Alþýðublaðið - 22.04.1951, Page 6

Alþýðublaðið - 22.04.1951, Page 6
0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 22. apríl 1951 BOÐNIR Á RIÐSTOFU SÁLARRANNSÓKNARANS Jón Hrekksmiðs, Gutti Gutt og Jón Þeosof sitja við borð, al- þakið úílendum og innlendum blaðaræksnum. Jón: (Við Qutta.) Hversvegna ert þú úrskurðaöur í geðveikis- rannsókn, iagsi? Gutti: Ég hef drýgt svívirði- legasta glæp á íslandi. Ég sigldi á Ameríku og keypti tvinna- kefli. Jdn: Hvít tvínnakefli. Keypt- irðu mikið? Geturðu látið mig liafa nokkur dúsín til þess að iselja á bak við í sjoppunni, lagsi þegar við erurn búnir að fá vottorðin? Gutti: Þeir fundu nú aldrei nema þetta eina kefli. Jón: Og vár það 'allí og sumt? Gutti; Nei, — þeir fundu aldr ei nema þetta eina kefli. Áftur á móti fundu þeir tollsins þef- arar ekki splunkunýjan fjög- urra manna Iúxus. Þeir finna aldrei þótt maður smygli upp nýjum bílum, því að þeir, sem Ieita að einu hvítu tvinnakefli, sjá ekki lúxusbíla. Þeir, sem eru í mínurn bransa, eiga allir bila. Maður, sem ekki hefur lslófest fágurgljaandi ámerískan bíl, veit ekki hváð það er áð lifa. Við erum bílaþjóð. Á næturnar, þegar mer líður illa, og mig lángar til aðdifa, ek ég niður í miðbæinn í lúxusnum mínum, og þú getur bölváð þér úpp á, áð þá veiði ég vel. Hvílík gang- mýkt, hvílíkur gljái . . . Jón: Ertu aflögufær á bíla? Gutti; Hvart ég er aflögufær eða aflögufær ekki ... það skiptir þig engu máli. nema þú sért til í svartabraskið. En ég veit hvað það er að hafa lifað. Þið, sem eruð bílalausir, vitið ekki hvað það er að hafa lifað. Jón: Því lýgurðu. Við lofum baeði okkur og öðrum að lifa. Víð elskum vora umferðarmenn Ingu. Gutti: Ég hef fengið íbúð með öllum þægindum og í nýju liúsi fyrir bíla, þvottavélar, ísskápa, hrærivélar, útvarpsgrammófóna og stælbindi, og svo var ég napp aður fýrir eitt hvítt tvinnakefli. Og fyrir stælskó, nælonsokka, undirföt og tuggugúmmí hef ég fengið tvær konur og tvö börn að auki ... Jón: Börn . . .? Gutti: Já, — bara fyrir nyl- onsokka, stælskó og tuggu- gúmmí hef ég tvö börn á mínu framfæri ■. . . en hvorugt sko með konunurh, lagsi. Það hefur þú sloppið við. Jón: Og ertu nú Svo viss um það? Ætli ég eigi ekki eitt þess hattar að minnsta kosti. Þú ætt- ir að vita, hvernig kérlingin mín . horfir stunáum á mig. Gutti: Og hvernig stóð á því að þú lentir í þessu? Jón: Ef þú heldur að ung stúlka hafi aldrei fengið nælon- sokka á bak við í búðarsjopp- unni minni, þá feilar þér, lagsi. (Við Jón Þeosof.) Og hvers vegna ert þú hér? J. Þeosof: Og það fannst á mér perlufesti og armbandsúr. Ég var að reyna að nappa mér kvenmann. . . . Það var þýzk vinnukona. Þarna fyrir norðan. Jón: Nú-nú. J. Þeosof: Það var annar far- inn að jobba við hana, og svo var það á balli þarna í sveitinni að ég reyndi að hella hann full- an, og svo keyrði hann á belj- una prestsins og drap hana. Og svo, skömmu seinna, kviknaði í jeppanum hans með óskiljan- legum hætti, og þá var ég grip- inn. Meðan málið var í rann- sólín, fór bróðír eljára míns á fylierí með. sprúttaranum, sem hafði selt mér brennivínið á ballinu, og sprúttarinn sagði honum upp alla söguna. Jón: Og hvað vilja þeir með þíg hingað? Hvers vegna láta þeir þig ekki strax á letigarð- inn, mannskratti? J. Þeosof: Sýslumaðurinn var alltaf á þingi, og mátti ekki vera að dæma í máíinú. Jón: Það er nýtt, ef þeir eru aflögufærir á tíma til embættis- verka hérna fýrir sunnan. J. Þeosof: Og auk þess er sprúttarinn, sem seldi mér brennivínið, helzti smali sýslu- mannsins við þingkosningarnar, svo að ekki má koma honum í ólukku. En ef hann segir, að ég hafi fyllt eljara minn til þess að hann keyrði á beljuna, þá er það lygimál. I-Iins vegar fundu þeir á mér perlufestina