Alþýðublaðið - 25.08.1950, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fösíudagur 25. ágúst 1950.
tltgefandi: Alþýðufiokkuriim.
Ritsíjóri: Stefán Fjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möllér.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Aiþýðuprentsmiðjan h.f.
fogarasjdmenn
SKRIF ÞJÓÐVILJANS og
framkoma kommúnista öll í
sambandi við verkfallið á tog-
urunum varpar einkar skýru
Ijósi á alvöruna og heilindin,
eða hitt þó heldur, sem verið
hefur í hinum háværa áróðri
kommúnista undanfarið fyrir
lengingu hvíldartímans á tog-
urunum.
í hart nær fjögur ár, eða síð-
an þeir hrökkluðust úr stjórn
Ólafs Thors, hafa kommúnist-
ar þótzt hafa hinn mesta áhuga
á því, að hvíldartíminn á tog-
urunum yrði lengdur upp í tólf
klukkustundir á sólarhring. Ár-
lega hafa þeir verið með frum-
varp til laga um þetta á al-
þingi og brigzlað öllum öðrum,
og þá ekki hvað sízt Alþýðu-
flokknum, um svik við togara-
sjómenn, af því að þetta frum-
varp hefur ekki náð fram að
ganga. Hefur Alþýðuflokkur-
inn þó lagt sig í framkróka til
þess að ná samkomulagi um
málið við borgaraflokkana; en
öðruvísi verður því ekki tryggt
meirihlutafylgi á alþingi, eins
og það er nú skipað. Síðast í
vor hindruðu báðir borgara-
flokkarnir enn á ný framgang
frumvarpsins, þrátt fyrir sam-
stöðu alþýðuflokksmanna og
kommúnista um það á alþingi;
og létu talsmenn borgaraflokk-
anna þá svo um mælt, að eðli-
legast væri, að þetta mál yrði
út kljáð utan þings, með samn-
ingum, af útgerðarmönnum og
sjómönnum. Hafði Þjóðviljinn
þá stór orð um slíka afgreiðslu
málsins og gaf mjög ótvírætt í
skyn, að nú skyldi ekki standa
á því, að það yrði út kljáð utan
þings.
*
Nú er þetta mál, lenging
hvíldartímans á togurunum
upp í tólf stundir á sólarhring,
sem kunnugt er vin .af aðalkröf-
um sjómannafélaganna í^verk-
fallinu- á togurunum. Og hvað
kemur í Ijós?
Þjóðviljinn skrifar dag eftir
dag svívirðingar um sjóman.na-
félögin í sambandi við þetta
verkfall. Og þar sem kommún-
istar máttu því við koma, þ. e.
í sjómannafélögunum á Akur-
eyri og á Norðfirði, þar sem
þeir fara með stjórn, hafa þeir
gerzt hreinir og beinir verk-
fallsbrjótar! Þeir höfðu þar,
eins og annars staðar, heitið því
á sjómannaráðstefnunni í
Reykjavík síðastliðinn vetur,
að hafa samflot við öll önnur
sjómannafélög á landinu, í því
skyni að knýja fram kröfur sjó-
manna á togurunum á þessu
sumri; en þegar togaraverkfall-
ið er að hefjast í júlí, skearst
þeir á síðustu stundu úr leik á
Akureyri og á Norðfirði og láta
togarana þar halda áfram veið-
um, þ. e. a. s. karfaveiðum, og
semja meira að segja á Akur-
eyri sérstaklega um það, að
fækka megi á skipunum um
fjóra menn á meðanjþæf veiðar
standi!
Þetta er þá stuðningur komm
únista, þegar til kemur, við
verkfall togarasjómanna, við
kjarabótakröíur þeirra yfirleitt
og við kröfuna um tólf stunda
hvíld á togurunum sérstaklega,
þegar fyr'st er reynt að knýja
hána fram utar. þlngs! ger-
ast þessir miklu áhugamenn
um lengingu hvíldartímans á
togurunum blátt áfram verk-
fallsbrjótar og skrifa blað sitt,
Þjóðviljann, þannig, að engu
er líkara en að það sé orðið
málgagn útgerðarmanna á
móti togarasjdmönnum!
