Alþýðublaðið - 13.09.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.09.1950, Blaðsíða 1
ye<5urhorfur: A'ustan kalcli, allhvass með köflum, skýjað og rigning öðru hverju. | 9 * Forustugrein: Faxasíld og gjaldeyrisskorí- ur. * XXXI. árg. Loftárás á Norður-Kóreu Miðvikudagur 13. sepí. 1&50. 198. -tbl. Paö eru ainez’j.sk risallugvirki aí gertíimií B—29, sem siast a myndinni vera að yarpa sprengjum niður á kemíska verksmiðju í Könan í Norður-Kóreu. Hergagna- og skotfsaraiðnaður Norð- ur-Kóreu er nú að miklu leyti í rústum, að þyí er fullyrt er, eftir loftárásir Bandaríkjamanna. Yiðburðirnir í Kóreu geta endurtekið sig annars staðar að öðrom kosti. ATTLEE, forsætisráðherra brezku jafnaðarmannastjórn- arinnar, sagði í ræðu í neðri málstofu brezka þingsins í gær, að Bretar yrðu að færa fórnir til þess að sýna þeint, sem ofbeldi hygg'ðust beita í alþjóðamálum, að það yrði ekki þolað. Attlee sagði þetta í fram- söguræðu fyrir tillögum stjórn ar sinnar um lengingu her- skyldutímans á Bretlandi úr 18 mánuðum upp í 2 ár, um hækkun á kaupi hermannanna og um 3600 milljóna sterlings punda fjárveitingu til aukins vígbúnaðar á næstu þremur árum. Attlee benti á viðburðina í Kóreu og sagði, að slíkir við- burðir gætu einnig gerzt ann ars staðar meðan kommúnist- ar lítilsvirtu bæði frelsi og ivðræði. Hann kvaðst þó ekki trúa því, að ný heimstyrjöld væri óumflýjanleg; en sovét- stjórnin hefði um langt skeið ögrað öðrum þjóðum svo, að óhjákvæmilegt væri að búast til varnar. Attlee taidi, að með sam- þykkt þeirra tillagna, sem stjórn hans legði nú fyrir þing ið, væri hægt að auka brezka landherinn um 10 herfylki og setulið Breta á Vestur-Þýzka- landi þar að auki um 1 her- fylki. Hann kvaðst ekki geta fallizt á endurvígbúnað Þýzka lands, en hann myndi telja árás á Vestur-Þýzkaland árás á Vestur-Evrópu yfirleitt, sem Vesturveldin yrðu að mæta. Kröfu Vestur-Þýzkalands um öryggislögreglu kvað hann hins vegar sjálfsagt að verða við. Churchill talaði á eftir Att- lee og kvað flokk sinn mundu greiða atkvæði með tillögum stjórnarinnar; en sakaði hana þó um að hafa vanrækt land- varnirnar allt of lengi. Bandaríkjamenn í sókn í Kóreu í gær BANDARÍKJAMENN voru í sókn á vígstöðvunum í Kór- eu í gær, bæði norðan við Ta- cgu og sunnan við Pohang, þar sem þeir umkringdu tvær liersveitir innrásarhers- ins. Fréttir voru annars fáar frá Kóreu og engar meiriháttar breytingar þar á vígstöðu herj anna. Ieri|rlaiiamei Haaa Cláuse AIM 8 £11 HI ELAÐJÐ , frétti í gær- kveldi, a'ð Haúkur Clausen. hefði á mó'ti. í StokkHólmi á sunnudaginn var hlauþið 200 metraha á 21,3 sek. Mc- Kenley vanri hlaupið á 20,6 sek. Ek d er frétt þessi stáð- fest ennþá, og ekki er þeld- ur v.’ta.ð hvort skilyrði hafa verið lcgleg. Sé tírninn rétt hermdur og ekkert að skil- yrðunum, er hér um ís- lenzkt met og jafnframt Norðurlandamet að ræða. Gamla rnetið átti Lennart Strand.berg, Svíþjóð, á 21,4 sek,, sett. 1942, en íslenzka metið var 21,5 sek.. sett af Herði Haraldssyni, Árm., í vor. ■ IIIIIIIIIIIUUIIII Bevin þungorður í garð „moskovítískr ar yfirgangsstefnu 11 ÞEIR Acheson, Bevin og Schuman hófu fundahöld sín í New York strax í gærkveldi, eftir að Bevin var kominn þangað með „Queen Mary“. Schuman kom til New York á mánudaginn. Bevin var þungorður í garð hinnar „moskóvítisku yfir- gangsstefnu", eins og hann orð aði það, í viðtali við blaða- menn í New York eftir