsta kosti á sumum teg-
undum, t. d. hvítkáli og tómöt-
um. Fyrst á vorin og framan af
sumrinu, meðan framleiðslan
svarar tæpast eftirspurn, er
verðið hæst, en lækkar svo þeg-
ar líður á sumarið, og kostar
hvítkálið nú t .d. ekki nema 2
kr. kílóið á móti 7 krónum fyrst
í vor. Tómatar hafa einnig
lækkað í verði og kosta nú 6
kr. kílóið af öðrum flokki og
10 krónur kg. í fyrsta flokki.
Til samanburðar má geta þess,
að á sama tíma í fyrra var tó-
mataverðið 7 kr. í öðrum flokki
og 13 krónur í fyrsta flokki.
Búizt er við, að þetta verð hald-
ist sumarið og haustið út eða
fram í desember, er grænmet-
isframleiðslunni lýkur að þéssu
sinni.
Grænmeti mun þó væntán-
lega fáanlegt allan veturinn,
en fyrir tveim árum var tekin
hér upp frysting á grænmeti,
og hefur hún gefizt mjög vel
Þegar sumarframleiðslan er
mikil, eins og nú hefur verði,
má búast við því. að hægt verði
að frysta það mikið mr.gn af
grænmetistegundunum eins og
t. d. hvítkáli. að nógar birgðir
verði yfir veturinn.
Atllee kallar sam-
an fund
flokksleiðloga
CLEMENT ATTLEE, for-
sætisráðherra Breta, hefur kall-
að 24 leiðtoga jafnaðarmanna
á fund í London, og koma þeir
saman í dag til að ræða land-
varnamálin. Attlee hefur hætt
við að fara í sumarfrí.
1
fliniii sóiarfirlnia
if
ENGIN SÍLD hefur borizt á
land norðan lands síðustu f imm
sólarhringa, og heíur alitaf
verið vonzku veður. í gær birtl
til og lægði, og síðdegis var
komið bezta veður. Bátarnir„
sem allir höfðu legið í höfn,
lögðu þá af stað út á miðin, en
engár fregnir um veiði höfðu
borizt, er blaðið átti samtal viði
fréttaritara sinn á Siglufiroi í
gærkvöldi.
Fanney komin
að norðan
FANNEY, skip síldarútvegs-
nefndar, sem nú á að hefja síld-
arleit og tilraunir með nýjum
gerðum af vörpum, er komin.
til Reykjavíkur og mun hefja
veiðitilraunir innan skamms.
Skipið mun enn ekki vera
byrjað síldarleitina. Jafnframt
cíldarleitinni mun Fanney eiga.
að gera tilraunir með ýmsar
nýjar gerðir af síldarvörpum.
Ókleifi að sælta í
DIXON, sáttasemjari sam-
einuðu þjóðanna í Kashmir-
deilunni, hefur sagt í Karachi,
að þýðingarlaust sé að reynæ
frekar að sinni að miðla mál-
um milli Indverja og Pakistan.:
Hann mun því hverfa til Laka
Success og- ekki dveljast lengutí
í Indlandi.
Thorvaldsensiélagið
sækir um lóð fyrir
vöggusfofu
i
THORVALDSENSFÉLAG-
IÐ hefur farið þess á leit viðf
bæjarráð, að það fái lóð fyriþ
væntanlega vöggustofu við
Laugarásveg. Bæjarráð heíur*
vísað málinu til barnaverndar-
nefndar til umsagnar.