Alþýðublaðið - 23.09.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.09.1950, Blaðsíða 8
Börn og unglingar. Komið og seljið ÁI þýöublaðið. Allir vilja icaupa ^ Alþýðublaðið. Laugardagur 23. sept, 1950 Gerizt áskrifenduf að AlþýSublaðinu. Alþýðublaðið inn á bvert heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4906J F, Framsókn kaus 10 lýð- r FJÖLMENXUR FUNDUE í Verkakvennafélaginu Frarn- sókn í Reykjavík kaus í gærkvöldi 10 lýðræðissinna á Alþýðu- sambandsþingl Kommúnistar lögðu engan lista fram við kosn- inguna. Fulltrúar félagsins eru þessir: Jóbanna Egilsdóttir, Guðbjörg Brynjólfsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Þor- geirsdóttir. Guðrún Sigurgeirsdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Pálína Þorfinnsdóttir. Sigríður Hannesdóttir, Kristín Ólafsdóttir og Asta Helgadóttir. : Verkakonurnar gerou þessa ályktun: ..Fundur í Verka- kvennafélaginu Framsókn, haldinn föstudaginn 22. sept. 1950, vekur .athygli ríkisstjórþcT, alþingismanna og bæjarstjórnar á J)eirri brýnu þjóðíélagsnauðsyn að skapað verði fullt atvinnu- cryggí í landinu, og leggur því m. a. ríka áherzlu á, að nú þegar verði haíin markviss barátta gegn dýrtíðaraukningu og verðbólgu. Fundinum er Ijóst, að slíkar ráðstafanir verða eigi gerðar án þess að skert verði sérréttindi ákveðinna mannhópa í þjóð- féiaginu. sern hí'fa sterka varnaraðstöðu, fyrir því heitir fundurinn á allar vinnandi konur og menn, sem fylgjandi eru freisi og framförum, að fylkja sér um merki Alþýðusambands Isiands, forðast pólitíska sundrung, en halda fram til sigurs kröfunni um jöfnun lífskjara og fullt félagslegt réttlæti, sem or hvrningarsteinn hins sanna lýðræðis." Lfðræðissinnar vinna glæsi' legan sigur á Húsavík LÝÐRÆÐISSINNAR Á HÚSAVÍK unnu fulltrúakjörið til aíþýðusambandsþings í verkalýðsfélaginu þar við allsherjar- atkvæðagreiðslu, sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. íLjörnir voru þrír fulltrúar, og hlutu lýðræðissinnar 132 at- kvæði, en kommúnistar 105. Aðalfulltrúar frá verkalýðsfélagi Húsavíkur eru þessir: Óíafur Friðbjarnarson, Þráinn Maríusson og Jóhann Jónsson. Vs-Tafulltrúar: Guðmundur Hakonarson, Bjarni Stefánsson og Kristján Pétursson. —■ Er þá aðeins eftir að kjósa í einu verka- iýðsfélagi á Húsavík, Verkakvennafélaginu Von, og verður þar kosið að viðhafðri allsherj aratkvæðagreiðslu innan skamms. r Áskorun um aIIsherjaratkvæða- greiðslu í Jöíni í Vestm.eyjum STJÓRN Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum hafði boðað fund í kvöld til þess að kjósa fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing, en í gær komu fram kröfur frá rúmlega y5 hluta félagsmanna urn að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við fulltrúakjörið, og hefur Alþýðusambandið fyrirskipað að svo skuli gert Þróttur kýs fulltrúa um helgina. VERKAMANNAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR á Siglufirði hefur allshc.rjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 22. þing Alþýðu- sambandsins, og fer kosningin fram á morgun og mánudaginn. Fyrsta frumsýning í þjóðleikhúsinu á þessu hausti r ,,'ÓVÆNT ‘ HEÍMSÓKN", þjónleíkur eftir J. B. Pristiev. var frumsýndur í þjóðleikhús- inu síðastliðið kvöld við góðar viðtökur áheyrenda. Indriði VVaage