Alþýðublaðið - 03.09.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.09.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. september 1950 ALÞÝÐIJBLAÐIÐ i $|a Víkingur nr. 194 heldur fyrsta fund haustsins næstk. mánudag 4. sept. kl. 8,30 í Góðtemplarahúsinu. I. Inntaka nýrra félaga. II. Ilagnefndaratriði: i-> . 1. Kvartett syngur. 2. Erindi. 3. Pikkur og Pjakkur: — Samtalsþáttur. 4. Upplestur. Félagar! Fjölsækið á þennan fyrsta fund haustsins og kom- ið með innsækjendur. ÆT. Auglýsið í Alþýðublaðinu! læknir gegnir sjúkrasamlags- störfum fyrir mig þessa viku. FRIÐRIK EINARSSON LÆKNIR. 16383 gestir komu í sjómanna- heimili Siglufjarðar árið 1949. ...... Heiniiílð var starfrækt s 3y2-mánuð. __ -----» -T--- ÁRSSKÝRSLA Gesta- og sjómannaheimilis Siglufjarðar fyrir árið 1939 er hýkotniri ut, en þáð var 11. starfsár> stofnun- arinnar. Alls komu 16.383 gestir í heimilið yfir starfstímabilið; en bað voru 314 mánuður. Var .þetta nci>kru minni að-* ' Ræða Trnans Framh. á 7. síðu. hámarki, og lét þá von í ljós, að Kína gerðist ekki þátttak- andi í átökunum þar, því að mjög mikil hætta væri á, að það myndi hafa ný.já heims- styrjöld í för með sér. Hann lagði áherzlu á það í þessu sambandi, að Bandarík- in hefðu ekki ágirnd á eynni Formosu, og ætluðu sér ekki að ráða neinu um framtíð hennar, en tryggt hefði verið, a.ð henni yrði haldið utan við þau átök, sem nú ættu sér stað í Austur-Asíu. ---------------- Skæruliir berjast Framh. af 1. síðu. Skæruliðarnir berjast ekki í stórum sveitum heldur litlum, 20—>100 saman og virðast vera sæmilega vel vopnum búnir. Enginn efi er heldur talinn vera á því, að þeir njóti mikillar samúðar og hjálpar bænda á þessum svæðum, sem ekki vilja sætta sig við hina rússnesku kúg un. Svo mikið er að minnsta kosti vís.t, að hersveitum Sovéí stjórnarinnar hefur aldrei tek- izt að bæla þessa skæruliða nið u’r til fulls eftir stríðið. Hafa þeir stundum farið langar her ferðir, méðal annars einu sinni alla leið til Austur-Prússlands, án þess að Rauða hernum haíi tekizt að vinna buga á þeim, þó að hann hafi stundum bar- izt við þá daglangt. í sumar hefur skæruliðahern- aðurinn breiðzt út til Eystra- saltslandanna, og er hann sagð- ur sérstaklega umfangsmikill í Lithaugalandi. En ekki alls fyr- ir löngu á skæruliðum einnig að hafa tekizt að rjúfa járnbraut- ina frá Rússlandi til Lettlands um lengri tíma, og virðist Sovét stjórnin lítið fá við þetta ráð- ið. þrátt fyrir vaxandi liðssafn að á öllum þessum svæðum. sókn en árið áður og stafaði það af því að síldveiði var mjög lít il um sumarið, og það litla sem veiddist var aðallega austan Siglufjarðar, svo að sjómenn voru þar minna inni en venju- lega. Bókasafn heimilisins telur nú um 2000 bindi, og voru ajls ián uð út úr safninu 1300 bindi. Voru bækurnar einungis lánað ar um borð í skip, en allir gest- ir heimilisins höfðu aðgang að safninu og margir sátu við lesí ur í lesstofunni. Bækur safnsins ganga mjög úr sér og er þörf á því að end- urnýja safnið árlega en til þess þarf mikið fé. Ýmsir velunnar- ar heimilisins hafa styrkt safn- ið með bókagjöfum, svo sem ýmsir bókaútgefendur og útgef endur blaða og tímarita. Alls voru skrifuð 950 bréf af gestum heimilisins, þar af nokkur af út lendum sjómönnum. Blöðin voru starfrækt á sama áhtt og undanfarin sumur, og var tala baðgesta yfir tímabil- ið 4871. Eins og áður var heimiiið rek ið af stúkunni Framsókn nr. 187, en naut opinberra sívrkja til starfsemi sinnar, 5000 krón- ur frá ríkissjóði, 2000 krónur frá Siglufjarðarbæ og 1500 krón ur frá Stórstúku íslands. Auk þess styrktu fjölda útgerðar- menn og siómenn heimilið með peningagj öf um. skýlið að Framhald af 1. síðu. í fyrrinótt hófu þeir svo hörð gagnáhlaup við Naktongfljót, suðvestur af Taegu, og tóku þar bæinn Sonyong aftur í gær. Það er ógrynni liðs, sem inn- rásarherinn hefur teflt fram á báðum þessum vígstöðvum, um 50 000 manns að bví er talið er, og orusturnar þær hörðustu, sem verið hafa í öilu Kóreustríð inu. Þykir augljóst, að nú hafi átt að gera úrslitatilraun, til að komast til Pusan og hrekja her- sveitir sameinuðu þjóðanna ,,í sjóinn“. Góður afli hjá Vesl- mannaeyjabálum GÓÐUR