kom- una þangað. En hann kvaðst vona, að Pekingstjórnin í Kína væri svo viti borin, að hún færi ekki að blanda sér í stríðið í Kóreu. Talið var í New York í gær, að utanríkismálaráðherrarnir myndu þegar á fyrsta fundi sínum ræða bæði hervarnir Atlantshafsríkjanna og Vest- ur-Þýzkalands. s LÍÐAN Bernard Shaw, sem lærbrotnaði í fyrradag og var fluttur á sjúkrahús á Bret- landi, var þolanleg í gær. 2 finnskir íþrótta- frðmuðir sæmdir gullmerki ÍSÍ NÝLEGA hefur ÍSÍ, sæmt tvo finnska íþróttafrömuði, Urho Kekkonen og' Erich von Frenkell, gullmerki sambands- ins, fyrir ágæta íþróttasam- vinnu og áhy°'a þeirra á ísl. í- þróttamálum fyrr og síðar. HuifsSiliilífiií HBITUOc peim noíötir meo LðDrado élfllr n II F 0 B S? p t> m e IWPiPÍPglÍÍlfíIf|iF.s L yj H 'Oíá tá.SJ y&ik B ú %*& £ 2» ÍéiiS/KÍ'É! - Dum ali r r if fs b sa sd llcij fci gvinsævmfyrmi CPPEBjidN vrr geirð nýie'ga.á Gróítn og Rkhard, tveimur | af bátum Bjsrgvms Bjarnasonar, á veiðum við Nýfundnaland, að jjví cr Nýfimchialandsblaðið „Sunday Herald“ skýrir frá 3. septcmber. Sjónieiinirnir, sem voru Nýfusidnáiantlsmenn og ráðnir ó skipin tii að. ia»ra ísienzlcir fiskveiðiaðferðir. þver- neituða að hiýða, þegar skipstjórarnir ætiuðu að sigla skipun- um norður fyrir Hawke’s Harbour í Labrador; og var skipstjór- unam nauðugur einn kostur á'ð láta undan og snúa við. * Björgvin Bjarnason strauk eins og kunnugt er til Ný- fundnalands í fyrra með þessi' skip sín frá stórskuldum hér heima, og sendi íslenzku sjó- menniria kauplausa heim. Leigði hann síðan stjórn Ný- fundnalands skipin og skyldi sjómönnum vestur þar kennd- ar á þeim íslenzkar fiskveiði- aðferðir. Áður en til uppreisr.arinn- ar kom á dögunum, höfðu skipin verið að veiðum við sunnanvert Nýfundnaland og með austurströndinni. Bar þá ekki á neinni óánægju hjá sjó- mönnunum; en er halda skyldi lengra norður, fóru þeir að verða órólegir, svo sem þeim væri það ógeðfellt að fara lengra frá heimkynnum sín- um, segir Sunday Herald. Svo var það loks í Hawke’s Harbour, að óánægja skip- verja mganaðist svo, að þeir neituðu að hlýðnast skipstjór- unum. Ekki er þess þó getið, að neinu ofbeldi hafi verið beitt, en blaðið talar um hrein an og beinan samblástur af hálfu sjómannanna. Úr því sem komið var, áttu. skipstjórarnir ekki annarra kosta völ en að láta undan og halda skipunum suður eftir á ný. „VIÐ EIGUM ÞAU, EINS OG ÞAU LEGGJA SIG“. Ýmis skakkaföll hafa áður hent útgerð þessara íslenzku skipa við Nýfundnaland, og Nýfundnalandsmenn eru ekk- ert sérlega ánægðir með árang urinn, sem náðst hefur af veiðum með þeim. Gæti þessi síðasti atburður orðið til þess, segir Sunday Herald, að til- raununum með þau yrði hætt. Stjórn Nýfundnalands mun samt ekki sleppa því taki, sem hún hefur á skip- um Björgvins, enda skuítlar Björgvin henni meira en 150 þúsund dollara. „Við Framh. á 7. síðu. George Marshall. Marshall skipað- ur landvarnaráð- herra Trumans Johnson baðst lausnar frá siörf- um í gær. FREGN FRÁ LONDON á miðnætti í nótt, hermdi, að Louis Johnson, landvarnamála ráðherra Trumans, hefði beð- izt lausnar, og Georges Mar- shall hershöfðingi, fyrrverandi utanríkismálaráðherra og upp hafsmaður Marshalláætlunar- arinnar, verið skipaður land- varnamálaráðherra í lians stað. Marshall var, svo sem kunn ugt er, forseti herforingjaráðs Bandaríkjanna í síðustu. styrj- öld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.