Alþýðublaðið - 18.10.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1950, Síða 4
4 ALÞÝÐURLAÐIÐ ’MiSvikudagur 18. október 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Augiýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. sem enga fiiírú vekja ÝMSIR biðu þess að vonum með nokkrum kvíða, hvað Rússar myndu gera, þegar sam einuðu þjóðirnar sendu her sinn í Kóreu norður yfir 38. breiddarbauginn til þess að fylgja eftir sigri sínum í Suð- ur-Kóreu og skapa sér aðstöðu til þess að friða landið og sam- eina það í eitt ríki undir lýð- ræðisstjórn. Margir óttuðust, að Rússar myndu ekki telja sig geta þol- að þann álitshnekki, sem þeir myndu af því hafa í Asíu og raunar um allan heim, ef þeir ,íétu nú leppríki sitt í Norður- Kóreu eitt um það að verja sig á stund hættunnar eftir að hafa æst það upp til árásarinn- ar á Suður-Kóreu í sumar. En margt bendir þó til þess, að þennan kost ætli Rússar nú að velja. Her sameinuðu þjóðanna er þegar búinn að leggja undir sig þó nokkurn hluta af Norð- ur-Kóreu; en þess verður ekki vart, að Rússar hafi neinn meiri háttar viðbúnað til þess að koma leppríki sínu til hjálp- ar á annan hátt en þann, að senda því vopn, eins og þeir hafa gert hingað til. Þeir virð- ast sjálfir ekki vilja eiga neina stórstyrjöld á hættu austur þar; en sjá sem er, að íhlutun af hálfu rússnesks hers í Norð- ur-Kóreu og vopnaviðskipti við her sameinuðu þjóðanna þar myndi vafalítið leiða til nýrrar heimsstyrjaldar. — Og það er engin ástæða til að ætla, að Kínverjum þyki álitlegra að blanda sér í stríðið í Kóreu, þó að Rússar væru sjálfsagt fúsir til að íórna þeim, eins og þeir eru augsýnilega reiðubún- ir til að berjast til síðasta Norð- ur-Kóreumanns! * Það er svo sem hægt að geta sér þess til, að Rússum þyki þessj kostur ekki góður; enda munu þeir lítinn hróður hafa af slíkri frammistöðu í sam- bandi við Kóreustyrjöldina, sem engum blandast hugur um að þeir áttu upptökin að og átti að skapa þeim aðstöðu til að innlima alla Kóreu í hið víð- ienda ríki þeirra. En þeir verða nú að gjalda þess, að þeir sáu ekki fyrir hin skjótu viðbrögð sameinuðu þjóðanna. Og þó að það sé að vísu fyrst og fremst leppríkið Norður-Kórea, sem fórna verður, þá er ósigur Rúss- lands þar og álitshnekkir í Asíu engu að síður stór. En ekki nóg með það: Með glæfraspili sínu í Kóreu hafa Rússar kallað fram áður óþekkt viðbrögð og samtök lýðræðis- þjóðanna, sem nú sjá hvílík hætta vofir yfir þeim, hverri og einni og ölium í sameiningu, af útþenslupólitík Rússlands og fimmtu herdeild þess, hvar, sem er í heiminum. Og það mun nú ekki vera valdamönn- unum í Kreml síður áhyggju- efni, hvernig þeir eigi að stinga lýðræðisþjóðunum svefnþorn á ný, meðan þeir eru að búa sig' undir næstu árásina, heldur en hitt, hvernig þeir eigi að bjarga ■ því, sem bjargað verður í Norð- ur-Kóreu. ! * i En með hvort tveggja þetta ; fyrir augum er nú einskis Látið ófreistað til þess að svæfa for- ustumenn Iýðræðisþjóðanna aftur á verðinum. Þannig skrifa nú blöðin í Moskvu- dag eftir dag um það, hve einlægur frið- arvilji