hafði leikstjórn á hendi ogHék eitt aðalhlutverkið. Aðrir leikendur voru Valur Gíslason, PLegína Þórðardóttir, Hildur Kalman, Baldvin Hall- dórsson, Jón Sigurbjörnsson og Steinunn Bjarnadótíir. Samíök flugmanna efna til flug- ags og fagnaðarháfíðar á morgun Fjölbreytt flugsýning á Reykjavíkurflug- velli og samsæti að Hótel Borg, þar sem áhöfn Geysis verður heiðursgestir. ---------♦--------- SAMTÖK FLUGMANNA efna til flugdags og fagnaðar- hátíðar á sunnudaginn. Ve/Ja fjölbreyttar flugsýningar yfir Reýkjavíkurflugvelli, sem flestir atvinnuflugmenn, einkaflug- menn og svifflugmenn taka þátt í og um kvöldið verður sam- kvæmi að Hótel Borg, og verður áhöfnin af Geysi heiðurs- gestir. Það er Félag íslenzkra at- vinnuflugmanna, Félag einka- flugmanna og Svifflugfélag ís- lands, sem gangast fyrir hátíða- höldunum, og skýrðu stjórnir þessara félaga blaðamönnum frá tilhögun dagsins í viðtali í gær. Að sjálfsögðu erjj* flug- sýningarnar háðar veðurskil- yrðum, og fari svo, að það verði að fresta þeim, verður sjálfur flugdagurinn næsta sunnudag sem gott veður verður, og verð- ur þá tilkynnt um það í há- degisútvarpi á sunnudag, en allur undirbúningur annars gerður til þess að flugdagurinn verði á morgun. Lúðrasveitin Svanur mun leika á flugvellinum frá kl. 1,15, en klukkan 2,30 setur Agnar Kofoed-Hansen, flug- vallastjóri ríkisins, flugdaginn, og eftir það hefjast flugsýning- arnar. í sýningunum munu taka þátt 10—15 einkaflugvél- ar, 7 svifflugur og nokkrar stærri flugvélar flugfélaganna. Enn fremur hefur komið til mála að kæmu björgunarflug- vélar af Kefiavík og ef til vill þrýstiloftsflugvélar, ef mögu- leikar verða til þess að fá þær, en um það er ekki vitað enn. Munu allar flugvélarnar raða sér upp á vellinum, áður en sjálf sýningin byrjar, en eftir það verður hópflug yfir bæn- um og listflug. áætlunarferðir á flugvöllinn, þótt enn sé ekki endanlega bú- ið að ganga frá fyrirkomulagi þeir^a. Það skal tekið fram, að öll umferð á völlinn fer fram um aðalhliðið suður af Pólun- Merki verða seld á götunum og á leið suður á flugvöllinn, og gilda þau cem aðgöngumiða- heimild að sýningunni. Þá verður efnt til happdrættis í sambandi við flugdaginn, en dregið verður 1. nóvember n. k. Vinningar í happdrættinu verða flugferð frarn og aftur til Kaupmannahafnar og önnur flugferð fram og til baka til London og loks 25 vinningar, hringflug yfir bæinn. Ágóðinn af merkjasölunni og happdrættinu rennur til félags- starfsemi þeirra aðila, sem að flugdeginum standa, og meðal annars til útgáfu tímaritsins Flugs, sem félögin hafa gefið út, en útgáfa þess hefur legið niðri um hríð vegna fjárskorts. Á sunnudagskvöldið verður loks hóf flugmanna að Hótel Borg, en þar verður áhöinin af Geysi heiðursgestir eins og áð- ur segir. Verður samkvsémið hvort sem flugdagurinn ferst fyrir að þessu sinni eða ekki. Verkafýðsfélagið Baldur vílir harð lega verkfallsbro kommúnista. FUNDUR halc-vn í verka- lýðsfélaginu Baldur á ísafirði mánudaginn 18. september 1950 samþykkti: Að víta harðlega framkomu: þeirra verkalýðfsélaga á Norð- ur- og Austurlandi, sem hafai rofið samþykktir Sjómar.naráðl stefnu A.S.