*
Svo kemur Þjóðviljinn í gær
og spyr hvers vegna Jón Axel
Pétursson hafi ekki enn kveðið
upp úrskurð um það, að tólf
stunda hvíld á sólarhring skuli
tekin upp á togurum Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur?!!
í sambandi við þessa spurn-
ingu lýgur Þjóðviljinn því upp,
að Norðfjarðartogararnir hafi
þegar „tekið upp tólf stunda
hvíld“, og lætur eins og það
standi nú helzt ekki nema á
Jóni Axel, að sá hvíldartími
verði viðurkenndur yfirleitt á
togaraflotanum! Sannleikurinn
er hins vegar sá, að tólf stunda
hvíld hefur eklji verið „tekin j
upp“ á neinum togara enn. Hún ;
hefur aðeins verið reynd á
nokkrum togurum í einni veiði-
för, fyrst af einum bæjartogar-
anum í Reykjavík, svo sem i
tilraunaskyni; og Norðfjarðar-
togararnir urðu einna seinastir
til þess að gera það. Það má og
hverjum manni augljóst vera,
einnig kommúnistum, að það er
alls ekki á valdi Jóns Axels,
sem er aðeins annar af tveimur
framkvæmdastjórum Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur og hefur
þar að auki yfir sér útgerðar-
ráð, að úrskurða tólf stunda
hvíld á togurum þess fyrirtæk-.
is. Það verður að berjast fyrir
því, að fá slíka lengingu hvíld-
artímans _ á togurunum. yiður-
kennda!
En þá baráttu hafa kommun-
istar nú blygðunarlaust svikið,
af því að málið er ekki lengur í
þeirra höndum og það var þeim
aldrei neitt annað en flokkslegt
áróðursmál. Þeir hafa skorizt
úr leik í verkfalli togarasjó-
manna, sem meðal annars hef-
ur tólf stunda hvíld á togurun-
um að markmiði, og ráðizt sem
verkfallsbrjótar að baki þeim.
Og yfir slíkt æruleysi sitt eru
kommúnistar svo að reyna að
breiða með alls konar þvætt-
ingi eins og þeim í Þjóðviljan-
um í gær, hvers vegna Jón Ax-
el sé ekki búinn að úrskurða
tólf stunda hvíld á togurum
Bæjarútgerðar Reykjavíkur!
Þeim væri skammar nær að
standa nú sjálfir við öll stóru
orðin, sem þeir eru búnir að
hafa um þetta velferðarmál
togarasjómanna!
Skemmtilegir leikir. — Híaði og "giæsimennska.
— Fátt um beliibrögS. — Þurfum við fleiri dæmi?
-— Hvað á fólk að ?erar sem týnir
skömm tunarm iðum ?
Barn býður bana í
bílslysi í Kefíavík
ÞAÐ SVIPLEGA SLYS varð
í Keflavík á miðvikudaginn,
að eins árs gamalt barn varð
fyrir börubifreið og beið bana.
Faðir barnsins er Ragnar Jóns
son verkamaður.
ÉG HELD, að ekki hafi sést
hér eins skemmtilegir knatt-
spyrnukappleikir og Ieikirnir
undanfarna daga við Þjóðverj-
ana, hvernig sem á því stendur.
Kappieikirnir hafa verið fjör-
ugir, hraðir og gersnevddir
„trikkum“, eins og sumir knatt-
spyrnumenn kalla það þegar
Ieikmenn bsáta bolabrögðum og
leynilegum, í rann og veru ó-
Iöglegum, brögðum.
HRAÐINN var það, sem
mesta athygli vakti við þessa
leiki, ekki eingöngu hraði hinna
erlendu leikmanna, heldur og
hinna íslenzku. Og þar sáum við
a'ð okkar piltar stóðust hinum
erlendu ekki snúning. Skipting
ar Þjóðverja voru miklu örari
og vissari en okkar pilta. Það
hlýtur líka að hafa vakið at-
hygli, hve örsjaldan Þjóðverj-
arnir notuðu þá leikaðferð að
bjarga sér úr hættu með því að
sparka knettinum ú rleik, en
það hefur alltaf þótt hýimleiður
leikur, en þó nokkuð algengur,
og setti alveg sérstakan blæ á
Frumherji9 sem nú gengur í harndóm
ÞAÐ ER ALKUNNUGT, að
margir gamlir menn ganga í
barndóm og sumir fyrir ald-
ur fram. Guðbrandur Magn-
ússon forstjóri virðisí vera
einn þeirra. Hann er að vísu
kvikur á fæti og hress í tali.