sovétstjórnarinnar sé og hve oft bæði Lenin og Stalin hafi látið í Ijós þá ósk sína að eiga vingott við allar þjóðir og ekki hvað sízt við Bandaríkin! Og í New York ganga þeir Vis- hinski og Malik með blíðu brosi á milli fulltrúanna a þingi sam- einuðu þjóðanna og þykjast flest vilja til þess vinna, að hægt væri að bæta sambúð þjóðanna og tryggja friðinn; og hefur Vishinski meðal annars borið fram þá tillögu, að stór- veldin fimm, Bandaríkin, Bret- land, Frakkland. Kína og Rúss- land, setjist á ráðstefnu í því skyni. Að vísu mun öðrum finnast, að til þess séu samein- uðu þjóðirnar, þing þeirra og öryggisráð. En þannig er nú einu sinni pólitík Rússlands. Samkvæmt þeirra kokkabók eiga stórveldin að gera út um aUt og ráða öllu, helzt á bak við tjöldin, og Rússland þó að hafa neitunarvald í þeirra hóp. Smáríkin myndu, ef það mætti ráða, ekki hafa mikið að segja! * En forustumenn lýðræðis- ríkjanna erumú famir að venj- ast brögðum hinna rússnesku valdamanna. Og það er sannast að segja harla óliklegt, að blaða skrifin áustur í Moskvu eða hin broshýru andlit þeárra Vis- hinskis og Maliks vestur í New York sannfæri nokkurn um breytt hugarfar Rússa. ÁTásin á Suður-Kóreu í sumar hefur tekið af öll tvímæli um það, að við Rússa þýðir ekki öðrum að tala en þeim, sem eru nægilega vel vígbúnir til þess, að geta mætt þeim, ef þörf krefur, einnig á vígvellinum. Stórblað- ið „New York Times“ orðaði bað þannig fyrir örfáum dög- um: „Meðan Rússar eru hern- aðarlega öflugri en Vesturveld- in eru viðræður eða samningar við þá þýðingarlausir.“ Og þannig hugsabí dag: vafalítið flestir forustume-nn lýörájðis- pjóðanna. . Þess vegna mun vissulega ekki verða lag’t mikið upp úr því, þótt Rússland þykist nú vilja frið, en þeim mun meiri áherzla lögð á hitt, að gera lýðræðis- ríkin fær um að verja hendur sínar. Hér eftir munu þau í viðskiptum sínum við Rússland ekki treysta á neitt annað en eigin stvrk. fl' ií" héii kvöf fagnað fyrir finnska kórinn FINNLANDS VIN AFÉL AG- IÐ SUOMI hafði kvöldfagnað fyrir finnska stúdentakórinn í Breiðfirðingabúð í fyrrakvöld. Voru þar enn fremur viðstadd- ir allir þeir Finnar, sem bú- settir eru hér og í Hafnarfirði. Sýnd var kvikmynd frá Vatna- jökli og útskýrði hana. "Tómas Tryggvason jarðfræðingur. — Tvöfaldur k\’artett söng nokk- j ur lög við mikla hrifningu, ' Dipl. Ing. Vesihiisi fararstjóri flutti snjalla. ræðu og þakkaði . íslendingum frábæra gestrisni. j Faerði hanxi Firmlandsvinafé- I laginu lO'fínnská fána að gjöf. Stjóm Suomi gaf hverjum ií :»%r! 1 íítSJ L, ' - .y.:.- a Hrokatónn í opinberu skjaii. — Haustfermmgar- ybörn og gagnfræðaskólarnir. — Hroki í stúlku. — ; f. a. og viðtökur ahnennings. — Þjófnáðifiúr. •meðlimi kórsins ísl. fána til minningar um komuna hingað. Skemrntunm var mjög fjölsótt og fór hið bezta fram. HÚSEIGANDI skrifar mér: „Nú er búið að bera- manntals- rkýrslurnar í húsin. Þeim fylg- ír eins og áður annað skjal, svo- kölluð „Aðvörun til húseig- enda“. Ég minnist á það vegna þess, að mér þykir þessi aðvör- un vera heldur ókurteislega orðuð. Þarna er um að ræða hraöalegan skipunartón, eins og húseigendur séu einhverjir glæpamenn, sem gera verði ráð fyrir fyrirfram að þurfi að tala við í alveg sérstökum tón. Vilja ekki þeir opinberir aðilar, sem Eemja ávörp til almennings, temja sér meiri kurteisi.