Alþýðublaðið - 03.09.1950, Blaðsíða 4
4
ALMÐUBLAÐÍÐ
Sunnixdagur. 3, september 1950
Útgefandl: AlþýSuflokkurimi.
Ritsíjóri: Síefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusimi: 4900.
ASsetur: AlþýðuhúsiS.
AlþýðuprentsnnSjan h.f.
Drátfarfdárar ffrir
vagni kommúnisia
ALÞÝÐUBLAÐIÐ benti á
það í gær, að hrópyrði Þjóð-
viljans í garð Alþýðusambands
stjórnarinnar eftir sigur hertn-
ar í viðureigninni við ríkis-
stjórnina út af vísitölufölsun-
ínni stafaði af öfund, ættu ekk-
ert skylt við kjarabótabaráttu,
en væru af kommúnistum hugs
uð sem framlag í kosningabar-
áttu með tilliti til Alþýðusam-
bandsþingsins í haust. Þessu til
stuðnings voru birtar tilvitn-
anir í Þjóðviljann, sem töluðu
skýru máli. Og nú er enn
gleggri sönnun fengin. Þjóð-
viljinn í gær birtir yfir-
lýsingu frá þremur verkalýðs-
foringjum“ kommúnista,
Sigurði Guðnasyni, Gunnari
Jóhannssyni og Birni Jónssyni.
Þeir eru ekkert myrkir í máli.
Þeir skora á „verkalýð alls
landsins" að „fella frá fulltrúa-
kjöri alla forsvarsmenn núver-
andi sambandsstjórnar, en
kjósa fulltrúa, hvar í flokki sem
þeir annars standa, sem vilja
skapa Alþýðusambandinu nýja
sambandsstjorn“. Þetta er með
öðrum orðum kommúnistískt
kosningaávarp til verkalýðsfé-
laganna, auðvitað samið af full-
trúum miðstjórnar kommún-
istaflokksins, en undirritað af
hinum tilgreindu þremur
foringjum kommúnista, þar
á meðal nýjasta verkfalls-
brjótnum, Gunnari Jóhanns-
syni, sem sennilega á að safna
um sig fylgi sunnlenzkra sjó-
manna!
Annars er þessi yfirlýsing
furðulega ósvífin, enda þótt
tekið sé tillit til þess, hverjir
eru höfundar hennar. Þar er
því til dæmis slegið föstu, að
stjórn Alþýðusambandsins hafi
algerlega brugðizt því hlut-
verki að fá uppborna launa-
skerðingu gengisfellingarinnar
og síðan staðhæft, að hún hafi
sætt sig við gengislækkunar-
lögin og launaskerðingu þeirva
og því raunverulega samið um
kauplækkun. Þessar staðhæf-
ingar eru svo fráleitar, að þre-
menningarnir, sem ættu að
þekkja eitthvað til þessara
mála, geta naumast hafa sett
þennan þvætting saman, heldur
hefur þeim orðið þaþ á að und-
irrita áróðursplagg, sem óhlut-
vandir menn hafa fengið þeim
i hendur.
*
Alþýðusamband íslands og
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja hafa á frækilegan hátt
hrundið árás vísitölufölsunar-
innar. Að þeim sigri unnum hef
ur stjórn Alþýðusambandsins
hvatt sambandsfélögin til að
framlengja samjiinga sína fyrst
um sinn, þar eð vísitölufölsunin
var tilefni þess, að hún hvatti
þau til að segja þeim upp og
sú ástæða til samningsuppsagn-
ar því brott fallin eftir leiðrétt-
inguna. En hún hefur á engan
hátt sætt sig við gengislækkun- \
arlögin og launaskerðingu
þeirra, hvað þá að hún hafi sam
ið um kauplækkun með því að
knýja fram þá hækkun vísitöl-
unriar, sem yerkalýðurinn átti
heimting á. Hún hvetur einmitt
verkalýðsfélögin til að fram-
lepgja sam.ninga. sína .jneð að-
eins mánaðar uppsagnarfresfi,:
svo að þau séu við öllu búin. Og
stefna Alþýðusambandsins varð
andi gengislækkunina og afleið
ingar hennar verður auðvitað
mótuð á þingi þe/3 í haust, enda
er það hagkvæmara af tveimur
ástæðum. Þá verða fulltrúar
allra verkalýðsfélaga landsins
aðilar af afstöðu alþýðusamtak
anna og í Ijós komið, hvort
hleypa á yfir landið nýrri flóð-
bylgju dýrtíðar og verðbólgu
með stórfelldi hækkun landbún
aðarafurðanna í haust, eins og
bændur krefjast.
