Alþýðublaðið - 20.09.1950, Page 7

Alþýðublaðið - 20.09.1950, Page 7
Mi'ðvikudagur 20. sepí. 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þéssi mynd sýnir skíðaútbúnað Dakotavélarinnar. Hjóiin ná niður fyrir skíðin, svo að hún geti lent á flugvelli, en eru síðan dregin upp. (Ljósm. Jón Tómasson, Keflavík.) Framhald af 1. síðu. hún svo lrring á jöklinum og ætlaði að komast aftur í för sín eftir iendinguna, áð ur en hún staðnæmdist til að taka fólkið. Þetta tókst þó ekki, því að vélin tók að síga í snjóinn. Áhöfnin af Geysi fór þegar um borð í skíðaflugvélina og gerðu flugmenn hennar tvær tilraunir til að hreyfa flugvél- ina, en tókst ekki. Fóru þeir þá út úr henni, og munu hafa reynt að moka frá henni og | troða braut fyrir hana, en tókst ekki fyrir myrkur. Með skíðaflugvélinni voru i tveir íslendingar, og var Sig- ; urður Jónsson annar þeirra, en ! hinn Aifreð Elíasson. Ætlunin var, að skíðaílugvél in færi til Keflavíkur, en áhöfn Geysis yrði flutt þaðan flug- ieiðis til Reykjavíkur. í gærkvöldi var búizt við, að skíðaflugvélin reyndi þeg- ar í dögun að hefja sig til lofts. Mun hu.gur allrar þjóð- arinnar, og þúsunda u{u heim Þakka innilega vinarhug og hlý handtök á 60 ára af- mæli mínu. Liíið heil. Bjaníi Gíslason Hafnarfirði. til að selja merki heilsuhælissjóðs og rit N.L.F.Í. í dag Góð söiulaun. Afgreiðsla í skrifstofu N.L.F.I., Laugavegi 22, (gengið inn frá Klapparstíg), sími 6371. Stjórn Náttúrulækningafélags íslands. hefur á boostólum í sláturtíðinni: Dilkaslátur Ærslátur Dilkaliausa Ærhausar Lifur Hjörtu Nýru Vambir Blóð og Mör ' Samband ísienzkra samvinnufélaga Sími 7080. vantar unglinga og fullorðið fólk til að bera út blaðið viðs yegar um bæinn, Vesturbænum. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900. Aiþyðublaðið allan, sem fylgzt hafa með þess ari björgun, vera með flug- mönnunum á Vatnajökli í dag í von urn að björgunin megi takast giftusamlega. AKUREYRINGAR HALDA ÍÁI^ÍAM Á'JÖKULINN m * Wí '% 9 Fjallgöngumennirnir frá Ak ureyri, sem lögðu af stað frá Grænavatni í Mývatnssveit klukkan f jöghr .; í,, fyrrinótt, voru komnir alla leið að jökulröndinni í gær. Voru þeim send boð um að halda á- fram upp á jökulinn, og var ætiunin að senda þeim útvarps senditæki í adg. Leiðangur Þorsteins Þor- steinssonar frá Akureyri var í gærkvöldi komin upp að jökul rönainni og mun hann vænt- anlega leggja á jökulinn nú í morgun. Miðlunartlllagan Framhald af 1. síðu. miðlunartiijögunni, og var sátta nefndin mjög ákveðin í, að beita sér fyrir því, og taldi engan annan samningsgrund- völl nú hugsanlegan“. — En hvað þá um hvíldar- tímann? ,,í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir því“, segir Sigurjón, „að tvískiptar vaktir eða tóif stunda hvíld á sólarhring verði tekin upp á togurunum á saltfiskveiðum; og er það að sjálfsögðu ekki nema áfangi á leiðinni að því marki, sem tog arasjómenn hafa sett sér: tólf stunda hvíld á togurunum yf- irleitt, — en víst er þaí mikils verður áfangi. Og lítinn efa tpl ég á því, að sáttanefndin hafi talið sig hafa alveg fulla vissu fyrir því, að lengra yrði ekki komizt við togajaeigendur í því efni í þetta sinn“. — En hvernig myndi miðl- unartillagan í framkvæmd verka að öðru leyti á kjör tog arasj ómannanna ? „Um það má í rauninni vísa“, svaraði Sigurjón, ,,til þess samanburðar á kjörum þeirra samkvæmt miðlunartil lögunni annars vegar og eldri samningum hins vegar, sem gerður hefur verið af sátta- nefnd og fylgdi tillögu hennar í Alþýðublaðinu í gær. En sá samanburður virðist sýna, að við lélegan afla myndu kiör togarasjómanna sízt verða betri en áður samkvæmt kjaraá- kvæðum miðlunartillögunnar; en við sæmilegan afla myndu þau verða mun betri.