Alþýðublaðið - 22.04.1951, Page 4

Alþýðublaðið - 22.04.1951, Page 4
4 ALbÝf)UBLAf>ÍÐ Sunnudagur 22. april 1951 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hvers annars var aS vanla? TÍMINN skýrði frá því á sumardaginn fyrsta, að Mæðra félagið í Reykjavík hafi fyrir skömmu gert ályktun, þar sem látinn er í ljós sá ótti, að vand- ræðaástand skapist í húsnæð- ismálum barnafólks þann 14. maí í vor og því skorað á bæj- arstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að geta hýst þær fjölskyldur, að minnsta kosti til bráðabirgða, sem þá standa á götunni. Birt- ir málgagn Framsóknarflokks- ins frétt þessa undir meginfyr irsögninni „Líkur til að marg- ar barnafjölskyldur verði á götunni 14. maí“. En Tíminn lætur ekki við það sitja, að birta fréttina. Hann bætir \nð frá eigin brjósti eftirfarandi orðum: „Eins og sjá má af yfirlýs- ingu þessari, telur Mæðrafé- lagið vá fyrir dyrum, er húsa- leigulögin falla úr gildi. Fjölda mörgum fjölskyldum hefur verið sagt upp húsnæði, og hafa þær ekkert þak yfir höf- uðið eða verða margar að öðr- um kosti að sæta okurleigu eða mikilli fyrirframgreiðslu, sem þær ráða ekki við. Lítur því út fyrir, að til raunverulegs öngþveitis geti komið, ef marg ar barnafjölskyldur verða húsnæðislausar, og verður þá að hafa einhver viðbrögð til- tæk“. * Enginn efast um, að þessi ályktun Mæðrafélagsins sé byggð á rökstuddum ótta, og ummæli Tímans eru áreiðan- lega miklu fremur van en of, þó að fast sé að orði kveðið. Sú ráðstöfun alþingis, að setja bæjarstjórnunum í sjálfsvald, hvort húsaleigulögin skuli gilda áfram eða ekki, hlýtur að hafa margþættar og tilfinn- anlegar af.eiðingar. Bæjar- stjórn Reykjavíkur hfefur enga ákvörðun tekið um að fram- Iengja húsaleigulögin hér í bæ eftir 14. maí, enda hefur af- nám þeirra lengi verið hugð- armál afturhaldsamasta hluta íhaldsflokksins, sem nú virð- ist öllu ráða síðan stjórnarsam vinnan við Framsóknarflokk- inn kom til sögunnar. Það er því engum efa bundið, að hús- næðismál fátækustu og fjöl- mennustu heimilanna komast í algert öngþveiti eftir tæpan mánuð. En hver ber ábyrgð á þessu öngþveiti og afleiðingum þess? Þeirri spurningu er fljótsvarað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur raunar beitt sér mest fyrir af- námi húsaleigulaganna, en Framsóknarflokkurinn hins vegar hjálpað honum til þess að gera þann Ijóta draum sinn að veruleika. Tíminn og flokk ur hans ber ef til vill mun þyngri ábyrgð í þessu máli en íhaldið. Allir vissu, hvers var af íhald.inu að vænta. En Fram sóknarflokkurinn þóttist við síðustu kosningar vera fulltrúi fátæklinganna, og Rannveig Þorsteinsdóttir talaði fagur- lcga um nauðsyn þess að bund inn yrði endi á ólán þeirra, er byggju í bröggunum, sagga kjöllurunum og hanabjálkaloft unum. Eftir kosningar kom hins vegar annað hljóð í strokk Framsóknarflokksins. Pétur Jakobsson fékk birt í Tíman- um pistla um „réttlæti" þess að afnema húsaleigulögin. Og á alþingi gengu tveir af þing- mönnum Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson og Páll Zóphóníasson, fram fyrir skjöldu í baráttu afturhalds- ins fyrir afnámi húsaleigulag- anna. Hermann