Alþýðublaðið - 31.03.1951, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1951, Síða 4
1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardaguv 31. marz 1951. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími 4900. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Einhver veila í heila- búi prófessorsins! ÓLAFUR BJÖRNSSON pró- fessor virðist vera farinn að hafa eitthvert hugboð um það, að hann sé ekki lengur tekinn mjög alvariega af blaðalesend- um landsins; hann segir í nýrri Morgunblaðsgrein í gær, að þeim, sem lesið hafi Alþýðu- blaðið undanfarið, kunni að finnast, „að einhver veila sé í heilabúi prófessors, sem á víxl stendur að samþykktum ákveð- inna hagsmunasamtaka um dýrtíðarmál, en hamast síðan á móti þessum sömu samþykkt- um í blaðagreinum, er fjal’.a um sömu málefni“. Já, það er vissulega hætt við því, að lesendum Alþýðublaðs- ins, og ekki aðeins þeim, finn- ist þetta. Og mikið var, að Ól- afur Björnsson skyldi fá hug- boð um það sjálfur! En það hefur þó ekki nægt til þess að kenna honum að vera sjálfum sér svolítið samkvæmari hér eftir en hingað til; því í Morg- unblaðsgrein í gær gerir hann sig að viðundri á ný með því að byrja strax að skrifa á móti samþykkt þeirri, sem stjórn Bandalags starfsmanna ríkis pg bæja gerði rétt fyrir pásk- ana og hann sjálfur var með í að semja og lagði blessun sína yfir! ÍjC í þeirri samþykkt taldi stjórn BSRB, þar á meðal Ól- afur Björnsson, „að kjör meg- inþorra launafólks séu nú slík, að frekari kjara- skerðingu beri að af- stýra eftir öllum hugs anlegum leiðum“; og krefst stjórn bandalagsins þess, að ríkisstjómin „tryggi hlut- fall milli launa og raunveru- legs framfærslukostnaðar, er ekki sé óhagstæðara en var um síðast liðin áramót“. Minnir stjórn bandalagsins í þessu sambandi á það, að þétta séu engar nýjar kröfur af hennar hálfu, því að síðasta þing þess hefði vænzt þess, „að ríkis- stjórn og alþingi gerðu nauð- synlegar ráðstafanir til hefting ar verðbólgunni", en að öðrum kosti krafizt „mánaðarlegra launahækkana til handa opin- berum starfsmönnum til sam- ræmis við hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar“. Þannig hljóðaði í höfuðat- riðum samþykkt sú, sem stjórn BSRB gerði fyrir páskahelg- ina og Ólafur Björnsson pró- fessor var með í að samþykkja. * En Adam var ekki lengi í paradís og Ólafur Björnsson ekki lengi á „línu“ Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Strax í gær byrjaði hann að skrifa í Morgunblaðið á móti samþykkt þess, sem einnig var hans eigin samþykkt, en reyndi þó jafnframt að draga fjöður yfir það með því að gera sem minnst úr kröfunni um „mán- aðarlega launahækkun til handa opinberum starfsmönn- Göturnar undir klakanum. — Leitað að lausn. — Bréf frá Akurevri. um til samræmis við hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar11, en sem mest úr kröfunni um „nauðsynlegar ráðstafanir til heftingar verðbólgunni". Að vísu er prófessorinn ekki al- veg viss um það, að núverandi ríkisstjórn hafi gert „nægilega öflugar ráðstafanir til þess að vinni bug á dýrtíðinni“(!); en þó vill hann helzt að því ha’l- ast og ber í því efni fyrir sig