Alþýðublaðið - 07.03.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. marz 1951
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
5
Sfraymlausf verður fc!. 11-12.
Fimnitudag 8. marz. 3 hluti.
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár holtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar
norðaustur af.
Föstudag 9. marz 2. hluti.
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá
Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til
- sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegi.
Mánudag 12. marz 2. hluti.
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá
Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv
var vií Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegi..
Þriðjudag 13. marz. 5 hluti.
Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjamargötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með flugvallars^asðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey,
Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir.
Miðvikudag 14. marz 1. hluti.
Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur.
Fimmtudag 15. marz. 4. hluti.
Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalstrætis, Tjarn-
argötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan-
Fimmtudag 8. marz. 3. hluti-
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar
norðaustur af.
Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þegar og að svo miklu leyti,
sem þörf ltrefur.
Sogsvirkjunin.
og Marshallféð endist. Þessar
vörur flestar hafa undanfarið
fengizt viðstöðulítið og því ó-
Eéð hversu stórfelld breytingin
verður hvað þær snertir. En
hvao tekur við, þegar giafaféð
þrýtur? Ekki verður séð, að
hæstv. ríkisstjórn hafi nokkrar
áhyggjur' af því. Þetta er því
æannkölluð glæfrapólitík og
minnir á ummæli, sem höfð
eru eftir Lúðvík XVI: ,,Það
lafir á meðan ég lifi. Flóðið
kemur eftir minn dag.“'
B-lista vörumar eru hinar
Bvokölluðu „æskilegu vörur“,
eins og sápur, hreinlætisvörur,
rafmagnshlutir og rafmagns-
tæki, bifreiðaliiutir o. fl. Eng-
Snn má kaupa þéssar vörur eða
flvtja inn, sem ekki hefur út-
vegsmannagjaldeyri, en þessar
vörur allar á að selja án nokk-
TUrra afskipta verðlagsyfir-
Valda, þ. e. við hæsta fáanlegu
Verði. Þessi listi er almennt
kallaður B-listi — Black list,
>— þ. e. svarti listinn, en gár-
U.ngarnir kenna hann við kosn-
ingalista Framsóknarflokksins,
sem jafnan er B, og kalla hann
Framsóknarlistann!
Þá eru efíir fjölmargar vör-
sem áfram verða látnar
sæta sömu meðferð og undan-
farið, þar á meðal byggingar-
efni, svo sem sement, járn og
timbur o. þ. h. Fyrir þessum
vörum þarf innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi. Þar gilda því
gömu höftin áfram og sama
Skriffinnskan.
Ný verðíækkun
Það, sem gerist, er því í
ÍBtuttu máli þetta:
Um %—% hluta af andvirði
' útflutningsafurða okkar, allt
að 100 millj. kr., á að nota til
þess að kaupa fyrir vörur til
landsins, sem ríkisstjórn tel-
ur æskilegar en þó ekki
nauðsynlegar vörur. En svo
1 á að fá gjafafé eða Marshall-
framlög og yfirdráttarlán til
þess að flytja inn nauðsynja-
i vörurnar fyrir, matvæli, út-
gerðarvörur og þess háttar.
Síðan á að græða svo mikið á
B-Iista vörunum, að það
1 nægi til þess að síanda undir
halla útgerðarinnar og halda
í hcnni gangandi, en til þess
'■ er talið að þurfi a. m. k. um
50—60 milij. kr.
t>að er þó mjög ólíklegt, að út-
i Þá vil ég víkja að þeim
inegin rökum, sem hæstv. rík-
Isstjórn hefur fært fram í
Eambandi við þetta síðasta
„bjargráð“ sitt og afstöðu
yerkalýðsins til þess. Hún
fceldur því ,sem sé fram, að
greiðsla vísitöluppbótar, sem
iiæstv. fjármálaráðherra —
auðvitað ranglega — kallar
hækkað kaup, sé þjóðinni til
tjóns og bölvunar, en þó eink-
«m og sér í lagi verkalýðnum
©g launastéttunum, sem upp-
toæturnar eiga að fá, því að af
fekjuaukningu leiði aukin eft-
írspurn eftir vörum, sem aftur
leiSi til verðhækkana, kaup-
hækkana og atvinnuleysis.
Þetta er kenning hæstv. ríkis-
Stjórnar. Ég vil nú fyrst leiða
athygli hæstv. fjármálaráð-
herra að því, að
hér er alls ekki vcrið að
? ræða um hækkun launa,
hcldur að koma í veg fyrir
] að laun almennings lækki
! stórkostlega vegna verðlags-
hækkana.