Í. og ákvarðanír stéttarfélaga sjómanna og gerzí: verkfallsbrjótar og handhæg: verkfæri stórútgerðarinnar í yfirstandandi togaraverkfalIE og hafa með athæfi sínu veikt aðstöðu togarasjómanna til aði ná viðunandi samningum. Af framangreindu vill V l.L Baldur vara verkalýðssamtök- in við þeirra hættu, sem fram- angreint athæfi hefur í för með sér, því vitað er, að svo bezt fær verkalýðurinn vernd- að unnin réttindi, að hann sé samtaka í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og láti aðeins stjórnast af hagsmunum sam- takanna og hins vinnandi fólks.. Skúli Guðmundsson sigurvegari í há- sfökki í Höfn SKÚLI GUÐMUNDSSON sigraði í hástökki á síðasta í- þróttamóti ársins í Kaupmanna höfn í fyrradag og stökk 1,9® metra. Er þetta afrek Skúla mjög gott, þar eð hann gat ekki æft um skeið vegna meiðsla og keppnin fór fram í köldu veðri. Björn Björnsson, formaður einkaflugmanna, lét þess getið, að flugið væri nú orðinn svo ríkur þáttur. í samgöngumál- um þjóðarinnar, að ástæða væri til, að almenningur ætti þess kost að kynnast þessum farartækjum sem bezt og að hann gæti séð, hvað mætti bjóða þeim, og þó með fullu öryggi, en það kæmi glögglega fram 1 listfluginu. Jafnframt væri slíkt þjálfun fyrir flug- mennina, en Joetta tvennt væri megintilgangur flugdagsins. — Komið hefur einnig til mála að sýna fallhlífarstökk, en ekki er víst, hvort úr því getur orðið, vegna þeirra aðstæðna, sem hér eru við bæinn, með sjóinn á aðra hönd, en umhverfið yfir landi allt þakið loftlínum alls konar, þannig að fullt öryggi væri ekki fyrir hendi til þess. Áhorfendasvæði verður af- rnarkað fyrir framan flugturn- inn og er alvarlega brýnt fyrir fólki að fara ekki út fyrir af- girta svæðið. Sömuleiðis er á- ríðandi að börn komi ekki á flugvöllinn, nema í fylgd með fullorðnum. Þá verða sérstök bílastæði fyrir þá, sem koma á bifreiðum suður á völl. en ann- ars munu verða skipulagðar Fimm börn að leik með fuli- virka sprengju í Skerjafirðl -------------- Vorn a<5 slá með steinum í sprengjiinaý, fjegar tii þeirra sást oé hún var tekin® -------------+------------ FIMM BÖRN voru nýlega að leika sér að sprengjti suður í Skerjafirði, er niaður sá leilc þeirra af tilviljun og tók sprengj- una af þeim. Var sprengjan afhcnt lögreglunni í Reykjavík, og reyndist hún vera fullvirk, svo að þarna licfði getaö orðið hið sorglegasta slys, ef maðurinn hefði ekki séð til bavnanna.. Atburður þessi varð laugar- daginn 16. september, og voru börnin að leika sér í Káranesi við Skerjafjörð. Var það Ön- undur Jósefsson, sem til barn- anna sá, og lét ekki hjá líða að taka strax af þeim sprengj- una og afhenda hana lögregl- unni. Þegar Önundur sá ti! barn anna, lágu sum barnanna yf- ir sprengjunni og voru að slá steinum í bana. Sést á þessu bezt, hve hurð hefur skollið nærri hælum. í tilefni af þessum atburði vill Slysavarnafélag íslandg benda mönnum á, þvílík hættai stafar af slíkum sprengjutn,, sem vel má vera að finnist á, víðavangi. Er full ástæða til þess, að menn tefli aldrei í tvf: sýnu, þegar grunur leikur ái að um sprengju sé að ræða, er kunni að vera virk, og láti lög regluna þegar í stað vita svo að hægt sé að gera nauösyn- legar ráðstafanir. Er það sér- staklega varasamt, sem fyrir kom í Skerjafirði, að börn kom ist yfir sprenngjurnar, án þess að vita hve hættulegar þær eni<

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.