Alþýðublaðið - 24.09.1950, Síða 7

Alþýðublaðið - 24.09.1950, Síða 7
Sunnudagur 24. sept. 1950. ALÞÝÐUBLAÐiÐ 7 Flugsýningin hefst kL 1 LlHL Allir út á flugvöll. FÍA, FÍE og SFÍ. M.s. „Guilfoss" fer frá Reykjavík laugardag- inn 7. október kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafn- ar. Pantaðir farseðlar skulu sótt ir eigi síðar en föstudag 29. september. Það skal tekið fram að farþegar verða að sýna full gild vegabréf þegar farseðlar eru sóttir. H.F. Eimskipafélag íslands. gerðir vegglantpa höfum við. „ 4 Verð frá kr. 63.50. Véla- og raftœkjaverzlunin. . Sími 81279. Tryggvagötu 23. Smurl brauð og snilliir. Til í búðinni allan dag- inn. — Komið og veljió eða símið. Síld & Fiskur. Köld borð og hell- ur veizlumalur riestley: ,0vænt heimsókn íld & Fiskur. Framh. af 5. síðu. og örvæntingin ýkt og ógeðs- leg um of til þess að leikur- inn geti valdið þeim áhrifum, sem til er ætlazt. Er þetta leitt, þar eð Baldvin er mennt aður leikari og búinn góðum hæfileikum, óg vonandi dregst þeð ekki lengi, að hann hljóti hlutverk, þar sem hann nýtur sín. En hann ætti að athuga betur rödd sína; þessi hása, hrjúfa leiksviðsrödd hans hljpmar óþægilega í íslenzkum eyrum, auk þess sem framsögn hans verður, hennar vegna, þvogluleg begar mest reynir á. Steinunn Bjarnadóttir leik ur vinnustúlku, lítið hlutverk, sem ekki veitir neitt tækifæri iil leiks. Um sjónleikinn sjálfan er það að segja, að boðskapur hans er fyllilega tímabær, enda þótt hann sé hvorki nýr aí' nálinni né frumlegur. Höf- undur tekur sér í munn elztu &purningu, sem um getur, — á ég að gæta bróður míns, •—■ og sv&rið við henni er bað sama og hjá Jahve forðum. Þér ber að gæta hans, en ger- ir það ekki, og þess vegna hróp ar blóð hans af jörðunni eld reiði og tortímingar yfir þig og þína. Og leikslokin hjá Priestley verða þau sömu og iok viðureignar þeirra Kains og Jahve; Kain flúði auglit hans og fann athvarf í synd og andvaraleysi meðal syndugra og andvaralausra; og um leið og rödd samvizkunnar er þögnuð, um leið og persónu- gervingur hennar, hinn spur- uli lögreglufulltrúi, er horf- inn af sviðinu, leitar iðjuhöld urinn og fjölskylda hans aftur athvarfs í skauti sjálfselsk- unnar og andvar&leysi sjálfs- blekkingarinar. í rauninni er það harmrænasta atriði leiks- 'ins, —- en sumum áheyrendum virtist það hlægilegt ------— Því miður heíur þýðing ieikritsins á íslenzku tekizt verr en skyldi, og hvað það fyr- irheit snertir að þjóðleikhúsið eigi að verða „musteri íslenzkr ar tungu“, er það, vægast sagt, tlla haldið á meðan þágufalls- sýkinni er leyft að leika þar iausum hala. Afsakanlegt gæti talizt að láta götudrós á leik- sviði taka sér í munn erlend- ar orðslettur eins og „týpu“, þar eð sú málsynd væri þá framin til þess að móta mynd persónunnar skarpari dráttum. Mjög vafasamt er þó, hvort sú tilraun ætti minnsta rétt á sér, þar eð við erum svo heppin, að minnsta kosti enn, sem komið er, að hvorki fag- urt mál né heldur málvillur og erlend&r orðslettur verður talið sérkenni neinnar stéttar þjóðfélagsins; ekki heldur oln- bogabarna þess, og gæti því slík tilraun ekki orðið til þess að draga viðkomandi í ein- hvern vissan dilk. Ofdrykkju