Mér er vel Ijóst, að þvi eru
fakmörk sett, hve mikið verka
vegsmenn fái nema nokkurn j
hluta áf þessum gróða, því að
heildsalarnir, sem greiðsluskír-
teinin kaupa, munu áreiðan-
lega telja sig þurfa allríflega á-
hættuþóknun auk venjulegrar
álagningar. En eitt er víst, og
það er að tilætlun hæstv. rík-
isstjórnar er sú, að þessar vör-
ur hækki stórkostlega í verði.
Hitt er vandséð, hverjir geta
keypt, ef ríkjsstjórninni tekst
að lækka kaup alþýðunnar í
landinu með hverjum mánuð-
inum sem líður. Þessi lausn
hæstv. ríkisstjórnar er því eng-
in lækning á erfiðleikum báta-
útvegsins.Þetta er ekki frekari
lækning en þegar hómópatarn-
ir í gamla daga seldu sjúkling-
um meðalaglös, merkt A, B og
C, öll með sama innihaldinu.
Munurinn á þessu og lækning-
araðferðum hæstv. ríkisstjórn-
ar er sá einn, að meðul hómó-
patanna eða skottulæknanna
voru meinlaus, en hið sama
er því miður ekki hægt að
segja um þessar aðgerðir hæst-
virtrar ríkisstjórnar. Þær eru
stórhættulegar.
Enn fleiri miHiIiðir
Verzlunai-fyrirkomulagið er
þegar of dýrt; um það eru allir
sammála. IHutur milliiiða er
þegar allt of stór, en hann vex
stórkostlega við þessar aðgerð-
ir. Verzlunarástandið er okkar
höfuðmein, og það sem þarf að j
gera er einmitt að draga úr
milliliðagróðanum. Og það fyr-
irkomulag, sem hæstv. ríkis-
stjórn býður upp á, er heldur
ekki frjáls verzlun. Og svoköll-
uð frjáls verzlun einstaklinga
er ekkert markmið út af fyrir
sig. Örugg atvinna og blómleg
framleiðslustarfsemi er það
markmið, sem okkur ber að
stefna að. Verzlunin á að þjóna
því markmiði. Hún á að afla
sem ódýrastra vara til neyzlu
og framleiðslu og dreifa þeim
með sem minnstum kostnaði.
Útflutningsafurðirnar á hún að
selja fyrir hæsta fáanlegt verð
og skila andvirðinu í hendur
þeirra, sem hafa aflað verð-
mætanna, með sem allra
minnstum. frádrætti vegna
sölukostnaðar.. En verzlunin
verður enn dýrari en hún hef-
ur verið við þessar breytingar,
sem nú verða gerðar, millilið-
irnir enn þyngri baggi.
lýðurinn geti bætt hag sinn
með einhliða launahækkun-
um, enda kýs hann aðrar leið-
ir, sem sé lækkun dýrtíðarinn
ar. Hitt er fjarri öllum sanni,
ag eigna- og tekjuskipting
landsmanna sé nú slík, að sú
leið sé lokuð, en segja má, að
hún sé vandasöm. Og meðan
þúsundir manna •— umfram
þarfir — starfa að alls konar
milliliðastarfsemi og sumir
hverjir skammta sér sjálfir
tekjur, eiga slík rök ekki rétt
á sér.
Hví aðeins bölvun
fyrir verkaSýðinn?
En setjum nú svo, að þessi
kenning hæstvirts fjármála-
Hvað er þá um tekjur ann-
arra stétta þjóðfélagsins? Ef
það er rétt, að það sé verka-
lýðnum til tjóns og bölvun-
ar, að tekjur hans hækki að
krónutölu — hvað þá um
tekjur bóndans? Gilda ekki
sömu rökin um tekjur hans?
Hæstv. fjármálaráðherra hef
ur unnið rnjög ötullega að því
að hækka verð á afurðum
bænda, sem seldar eru inn-
an lands, og þar með tekjur
framleiðenda. Þannig hefur
hann aukið kaupgetu bænda
og aukið þeirra eftirspurn eft-
ir vörum. Og verður þetta ekki
bændum þá líka til bölvunar
og tjóns eftir kenningu hæstv.
f j ármálaráðherra ?
Og hvað er um tekjuaukn-
ingu milliliðanna, sem nú
eiga að stóraukast? Verður
tekjuaukning ekki hreinasta
hefndargjöf fyrir þessa nýju
ástvini hæstv. fjármálaráð-
herra? Og hvaða vit er í
því að veita á fjárlögum 30
millj. kr. til bænda sem pen-
ingaframlög? Verður ekki
þessi tekjuaukning bænd-
anna þeim til hins mesta ó-
gagns? Eða gildir þessi regla
um bölvun tekjuaukningar-
innar aðeins fyrir verkafólk
i‘ð í kaupstöðum landsins, og
gilda aðrar hagfræðireglur
um tekjur annarra stétta og
kaupgetu þeirra?
