Alþýðublaðið - 05.05.1951, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.05.1951, Síða 5
Laugardagur 5. maí 1951 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jón Hjálmarsson: ÞAÐ ER MÁLA SANNAST, •ao nú um þessar mundir •er sérstök ástæða fyrir íslenzka alþýðu að staldra við og íhuga gjörla vígstöðu og af- komumöguleika hins starfandi manns í voru þjóðfélagi. Það er augljós staðreynd, sem á engan hátt er hægt að snið- .ganga, að lífskjör vinnandi stétta í þessu landi hafa rýrn- að að mun á yfirstandandi ári. Orsakir þær er til þess liggja eru fyrst og' fremst tvær, og eru þær almenningi svo gjör- kunnar, að óþarft er þar um að •orðlengja. Sú er fyrr má telja •Og kalla má hina ískyggileg- ustu er atvinnuleysið, sem xnjög hefur færzt í aukana síð- astliðið ár og sums staðar kveð ið svo rammt að, að um algera ördeyðu er að ræða. Á hinu leitinu er svo hin geigvænlega vöruverðshækkun, seríi' orðið hefur nú upp á síðkastið, svo að segja jöfnum höndum á nauðþurftum almennings eins •Og á óþarfa varningi. Það segir síg sjálft hve ramm xir vandi er að hverjum verka- manni kveðinn, þegar tímabil hrörnandi atvinnu fer í hönd, hvað þá þegar um fullkomið at- vinnuleysi er að ræða, sem því miður er of algengt nú til dags. Og vissulega er það fullkomið atvinnuleysi, ; þegar fullvinn- andi og starfsfúsir menn hafa aðeins 300 til 400 kr. í kaup yf- ir mánuðinn eðg laklega það, jafnvel tímum saman, en sú er þó raunin á og það í æði mörg- um tilfelluríi. Og hverja mögu- leika hafa verkarnenn, er við slíka vá eiga að etja, á að sjá sér og sínum farborða við slík skilyrði sem þessi? Það er aug- Ijóst mól, að á því eru engin föng. Hér er þó vissulega ekki nema hálfsögð sagan. Þessu til viðbótar kemur svo hið mikla dýrtiðarflóð, sem nú hefur ver ið sleppt lausu yfir þjóðfélagið. Það eitt út af fyrir sig ógnar svo afkomu alls þorra laun- þega, að jafnvel þótt um sæmi- lega stöðuga vinnu væri að ræða, er ógerlegt fyrir velflesta þeirra undir að rísa. Mergurinn málsins er sá, að í dag er það mjög torráðin jkrossgáta öllum þorra manna, hvernig þeir geta lifað af laun- um sínum, og fyrir allmörgum er það gersamlega óleysanleg Herkúlesarþraut. Á sama tíma og þessi óheilla þróun fyrir launalýð allan á sér stað, safna atvinnu/ekndur ©g heildsalar auð fjár. Sérrétt- indastéttirnar eru skipaðar fólki, er nýtur þess að það á fjármagn og atvinnutæki. Þetta fólk hefur af þessari eign sinni ríkulegt lífsframfæri, enda þótt það komi ekki að hinu minnsta leyti að fram- leiðslustörfunum sjálft og leggi ekki neitt á sig til ýköpunar verðmætanna. Vissulega er sköpun verð- mætanna, þ. e. a. s. framleiðslu störfin sjálf, hinn stóri gerandi í þjóðarbúskapnum og grund- völlurinn undir gervallri lífsaf komu allra landsins barna. En skipting þeirra verðmæta, sem framleiðslan. skapar, hefur löngum verið og er enn það þrætumál, sem seint verður til lykta leitt svo allir aðilar uni við sitt hlutskipti. Það er um skiptingu verðmætanna. sem deilan stendur. Hér er það, sem vegi skilur með atvinnurekend um og launalýð. Þessi deila hef ur jafnan verið mjög hörð, en þó mun það sannast mála að um nokkurt skeið hafi hún eigi verið svo hörð sem nú og sókn atvinnurekenda til enn auk inna ítaka í þjóðarverðmætun- um fer harðnandi með degi hverjum. í öruggu skjóli j núverandi ríkiss.tjórnar. sem ; fast hefur lagzt á sveif með at- j vinnurekendum í þessu máli og i hagað aðgerðum sínum svo að framleiðendum sé tryggður verulegasti hlutinn. Raunin hef>-: líka orðið sú. að hlutur atvinnurekenda vavð ur æ meiri og laurþe0’r ganga með skarðari hlut frá borði r:ú en áður var. Svo mjög hefur nú upp á síðkastið á þá hallað í þessu efni, aðmöguleikar þeirra til að sjá sér og sínum far- borða eru nú orðnir-svo mjcg knappir, að við liggur neyð e;g: óvíða. Það er með öllu tilgant'S. laust fyrir sérréttindastéttina að reyna að telja fólki trú urn það að málum þjóðfélags vors sé nú svo komið, að kauphækk- un til handa launþegum sé þeim engin kjarabót, þjóðféiag ið rísi ekki undir hetri afkomu alþýðunnar. Því þeir sömu menn, sem flytja fólkinu þenn- an boðskap, lifa sökum sinnar sérréttindaaðstöðu í vellysting- um praktuglega, og ekki er á þeirra hátterni að sjá, að þeir telji glæsilega lífsafkomumögu leika neina ppðvg. að minnsta kosti þegar þeir sjálfir eiga í hlut. Þessi kenning er með ö’lu haldlaus, einfaldlega sökum þess að þeir, sem hana flytja, lifa á engan hátt eftir henni sjálfir. Enda er þessi kenning til þess eins fram sett, að fcðra tilhneigingu atvinnurekend- anna til þess að draga sem mest an hluta verðmætanna í sínar hendur við skiptingu þeirra á milli þjóðfélagsþegnanna. Atvinnurekendur hafa jafn- • an hlotið megnið af þeim verð- j mætum, sem þjóðinni á hverj- j um tíma hefur auðnazt að | skapa, enda þótt verkalýðurinn hafi unnið verkin og verið hinn raunverulegi gerandi við verð- mætasköpunina og hafi vitan- lega átt og eigi sinn óskoraða rétt til þeirra. En þau verk hafa til þessa verið minna met in við útdeilingu afrakstursins. Venjulega orðið að þoka fyrir afli auðsins og svo er enn. En fólkið krefst réttlætis. Eigin starfsgeta verkalýðsins er það einasta verðmæti, sem hann hefur umráð yfir í lífsbarátt- unni, og fullnægjandi laun fyr- ir unna virínu, svo og fullkomið kröfu þess um hlutdeild í þjóð artekjunum. Skynsamlegt mat á hinum þýð ingarmiklu störfum, sem það innir af hendi á hverjum tíma hefur ekki ennþá verið á þau lagt, og þau því síður vsrið launuð að verðleikum. Þetta er meginorsökin fyrir deilunni um skiptingú verðmæta þeirra, sem þjóðin ræður yfir. Og þetta er jafnframt og að sjálf- sögðu grunntónninn í þeim kaupdeilum öllum, sem nú eru í uppsiglingu víðs vegar um landið. Hin síaukna rýrnun lífs kjara alþýðunnar, serrr nú um skeið hefur átt sér stað. staíar beinlínis af þrásækni atvinr.u- rekendavaldsins til þess að ná undir sig æ stærri hluta þjóð- arverðmætanna algerlega án tillits til brýnustu þarfa hinna vinnandi stétta. Aukin og bætt aðstaða atvinnurekenaa til sóknar fyrir hagsmunum þeirra táknar vitaskuld vax- andi erfiðleika fyrir albýðuna á að halda sínum hlut óskert- um, og vissulega er það mein- ing þeirra að neyta sinnar bættu aðstöðu til hins ýtrssta. Þar sem allir afkomumögu- leikar launþeganna byggjast á því að þeir geti selt bað eina verðmæti, sem þeir hafa.yfir að ráða, sína eigin vinnu, á full- nægjandi verði, þá lætur það að líkum að það er hin brýn- asta lífsnauðsyn fyri? þá að vernda það sem bezt og ganga sem tryggilegast frá því að það nægi launþeg?num og skyldu- liði hans fyllilega til lífsfram- færis. Þess vegna þarf bað eng an að undra, að alþýðm verði oft og einatt að beita samtök- um sínum af fullkominni al- vöru til verndunar kjörum sín- um og réttindum með því að ákveða hæfilegt verð fyrir unna vinnu. Og verkföll og vinnudeilur eru aðeins afleið- ing þess, að ekki hefur náðst samkomulag um verðið á vinn unni á milli launþegans og vinnuveitandans, þ. e. a. s. það hefur ekki náðst samkomulag um skiptingu þeirra verðmæta, sem framleiðslan gefur af sér. Og enda þótt endanleg lausn fáist venjulega ekki á ágrein- ingsmálinu í gegnum þessar deilur, þá eru þær þó óljúgfróð mynd af meinsemdinni í voru þjóðskipulagi. Sú kjaradeila, sem alþýðan nú, næstu daga á fyrir höndum, er aðeins stækkuð mynd þess, er nú hefur verið lýst, en verður vafa laust mjög þýðingarmikil fyr- ir launþegar alla. En hún er þrátt fyrir það, aðeins eitt þeirra hjaðningavíga, sem al- þýðan er á hverjum tíma nauð- beygð til að heyja til varnar kjörum sínum og lífsréttind- um. Það er ærið oft, sem formæl- endur atvinnurekenda kalla vinnudeilur pólitískt brölt, og nú um skeið hefur í hönd far- andi kjaradeila verið stimpluð sem slík. Það má ef til vill færa nolckrar sönnur á að allar kjara deilur séu pólitískar, sem sé þær, að þær eru áwllt sprottn- ar af misskiptingu verðmæt- um skoðun bifreiða í Keflavíkurkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögum er hér með tilkynnt, að aðalskoðun bifreiða fer fram í Keflavík frá mánudegin- um 7. maí til fimmtudagsins 10. maí næstkomandi að báðum' dögum meðtöldum. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að Vörubílastöð Keflavíkur og fer skoðunin þar fram oían- greinda daga kl. 9—12 og kl. 13—16.30. Þeir. sem eiga tengivagna eða farþegabjmgi á vöru- bifreið, skulu koma með þau um leið og bifreiðin er færð til skoðunar, enda falla þau undir skoðun jafnt og sjálf bifreiðin. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini. Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjald og vá- tryggingariðgjald ökumanna fyrir allt árið 1950 verða innheimt um leið og skoðun fer fram. Séu gjöldin eigi greidd við skoðun eða áður, verður skoðunin ekki fram- kvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg. Er því hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða iag- færa númeraspjöld á bifreiðum sínum, ao gera það taf- arlaust nú, eða áður en bifreiðaskoðunin hefst. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á ofangreindum dögum, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögum og bifreið hans tekin úr um- ferð, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðareigandi. (eða umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum komið með bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber þeim að koma á Vörubílastöð Keflavíkur og tilkynna skoðunarmönnum það. Slíkar tilkynningar í síma nægja ekki. Þetta er hér með tilkynnt öllum, sem hlut eiga að máli til eftirbreytni. Bæjarfógetinn í Keflavík, 2. maí 1951. Alfreá Gislason. anna á milli þjóðfélagsþegn- anna. Frá þessu sjónarmiði einu er til dæmis sú deila póli- tísk, sem nú fer í hönd. En vissulega skiptir það ekki má!i hvaða nafn málpípur atvinnu- rekenda gefa kjarabaráttunni. „Þeir gefa ávallt eins og þeir eru góðir til.“ Merguriiín máls- ins er sá, að það er sama hvaða stjórnmálaflokki launþeginn fylgir, þá er þörf hans fyrir að halda kjörum sínum í horfinu sú sama; réttlæti við útdeil- ingu þeirra auðæfa, sem þjóð- in heíur yfir að ráða, er sama lífsnauðsynin fyrir hann hvaða skoðun sem hann annars kann að hafa á þjóðmálum. Þess vegna er það blekking og ann- að ekki, þegar reynt er að stimpla launabaráttu, sem þess stimpla þessa launabaráttu sem „pólitískt brölt“. Það er að- lefi fil sölu tvær góðar fjögurra herbergja íbúðir í Austurbænum, og eina tveggja herbergja kjallaraíbúð. Ennfremur mjög glæsilegt einbýlishús utan við bæinn, ásamt góðu landrými. ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON hrl. Austurstræti 14. eins gert til þess að sá,i tortryggni og ala á úlfúð innbyrðis á milli launþeg- anna og veikja þá þannig í lífsnauðsynlegri kjarabaráttu. Þessi tilraun atvinnurekenda mun vissulega á engan hátt tak ast, launþegarnir vita vissulega hvar skórinn kreppir. Þeim er Ijóst hver vá er fyrir dyrum þeirra ef ekki er að gert. Og þeim er að fullu Ijóst að þeir einir með samtökum sínum eru þess umkomnir að hrinda árás- um og sókn atvinnurekenda og vernda þar með kiör sín. og mannréttindi. Jón Hjálmarsson. Kvenréttindafélag / Islands heldur furíd "7. maí n. k. kl. 8,30 s. d. í Aðalstræti 12. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Henrik Aubert ritstjóri flytur erindi iiríí"Cam- elli Collet. ' 3. Kvikmyndir frá Nor- egi. Félagskonur mega taka með sér gesti. Stjórnin. i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.