Alþýðublaðið - 05.10.1950, Side 7
Fimmtudagur 5. október 1950
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
i
RJKISINS
tt
Jí
Ýestur um land til Akureyrar
hinn 9. þ. m. Tekið á móti
flutningi til áætlunarhafna í
dag og á morgun. Farséðlar
seldir: árdegis á laugardag.
„Esja"
austur um land til Siglufjarð-
ar hinn 11. þ. m. Tekið á móti
flutningi til Fáskrúðsfjarðar,
Reyðarfjarðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
Þórshafnar, Kópaskers og
Húsavíkur á morgun og laug-
ardag. Farseðlar seldir á
„SkjaldbreiS”
til Skagafjarðar- og Eyja-
fjarðarhafna hinn 11. þ. m.
Tekið á móti flutningi til
Sauðárkróks, Hofsóss, Haga-
nesvíkur, Ólafsfjarðar, Dalvík
ir og Hríseyjar á morgun. Far
seðlar seldir á þriðjudag.
Tekið á móti flutningi dag-
lega til Vestmannaeyja.
M.s. „Gullfóss"
ier frá Reykjavík laugardag-
inn 7. október, kl. 12 á hádegi-
til Leith. og Kaupmannahafn-
ar. Tollskoðun farangurs og
vegabréfaeftirlit byrjar í toll-
skýlinu vestast á hafnarbakk
anum kl. 10,30 f. h. og skulu
allir farþegar vera komnir í
tollskýlið eigi síðar en kl. 11
f.h.
H.f. Eimskipafélag Islands.
..^FVNDIR^^TiíKYmiMM
»
Saumaklúbbur I.O.G.T.
tekur til starfa í dag kl. 3 i
G.T.-húsinu og starfar fram-
vegis í vetur á fimmtudögum
svo sem verið hefur undanfar-
in ár. Þess er vænzt að syst-
urnar fjölsæki saumafundina.
mánudag.
FELAGSLIF
Ármenning ar!
íþróttaæfingar í
kvöld í íþróttahús-
inu.
Stóri salurinn.
Kl. 7—8 1. fl. kvenna
Kl. 8—9 2. fl. kvenna
Kl. 9—10 Glímuæfing
Minni salurinn.
Kl. 9—10 Hnefaleikar
Munið að mæta strax á
fyrstu æfinguna. Skrifstofan
er opin kl. 8—10 sími 3356.
Handknattleiksflokkur
kvenna og karla
Áríðandi æfing að Háloga-
lan*di í kvöld.
Kvenfólk kl. 9—10.
Karlar kl. 10—11.
Fjölmennið.
Stjórn Ármanns.
Marshallaðsíoð til Islands nemur
nú samtals 20,2 millj. dollara
—-------4--------
Innkaupaheimildir í ágúst fyrir traktor-
um, jurta- ©g fernisolíum og liveitk
—,------+--------
í LOK ÁG'USTMÁNAÐAR nam heildarupphæð sú, er
l.sland hafði fengið í framlögum frá efnahagssamvinnustofnun
Bandaríkjanna síðan Marshalláætlunin tók til starfa í apríl-
mánuði 1948, samtals 16,2 milljónum dollara.
Þessi upphæð sundurliðast
þannig eftir tegund þeirrar
efnahagsaðstoðar, sem í té hef
ur verið látin:
Framlög án endurgjalds 7,5
milljón dollarar. Lán 4,3 millj.
dollarar. Skilorðsbundið fram-
lag (gegn útflutningi á ísuðum
fiski til Þýzkaland) 3,5 millj.
dollara. Framlag, sem ekki hef-
ur verið enn ákveðið hvort
verða mun lán eða framlag án
endurgjalds 0,9 millj. dollarar.
Á tímabilinu frá 3. apríl
1948 til 30. júní 1949 voru ís-
landi veitt framlög, sem námu
alls 8,3 milljónum dollara og
sundurliðast þau þannig:
Framlág án endurgjalds 2.5
millj. dollarar. Lán 2,3 millj.
dollarar. Skilorðsbundið fram-
lag 3,5 millj. dollarar.
Frá 1. júlí 1949 til 30. júní
1950 var íslandi veitt samtals
7 milljónir dollara og skiptist
sjí upphæð þannig:
Framlag án endurgjalds 5
milljónir dollara. Lán 2 millj.
dollara.
Á fjárhagsárinu. sem hófst
1. júlí s. 1. hefur íslandi fram
að þessu verið veitt framlög er
nema samtals 900,000 dollur-
um, þar af 600,000 dollurum fvr
ir júlímánuð s. 1. og 300,000
dollurum fvrir ágúst. Ekki er
enn ákveðið hvort þessi fram-
lög verða veitt án endurgjalds
eða sem lán. •
ÓBEIN AÐSTOÐ.