Ásakanir þær á hendur stjórn
Alþýðusambandsins, sem Þjóð-
viljinn birtir á ábyrgð Sigurð-
ar Guðnasonar, Gunnars Jó-
hannssonar og Björns Jónsson-
ar eru því a’/mt fleipur. Þeir
trúa þeim heldur ekki sjálfir.
Þetta er alvörulaus áróður. En
um hitt verður ekki efast, að
þeir segi hug sinn cdlan, þegar
þeir álíta nauðsyniegt spor, að
,,verkalýðurinn skipti um for-
ustu í Alþýðusambandi ís-
lands“. Það væri mjög nau'ðsyn
legt fyrir kommúnistaflokk-
inn. En það er ærið hætt við
því, að hann verði fyrir von-
"brigðum.
*
Það er athyglisvert, að yfirlýs
ingin, sem Sigurður, Gunnar og
Björn hafa undirritað af flokks-
hlýðni,-kveður ekki á urrt það
einu orði, að þeir ætli sér að
bæta fyrir það, sem þeir balda
fram að stjórn Alþýðusambands
ins hafi á orðið. Það er enginn
baráttuhugur í þeim félögum,
og hafa þeir þó stundum ekki
hikað við að fara sínu fram, án
tillits til Alþýðusambandsins. Ef
þeir væru í raun og veru þeirr
ar skoðunar, að stjórn Alþýðu-
sambandsins hefði brugðizt í
kjarabótabaráttunni með því að
knýja fram leiðréttingu vísitöl-
unnar, ættu þeir auðvitað að
reyna að gera bqtur. En þeir
ætla sér bersýnilega að. bíð.a A1
þýðusamþandjsþjiigsins: í haust.
Og hváð er það þá, sem miíii'
ber? Raunverulega ekkert. En
ástæðan fyrir þessu fljótfærnis
lega uppþoti þeirra félaga er sú,
að þeim hefur verið beitt sem
dráttarklárum fyrir áróðurs-
vagn kommúnista í sambandi
við Alþýðusambandsþingið og
fulltrúakjörið tíl þess.
Vissulega er það rétt, að
verkalýðurinn barf ao vera ein
huga og samtaka í þeirri bar-
áttu. sem framundan er. En
kommúnistar eru að kljúfa þá
nauðsvnlegu einingu af flokks-
pólitískum ástæðum. Og væg-
ast sagt lætur það einkennilega
í eyrum, að verkfallsbrjótarnir
í sjóniannadeilunni skuli vera
að reyna að slá sig til riddara
sem einingarpostula. Sigurður
Guðnason, Gunnar Jóhannsson
og Björn Jónsson auka heldur
ekki orðstír sinn með því að
áfellast stjórn Alþýðusambands
ins fvrir að hafa knúið* fram
leiðréttingu vísitölunnar »og
gefa í skyn, að hún hafi með því
sætt sig við gengislækkunina og
afleiðingar hennar. Telji þeir
síg geta betur gert en hún, bá
sýni þeir hvers þeir megna. Þjóð
viljinn hefur haldið því
fram árum saman, að félög
þeirra árði úrslitum í öll
um kjaradeilum. Hafist þau
ekkert að eftir yfirlýsingu for-
manna sinna virðast þeir, sam-
kvæmt orðum sjálfra sín, sætta
sig við gengislækkunarlögin. Og
þá er ósköp hætt við því, að
þeir beri sig ekki eins manna-
lega á Alþýðusambandsþinginu
í haust og í Þjóðviljanum í gær,
þó að þeim bættist þar ef til vill
liðslcostur á borð við Tryggva
Helgason og Bjarna Þórðar-
son.
j Ufti' kurteisa og' ókúrtéisa5’vagiistjó’rkÁ—- Enn
. ;. * j j,, nn/ :'i.b'íi i i íí'í.i- ' >"?>.}■:> ;
iim fegurðarsamkeppnina. — Er verið að afvega-
leiða stúlkurnar?
VÍÐALÍN SKRIFAR: „Ekki
veit ég, hvort það eru enhver
álög á síræíisvagni þeim, er í
Fossvog gengur, að til hans velj
ist sérstaklega stirðlyndir og ó-
kurteisir vagnstjórar, en tvisv-
ar hef ég þó orðið fyrir ókurt-
eisi af þeirra hálfu. Sömu sögu
hafa margir aðrir að segja. Eink
um mun það þó vera ákveffinn
vagnstjóri, sem ekki skal nafn-
greindur aff sinni, er fengið hef
ur orð fyrir óþarfa stirfni í garð
farþega.