blöð stjórnarandstöðunnar, sem hann segir, að hafi „að undanförnu álasað ríkisstjórn- inni fyrir það, að hún hafi að- hafzt of mikið í þessum efn- um, en ekki o"£ lítið“(!) Er Ól- afur Bjömsson prófessor áreið anle^a eini maðurjnn í öllu landinu, sem hefur getað lesið slíkt út úr blöðum stjórnar- andstöðunnar undanfarið, að minnsta kosti út úr Alþýðu- blaðinu. En því virðast engin takmörk sett, hyaða vitleysur þessi „vísindalegi" hagfræðing ur og prófessor getur farið með. * En hvað um það: Kvort held ur ríkisstjórnin hafi gert of mikið eða of lítið að því, að vinna bug á dýrtíðinni, þá læt ur hann það ekki undir höfuð leggjast, að ganga að endingu alveg í berhögg við sína eigin samþykkt í stjórn BSRB fyr- ir páskana, því að niðurstaða Morgunblaðsgreinar hans i gær er þessi: „Ef vöruverð er- lendis fer hækkandi, ag ó- breyttu verði útflutningsvara, getur það þó verið skynsamleg stefna af hálfu launþeganna, að sætta sig við kjara- skerðingu í því formi, að kaup hækki ekki til samræmis við erlend- ar verðhækkanir, því að það getur haft mjög slæm áhrif á atvinnu- ástandið, ef reynt er að halda uppi kaup- mætti launanna gagn- vart erlendum vörum, þrátt fyrir versnandi verzlunarár- ferði“! Með þessum orðum hefur Ólafur Björnsson enn einu sinni farið í gegnum sjálfan sig, og er nú, eins og menn sjá, kominn aftur með húð og hári yfir í herbúðir íhalds- stjórnarinnar og atvinnurek- endavaldsins. Þag er erfitt að trúa því, að sá, sem þannig talar í dag, hafi fyrir aðeins örfáum dögum verið með því, að krefjast til handa opinber- um starfsmönnum og raunar öllum launþegum „hlutfall milli launa og raunverulegs framfærslukostnaðar, er ekki sé óhagstæðara en var um síð- ast liðin áramót“, — með öðr- um orðúm: fullrar dýrtíðarupp bótar á kaupið! Og þó er það staðreynd, að hann var með í því. Er það nokkur furða, þó að ýmsum finnist, „að einhver veila sé í heilabúi prófessors", sem segir þannig eitt í dag og annað á morgun og ekki getur staðið stundinni lengur við sín eigin orð og yfirlýsingar? r Staðfest Islandsmei í skautahlaupi. STAÐFEST íslandsmet í skautahlaupi: 500 m. 51,6 sek. Kristján Árnasson KR. 1500 m. 3:46,4 mín. Edda Indriðadóttir S.A., Ak. 3000 m. 5:55.2 mín. Kristján Árnasson KR. 500 m. 71,4 sek. Guðný Steingrímsdótt ir KR. 500 m. 67,2 sek. Krist- jón Árnason KR. 500 m. 71.4 sek. Guðný Steingrímsdóttir KR. 500 m. 50,4 sek. Kristján Árnason KR. 5000 m. 10:27,9 mín. Kristján Árnason KR 1500 m. 2:51,4 mín. Kristján Árnason KR. 8.3. GÖTURNAR eru nú hver af annarri að koma í ljós untlan vetri, klaka og snjó. Erti þær að vonum ekki frýnilegar, og má gera ráð fyrir því, að hafist verði handa um endurbætur á þeim eins fljótt og nokkur kost- ur er, Því ber ekki að neit.i, að gugnagerð í Keykjavík hefur batnað mjög á síðustu tíu árum, þó að enn sé langt í Iand að sæmilegt megi teljast. Undan- j raunir með gatnagerðina, að prófa sig áfram með ofaníburð, en ekki er kunnugt um að nein endanleg Iausn hafi fundist. ERFIÐASTA VIÐFANGS- EFNLÐ virðist vera gerð mal- biksins, en sú staðneynd er kunn, að malbikið, sem hér er notað, reynist miklu ver en ann ars staðar í