Til viðbótar við hin beinu
framlög. er nú nema samtals
16,2 milljónum dollara, hefur
íslandi verið veitt óbeint fram
lag frá efnahagssamvinnustofn
uninni í gegn um greiðslu-
bandalag Evrópulandanna, en
ísland gerðist nýlega meðlimur
þessa bandalags, og nemur fram
lag þetta 4 milljónum dollara.
Er það ætlað til aðstoðar við að
koma á greiðslujöfnuði á m'dli
íslands og annarra meðlima-
ríkja greiðslubandalagsins.
Þetta framlag var veitt í júlí
s. 1. svo sem áður hefur verið
getið.
INNKAUPAHEIMILDIR.
Af heildarupphæð þeirra,
sem veitt hefur verið í fram-
lögum til íslands og nemur 16,2
milljónum dollara hafði efna-
hagssamvinnustofnunin í lok á-
gústmánaðar s. 1. samþykkt
heimildir fyrir innkaupum á á-
kveðnum vörutegundum, sam-
kvæmt umsóknum frá íslenzku
ríkisstjórninni, er námu sam-
tals 15,6 milljónum dollara.
í ágústmánuði voru innkaupa
heimildir veittar fyrir 252,000
dollurum til kaupa á eftirfar-
andi vörum:
Víkin^ar. Skemmtifundur
verður fyrir 3. og 4. flokk í
kvöld kl. 8 stundvíslega x Oda
fellowhúsinu uppi. Sýnd verð
ur knattspyrnukvikmynd og
fleira. Víkingar mætið allir.
Stjórnin.
Hjólatraktorar til landbún-
aðar 10,000 dollarar, Beltistrakt
orar til framræslu og vegagerð-
ar 19,000 dollai’ar, Jurtaolíur
til smjörlíkisgerðar 15,000 doll
arai’, Fernisolía til framleiðslu
á málningu 8,000 dollarar og
Hveiti til brauðgerðar 2000,000
dollarar.
Elllheimiltð
Framhald ú 5 síðu.
saman við viðskiptámálaráðu-
neytið um lántöku erlendis til
framkvæmdanna og telur ráðu
neytið ekki fært að mæla með
lántöku í þessu skyni.
Eftir að hafa fengið álit ráðu
neytisins sér fjárhagsráð sér
ekki fært að verða við ósk yð-
ar eins og sakir standa.“
Þessari greinargerð er að
ljúka, en rétt þykir að birta
bréf og skýrslu byggingarfull-
tfúans í Reykjavík dags. 8.
sept.
„Samkvæmt beiðni yðar með
bréfi dags. 2. sept. sendi ég yð-
ur hér með skýrslu yíir hús
þau, sem bygging liefur veri'3
hafin. á á árinu til d.lgs. dató.
Skýrsla yfir hús, sem bygg-
ing hefur verið hafin á árið
1950:
Barðavogur 24 88,33 ferm.
Barónsst,—Egils. (heilsuv.st.)
1516.2. Bergstaðastræti 46
(stækkun). Blönduhlíð 28 134,5.
Bólstaðarhl. 15 13Cf,59. Bræðra
boi’garst. 34 (efri hæð og ris).
Bústaðablettur 17 (stækkun)
70,46. Dyngjuvegur 4 128,73.
Dyngjuvegur 8 123,7. Efsta-
sund 90 59,00. Efstasund 96
96.6. Elkjuvogur 26 121,0.
Eskihlíð 31 116,27. Eskihlíð 33
—35 226,33. Faxaskjól 20 101,9.
Granaskjól 5 120,0. Grettisgata
94 128,68. Kárastígur 1 (stækk-
un). Karlagata 1—3 stækkun.
Kleppsvegur 108 stækkun.
Kvisthagi 17 129,90. Kvisthagi
23 311,87. Langholtsvegur 132
103,28. Laugarnesv. 83 stækk-
un. Nesvegur 17 120,45. Njáls-
gata 43 B 22,38. Nökkvavogur
16 92,75. Nökkvavogur 42 94,4.
Nökkvavogur 52 120,53. Skipa-
sund 92 129,9. Skipholt 5 220,0.
Skipholt 7 246,6. Skúlagata 4
1706,15. Stangarholt 26 80,0.
Stangarholt 28 80,0. Stangar-
holt 30 80,0. Stangarholt 32
80,0. Stangarholt 34 80,0.
Stangarholt 36 80,0. Sætún 4
stækkun 54,0. Sætún 6
geymsluskúr 278,5. Sætún 8
497,16. Sörlaskjól 78 85,78.
Sörlaskjól 92 113,0. Sörlaskjól
94 115,1. Tryggvag.—Grófin
446.6. ferm.
Fyrirhuguð viðbygging fyr-
ir gamla fólkið átti að vera
rúmlega 200 ferm.