“ — Hefur stjórn sjómannafé- lagsins tekið nokkra afstöðu, jákv'æða eða neikvæða, til miðl unartillögunnar? „Nei, það hefur hún ekki gert,“ svaraði Sigurjón. „Henni var á félagsfundi í ágústmán- uði falið að ræða nýja kj^rasamninga við togaraeig- sndur, en fór þá ekki fram á neitt umboð til þess að gera þá, enda lítur hún svo á, að í slík- um hagsmunamálum, sem hér er um að ræða, verði togara- sjómennirnir sjálfir að taka úr slitaákvörðun. Stjórn Sjómanna félagsins vill aðeins brýna það fyrir þeim, að kynna sér miðl- unartillöguna vel, hugjeiða kosti hennar og galla, vega þá hvern á móti öðrum, og greiða síðan atkvæði um hana eftir því, sem vel athugað mál býð- ur þeim“. Afi okkar Torfi Sigurðsson frá Eyrarbakka andaðist þriðjúdaginn 19.. sep't.' að heimili sínu HafnargötU 74 Keflavík. Kristbjörg Gísladóttir Torfi Gísiason. LOKAAÐVORUN VARÐANDI SKÝRSLUGJÖF UM GENGISTAP Á ERLENDUM SKULDUM. Þeir skattgreiðendur, sem ekki hafa enn sent sundur- liðun á skuldum sínum erlendis miðað við síðustu ára- mót og 19. marz 1950, ásamt þeirri greinargerð, sem krafizt er samkv. ákvæðum laga og reglugerðar um stóreignaskatt, eru hér með aðvaraðir um að senda þessar skýrslur nú þegar, ella verðul' hlutaðeigandi ein- staklingum og félögum synjað um frádrátt á gengis- •tapinu. Það skal tekið fram, að við álagningu stóreignaskatts- ins skal einnig tekið tillit til gengistaps af vöruskuldum mynduðum frá 1. jan. til 19. marz 1950, sem ógreiddar eru þann dag, ef sönnur eru færðar á að hlutaðeigandi vörur séu verðlagðar samkv. eldra sölugengi. Ennfremur skal það brýnt fyrir öllum aðilum, að til þess að þeir geti engum rétti tapað í sambandi við ákvörðun gengistapsins, er nauðsynlegt að þeir gefi sundurliðun um allar erléndar skuldir sínar við síðustu áramót, og geri grein fyrir hvernig þær eru til komnar. Svör þessi séu komin í kaupstöðum til hlutaðeigandi skattstjóra í síðasta lagi 23. þ. m„ en annars staðar á landinu skulu svörin send til skattstofunnar í Reykja- vík eða skattstofunnar á Akureyri í síðasta lagi 30. sept. næstkomandi. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Orðsending frá Málarasveinafélagi Reykjavíkur. Allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu fulltrúa fé- lagsins á 22. þing Alþýðusambands íslands fer fram sunnudaginn 24. sept. frá kl. 1—9 e. h. og mánudaginn 25. sept. frá kl. 2—10 e. h. Atkvæðagreiðslan fer fram í skrifstofu félagsins. Frestur til að skila uppástungum er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 22. sept. Hverri uppástungu skulu fylgja skrif íeg meðmæli a. m. k. 7 fullgildra félagsmanna. — Kjósa Skal einn fulltrúa og annan til vara. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins 20., 21 og 22. þ. m. frá kl. 7—9 e. h. og 23. þ. m. frá kl. 2—4 e. h. Þeir félagsmenn, sem skulda árgjald frá árinu 1949 eða eldri árgjöld, geta komist á kjörskrá gegn því að greiða skuld sína áður en kosning hefst. i Kjörstjórnin veitir allar frekari upplýsingar um upp- ástungur og tilhögun kosningarinnar. Reykjavík, 20. september 1950. í kjörstjórn Málarasveinafélags Reykjavíkur: Þorsteinn Pétursson Gísli Guðmundsson. Grímur Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.