HEFUR ÞETTA einkum, þó
að ótrúlegt sé, komið fram gagn
vart öldruðum og lasburða kon-
um, sem verið hafa full seinar
á sér að ná í vagn þsnnan. Þó
að ekki hafi munað nema nokkr
um sekundum, hefur maður
þessi brugðizt hinn versti við og
varla verið viðmælandi. Erfitt
er að skilja, að hér sá þörf á
svo strangri stundvísi, að á her-
aga minni, enda hljóta allir að
sjá, að engin leið er að krefjast
þess, að strætisvagnastjórar séu
alltaf mínútumenn að og frá á-
kvörðunarstað. Hlýtur slíkt að
fara eftir ýmsu, t. d. fjölda far
þega á viðkomustöðum og öðru
slíku.
EN HVAÐ sem því líður,
þurfa strætisvagnastjórar að
láta sér skiljast, að þeir eru þjón
ar almennings, sem vagnana not
ar, og ber því að sýna tilhliðrun
arsemi og lipurð, þegar svo ber
undir, án þess þó að sjálfsögðu
að strika yfir allar starfsreglur
sínar. Og jafnvel þó að þeir
vilji venja farþega sína á stund-
vísi og viðbragðsflýti, ættu þeir
að geta gert það með fvíri
kurteisi. Og ofurlitla biðlund
gagnvart öldruðu fólki og ó-
hraustu ættu þeir að skaðlausu
að geta tamið sér. En til þess >ið
fyrirbyggja misskilning skal það
tekið fram, að ekki eiga allir
þeir, er stýra Fossvogsvagnin-
um, hér óskipt mál, og er sér-
staklega. einn þeirra fyrirmynd
um lipurð og háttvísi.“
ENNFREMUR ségir Vídalín
í bréfi sínu: „Um Fegrunarfélag
Reykjavíkur er margt gott að
segja. Það er þarfur félgasskap-
ur. En þegar það tók upp á þeim
skolla að standa fyrir fegurðar-
samkeppni svo kallaðri meðal
reykvískra kvenna, fór það illa
að ráði sínu. Fegurðarsamkeppni
af þessu tagi tíðkast mjög er-
lendis, ekki sízt í Ameríku, og
er segin saga víðast hvar, að hin
ar svokölluðu „fegurðardrottn-
ingar“ gerspillast og glata stund
um allri raunverulegri hamingju
í lífinu. Virðist hér vera um að
ræða eitt af því, sem karlmenn-
irnir finna upp á, í heimsku
sinni, til þess að afvegaleiða
kvenþjóðina og spilla henni,
gera hana hégómlegri og hugs-
unarlausari en hún þarf að
vera, og allt kemur þetta svo að
lokum niður á karlmönnunum
sjálfum.
UM FEGURÐARSAMKEPPNI
$
| Enginn treysti verkfallsbrjótunum.
FYRIR ÞÁ, sem til þekkja, eru
árásir Þjóðviljans á Alþýðu-
sambandsstjórn undanfarna
daga út af því, að hún skuli
ráðleggja verkalýðsfélögun-
um að framlengja nú samn-
inga sína fyrst um siiin, eftir
að fullúr sigur hefur unnizt
í deilunni um útreikning júlí
vísitölunnar, — meira en kát
brosleg hræsni. Og hámark
skepnuskaparins er það, þeg-
ar þeir forsprakkar kommún-
ista, sem gerzt hafa opinber-
ir verkfallsbrjótar í deilu
togarasjómanna fyrir bætt-
um kjörum og tólf stunda
hvíld á togurum, þykjast þess
umkomnir að brígzla Alþýðu
sambandsstjórn um að hafa
„vegið aftan að verkalýðs-
hreyfingunni“!