Vonandi koma aðrir og betri
tímar á þessu landi, svo _ að
hægt verði og leyft að byggja
yfir gamla fólkið.
Gísli Sigurbjörnsson.
28. sept. 1950.
Innilega þökk kann ég öllum þeim, sem minntust
mín og sýndu mér vinarþel á 80 ára afmælisdegi mín-
um.
: j
Jónas Kristjánsson.
Þeir sem hafa
flutf búferlum
og hafa innan stokksmuni sína brunatryggða hjá oss,
eru áminntir um að tilkynna oss bústaðaskiptin.
Sjóvátryggingarfélag fslands h.f.
Eimskip 3. hæð.
Brunadeild
Sími 1700.
Rannsókn lokið á
beinum, er fundust i
Heiðmörk.
RANNSÓKN HEFUR leitt í
Ijós, að beinin, sem fundust í
Heiðmörk á dögunum, séu bein
Jóns Guðjónssonar frá Stór-
olfshvoli, en hann hvarf frá geð
veikrahælinu á Kleppi í janú-
armánuði 1946.
Þegar beinin fundust snemma
í síðastliðnum mánuði voru þau
fengin í hendur Jóni Steffen-
sen, sem gerði á þeim nákvæm
ar mælingar og í’annsóknir.
Enn fremur gerði rannsóknar-
lögreglan nákvæma rannsókn á
fataleifunum, sem fundust hjá
beinunum, og hafa rannsóknir
þessar leitt í ljós, að þetta séu
bein Jóns Guðjónssonar.
Allsherjanrerkfall
kommúnisfa í Vín
misíéksf algerlega
ALLSHERJARVERKFALL
KOMMÚNISTA í Vínarborg í
gær misheppnaðist algerlega
nema á hernámssvæði Rússa. f
hinum borgarhlutanum mættu
allir til vinnu, og er 150 komm
únistar reyndu að stöðva stræt
isvagna voru þeir hraktir
hurtu. Um 30 þeirra voru hand
teknir.
Síðar í gær stofnuðu komm
únistar til óeirða í Wiener Neu
stadt, borg skammt frá Vín, og
tóku pósthúsið *t:ar á sitt váld
með ofbeldi. Borgin er á her-
námssvæði Rússa.
Tunnur að norðan
komnar til verstöðv-
anna hér syðra.
UM SÍÐUSU HELGI kom
Selfoss að norðan með tunnu-
farm og var tunnunum skipað
upp í Keflavík, en síðan var
þeim dreift milli verstöðvanna
á Suðurnesjum, þannig að nú
er tunnuskorturinn. sem yfir-
vofandi var, leystur í bili.
Hýenur, UKar 09
Sjakalar tfrepa
SOmannsá
Indlandl
HYENLR, ÚLFAR OG
SJAKALAR hafa nýléga
gert mikinn usla í fylkixxu
Lucknoiv í Norður-Indlandi,
og hafa þessi dýr drepið
samtals 50 manns, aðallega
börn, er þau hafa étið lif-
andi. Alls munu yfir hundr-
að villidýr hafa rú'ðizt inn í
hæi héraðsins, og fundust
börn sundur tætt af úlfum
og hyenum á víðavangi.
Lögreglumenn og veiðimenn
réðust gegn ófreskjunum og
gátu grandað um sex stykkj-
um, en ekki komið í veg;
fyrir plágu þessa.
Gluggasýning
Rammagerðarlnnar
RAMMAGERÐIN, Hafnar-
stræti 17, hefur um þessar
mundir gluggasýningu í sýn-
ingarglugga Málarans á horni
Bankastrætis og Ingólfsstrætis,
og eru þar sýndar margar gerð-
ir af myndarömmum, og er
ski’eyting þeii’ra gerð sam-
kvæmt sænskri fyrirmynd og
er all frábrugðin þeim ramma-
skreytingum, sem hér hafa
mest tíðkazt.
Forstjóri rammagerðarinnar,
Jóhannes Bjarnason, dvaldist
í Svíþjóð í sumar og vann þar
meða Jannars á rammaverk-
stæði og kynntist þá hinni nýju
aðferð, sem bæði er fólgin I
gerð rammanna og skreytingu.
Er þessi nýja skreyting eink-
um frábrugðin að því leyti, acS
rammarnir eru áferðarfallegri
og ekki eins grófir og áður hef-
ur tíðkazt, jafnframt því seni
önnur efni og litir eru notaðir
við skreytinguna.
Gluggasýningin við Banka-
stræti var opnuð um helgina
og stendur yfir þessa viku. í
verzlun rammagerðarinnar f
Hafnarstræti 17 eru þessir
rammar einnig til sýnis og sölu
ásamt hinum eldri gerðum.