Jónasson taldi sjálfsagt að „jafna“ húsaleig- una þannig, að lága leigan hækkaði en háa leigan lækk- aði! Þegar Alþýðublaðið benti á, að ,,jöfnuðurinn“ myndi verða fólginn í því, aðjága leig an hækkaði til móts við okur- leiguna, ætlaði Tíminn vitlaus að verða af reiði yfir slíkri ósvífni og sleppti öllum Pálum sínum og Pétrum lausum. En nú hefur hann loksins fengið vitið. Hann segir orðrétt á sumardaginn fyrsta: „Fjölda mörgum fjölskyldum hefur verið sagt upp húsnæði og hafa þær ekkert þak ydir höf- uðið eða verða margar að öðr- um kosti að sæta okurleigu eða mikiíli fyrirframgreiðslu, sem þær ráða ekki við“. Tíminn kallar þetta öngþveiti, og er það að vonum. En honum láist að geta þess, að Framsóknar- flokkurinn ber sömu, ef ekki meiri, ábyrgð á því en íhaldið! * Þáttur Tímans í þessu máli er í fáum orðum sagt þessi: Hann hefur barizt fyrir afnámi húsaleigulaganna og varið þá ráðstöfun Framsóknarflokksins að hjálpa íhaldinu við að koma þeim fyrir kattarnef. En þegar afleiðingarnar segja til sín og fátækustu og fjölmenn- ustu heimilin eiga að flytja út á götuna, setur hann upp sak- leyissvip og fer mörgum vel völdum orðum um það, hvað þetta séu mikil vandræði! Og fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur er látinn kefjast þess af íhaldinu, að það framlengi húsaleigulög in um eitt ár að minnsta kosti! En hvað á þessi skrípaleikur að þýða? Hverjum dettur í hug, að Framsóknarflokkurinn á alþingi hafi hjálpað íhaldinu við að afnema húsaleigulögin með það fyrir augum, að bæj- arstjórnaríhaldið framlengdi húsaleigulögin í höfuðstaðn- um? Og hver tekur það alvar- lega, þó að Tíminn segi sann- leikann um afleiðingarnar af afnámi húsaleigulaganna eftir að Framsóknarfloltkurinn hef- ur lagt fram sitt lið í baráttu afturhaldsins við að koma þessari ódrengilegu ráðstöfun í | framkvæmd með fulltingi mál gagns síns? Skrif Tímans um mál þetta nú gru hræsni. Hitt er annað mál. að þau eru sann- leikur •—- beiskur sannleikur um svik Framsóknarflokksins og árás hans á garð þjóðfé- lagsins, þar sem hann er lægst- ur. Samninpr um vðru- skipii milli íslands og Danmerkur HINN 21. þ. m. var í Reykja- vík undirritað samkomulag um vöruskipti milli íslands og Dan merkur á tímabili'w frá 15. marz til 14. marz 1052. Sam- komulagið var undirritað fyrir hönd íslands af hr. Bjarna Benediktssyni, utanríkisráð. herra, og fyrir hönd Danmerk- ur af danska sendiherranum í Reykjavík, frú Bodil Begtrup. Samkvæmt samkomulagi þessu munu dönsk stjórnarvöld leyfa innílutning á 20.000 tunnum af saltsíld (þar með tal in kryddsíld c|í sykursöltuð síld), 500 smálestum af saltfiski, niðursoðnum sjávarafurðum fyrir d. kr. 200.000 og öðrum íslenzkum afurðum, og íslenzk stjórnarvöld munu heimila inn flutning frá Danmörku á sama hátt og áður hefur tíðkazt, að svo miklu leyti sem gjaldeyris ástand landsins leyfir. Auk þess munu íslenzk stjórnarvöld leyfa útflutning til Danmerkur á á- B B ■ ÝMS MISTÖK virðast hafa orðið við smíði hinna nýju tog- ara, sérstaklega í sambandi við fiskimjölsverksmiðjurnar í þeim. ***í s{ag þess ag fyrst gniíða eina vél til reynslu, og síðan hinar, voru strax pantaðar 10 