ÞAÐ SITUR SÍZT á komm-1
únistum að bregða öðrum um 1
slíkt. Þeir lofuðu á sjómanna
ráðstefnunni í Reykjavík síð
ast liðinn vetur að Iáta þau
sjómannaíélög, sem þeir hafa
forustu fyrir, hafa fullkomið
samflot við sjómannasamtök-
in annars staðar á landinu í
þeirri kjaradeilu, sem þá þeg
ar var fyrirsjáanleg í sumar. I
En á síðustu stundu sviku í
hinir kommúnistísku „verka-
lýðsforingjar“ á Akureyri og
Norðfirði þetta og sömdu um
það, að togararnir á þessum |
stöðum skyldu fara á karfa-
veiðar, þegar sjómannafélög-
in við Faxaflóa voru að hefja
verkfall fyrir bættum kjör- (
um og lengdum hvíldartíma ■
á togurunum! Og nú hafa
þeir látið Gunnar Jóhanns-
son, ,,verkalýðsforingja“
sinn á Siglufirði, bætast í
hóp verkfallsbrjótanna með
því, að leggja blessun sína
yfir það, að togarinn Elliði fari
einnig þaðan á karfaveiðar!!
Og svo er Gunnar Jóhanns-
son í gær látinn ráðast í Þjóð
viljanum á Alþýðusambands
stjórn og brígzla henni um
svik við verkalýðinn í deil-
unni um vísitöluna, sem Al-
þýðusambandsstjórn hefur
nú leitt til lykta með fræki-
legum sigri fyrir verkalýðs-
samtökin!
EN HVERNIG hafa þá heil-
indi kommúnista sjálfra ver-
ið í átökunum um júlívísitöl-
una? Öllum er ljóst, að sig-
urinn í þeirri deilu, er að
miklu leyti því að þakka, hve
skjótt verkalýðsfélögin brugð T
ust við áskorun Alþýðusam-
bandsstjórnar til þeirra um
að segja upp samningum. En
þau félög, sem kommúnistar
stjórna, höfðu þó sérstöðu í
því efni. Þau fengust ekki til
þess að segja upp frá og með
1. september, eins og Alþýðu
sambandsstjórn óskaði, held-
ur þurftu þau að hafa samn-
inga sína gangandi þar til 15.
september, — hálfum mán-
uði síðar! — og urðu ýmis
önnur félög, sem voru fús til
að segja upp frá 1. septem-
ber, að fresta uppsögn sinni
einnig til 15. vegna þessa til-
tækis. Hvað fyrir kommún-
istum hefur vakað með þessu,
er enn. óráðin gáta. En víst
er um það, að Alþýðusam-
bandsstjórn treysti þeim ekki
ef til verkfalla kæmi og hafði
sannarlega enga ástæðu til
að treysta þeim. Verkfalls-
brot þeirra í deilu togarasjó-
manna var alveg nægileg að-
vörun um það, við hverju
mætti búast af kommúnist-
um, þó að ekki hefði komið
til augljós mótþrói þeirra að
he.fa fullt samflot við önnur
verkalýðsfélög, ef til verk-
falla kæmi út af vísitöludeil-
unm. - ■ ,i jj,, StbJlb
þá, er fram fór hér í Reykjavík,
er það að segja að hún var skrípa
leikur einn. Vera má, að kona
sú, er verðlaunin fékk, sé feg-
urst þeirra fjórtán kvenna, er
til keppninnar völdust, en að
kalla hana fegurðardrottningu
Reykjavíkur er vitanlega algjör-
Iega gjörræðislegt og út í hött.
Með réttu hefur og verið að því
fundið, að hér er um að ræða
gifta konu, en upphaflega a. m.
k. var látið svo heita, að stúlk-
ur einar kæmu hér til grsina.
EN AÐALATRIÐIÐ er þó það,
að „prinsipið“ er rangt. Það er
rangt að vera að hóa kvenfólki
saman, eins og sýningargripum,
til þess að láta einhverja dóm-
nefnd úrskurða um það, hvsr sé
fegurst. Hér er verið að höfða
til hégómaskapar og yfirborðs-
mennsku, sem nóg er af fyrir.
Og hver getur tekið sér úrskurð
arvald í þessum efnum? Hvar er
,,hæstirétturinn“ þar?
í RAUN RÉTTRI er furðuíegt,
að kvenþjóðin skuli láta bjóða
sér þessa meðferð á sér. •— ÖII
rök hníga að því, að þenna úí-
lenda ósið eigi að banna með lög
um hér á landi. Það var slysa-
legt, að Fegrunarfélagið skyldi
leggja út á þessa braut, en von-
and er, að það sjái að sér og
láti nú hér við sitja. Verði fram
hald á flónsku þessari, niá það
gera ráð fyrir, að félögum þess
fækki en fjölgi ekki, og a. m. k.
mun sá, er þessar línux ritar,
ekki verða þar ævifélagi“.