Deila Eim tekju-
skiptinguna.
Nei, sannleikurinn er sá, að
þessi kenning hæstv. fjármála-
ráðherra er ekki rétt, og það
veit hann. Honum er það vissu
lega ljóst, að
hér er um það deilt, og það
eitt, hvernig tekjur þjóðar-
innar í heild eigi að skiptast
milli atvinnustéttanna. En
hann lííur aðeins á þövf
þeirra, sem hann telur sig
forsvarsmann fyrir, þótt það
verði til að þrengja hag ann
arra stétta þjóðfélagsins.
íhaldsstjórn eins
og fyrir 25 árum
Sannleikurinn er líka sá, að
velmegun og efnalegt öryggi
bænda byggist fyrst og fremst
á kaupgetu fólksins í kaup-
stöðum og kauptúnum. Af-
koma bænda byggist á því, að
kaupgqta verkalýðsins sé ekki
skert svo, að hann ekki geti
keypt afurðir bænda vig sæmi
íegu verði.
Þess vegna hefur það, frá
því að ég fór fyrst. að hafa
aískipti af landsmálum, verið
von mín, að með flokki bænda
og f’.okki verkamanna mætti
takast og haldast samvinna.
Ég átti minn þátt í að slík
samvinna var upp tekin um
nokkurt skeið. Framsóknar-
flokkurinn átti höfuðsök á, að
sú samvinna rofnaði. Síðan
hefur Framsóknarflokkurinn
stöðugt færzt í íhaldsátt — og
aldrei hraðar en nú, síðan
hann tók upp fullkomið sam-
starf við íhaldsflokkinn til
bess að skerða hag verkalýðs-
ins og launastéttanna í land-
inu.
Nú beitir íhaldsflokkurinn
Framsókn fyrir sig til þess að
skerða félagsmálalöggjöfina og
gerir beina tilraun til að
lækka laun verkalýðsins stór-
kostlega.
Nú cr svo komiS, að sú
ríkisstjórn, sem fer með völd
og nýtur forsætis Framsókn
armanns, er sama sinnis og
méð sömu stefnu og íhaids-
stjórnin, sem varð að láta af
völdum fyrir 25 árum. Af-
staða hennar til verkalýðs-
og félagsmála er nákvæm-
lega hin sama og íhalds*
stjórnarinnar árið 1927, Hún
virðist helzt hafa liug á að
koma á svipuðu ástandi í
þessum málum og þá var. En
þetta tekst ekki. í lýðfrjálsu
landi er ekki hægt að Itippa
þróuninni 25 ár aftur á bab.
Alþýða landsins lætur slíkt
ekki viðgangast. Hún mun efla
sinn flokk, Alþýðuflokkinn, og
verkalýðssamtökin, svo að til-
raunir hæstv. ríkisstjórnar til
þess til frambúðar að hnekkja
kjörum hennar og þroska
munu mistakast. Slíkar tilraun
ir hljóta allar að mistakast.
Það er hlutverk alþýðunnar til
sjávar og sveita í dægurbar-
áttu stjórnmálanna að láta þær
mistakast.
FUJ VÍTIB STJÓKNÍNA
Framhald af 8. síðu.
koma í veg fyrir vaxandi kjar-
arýrnun sökum síhækkandi
verðlags í landinu, enda ætla
stjórnavöldin ekki að veita
verkalýðssamtökunum þær
launauppbætur, sem ákveðnar
voru í gengislækkunarlögun-
um,
Fundurinn heitir verkalýðs-
samtökunum fullum stuðningi
sínurn í þeim átökum sem
kunna að vera framundan til
þess að þau megi rétta hlut
sinn. Jafnframt vill fundurinn
benda íslenzkri alþýðu til sjáv-
ar og sveita á þá staðreynd, að
undanfarandi þróun þessara
mála hefur enn á ný sannað, að
hagur alþýðunnar verður ein-
ungis bættur og tryggður með
því, að hún fylki sér um verka
lýðs- og samvinnuhreyfinguna
og standi fast saman í einum
sterkum pólitískum flokki, al-
þýðuflokknum, sem vinni ötul-
lega að framkvæmd jafnaðar-
stefnunnar til varanlegrar Iausn
ar á þjóðfélagsvandamálunum.**
Fáránlegar kenningar um kaupið