vélar, og verða nú allir togararnir meira eða minna að stríða við örðugleikana. *** Þetta er mjög bagalegt fyrir togaraeigendur, ,sem treystu mjög á tekjur af fiskimjölinu til að vega á móti hinum mikla kostnaði skipanna. Þegar bóndi einn af Tjörnesi var við símaaðgerð uppi á Tunguheiði nýlega, hafði 15 símastaura gersamlega fennt í kaf, og mundi liann ekki slíkt stórfenni sína daga. Vestur-íslendingurinn KEITH GRIMSSON vinnur sér nú ört vaxandi frægð fyrir hið nýja lyf við magasári, banthine, sem hann hefur fundið upp. *** Readers’ Digest birti nýlega grein um lyfið. KOMMÚNISTAR í KRON héldu því fram, að kosningin í félaginu ætti að vera milli einstaklinga en ekki lista, og má það til sanns vegar færa eftir lögum þeirra. *** Einn maður var inni í kjörklefanum í 45 mínútur. *** Við talningu reyndist einri listi þannig, að löglega hafði verið kosið milli einstaklinga. NORÐMENN eru nýbúnir að fá fyrsta togarann frá Þýzkalandi, 630 lesta skip með fiskimjölsverksmiðju og hverju einu. Hann kostaði 100 000 pund eða 4,6 millj., en nýju togararnir okkar kosta urn 8 milljónir. SAMVINNAN er búin að fá 60 smásögur í samkeppni sinni, svo að marga virðist langa til Miðjarðarhafsins. *** Þó er frestur til að skila sögum ekki útrunninn enn. KRON-kosningin var, þrátt fyrir sigur kommúnista, mikið áfall fyrir Sigfús Sigurhjartarson innan flokksins. *** Sagði einn Moskvukommi, að það væri „réttast á helv.... hann Fúsa að missa félagið, þetta væri hans einkafyrirtæki. *** Sannleik- urinn er sá, að Sigfús og svo til allt starfsfólk KRON vill losna við ísleif Högnason, forstjórann, en Brynjólfur og hans klíka segjir stopp. KANADAMENN kvarta undan vaxandi samkeppni íslend- inga á bandaríska fiskmarkaðinum. L. M. ERICSSON, sænska fyrirtækið, segir að sjálfvirka símastöðin á Akureyri sé hin nyrzta sinnar gerðar í heimi. HEIMSKRINGLA hefur fundið nýtt verkefni fyrir Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, þegar það er búið að „finna íslenzkri tungu vígi“ vestra. *** Verkefnið er að kenna Kanadamönnum að éta fisk! AKUREYRARBÚI einn var nýlega að hlusta á erindi í út- varpinu og vissi ekki hver ræðumaður var, en dró fljótlega þessa ályktun: Við hljóðnemann sat ég, en hver var nú sá, er hóf þetta endemis blaður? Hann boðaði kreppu, ég þekkti það þá, að þetta var Framsóknarmaður! kveðnum hundraðshlutum af síldarlýsis og síldarmjölsfram- leiðslu íslands á samningstíma bilinu. þess er nú aftur að styðja í verkalýðsfélögunum á kostn að Alþýðuflokksins og nú- verandi stjórnar Alþýðusam- bandsins! Fingraför kommúnista s s S s MORGUNBLAÐIÐ telur sig í gær hafa fundið allgreinileg „fingraför kommúnista“ á samningi þeim, sem ellefu verkalýðsfélög í Reykjavík, með Verkamannafélagið Dagsbrún í broddi fylkingar, gerðu með sér í vikunni sem Ieið, um leið og þau sögðu upp samningum við atvinnu- rekendur; en í samningi þess- um er þess meðal annars krafizt, að stjórn Alþýðu- sambandsins tryggi, ef til verkfalls kemur, „stöðvun á vinnu við þau blöð, sem verða gegn verkalýðsfélögun um í vinnudeilunni“. ÞAÐ ER ALVEG RÉTT hjá Morgunblaðinu, að hér er vissulega um fingraför kom- múnista að ræða; og