og úrið, þeg- ar þeir drógu mig sofandi niður úr gluggatóftinni á bænum, þar sem sú þýzka var. Jón: Heyrðu, lagsmaður, — ég skal kaupa hvorttveggja af þér fyrir sæmilegt verð þegar búið er að rannsaka okkur vit- lausa, og við erum orðnir á- byrgðarlausir gagnvart öllu, — lfká voru kvennafari. J. Þeosof: Þeir tóku hvort- tveggja áf mér. Jón: GetUrðu þá ekki náð í meira af slíku glingri? J. Þeosof: Það «r ekki svo hlaupið að því. Til þess verður maður að hafa ráð á jómfrú, sém getur náð í dollara á Kefla- víkurflugvelli á minnkandi íungli. Jón: Hvernig í fjandanum gaztu fengið jómfrú til þess að ná í dollara suður á Keflavíkur- flugvelli? J. Þeosóf: Hún systir mín gerði þáð fyrir mig. Hún er skipsjómfrú. . . . Og svo sofnaði ég þarna í gluggaíófíinni á bæn ,,Og þá er það Stella.“ hélt ég áfram og var nú sjálfur tek inn að 'Sannfærast af röksemd- um mínum. „Stella er á valdi stöðugrar hugsunar um móður sína og haldin þrá eftir ást nennar og umönnun. Sem barn hafði hún ímyndaá sér að móð- irin kæmi að rúmi hennar á hverri nóttu, og í minningunni varð þessi ímyndun hennar að vissu veruleikans. Þegar hún var stödd uppi á stigapallinum forðum, varð endurminningin, sem umhverfið hafði eflt til á- hrifa í undirmeðvitund henn- ar, taugum hennar um megn. Þegar hún síðan lagðist til svefns í því herbergi, sem hún hafði dvalizt í sem barn, hlaut þetta afl að leiða hana í gönur. Ég geri ráð fyrir, að það hafi verið endurminningin um ilm- inn, sem fyrst sagði til sín og átti upptökin að seíjuninnr. Ekkert fyrirbæri, sem skvn- færi okkar greina, er okkur jafn minnisstætt og þefur, hvort sem hann hefur verið okkur ljúfur eða óþægilegur. Mary hefur notað mímósuilm- vatn að staðaldri, og Stella mundi það svo vel, að um leið og sefjunin batt yfirvitund hennar og undirmeðvitundin náði valdi á henni, greindu skynfæri hennar ilminn. Og þar sem þessi ilmur var í und- irmeðvitund hennar eins konar kennimerki móðurinnar, er það ekki nema eðlilegt að sefjunin héldi áfram og hún sæi svip móður sinnar við rekkjustokk sinn. ...“ Pamela andvarapði. „Mér þykir það ákaflega leitt Roddv, en rök þín sannfæra mig ekki; enda þótt ég finni, að þau séu hin sennilegustu. Getur það verið, að ég hafi látið fyrir- fram tekna afstöðu villa svo um fyrir mér, að ég trúi aðeins því, sem ég vil trúa, hvort ’sem nokkur rök styðja það eða ekki? Ég reyna að einbeita hugsun minni að ráðningu þessarar flóknu gátu, en allt kemur fyrir ekki, — ég sé allt í þokumóðu." Og við vorum engu nær hvað lausn gátunnar snerti, þegar Scott læknir kom með skozka hvolpinn rennblautan og for- úgan á hæla sér. Vesalings hvolpurinn kannaðist auðsjá- um, þar sem þýzka stelpan á heima, og þar tóku þeir mig. . . . Jón: Það var og. Því í fjand- anum svafstu líka ekki heldur inni hjá stelpunni? J. Þeosof: Sonur bóndans svaf hjá henni þessa nótt. Jón: Þú verður svo áreiðan- lega rannsakaður bæði vankað- ur og vitlaus. ... (J. Þeosof fer að skæla.) anlega við sig í híbýlunum og mundi allt, sem þar hafði fyrir hann borið nóttina góðu. Að minnsta kosti virtist hann á báð um áttum uirt hvort hann ætti að hætta sér inn eða ekki; og þegar inn kom, þefaði hann og starði athugandi og tortryggn- islega allt í kringum sig, áður en hann þorði að leggjast fyr- ir. Pamela veitti öllu atferli hans nána athygli, skildi að sjálfsögðu þegar af hverju það stafaði, og rödd hennar var þrungin samúð, þegar hún spurði Scott lækni, hvort hvolp urinn væri búinn að ná sér sæmilega eftir taugaáfallið. „Því sem næst, að því er mér virðist,“ svaraði læknirinn og misskildi hluttekningu hennar, „en ég er hræddur um það, því miður, að enn sé hann ekki orð inn svo hress, að þorandi sé að skilja hann hérna eftir.