Alþýðublaðið - 24.09.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 24.09.1950, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐÍÐ Sunnudagur 24. sept. 1950. TJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ÞAÐ er ekki nema að von- um, að bæði blöðum og ein- staklingum verði nú tíðrætt um það, hvaða möguleikar séu á fljótlegri lausn togaradeil- unnar, eftir að báðir deiluaðilar hafa fellt miðlunartillögu sátta- nefndar ríkisins með svo yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, sem raun varð á; því að vissu- lega er það öllum þjóðhollum mönnurn áhyggjuefni, að tog- ararnir, þessi stórvirkustu at- vinnutæki okkar, skuli liggja aðgerðalausir í höfn mánuðum saman, meðan gjaldeyrisskort- ur syerfur fastar og fastar að þjóðinni. En sé litið á þær bollalegg- ingar, sem stjórnarblöðin hafa flutt um togaradeiluna síðan miðlunartillagan var felld, þá verður ekki sagt, að mikið sé á þeim græðandi. Flestar hafa greinar þeirra verið eintóm vandlæting yfir ,,þjóðarj skömm“ og ,,þjóðartjóni“ af togaraverkfallinu, án nokkurra iákvæðra tillagna um það, hvernig það skuli leyst. Það virðist ekki einu sinni hvarfla að þessum blöðum, að togara- eigendur verði að gera svo vel og ganga eitthvað til samkomu- lags við sanngjarnar kröfur togarasjómanna, bæði um bætt launakjör og lengdan hvíldar- tíma, — og það töluvert lengra en miðlunartillagan gerði ráð fyrir! Nei, það er öðru nær. Eitt stjórnarblaðið, Tíminn, hefur þvert á móti í hótunum við íogarasjómenn um það, að nú skuli ríkisstjórnin taka til sinna ráða og binda enda á verkfallið með þvingunarlög- um, og þá helzt, að því er af orðum blaðsins verður ráðið, með lögfestingu þeirrar miðl- unartillögu, sem báðir aðilar felldu, togarasjómenn með meira en 90% greiddra at- kvæða, eða með einhverjum svokölluðum gerðardómi. Má vel af því ráða, að Tímanum að minnsta kosti finnist alger óþarfi að ganga lengra til móts við kröfur togarasjómanna um mannsæmandi launakjör og hvíld á togurunum, en gert var í miðlunartiilögu sáttanefndar. Nú getur Tíminn að vísu bent á það, og mun sjálfsagt gera það í frekari umræðum um þetta mál, að það sé ekki óþekkt í Danmörku, meira að segja undir jafnaðarmanna- stjórn þar, að lögfesta miðlun- artillögu í vinnudeilu, þó að hún hafi áður verið felld af öðrum eða báðum deiluaðilum. En þá skal Tímanum hins veg- ar bent á það hér, að þess eru engin dæmi, að dönsk stjómar- völd hafi látið sér detta í hug, að lögfesta miðlunartillögu, sem áður hefur verið felld af um 90% þeirra verkamanna, sem hlut eiga að máli. Þar í landi hefur lögfesting- miðlun- artillögu í vinnudeilu aldrei þótt koma til mála, nema verka menn hafi annað hvort sam- þykkt hana fyrir sitt leyti, þó sð atvinnurekendur hafi fellt hana, eða að minnsta kosti allt að því helmingur verkamanna verið henni fylgjandi, þótt henni væri hafnað, einnig af beim. Danskt fordæmi verður bví vissulega ekki fundið fyrir því, ef núverandi ríkisstjórn skyldi láta sér detta bað í hug, að fara að lögfesta miðlunar- tillöguna í togaradeilunni, sem togarasjómenn hafa fellt með meira en 90% atkvæða Annars situr bað sízt á Tím- anum að vera með hótanir við togarasjómenn um það, að þeir skuli reknir út á skipin rneð þvingunarlögum. Eitt aí þeim aðalatriðum sem lausn togara- deilunnar hefur hingað til strandað á, er nefnilega krafan um tólf stunda hvíld á togur- unum; en sem kunnugt er stóð flokkur Tímans að því með Sjálfstæðisflokknum í vor, að vísa þeirri kröfu frá aðgerðum alþingis með þeim ummælum, að hvíldartíminn ætti að vera samningsatriði milli útgerðar- manna og sjómenna. Með slíkri afstöðu hefur flokkur Tímans átt mjög verulegan þátt í. því, að gera tögaradeiluna svo tor- leysta. sem raun ber nú vitni; og það kemur bví úr allra hörð- ustu átt, þegar þetta blað hótar því nú, að ríkisstjórn eða al- þingi skuli taka fram fyrir hendur samningsaðila og setja þvingunarlög til þess að leysa deiluna. þar á meðal um hvíld- artímann á togurunum! Að endingu skal hér svo að- oins minnzt á þann