AFLI hefur verið þessa viku hjá dragnótabátum Vestmannaeyinga. Tveir bátar fengu til dæmis 6—8 lestir á hálfum öðrum sólarhring. Drag nótaveiðar stunda nú um 10 bátar írá Vestmannaeyjum. ÞEIR UNGLINGAR, sem vilja selja Árbók Slysavarnafé- lags íslands í Reykjavík eru beðin að mæta á skrifstofu fé- lagsins í Hafnarhúsinu kl. 9 á mánudagsmorgun. Jarðarför mannsins míns, Ólafs Þorlákssonar fer fram þriðjudaginn 5r sept. kl. 13,30 frá Fossvogskapellu. Ingiríður Guðjónsdóttir. Þórunn Ólafsdóttiiv Guðrún Ólafsdóttir. Hilmar Luthersson. Alúðurfyllstu þakkir færi ég ölium vinum og vandamönn- um fjær og nær fyrir vinsemd og hluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Evu Björnsdóttur. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra aðstandenda. Karl Stefán Daníelsson. Frá Slysavarnafélagi íslands. í SAMBANDI við fréttir í blöðunum um að rænt hefði verið öllu og spillt úr skipbrots mannaskýli Slysavarnafélags- ins að Þönglabakka í Þorgeirs- fiiði, vill Slysavarnafélagið taka það frarn, að frásagnir blaðanna um þetta hafa ekki verig alveg réttar. Þannig er ekki sjáanlegt að tilraun hafx verið gerð til £ð ræna skýlið að öðru leyti en því, að ein- hverjir ferðalangar, sem í skýl ið hafa komið, hafa gert sig óþarflega heimakomna og tek- ið traustataki á vistum þeim, sem eingöngu eru ætlaðar fólki í neyðartilfellum og þá sér- staklega niðursuðuvörum, og spilit ýmsum áhöldum eða glat að. Af hinum fjölmörgu skýl- um Slysavarnafélagsins víðs vegar á landinu, hefur það að- eins komið fyrir í tveimur þeirra, í Hornvíkur og Þöngla bakkaskýlinu, að gesti hefur skort þær umgengisvenjur er siðuðu fólkir særnir á slíkum stöðum, og verður aldrei of vel brýnt fyrir fólki, hvað örlaga- ríkar afleiðingar það getur haft, ef skýlin eru eydd að vist um, sem þar eiga að vera til taks fyrir skipbrotsmenn og aðra, sem þangað þurfa að leita í neyðartilfellum. Getur svo farið, að þeir, sem þetta geri hafi líf annarra á sam- vizkunni, og getur Slysavarna félagið því ekki annað en látið taka hart á slíkum yfirtroðsl- um, sem flokka verður með hinurn verstu afbrotum. Við upptalningu og athug- un, sem látin var fara fram í Þönglabakkaskýlinu, eftir strand rússneska skipsins, kom í ljós, þó að þarna hafi ýmis- legu verið spillt, að nægar vistir voru eftir til að hlynna að skipbrotsmönnum um skemmri tíma. Þar var bæði nóg kaffi og kex, olíueldavél og nægilegt eldsneyti, einnig ábreiður og sjúkrakassi og eld unaráhöld. En niðursuðuvörur og mataráhöld höfðu verið tek in. Slysavarnafélagið hefur beð ið sýslumanninn í Þingeyjar- sýslu, Júlíus Havsteen, sem einnig er stjórnarfulltrúi Norð lendinga í stjórn Slysavarna- félags íslands að láta rannsaka hverjir hafa verið þarna að Fáir farþegar með Drotfningunni AÐEINS 15 farþegar komu hingað með Dronnsng Alexand rine á föstudagskvöldið. Héðan fór skipið á hádegi í dag til Færeyja og Kaupmannahafnar og voru farþe^^nir út 50. Skriísfolan er lokuð á morgun vegna flutnings. Opnum afiur n.k. þriðjudag í húsakynnum félagsins í Defensor við Borgartún. Byggingarfélagið Brú h.f. Silfurhringar með mynd af íslandi fást á Grettisgötu 6. Jén Dalmannsson, Skrautgripaverzlun. Ný bók. Sögur eftlr Vilhj. S. Vilhjálmsson. í þessari nýju bók Vilhj. S. Villijálmssonar eru tíu sögur. f. ’ýií |o I' Rauðir seölar. Mynd gamallar konu. Lítill drengur. Blessaður gamli maðurinn. Blá gluggatjöld. Síðasti blossinn. Nýtt hlutverk. Silfurbjöllur. Bróðurleit. Áning. Allar bera sögurnar vott um vaxandi rithöfund, en stíll höfundar er kunnur af skáldsögum hans. Mun óhætt að fullyrða, að enn muni vinsældir Vilhjálms vaxa við þessa bók hjá öllum þeim, sem unna góðum bókmenntum. Þetta smásagnasafn er 182 blaðsíður að stærð. Beztu bækurnar og beztu höfundarnir hjá HELGAFELL Kyiknar í húsi í Grindavík í FYRRADAG kom upp eld- ur í húsinu Melstað í Grinda- vík, og varð töluvert tjón af. Slökkviliðið af Keflavíkurflug veili kom til aðstoðar og enn- fremur fólk úr ná^enninu, og tókst fljótlega að ráða niður- lögum eldsins. Húsið skemmdist þó allmik- ið innan, en miklu varð bjarg- að af innbúi. Ókunnugt er um eldsupptök.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.