“ FAÐIR skrifar mér á þessa leið:: „Gagnfræðaskólarnir eru byrjaðir. Um sama leyti eiga haustfermingarbörn að ganga til prestsins. Ég hef orðið var við það, að það gengur mjög erfiðlega fyrir þessi börn að fá leyfi í skólunum til þess að fara i spurningarnar. Hvernig stend ur á þessu? Er engin samvinna milli prestanna og gagnfræða- r.kólana? Ef svo er ekki, þá held ég að óstæða sé til þess að taka hana upp hið bráðasta. Það er ófært að börnin þurfi að standa í stríði við kennara sina til þess að geta fengið að ganga til prestsins.*,1 I FRÖKEN RANNVEIG virð- * ist hafa reiðzt ákaflega út af kurteisu bréfi, sem ég birti fyr- ír. helgina frá félagskonu í Kvenréttindafélaginu um það, að alþingiskonúrnar' létu sjald- Kauptrygging sildveiðisjómanna FINNUR JÓNSSON upplýsti á alþingi í fyrradag, að sjó- menn af á annað hundrað síldveiðiskipum hafi aðeins fengið greiddan helming kaup tryggingar sinnar frá síð- ast liðnu sumri. Stafar þetta af sérstökum lagaákvæðum, sem þó brjóta í bága við ís- Ienzk Iög og alþjóðleg. Sjó- menn um allan heim njóta þess réttar, að þeir geta bund ið skipin, sem þeir starfa á, ef þeir fá ekki laun sín greidd skilvíslega. Þetta gildir og um a’.la íslenzka sjómenn aðra en síldveiðisjómenn. Þeir hafa með sérstökum laga ákvæðum verið sviptir þess- um þýðingarmikla rétti. ÖLLUM MÖNNUM hlýtur .að vera ljóst, að þetta er óvið- unandi ástand. Aflabrestur- inn á síldveiðunum fyrir Norðurlandi í sumar var svo mikill, að sjómennirnir hverfa slyppir heim, ef kauptrygg- ingin er undanskilin, og auð- \dtað hrekkur hún skammt, þegar við tekur atvinnuleysi og jafnvel örbirgð eftir heim komuna. En við þetta bætist, að sjómennímir hafa aðeins fengið helming kauptrygg- ingarinnar greiddan og eru sviptir réttinum til að fá hana innheimta með venju- legum hætti. Þeir þégnar þjóðféiagsins, sem orðið hafa fyrir þyngstum búsifjum, eru látnir búa við annan rétt og lakari en aHar aðrar stéttir þjóðfélagsins. RÍKISSTJÓRNIN hefur tekið þetta mál til athugunar sam kvæmt upplýsingum Ólafs Thors atvinnumálaráðherra, en vægast sagt virtisi ráð- 'nerrann vonlítill um, að úr þessu yrði bætt, þótt hann játaði, að hér væri um mik- ið misrétti að ræða. Innan fárra daga mun verða úr því skorið, hvað hið opinbera geti gert i þessu efni, eða eins og Óiafur Thors orðaði það, „hvort eitthvað muni hægt að gera fyrir sjómenn og þá hvað“. En sjái hið opin bera sér ekki fært að ráða fram úr þessum vanda, kem- ur tH kasta alþingis. Það hef- ur tekið á sig siðferðilega á- byrgð með því að setja við- komandi lagaákvæði, sem svipta sddveiðisjómenn sama rétti og stéttarbræður þeirra njóta bæði hér á landi og er- lendis. ÞAÐ .NÆR-EKKI neinni átt, síldveiðisjómennirnir fái ekki greitt það fé, sem þeim ber samkvæmt tryggingu. Þeir háfa orðið fyrir nógu áfalli samt eftir aflabrest