áróðurs- þvætting, sem bæði Morgun- blaðið og Tíminn hafa tamið sér í þessari togaradeilu til þess að reyna að afflytja eðli- legar og sanngjarnar kröfur togarasjómannanna, Tíminn síðast í gær: að sjómönnunum sjálfum skuli gefinn kostur á því að reka togarana um skeið, svo að úr því verði skorið, hvaða kjör togaraútgerðin geti borið! Já, það ætti sjálfsagt vel við togaraeigendur og máltól þeirra við Morgunblaðið og Tímann, eð leigja sjómönnum togarana til reksturs, þegar taprekstur or hugsanlegur, en taka svo við þeim aftur til þess að hirða gróðann, þegar batnar í ári. En togarasjómenn munu áreiðan- /ega afþakka slíka höfðings- lund togaraeigenda. Hitt er svo allt annað mál, hvort deila eins og sú, sem nú stendur yfir á togurunum, þvermóðska tog- araeigenda gagnvart sann- gjörnum kröfum togarasjó- manna og skeytingarleysi um þjóðarhag, verður ekki til þess, að vinna þeirri skoðun mjög aukið fylgi, að togararnir eigi allir að vera opinber eign og reknir með almenningshag fyr- ir augum. Það mun að minnsta kosti fáum þykja líklegt, að þeir lægju mánuðum saman að- gerðalausir i höfn, ef svo væri. Féll í öngvi! eflir sex klukkusfumfa ræðu MIKLAR UMRÆÐUR urðu í öldungadeild Bandaríkja- þings í gær um frumvarpið varðandi eftirlit með undir- róðursmönnum, en Truman for seti hefur neitað að samþykkja það, þótt það nái fram að ganga í báðum þingdeildunum. Féll einn a£ andstæðingum frumvarpsins í öngvit í öld- ungadeildinni í gær eftir að hafa flutt sex klukkustunda ræðu, en samherjar hans tóku þá við og héldu málþófinu á- fram. Fulltrúadeildin hafði sam- þykkt frumvarp þetta í fyrra- dag, og lýsti Truman þá yfir því, að hann myndi ekki sam þykkja það, þótt það næði fram að ganga í báðum þing- deildunum. Tók fulltrúadeild- in frumvarpið þá til meðferð- ar á ný í gær og samþykkti það með meira en tveim þriðju atkvæða en þá getur forseti ekki beitt neitunarvaldinu, ef iafnmikill' meirihluta fæst einnig í öldungadeildinni. Voru taldar horfur á því í gær, að meira en tVeir þriðju þing- manna öldungadeildarinnar myndu greiða því atkvæði. Andstæðingar frumvarpsins gripu til þess ráðs að beita mál bófi í því skyni, að umræðunni í öldungadeildinni yrði ekki 'okið áður en þingmenn henn- ar fara í orlof. es ís SIGLINGAR: Rússar hafa pantað sex frystiskip af sömu gerð og Vatnajökull frá Lidingeverken í Stokkhólmi, Norð- menn eiga eitt í:. * * Brezki skipaverkfræðingurinn A. Kardy iýkur miklu lofsorði á smíði og frágang Maríu Júlíu í grein i Fishing News. KARL LÚÐVÍKSSON, Egilsgötu 24, sækir um lóð fyrir lyfjabúð Hlíðahverfis á horni Flókagötu og Rauð- arárstígs * * * Hann mun vafalaust eltki fá lóðina, þar scm ráðamenn bæjarins virðast sammála um að láta opna svæðið í Hlíðunum vera óbyggt, en reynt verður að finna aðra hentuga lóð fyrir lyfjabúðina. Sjálfstæðishúsið sigraði Hótel Borg í knattspyrnu, 4:1. PÁLL V. KOLKA, læknir, er nú á ferðalagi um íslend- ingabyggðir vestan hafs og flvtur þar fyrirlestra. NÖFNIN. á nýju togurunum þykja fallleg: Dröfn, Hrefna, Andvari, Höfrungur og Víkingur. Þetta er skemmtilegra en skíra skipin löngum, tvöföldum mannanöfnum. NÝ SKÁLDSAGA er komin út eftir Ernest Heming way og heitir „Across the River and inío the Trees“ * * * Aðalpersónan er tvímælalaust talin vera Hcmingway sjálfur * * * Bókin fær mjög misjafna dóma. ÚR BÆNHM: Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50, sækir um leyfi til að reisa þrílyft verzlunar- og íbúðarhús á Hverfisgötu 50 * * * Búið er að setja niður tré norðan við stjórnarráðið * * * Stóru sambýlishúsin við Eskihlíð eru að smíða skýli yfir sorptunnur, sem verða til fyrirmyndar. DANSKUR BLAÐAMAÐUR, sem Iiér var á ferð í sumar, segir í greinum í norrænum blöðum, að Islend- ingar eigi að meðaltali 108 bækur hver * * * Samkvæmt þessu ættu að vera um 15 milljónir binda hér á landi * * * NORSKIR MARKAÐIR: Eftir ítarlega rannsókn á freð- fiskmarkaði Bandaríkjanna hefur sölumiðstöð norsku hrað- frystihúsanna (Norsk Frossenfisk A/L) ákveðið að tvöfalda freðfisksendingar sínar vestur um haf * * * Norðmenn selja nú, fyrir þessa aukningu, 1000 lestir freðfiskjar á ári til Banda- ríkjanna * * Annar bezti saltfiskmarkaður Norðmanna er Vestur-Afríka, sem kaupir 3—4 000 lestir á ári. GUÐBJARTUR ÓLAFSSON skrifar grein í sjó- mannablaðið Víking og telur það hættulegt öryggi Reykja víkur, hvernig olíustöðvar hafa verið staðsettar við bæ- inn, Shell við flugvöllinn, Klöpp við aðal timburgeymslu bæjarins, og svo nýju stöðvarnar í Laugarnesi og Örfir- isey. „Hellas" eftlr Ágúsí H. Bjarnason kom- ið út hjá Hlaðbúð HELLAS, þriðja bindið í Sögu mannsandans eftir Ágúst H. Bjarnason prófessor, er kom ið út x hinni nýju útgáfu Hlað- búðar. Tvö fyrstu bindi rit- • • Oðrum fœrist5 en ekki Þjóðviljanum ÞJÓÐVILJINN var í gær held ur en ekki æfur út í frum- varp það um eftirlit með und irróðursmönnum, sem fuil- trúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt og talið er að nái einnig fram að ganga í öldungadeild þess. Frum- varp þetta hefur sætt mikilli gagnrýni í Bandaríkjunum. Verkalýðsfélögin eru því and víg og benda á, að það kynni að gera þeim ómögulegt að starfa, ef valdhafar Banda- ríkjanna beittu lögunum gegn þeim. Truman forseti hefur einnig lagzt eindregið gegn frumvarpinu og varað mjög alvarlega við samþykkt þess. KOMMÚNISTABLAÐIÐ segir um þetta frumvarp, að Bandaríkin yrðu með sam- þykkt þess gerð að ríki, þar sem þaðl gæti kostað fólk ævilanga fangabúðavist að aðhyllast stjórnmálaskoðanir, sem falla valdhöfunum ekki í geð, og á Þjóðviljinn varla orð til yfir slíka harðstjórn og villimennsku. Nú er þetta a.5 vfsu algert fleipur hjá kommúnistablaðinu; en hins vegar á bessi lýsing alveg við um það ástand, sem ríkt hefur í Rússlandi áratugum saman og Þjóðviljinn ekkert haft við að athuga þar! 1 RÚSSLANDI kostar það fólk höfuðið eða ævi- langa fangabúðavist að að- hyllast stjórnmálaskoðanir, sem valdhöfunum falla ekki í geð. En afstaða Þjóðviljans til þessa fyrirkomulags í Rússlandi veldur því, að hann er illa fær um að gagn- rýna löggjöf í Bandaríkjun- um, sem annars mg telja með gildum rökum að stefni í ranga átt. Hann hefur lof- sungið rússnesku kúgunina og talið hana hina æðstu jarðnesku sælu. íslenzkir kommúnistar myndu koma á hér sama fyrirkomulagi og í Rússlandi, ef þeir fengju að- stöðu til þess. Það er því vægast sagt fyrirlitlegt að hlusta á hræsnisskraf þeirra, þegar þeir látast bera lýðræð ið og mannréttindin fyrir brjósti öllum öðrum fremur. Og skrif Þjóðviljans um Bandaríkin nú minna sannar- lega á það, þegar málgógn nazista hér voru á sínum tíma að halda því fram, að ólíft væri á Bretlandi og í Bandaríkjunum vegna of- sóknarhneigðar og kvalalosia valdhafanna, en í Þýzkalandi og á Ítalíu nytu allir fullkom- inna mannréttinda, þó að kvalaópin úr fangabúðum nazista og fasista bærust bá um gervallan heim einá og þjáningarstunur þeirra, sem lúta sömu cþlögum í fanga- búðum kommúnista í dag. | verks þessa konxu út í fyrra, Forsaga manns og menningar, sem þá kom út í fyrsta sinn, og Austurlönd, er gefi'ð var út fyrir mörgum árum og uppseld hefur verið lengi í þeirii. út- gáfu. ,,Hellas“ í hinni nýju útgáfu er 378 blaðsíður að stærð að myndasíðum meðtöldum, en alls er 51 mynd, prentuð á valinn mynndapappír, aftast í bókinni, auk rismyndar eftir Archelaos, „Hylling Hómers“ framan við forsíðu bókarinnar. Kort yfir Hellas og lönd Hell ena fylgir bókinni. Aðalkaflar bókarinnar nefn ast: Elztu tímar frá 3500—1100, Þjóðflutningar, Landnám og borgríki, Trúarbrögð, Listir og menntir og Heimspeki og vís- indi, sem er meginhluti bókar- innar. Bókin er prentuð í prents- miðjunni Hólum, á vandaðan pappír. Ný skáldsaga; .Leiðin lá til i 9 Vesturheims'. KOMIN ER UT skáldsaga, sem heitir „Leiðin lá til Vesí- urheims“, og gerist hún í Banda ríkjunum. Höfundur sögunnar nefnir sig Svein Auðun Sveins- son, en það mun vera dulnefni. „Leiðin lá til Vesturheims“ er 350 blaðsíður að stærð í stóru broti, prentuð í Prent- smiðju Hafnarfjarðar, en gefin út af Keilisútgáfunni

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.