Alþýðublaðið - 08.09.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 08.09.1950, Side 6
s ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 8. september 1850. Leifur Leirs: FANTASIA. Draumaland, þar sem dagurinn líður í dulúðgu bresi um langstökksmet heyja þeir harða keppni, Héðinn og Flosi á stöng lyfta garpar sér hærra og hærra að heiðskýjafaldi t en krónan fer stangar laust norður og niður úr víti og valdi og höfðingi jarðdjúpa hótaði Gunnari horngrýti og svölu ef veitukyndingin væri ekki greidd samkvæmt vísitölu og fleiri en vor stjóri fyrir þeim hyrnda hefð sína smækka og Gunnar veit bragð til að lækka gjöldin um leið og þau hækka að hleypa ekki á morgnana hita á ofr.inn, en hita upp skrokkinn með sveiflum og hnébeygj- um, handstöðu og fettum og hlaupum, — við stokk- inn. Etank Yerbi Dr: Álfur OrShengiIs: HEILAHREISTINGUR að halda áfram án frekari tafa 1 eða formsatriða. Við förum op- I inberra erinda . . . grunaði mig alltaf. Þú ert svo einkennilega ófróður um alla skapaða hluti ..... Bassi. Það er og. Hver veit nema ég sé sniðugri en þú held- ur. . . Hreyrðu . . . Hvaða tjald- búð er þetta? Afgrst. Ha . . . þú ættir nú bezt að vita það. Þú þekkir þó þetta geysistóra hús, þarna í miðri tjaldþyrpingunni. Bassi- Þekkir þú það? Afgrst. Ætli það ekki . Þetta er húsið, þar sem allar æðstu nefndirnar hafa aðsetur sitt. Og þetta eru tjöld þeirra, sem bíða eftir að ná tali af ein hverjum nefndarmannanna. . . Bassi. Mér þykir þú vera merkilega fróð. . . Heyrðu, lang ar þig "til að koma inn í bygg- inguna og líta upp á öll herleg- heitin . . . Afgrst. Já, auðvitað. Það væri voðagaman. En komumst við . . . Æ, hvað er ég að segja . . . auðvitað getur þú gengið þar út og inn eftir vild. j Bassi. Ætli ekki það. Við sjá- um að minnsta kosti til. . . Vörður. Hvert á að fara? Bassi. (Flautar eins og áður). Kannist þér kannski ekki við merkið maður? Vörður. Ha, — nei. . . . Bassi. Einkennismérki háyfir nefndanefndarinnar? Hafið þér virkilega ekki kynnt yður til- kynningu háyfirnefndanefndar- innar þar að lútandi, merkta ABCDEFGHIJK nr. 1234567890, 0987654321 . . . Þér fáið áminn ingu, maður. Ef til vill verður yður vikið úr starfi yðar . . . Vörður. Ó, Ætli maður viti nú ekki orðið helzt til mikið til þess. Hafið þér ekki vegabréfið? Bassi. Nei, ég týndi því á flugi, annaðhvort yfir norður- eða suðurpólnum. Þér verðið að láta mig hafa aimað þegar í stað. Vörður. Allt í lagi. Gerið svo vel. En heyrið þér. . . Þér vær- uð þá kannski til með að rnuna mér greiðann, og sjá svo um að i hann frændi minn að austan Skatthm. Sjálfsagt, herra há- j fengi að tala við yður í da, yfirnefndanéfndarmaður . . . af Hann kom í gær. og honum er sakið, herra háyfirnefndanefnd- j íarinn að leiðast biðin . . . armaður. . . En þér vilduð nú víst ekki gera svo vel að lofa mér að heyra merkið einu sinni enn, — svona bara til þess að ég þekkti það aftur? Bassi. Þér getið fundið til- kynninguna og lesið hana. Sæl- ir. . . Skatthm. Sælir sælir Afgrst. Jæja, svo að þú ert svona háttsettur, elskan. Þetta Bassi Alit í lagi. Hvað eru beir frsmstu í biðröðinni búnir að bíða lengi? Vörður. Ætli það sé ekki eitt hvað í kringum sex ár síðan þess ar nefndir voru stofnaðar . Bassi. Allt í lagi. Sendið hánn upp til okkar. Sælir . . . Afgrst. Hvaða erindi áttir þú á bæði heimskautin, góði? Framhald. j '.