á sjöttu síldarvertíðinni í röð. En við hana bætist, að atvinnuhorf- ur hafa aldrei verig ískyggi- iegri en nú í haust frá því á kreppuárunum. Erfiðleikam- ir af völdum yfirvofandi at- vinnuleysis verða að sjálf- sögðu tilfinnanlegastir fyrir síldveiðisjómennina, sem bor ið hafa minnst úr býtum aUs starfandi fólks í landinu. Þeir geta því ekki án þessa fjár verið. Hið opinbera verður að gangast í það, að þeir fái það greitt. KRAFA FINNS JÓNSSONAR á alþingi í fyrradag er tíma- bær og rökstudd. Ef ríkis- stjórnin og viðkomandi stofn anir geta ekki greitt úr þess- um vanda síldveiðisjómanna, ber alþingi skylda til að feUa hlutaðeigandi lagaákvæði úr gi’.di. Þetta er ekki aðeins krafa miðuð við hagsmuni síldveiðisjómanna. Þetta er réttlætismál, sem hlýtur að njóta stuðnings allra þeirra, sem ,er.u, því. andvígir, að stéttunum sé mismunað. . an sjá sig á fundum félagsins. Ég vsit ekki hversu al~ þingiskonan hefur rækt skyld- ur sínar við þetta félag, en hitt veit ég, að frökenin bregst hrottalega við. ÞAÐ SKYLDI ÞÓ EKKI vera að heldri manna hrokinn hafi sezt að einhvers staðar í sálar- fylgsnum hennar við það að komast á þing? Ekki er annað hægt að sjá. Konan mun ekki svara frökeninni. Kvaðst hafa orðið svo undrandi á hrokan- um, að hún óski ekki eftir frek- ari skrifum. Það er illt þegar svona fer fyrir fólki. En er þetta ekki leiðin svo margra? ÞAÐ ERU EKKI liðnir marg ir dagar síðan fyrstu tvær bæk- úr Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu, eftir hléið, komu út. En auðséð er að almenning- ur tekur hinni endurnýjuðu starfsemi sambandsins ákaflega vel. Ekki er annað sýnilegí en að prenta verði nýtt upplag af bókunum. MFA hefur valið góð ar bækur til útgáfu frá. upphafi og svo mun enn verða. VIDTÖKUR ALMENNINGS sýna það og sanna, að löngun almennings lil bókakaupa hef- ur ekki minnkað. Aðalaíriðið er að gefa út góðar baekur við svo lágu verði sem. fnekast ■ er unnt. Að þessu stefnir MFA og þess vegna fagnar almenöih>gur starfi þess. MEÐ VAXANDI skammdegi fer þjófnaður mjög í vöxt. Með hverju ári verða þjófar bíræfn- ari. Það er full ástæða fyrir fólk að loka vel íbúðum sínum og láta forstofur ekki standa opn- ar, því að þjófarnir koma á öil- um tímum sólarhringsins. Enn fremur er rétt fyrir fólk að gæta vel að þvotti sínum, því að nú virðast þjófar leggja stund á línþjófnað. ÞAÐ VÆRI ILLT ef ekki tækist að upplýsa þjófnaðinn á Raufarhöfn. Enn hefur ekki verið opinberlega skýrt frá því að komizt hafi upp hvér valdur var ’ að stórþjófnaðinpm í Grundarfirði um árið, -og held- ur ekki mún hafa kofni^t upp um stórþjófnaðinn hjá-Johnsén. & Kaaber. Ef ekki tekst að upplýsa þjófnaðinn á Rauíar- höfn, fara þjófar að halda að ékki sé svo hættulegt að stela á íslandi, bara ef þjófnaðurinn er nógu stór. Hannes á hornirui. Vlsfalnsky og Dulles ræðasl við ÞEIR Vishinsky og John Fost er EhHler ræddust við eínslega í New York í gær. Ekkert hef ur verið . látið. uppí ,um: ..um- ræðuefnið, neraa hvað þeir hafi skýrt .stefnu stjórna sinna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.