En ræðan, sem hann flutti á
samkomu Framsóknarmanna
norður á Blönduósi í þessum
mánuði og birtist í Tímanum
í gær, ber því vitni, að sem
stjórnmálamaður gengur hann
nú í barndómi. Hann getur ei
að þessu gert, og þessi stað-
reynd haggar að sjálfsögðu
ekki hætis hót þeirri stað-
reynd, að Guðbrandur er góð-
ur maður og merkur á sína
vísu.
SNEMMA í RÆÐU SINNI
minnist Guðbrandur „hinna
tveggja gáfuðu og glæsilegu
foringja Framsóknarflokks-
ins“, Jónasar Jónssonar og
Tryggva Þórhallssonar. En
þetta er ónærgætnislegt bæði
við Framsóknarflokkinn og
hina áminnztu fyrrverandi
foringja hans. Tryggvi var
hrakinn úr Framsóknar-
flokknum af Jónasi og sam-
herjum hans. Síðar var Jón-
as hrakinn úr flokknum af
Hermanni og samherjum
hans. Framsóknarflokkurinn
hefur þannig tvisvar sinnum
risið upp gegn skapara sín-
um. En Guðbrand dreymir,
að hann lifi enn á náðartíma-
bili Tryggva og Jóna-sar!
NOKKRU SÍÐAR slær Guð-
brandur fram þeirri staðhæf-
ingu, ag stefna Framsóknar-
flokksins sé ekki aðeins póli-
tísk stefna — hún sé lífs-
skoðun! Áður hefur sam-
vinnuhreyfingin fengið þann
vitnisburð, að hún sé sam-
búðarhættir, þar sem ein-
staklingsframtakið njóti sín
eðlilega og hinn minnsti
bróðir búi við hinn fyllsta
rétt! Auðvítað á einnig þetta
að vera lofsöngur um Fram-
sóknarflokkinn. Svona tala
viðkvæmir hugsjónamenn,
sem annaðhvort ganga í barn-
dómi eða hafa aldrei áttað sig
á lögmáli þróunarinnar, og þó
segist Guðbrandur trúa á
erfðalögmálið! Hinn minnsti
bróðir getur ekki búið við
hinn fyllsta rétt, ef einstak-
lingsframtakið nýtur sín eðli-
lega, enda eru þess engin
dæmi í veraldarsögunni. Og
stefna Framsóknarflokksins
er hvorki pólitísk stefna né
lífsskoðun. Hún er henti-
stefna, enda hefur flokkur-
inn sagt skilig við bernsku-
sjónarmið sín oft og iðulega
og miklu oftar en hann hefur
skipt um foringja í innan-
flokksstyrjöldum. Framsókn-
arflokkurinn er sama fyrir-
bærið og hinir tækifæris-
sinnuðu miðflokkar nágranna
landanna. Og Hermann Jón-
asson er leiðtogi flokksins í
dag af því að hann er stefnu-
laus og hugsjónasnauður.
Fyrrum átti þó Framsóknar-
flokkurinn gáfaða og glæsi-
lega foringja, þó að þeir væru
misvitrir. En þá var hann út,
og nú er hann viðundur ver-
aldár.
ÞAÐ ER ATHYGLISVERT, að
Guðbrandur Magnússon flyt-
ur ræðu sína á þeim tíma,
þegar Framsóknarflokkurinn
er í flatsæng með íhaldinu.
Kjör fólksins eru skert. Bölv-
un atvinnuleysisins er kölluð
yfir þjóðina. Stórvirkustu at-
vinnutækin eru ónotuð. Þann-
ig farnast Framsóknarflokkn-
um, þegar Guðbrandur gefur
honum þann vitnisburð, að
hann búi hinum minnsta
bróður fyllsta rétt. En hitt er
skylt að taka fram, að vafa-
laust segir Guðbrandur þetta
af allt öðrum ástæðum en
Tíminn, þegar hann flytur
lesendum sínum sömu blekk-
*
ingu. Guðbrandur veit ekki
betur, af því að hann dvelst
í hillingalöndum þeirrar for-
tíðar, þegar Framsóknar-
flokkurinn var enn á æsku-
skeiði. En skriffinnar Tímans
hafa gengið í þjónustu flokks-
ins á afbrotatímum hans. Þeir
eru skuggabörn, sem aldrei
hafa séð morgunroðann. Og
þeir eru gerólíkir Guðbrandi
af því að þeir halda fram þvi,
sem þeir trúa ekki sjálfir.