ÓBÍisfE uö'd 'iniofí ivcj írriíBV?l viðhámáþÉ’g1 er jþáihkbaœ'þittf J — minhstu þess!“' >'■ Hún kysti hann á vahgánn og gekk hratt til dyra, en nam staðar á þröskuldinum. ,,Þú hefur gert mig hamingjusam- ari en orð fá lýst, afi minn“, rnælti hún. „Guð blessi þig, barnið mitt“, tautaði gamli maður- inn. Denisa starði undrandi á hann, en þegar hún sá, að glettnin blikaði augu hans, létti henni. Og hún hélt hröð- um skrefum út í kvöldhúmið. ÞRIÐJI KAFLI. Laírd Fournoijs stóð við handlaugina í herbergi bróður síns og hvessi skegghnífinn. Síðan rakaði hann sig í skyndi, skoðaði andlit sitt í speglinum og strauk kjálkana. Hann gretti sig, er hann leit drætt- ma undir augunum; þeir voru minjar fangelsisvistarinnar í Andersonville, — og ekki einu minjarnar, sem hann hafði hlotið í þeirri vist. Gömlu fötin hans lágu á rúrninu. Honorée hafði lagt þau þar, pressuð og strokin; hún hafði geymt þau vel þessi fimm ár og sýndi þar eins og í öðru, umhyggju sína. Og væri augnaráð hennar helzt til hlýtt, gat hann rólegur látið það liggja milli hluta úr því sem komið var; nú var hún gift bróður hans og þaú því tengd traustum fjölskylduböndum. Með hverjum deginum sem leið—, var hún bústnari, rjóð- ari og húsmóðurlegri. Sú var tíðin, er hún, Honorée Lascals, þótti kvenna fríðust. Nú varð það aðeins 'um hana sagt með sanni, að hún bæði af sér góð- an þokka. Og Laird vonaði með sjálfum sér, að hún yndi sæmi- lega hag sínum og sætti sig við orðinn hlut. Hann klæddi sig með hægð; silkið í skyrtunni var svo bykkt og mjúkt, að á það sló bleikri slykju; svartar bræk- urnar voru þröngar, bæði vegna þess að hann hafði þroskazt og bröngar brækur höfðu verig efst í tízku fyrir fimm árum síðan. Fyrir bragð ið sást form fótleggja hans betur en hann kærði sig um, og hann ákvað að hitta skradd arann að máli við fyrsta tæki- færi. Hvíti eltiskinnsbolurinn, sem allur var skreyttur gull- vírsútsaumi, var honum til muna of vtður í mittið;. það var fangelsisvistin, sem sagði þar enn einu sinni til sín. Bol- urinn var tvíhnepptur með stórum kragahornum, er féllu út á barminn, en boðangshorn i intiwniori i ih .. in jafn skorin að neðan,. og Laird varð að ’taká títúþrjóna mágkonu sinnar traustataki til þess að búa svo um, að bol- urinn félli að mitti hans. Að þv-í loknu gekk hann að drag- kistunni, sem verið hafði sam- eign þeirra bræðra, áður en þeir fóru í styrjöldina. Hann tók að leita í efstu skúffunni og brosti ánægjulega, er hann fann gamla skammbyssufetil- inn og brá honum um vinstri öxl sína. Og enda þótt sjóliða skammbyssan hans væri fyrir- ferðarmikil, bar ekkert á því að hann bæri hana, þegar hann var kominn í yfirhöfnina, þar eð sú flík hafði vérið sniðin með tilliti til þess, að skamm- byssa væri borin innan undir henni. Lágt þrusk barst að eyrum hans, sem voru' orðin óvenju- leganæm eftir fifnm ára þjálf un, eins og raunar öll skynvit hans, en næmleika þeirra átti hann oft líf sitt að þakka í hættum hildarleiks. Hann leit um öxl og sá bróður sinn standa á þröskuldinum og beina votum augunum að vinstri mjöðm