maðurinn og auðnuleysinginn, sem verður á vegi okkar í mið- Dænum, talc.r ef til vill hreinni ng fegurri íslenzku heldur en margur háskólanemandinn, og fleiri dæmi mætti til tína. Hins vegar mundi það eitt hið öruggasta ráð t.il þess að „lög- íesta“ málvillurnar og slett- urnar, að leggja þær í munn ieikenda á sviði þjóðleikhúss- ins, og yrðu þá efndirnar öf- : ugar við fyrirheitin. Hvað , þetta leikrit snertir, verða málvillurnar ekki einu sinni afsakaðar sem mjög vafasöm j tilraun til þess að móta mynd einhverrar persónu, heldur virðist því einu um að kenna, ■ að þýðandinn hefur ekki nógu j gott vald á málinu. Setningar eins og þessar: „Vertu ekki að blanda þér í þetta —• — —“. „Það segir eKki neitt------ að ógleymdri þeirri setningu, j sem lögreglufulltrúanum er j lögð í munn, þegar höfundur- j inn leggur einna mestan al- | vöruþunga í orð h&ns: „Ég held ekki, að þið munið gleyma — 1— —ættu að nægja sem dæmi því til sönnunar. Þess ber þó að geta, að þessi dæmi j eru valin af handahófi úr mörg : um, eða að minnsta kosti of , mörgum, og verður mörg setn , íngin m&nni ógleymanleg fyrst , og fremst þess vegna, en slíkt er leikstjóra og höfundi slæm- ur bjarnargreiði, — að maður i tali nú ekki um sjálfa stofn- | cnina, þjóðleikhúsið. Loftuc Guðmundsson. Togarasjómenn. Framh. af 3. síðu. bendingar frá forustunni. Því aðeins verður mark tekið á úr- slitum atkvæðagreiðslunnar, að hægt sé að fullvrða/að for- ustumennirnir hafi ekki skip- að fyrir um vilja sjómannanua. I Bæxlagangur kommúnista j út af sáttatillögunni er bros- j legur, þar sem vitað er, að til- jlagan er sniðin eftir samning- um, sem þeir svikust til að gera á bak við sjómenn á Ak- ureyri. Afskipti kommúnista af tog- aradeilunni eru pólitískur skollaleikur og ekkert annað. Sá skollaleikur stoðar ekki lengur. Sjómenn hafa séð kom múnista starfa að málum þeirra; þeir hafa séð, hvernig þeir svíkja inn á þá lélega samninga, lengja vinnutímann og auka þrældóminn þar, sera þeir ráða. Þess vegna gefa nú sjómenn kommúnistum langt nef og standa saman eins og múr- veggur um 12 stunda hvíld c bætt kjör. Hvernig sem at- vinnurekendur og skósveinar þeirra, komro/mistarnir, ham- ast að sjómönnum og málstað þeirra. Félagar! Áfram til sigurs, allir eitt! Tólf stunda hvíldin skal fram í þessum samningum Slysavarnaíélagið heiðrar skips- höfnina á Ingólfi Arnarsyni —i-----+------- Bæjarútgerð Hafnarfjarðar færir félag- inu lO.þósund krónur að g'iöf. ---------------$------- í FYRRADAG heiðraði Slysavarnafélag íslands skips- höfnina á Ingólfi Arn.arsyni fyrir björgun skipverja á bv. Júní frá Hafnarfirði 1. desember 1948. Við það tækifæri afhenti Ásgeir Stefánsson, forstjóri Bæjarútgerðar Haf narf j arðar, slysavarnafélaginu að gjöf 10 þúsund krónur sein viöurkenn- ingarvott fyrir hin giftudrjúgu störf félagsins í þágu alþjóðar. Stjórn Bæjarútgerðar Hafn arfjarðar hafði í fyrradag boð inni að Iiótel Borg í tilefni af því, að stjórn Slysavarnafélags íslands hafði ákveðið að heiðra skipshöfnina af b.v. ' Ingólfi Arnarsyni fyrir björgun skip- verja af b. v. Júní 1. desember 194fy en þetta var í fyrsta skiptið, sem skipulögð björgun frá sjó hafði verið