MÁLGAGN FRAMSÓKNAR-
FLOKKSINS hefði ekki átt
að birta ræðu Guðbrandar.
Það er ljótur hrekkur við
frumherja, sem nú gengur í
barndómi. En fyrst ræðan
hefur birzt á prenti, er ástæða
til þess að vekja athygli á
henni við alla þá, sem vilja
kynna sér, hvernig Framsókn-
arflokkurinn átti að verða a6
dómi viðkvæmra hugsjóna-
manna. Svo geta þeir borið
saman drauminn og reymsl-
una. Það er lærdómsríkur
samanburður.
Ieik Englendinganna, sem hing-
að komu einu sinni.
MÖRG ERLEND knattspyrnu
lið hafa komið hingað í sumar,
og að ég held aldrei eins mörg.
Þetta er gott og gagnlegt fyrir
unga íþróttamenn, og þá ekki
síður þegar erlendar þjóðir
sækja hingað til keppni í frjáls-
um íþróttum. Enda sanna dæm-
in þetía. Nú skara ungir íslend-
ingar fram úr í ýmsum íþrótía-
greinum — og er það furðulegt
um svo fámenna þjóð, hve
marga afreksmenn hún á.
SAGT VAR í blaði, að sá
maður fyrir austan járntjald,
sem skarar fram úr í kúluvarpi,
gæti ekki fengið að keppa á Ev-
rópumeistaramótinu í Brússel
vegna þess að hann fengi ekki
fararleyfi, en það stafaði af ótta
Rússa við það, að íþróttamaður-
inn vildi ekki fara aftur til síns
beimalands, en hann er Eistlend
ingur. Þurfum við frekar vitn-
anna við um að eitthvað sé bog-
ið við stjórnarfarið í ríki, sem
hagar sér þannig?
HVERNIG Á FÓLK að fara
að, sem týnir skömmtunarmið-
um sínum? Ég spyr að 'gefnu til-
efni. Kona týndi öllum skömmt-
unarmiðum heimilis síns. Hún
sneri sér til skömmtunarskrif-
stofu bæjarins, en skrifstofu-
fólkið vísaði henni á skömmtun-
arskrifstofu ríkisins. Starfsfólk
þar vísaði á skömmtunarstjóra
ríkisins, en hann neitaði alveg
að láta konuna fá nýja miða.
NÚ VEIT ÉG EKKI hvort
fjölskyldan ,getur lifað þetta
skömmtunartímabil út. En það
væri heldur engin björgun, því
að ef hún fær ekki nýja sjofna,
fær hún enga miða heldur við
næstu úthlutun. Fjölskylda kon
unnar er því rekin úr þjóðfé-
laginu fyrir fullt og allt. Hér er
harkalega að farið. Þetta er
ekki stjórnsemi, heldur duttl-
ungar. Og duty.ungar eru óþol-
andi.
og skemmfiferðln
í Borgarfjörð
ÞEIR FUJ me'ðlimir í Hafnar
firði, sem ætla að verða með í
skemmtiferðinni upp í Borgar
fjörð um næstu helgi, eru'beðn
ir um að tilkynna þátttöku í
skrifstofu ATþýðuflokksfélags-
ins í Haínariýrði, í Alþýðuhús
inu fyrir föstudagskvöld.
Félagar eru einnig beðnir um
að herða sölu happdrættismiða
SUJ, því nú eru aðeins nokkrir
dagar þar til dregið verður.
Þá óskar félagið eftir börn-
um til að selja happadrætts-
miða, og eru þeim greidd há
sölulaun. Eru miðarnir afgreidd
ir í Alþýðuhúsinu við Strand-
götu frá 10—12 og 4-—7, dag-
lega.