hans. „Við treystum því, að þú p.nir ekki út í neitt, sem komið getur þér í klípu, Laird“, sagði hann. Laird kímdi. „Bezta ráðið til þess að kom- ast ekki í klípu, er að vera við öllu búinn“, svaraði hann. „Er matur framreiddur? Ég er að sálast úr sulti“. Philip bjóst til þess’að leiða hann inn í borðsalinn. „Ég er orðinn svo hraustur, að þeás arna gerist ekki þörf“, maldaði Laird í móinn með hægð. „Ég á það þinni ein- stöku umhyggju þinni að þakka, Philip". „Ég hef aðeihs gert það, sem mér var skylt“, tuldraði Phil- ip. „Ég varð að frelsa þig úr þessu pestarbæli, enda þótt þú hafir alltaf verið og sért óbetr- anlegur öfuguggi“. „Þú bjargaðir lífi mínu, og ef ég sýni þér ekki tilhlýðilegt þekklæti fyrir þann greiða, er það aðeins fyrir þá sök, að ég hef aldrei álitið líf mitt sér- staklega mikils virði“. ,,Laird!“ hrópaði Honorée, cem beið þerria inni í borð- stofunni. „Að þú skulir láta þér slíkt og þvílíkt um munn fara“. „Fyrirgefðu mér, fagra syst- ir!“ svaraði hann, og fylgdi þar þeirri frönsku venju, áð kalla mágkonuna „systir“, um leið og hann gætti þess, að röddin væri ekki ylmeiri ,en svo, að Philip gæti ek <i tekið honum.svarið illa upp. : / •„Það >ískal;ióg i gfera“, svaraði Honorée, og- setti upp blíðu- svip, sem hún hugði eflaust cjálf að gerðí hana ómótstæði- lega, þótt hann gerði hana í rauninni aðeins dálítið hjákát- lega, „en þó með því skilyrði, að þú takir þér slík orð ekki oftar í munn“ „Því heiti ég“, svaraöi Laird, alvarlegur á svipinn. „Við ætluðum að bíða með að setjast til borðs þangaS til Denisa kæmi“, mælti Honorée enn. „En það lítur helzt út fyrir, að hún ætli ekki að láta sjá sig. Ég hef ekki minnstu hugmynd um, hvar hún heldur s'ig“. „Ég fer víst nærri um það“, varð Philip að orði. „Ætli hún hafi ekki riðið út á ekrurnar til þess að iðka þessa sóldýrk- un! Já, þvílíkt og annað eins!“ ,,Sóldýrkun?“ varð Laird að orði. „Um hvað eruð þið að tala?“ „Þetta er ein af hugdettum afa“, svaraði Honorée. „Hann fullyrðir a'ö sólargeislarnir veiti mönnum hreysti og heil- brigði, enda þótt allir viti það af reynslunni, að sólskinið fer hræðilega, illa með húðina. Það gerir fólk freknótt og ég veit ekki hvað . . .“ „Denisa er orðinn blökk á hörund eins og negri“, mælti Philip með óánægjuhreim. „Hún er blátt áfram ógeðsleg U „Er ég það, Laird?" Lág, fullin rödd Denisu fyllti stof- una. Laird spratt á fætur og rétti fram báða arma sína, og Denisa strauk hrafnsvart, sindrandi lokkafaxið frá enn- inu, gekk hröðum skrefum til hans og tók í báðar hendur hans. „Er ég ógeðsleg, Laird“, endurtók hún. Laird starði á hina ítur- vöxnu mey með gullblakka hörundið, starði í dimmfjólu- blá og djúp augun, sem blik- uðu undir fagurmótuðum hvörmum, starði á varir henn- ar, kirsubersrauðar, þykkar, og þvalar. ,,Nei“, svaraði hann hásum rómi. „Þú ert guðdómleg. Éins og gyðjumynd úr hömr- uðu gulli“ Denisa hallaði sér lítið eitt aftur, hörundsblakkt andlit hennar varð heittog svipurinn þrunginn eftirvænungu, þegar hún horfði á hann. ,,Laird“, mælti hún og gerði sér upp telpurödd. „Ætlarðu ekki að heilsa mér með kossi?“ „Denisa“, hrópaði systir hennar. „Láttu ekki eins og ílenna“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.