löndum. Jafnvel þó að ekki sé mjög lieitt í veðri, bráðnar bikið og maður veður í tjöru. Þó að þrjátíu stiga hiti sé í borgum erlendis, bráðr.ar malbikið alls ekki. SAGT ER að reyndar hafi verið ýmsar malbiksgerðir á Laugavegi undanfarin sumnr. í ljós kemur, að kaflar vegarins eru mjög mismunándi, og ætti það að vera þörf lexía fyrir verk fræðingana. Annars verð ég að koma enn einu sinni að því, að það er furðuleg íhaldssemi að steypa ekki fleiri götur en gert er hér í höfuðstaðnum. Reynsl- an af steinsteyptum vegum er mjög góð, og því þá ekki að njóta þeirrar reynslu eftir föng um, gera áætlanir um steypt- ar götur og taka hverja af ann- ari smátt og .smátt til þess að forðast að leggja í of mikinn kostnað á stuttum tíma? EFTIRFARANDI BRÉF barst mér nýlega frá G. B. á Ak ureyri: „Þegar rafstöðvarhúsið við Glerá og vélar þess brunnu í vetur, vakti það athygli, að loks ins er slökkviliðið komst á vett vang, eftir töf, vegna vanrækslu um að greiða fyrir umferðinni, þá voru gúmmíslöngur þær. sem nota þurfti við slökkvistarfið, svo fúnar, eftir slæma gaymslu í saggaskotum, að þær duttu sundur í höndum slökkviliðs- mannanna, og mun þessir van- rækslu-atburðir hafa átt aðal- þáttinn í, að svo miklar skemmd ir urðu, sem raun gefur vitni. En það mun vera almer.nt álit borgara á Akureyri, að minna sé gert úr tjóninu, en það í raun og veru er. í SAMBANDI VIÐ þessi mál, hefur líka komið á daginn, að vélar og hús voru svo til ekk- ert vátryggð. Og að líkt sé á- statt um aðra verðmætai; eignir bæjarins. Þær séu ekki vátryggð ar. Mun þetta vera atveg ein- stakt vanrækslustarf, og sem haldið hefur verið leyndu fyrir almenningi um tugi ára. I farin ár virðast verkfræðingar \ bæjarins hafa verlð að gera til- „Friðarhreyfing” á móti vopnahléi! ENGUM MANNI mun dyljast, hver er tilgangurinn með „friðarhreyfingu“ kommún- ista. Hann er sá að krefjast þess, að hætt verði fram- leiðslu vopna, sem Vestur- veldin hafa undir höndum, en Rússar ekki, og að predika lýð ræðisþjóðunum, að þær skuli vera andvaralausar í land- varnamálunum jafnframt því, sem Rússar og fylgiríki þeirra vígbúast af ofurkappi. Kommúnistum dettur ekki í hug að beina neinni þeirri á- skorun til rússnesku vald- hafanna, að þeir hætti að stofna heimsfriðinum í hættu með síauknum vígbúnaði. Þvert á móti boða þeir, að Rússar séu hinir einu og sönnu friðarsinnar. Vargarn ir í véum íriðarins eru hins vegar að þeirra dómi leiðtog ar lýðræðisþjóðanna, sem nú sjá sig til neyddar að efla landvarnir sínar vegna yfir- vofandi hættu á rússneskri árás! KÍNADEILD hinnar kommún istísku „friðarhreyfingar“ hefur nú opinberað öllum heiminum hræsnina í Stokk hólmsávarpinu svokallaða. Hún tilkynnti í fyrradag, að tilboð MacAr.thurs, yfirhers- höfðingja sameinuðu þjóð- anna í Kóreu, um viðræður við yfirhershöfðingja Kín- verja í Kóreu um vopnahlé væri móðgun við kínversku þjóðina og hvatti kommún- ista í Kína og Kóreu lögeggj an að berjast áfram, unz „innrásarher Bandaríkja- manna“ hafi verið gersigrað ur og Kórea „frelsuð“! Mörg um mun finnast þetta ein- kennileg afstaða „friðarhreyf ingar“, en aljt er þetta þó harla skiljanlegt, þegar - að því er gætt, að hér eru komm únistar að verki. KOMMÚNISTAR hafa sem sé ekkert við það að athuga, þó að Rússar og Ieppríki þeirra hefji styrjaldir og sýni öðr- um ríkjum yfirgang og of- beldi. Þeir dáðust að árás Rússa á Finna forðum daga. Þeir áttu heldur ekki org til að lýsa hrifningu sinni, þeg- ar rauði herinn kom til liðs við herskara Hitlers og rak rýtinginn í bak Pólverjum, meðan þeir börðust upp á líf og dauða við nazista. Kom- múnistar hafa vegsamað valdarán samherja sinna, uppreisnir þeirra og blóðsút hellingar. Það er því í fyilsta samræmi við fyrri afstöðu þeirra, að þeir kunnu sér ekki læti af hrifningu yfir árás kommúnistahersins í Norður-Kóreu á Suður-Kór- eu í fyrrasumar, enda ætlaði fagnaðarlátunum á „friðar- þingi“ þeirra aldrei að linna, þegar því bárust fregnir af sókn árásarhersins í Kóreu. Slík er einlægni „friðarvin- anna“, mannanna, sem undir ritað hafa Stokkhólmsávarp- ið! í LJÓSI ÞESSA er það auð- skilið mál, að Kínadeild „friðarhreyfingar“ kommún- ista vísi á. bug tilboðinu um vopnahlé í Kóreu og hvetji Kínverja og Norður-Kóreu- menn til áframhaldandi bar- áttu. Vöpnaburðurinn fer fram í þágu friðarins, þegar kommúnistar eiga í hlut, en ráðstafanir lýðræðisríkjanna til að efla landvarnir sínar með vörn frelsis síns og sjálf stæðis fyrir augum er ger- ræði við heimsfriðinn. Séu til menn á íslandi, sem efist um, að þessi túlkun á „friðar ást“ kommúnista sé rétt, þá er heimildin handhæg og ó- yggjandi. Hún er Þjóðvilj- inn, málgagn íslandsdeildar hinnar kommúnistísku „frið- arhreyfingar“. ÞAÐ ER SANNARLEGA at- hyglisvert og lærdómsríkt að kynna sér afstöðu Kínadeild ar „friðarhreyfingar“ komm únista til yfirlýsingar Mac- Arthurs varðandi vopnahlé í Kóreu. Hún á auðvitað ekk- ert skylt við einlægan frið- arvilja, heldur er hún alger andstaða hans. En svona er „friðarást“ kommúnista í Ijósi raunveruleikans. UM LEIÐ kom líka úr kaí’inu, að vatnsveitustjórn ba-jarins hefur aldrei látið gera, og á því eigi til, neinar teiknirigar yfir stærri sem smærri vatnsæðalagn ingar, og hefur oft orðið ieit að eldri lögnum, sem grafa þurfti upp og gera við. Kostnaður við slíka leit, með mörgum mönn- um í vinnu við uppgraftrarleit í mörgum stöðum, en þá svo mik- ill og óverjandi, að slíkt má ekki óumtalað líðast. Sér hver heil- vita maður hve mikið fjarmagn og vinnukraftur sparaðist við að geta gengið beint að hvern bil- aðri vatnslögn, án víðtækra og langdrægra uppgraftra út í blá- inn, unz hin rétta lögn finnst af hendingu. FÚNU SLÖKKVILIÐSSLÖNG URNAR og vatnslagnakortaleys ið eru dýrir liðir og hættulegir öryggi okkar Akureyrarborgará. Og færi betur að úr yrði bætt hið fyrsta“. Ufaniandsflug Guii- faxa í sumar. FLUGFÉLAG ÍSLANDS hef ur birt sumaráætlun sína í ut- anlandsfluginu og gildir hún frá 15. apríl. Samkvæmt áætluninni á Gullfaxi að fara til og frá Lon- don alla þriðjudaga og til Kaupmannahafnar alla laug- ardaga, en koma þaðan aftur á sunnudögum. Ráðgert er að áætlunarferðir hefjist til Osló 18. maí og verði flogið þangað hálfsmánaðarlega úr því, það er annan hvern föstudag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.