það er því algerlega ástæðulaust fyrir það, að vera að Hnýta aftan við athugasemd sína við þetta samningsatriði nokkr- um skætingi í garð Alþýðu- flokksins um breytta „afstöðu hans til prentfrelsisins og annarra mannréttinda“. Al- þýðfulokkurinn hefur engan þátt átt í þeirri kröfugerð, sem hér um ræðir, — að tak- marka prentfrelsið í landinu í sambandi við hugsanleg verkföll í Reykjavík r maí, og honum dettur ekki í hug, að núverandi stjórn Alþýðusam- bandsins, sem skipuð er að meirihluta alþýðuflokksmönn um, muni ljá nokkurs máls á stuðningi við svo ólýðræðis- lega kröfu. Hún mun. þess vegna, því betur, aldrei verða neitt annað eða meira en leiðinleg fingraför kommún- ista á þeim samningi, sem ellefu verkalýðsfélög í Rvík hafa nú gert með sér. En að vísu er það alveg nó", að þeim skuli hafa tekizt að gera góðan málstað verka- lýðsfélaganna tortryggilegan með slíkum ósóma. EN MEÐAL ANNARRA orða: Situr það ekki illa á Morg- unblaðinu, að vera að barma sér út af fingraförum kom- múnista á sumu því, sem nú er að gerast í sambandi við baráttu verkalýðsfélaganna fyrir fullri dýrtíðaruppbót á kaupið? Eða hafa ekki flokks- rnenn Morgunblaðsins í verka lýðsfélögunum nú gert hreint og beint bandalag við komm- únista til þess að leggjast á baráttu verkalýðsins og stöðva þau verkföll, sem til hefur staðið að hefja? Tóku þeir til dæmis ekki höndum saman við kommúnista í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði til þess að hindra undirritun samnin^a við Hafnarfjarðarbæ um fulla dýrtíðaruppbót á kaupið og fresta boðuðu verkfalli þess félags um óákveðinn tíma? Gerðu þelr ekki það sama í Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði núna á föstudaginn til þess að fá boðuðu verkfalli þess frestað, einnig um óá- kvæðinn tíma? Og hefur ekki Morgunblaðið fagnað þessari endurnýjuðu samvinnu í- haldsmanna og kommúnista í verkalýðsfélögunum og góð- um árangri fyrir atvinnurek- éndur af henni? Hvafe. er það því að kvarta undan fíngrá- förum kommúnista? Þetta er lýðurinn, sem það og flokkur MORGUNBLAÐIÐ hefur um nokkur ár þótzt vilja heyja heiðarlega baráttu lýðræðis- sinnaðs blaðs gegn fimmtu herdeild Rússa hér á landi. En nú kemur í ljós, að alvar- an hefur ekki verið meiri í þeirri baráttu en það, að þeg- ar atvinnurekendur hér innan lands lenda í deilu um dýr- tíðaruppbótina á kaupið við lýðræðissinnaða stjórn Al- þýðusambandsins, og komm- únistar óska þeirri sambands- stjórn ósigurs x voninni um að geta því betur komið ár sinni fyrir borð í vonsviknum verkalýðssamtökum á eftir, þá gera Morgunblaðið og at- vinnurekendur sér hægt um hönd og ganga beinlínis í bandalag við kommúnista á móti hinni lýðræðissinnuðu forustu Alþýðusambandsins! Hvaða furða þess vegna, þó að kommúnistar þykist nú geta fært sig nokkuð upp á skaftið, með svo ágæta banda menn að baki, og skipað fyr- ir um það, hvaða blöð fái að koma út í landinu? Og hafa ekki meðal annars nokkrip ágætir flokksmenn Moi-gun- blaðsins í verkalýðsfélögun- um undii’i'itað einmitt þann samning, sem hér um ræðir, og þar með þessa þokkalegu kröfu kommúnista? :

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.