framkvæmd hér við land úr strönduðu skipi er lá í brimgarðinum. Voru þarna mættar stjórnir Bæjarútgerðanna í Hafnarfirði og Reykjavík ásamt stjórn Slysavarnafélagsins og þeim skipverjum af b.v. Ingólfi Arn arsyni sem til náðist og fleiri gestum. Ásgeir Stefánsson forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar bauð gesti velkomna og gat um tildrög þess, að þetta boð væri haldið. Það hefði verið fyrir löngu fyrirhugað þótt nokkur dráttur hefði á orðið ýmis hluta vegna. Þá tók til máls forseti Slysavarnafélags íslands Guðbjartur Ólafsson, hafnsögumaður, og lýsti þakk læti Slysavarnafélagsins yfir þeim afrekum sem þarna hefðu verið unnin. Afhenti hann allri skipshöfninni skrautritað þakk arávarp fyrir þátttöku sína í björgunarafrekinu og var það undirritað af stjórn félagsins. Þá afhenti hann skipstjóran- um á b.v. Ingólfi Arnarsyni, Hannesi Pálssyni, björgunar- heiðursverðlaun Slysavarnafé- iagsins úr silfri og loftskeyta- manninum og öllum þeim skip verjum er fóru í björgunar’^t inn voru afhent björgunarverð laun slysavarnafélagsins úr bronce, og var þessum sjóhetj- um klappað óspart lof í lófa. Að loknu ávarpi forseta Slvsa varnafélags íslands tók Ás- geir Stefánsson útgerðarstjóri aftur til máls og afhenti stjórn Slysavarnafélags íslands kr. 10.000.00, sem viðurkenningar- vott fyrir hina frábærl starfs- semi þess, alþjóð til heilla. Við þetta tækifæri voru margar ræður fluttar, Hannes Pálsson, skipstjóri og Ólafur Sigurðsson, bátsmaður á Ing- og það án alls endurgjalds í kaupi eða fríðindum. Sæmundur Ólafsson, ólfi Arnarsyni þökkuðu fyrir hönd skipshafnarinnar. Ásgeir Stefánsson forstjóri á varpaði þá Þórarinn Olgeirs- son ræðismann, nokkrum orð- um og þakkaði hcnum fyrir hans góðu og öruggu fyrir greiðslu á skipum íslenzkra út gerðarmanna erlendis, ef eitt hvað bæri út af þá vissu þeir að málinu væri borgið ef Þór- arinn Olgeirsson hefði tekið við því til fyrirgreiðslu. Sigurjón Á. Ólafsson flutti þarna og skörulegt ávarp og gat um að styrkur slysavarnafélags ins væri hinn einhuga samhug ur landsmanna til að láta gott af sér leiða, þar kæmust aldrei nein sundrungaröfl eða pólitík að. Auk þeirra sem hér hafa ver ið nefndir töluðu þeir Júlíus Sigurðsson, sem var skipstjóri á b.v. Júní, Sveinn Benediks- son framkvæmdarstjóri, Jón Axel Pétursson, forstjóri Bæj arútgerðar Reykjavíkur og Henry Hálfdánsson, skrifstofu stjóri Slysavarnafélags íslands. N ÓBELSVERÐLAUNA- NEFND norska stórþingsins hefur veitt dr. Ralph Bunclie friðarverðlaun Nóbels í ár í v ið urk e n ni n g ar sk y n i fyrir starf hans sem sáttasemjara í styrjöldinni milli Israels og Arabaríkjanna. Dr. Ralph Bunche varð sátta semjari sameinuðu þjóðanna í Palestínu eftir að Bernadotte hafði verið myrtur, og tókst honum að koma á vopnahléi. Dr. Bunche er starfsmaður verndargæzluráðs sameinuðu þjóðanna og var boðið embætti sem varautanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, en hafnaði því. Bunche er blökkumaður, 46 ára gamall og útskrifaður frá Harvardháskóla. Mun honum hlotnazt mestur frami allra blökkumanna í Bandaríkjun- um, en afi hans var ánauðug- ur maður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.