“ „Nei, -— ekki að svo komnu,“ svaraði. Pamela,. og síðan varð löng og leíð þögn. Scott lfeknir virtist gera sér í hugarlund or- sök þess, að hvolpgreyið hafði hlaupizt á brott úr vistinni, en kunni hins vegar ekki við að vekja máls á því, við, sem víssum orsökina, töldum heppi legast að láta málið liggja í þagnargildi að svo stöddu. Læknirinn virti Pamelu fyrir sér í laumi; veitti því að sjálf- sögðu athýgli, að hún var orð- in guggin og tekin til augn- anna, en gat hins vegar hvorki sýnt henni samúð eða boðið henni ráð og aðstoð sem lækn- ír eins og allt var í pottinn bú- ið. Hann var þögull undir borð- um og svipdapur, enda þótt við neyttum allra ráða til þess að bann tæki aftur gleði sína, það var ekki fyrr en við tókum að ræða við hann um héruðin á Mið-Englandi, sveitirnar í De- vón og háttu manna þar, að dá- lítið glaðnaði yfir honum. Hann var sem sé borinn og barnfæddur á þeim slóðum og allur með hugann þar, enda þótt hann hefði dvalið lang- dvölurn annars staðar. Hann tók að segja okkur frá öllu því erfiði og harðræði, sem hann hafði orðið á sig að leggja til þess að geta stundað skólanám og náð læknisprófi, og því næst sagði hann okkur frá þvi, hversu mjög hann ynni hafinu 'og sjóferðum. „Og þegar ég fékk’ stöðu í Biddlecombe, þorpinu við haf- ið, þótti mér sem hefði ég him- in höndum tekið,“ sagoi hann. „Og enn er ég sama sinnis. Fyrir hálfu ári síðan hafnaði ég stöðu í Birmingham, enda þott launin væru margfalt hærri en hér.“ Hann hló við, þegar hann skýrði okkur frá þessu; varð síðan allt í einu ákaflega alvar- legur, rétt eins og hann sæi eftir öllu samán, þegar hann athugaði málið betur, og hefði látið undir höfuð leggjast að gera það þar til nú. „Hvað hafið þér verið hérna lengi?“ spurði Pamela. „Fimm ár samfleytt,“ svar- aði. Scott læknir. „Fyrst kom ég nefnilega hingað sem aðstoð armaður gamia læknisins, Rudds, sem ekki gat lengur sinnt starfi sínu sökum elli og hrumleika. Það er hálft annað ár síðan hann lézt, karlhróið, en þá tók ég opinberlega við öllu stárfi hans og embætti. ög það er gott að starfa hérna og sjúkrahúsið er að minnsta kosti óaðfinnanlegt, miðað við það, sem slík sjúkrahús ger- ast.“ Hann sagði þetta eins og hann hefði ekkert á móti að við ræddum málið nánar; ég vissi að hann naut mikils álits sem læknir meðal héraðsbúa, og mig langaði til að láta hann vita, að mér hefði borizt bað til eyrna, en kunni ekki við það og vissi heldur ekki hvernig ég ætti að bera það í tal. „Við erum hálfhissa á því, að þér skulið una yður hérna, — cn úm leið gleðúr það okkur, að þér hafði ekki látið glæsiiegri atvinnutilboð freista yðar,“ varð Pamelu að orði. Hann leit á hana, og svipur hans bar vitni einlægu þakk- læti. „Það gléður mig líka, að ég skuli ekki hafa látið þau tæla mig á brott héðan,“ svar- aði hann. Vesalings Scott læknir, hugs aði ég enn. Pamela hló. „Ég er viss um; að allt kvenfólk í læknishérað- inu er stolt af því, að megá hafa yður sem lækni. „Læknir- inn okkar er núækki aldeilis einn af gamla skólanum, — ungur og laglegur og svo ein- staklega aðlaðandi,“ — það er ég viss um að þær segja. Og svo verða þær dularfullar á svip- inn. — „Það hafa verið veik- indi hjá okkur öðru hverju síð- an hann kom, svo að við höf- um orðið að kalla hann til ökk- ar nokkrum sinnum," mælíi hún. Þetta kom Scott lækni í bezta skap. Að morgunverðin- um loknum settist hann í ann- an djúpa hægindastólinn, kveikti sér í pípu, krcsslagði fæturna og virtist hinn glað- asti. Mér féll betur við Scott lækni að sama skapi og ég kynntist honum nánar. Stórum betur en ég hafði upphaflega búizt við. Hann var að vísii hirðuíaus um ytra útlít sitt og annars hugar, en heiðvirður og

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.