Alþýðublaðið - 05.05.1951, Qupperneq 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 5. maí 1951
NEMA HViÁ-Ð?
'■■'XWt. ..
UVAÐ?
Hvað var í aðsigi?
Það var eins og morgumnn
væri þrunginn einverju sterku,
óræðu hugboði. Gluggarnir
störðu út á götuna í ofvænl. ó-
sagðrar spurningar og auðar
fánastengurnar teygðu sig upp í
grámósku himinsins eins , og
upphrópunarmerki. — Jafnvel
öskutunnurnar á bak við hiísin
ypptu hlemmunum, rétt eiiig og
þegar svefnbundinn m.gður
lyftir öðru augnalokinu, þsfgar
hann hyggur sig hafa riwpið
óm af hringingu fjarlæ^rar
vekjaraklukku.
Það var eitthvað í aðsigi, —
en hvað?
Vetrarþreyttir mgnn opriúðu
útidyrnar, námu sem snöggfpast
staðar á þröskuldinum og skim-
uðu í kringum sig syfjuðum ;aug
um, hnusuðu og skimuðu, eins
og þeir finndu einhverja annar-
lega lykt; nei, það var ekki lykt,
það var eitthvað annað, og allt
í einu voru þeir glaðvaknaðir
. . . hver skrattinn, þetta var
ekki venjulegur morgun . . . það
skyldi þó aldrei vera vorið? Að
það væri nú loksins komið í
fýllstu alvöru?
Nei, það var ekki vorið. Það
var ... ja, hvað var það eigin-
lega? Þeir hnusuðu og skimuðu;
þetta, það var eitthvað kitlandi
og iðandi; eitthvað sem vakti
með manni eirðarleysi og fiðr-
ing; maður var þó ekki orðinn
kalkaður og farinn að ganga í
barndómi. Bull og vitleysa, mað
ur verður ekki gerkalkaður á
einni nóttu.
Léttum skrefum gengu þeir
niður tröpptírnár, út á gang-
stéttina, og sumir urðu að beita
sjálfa sig hörku til þess að þeir
færu ekki að blístra, gudnæt
ærín eða eitthvað álíka gáleys-
islegt, miðað við þáð, að maður
er skrífstofumaður og meðlim-
ur í starfsmannafélagi ríkis og
bæja. Og það gerðist þennan
rnorgun, að margur sextugur og
gráhærður séntilmaðurinn
spratt eiris og fjöður úr sæti
sínu í strætisvagninum, bukk-
aði sig og beygði fyrir einhverri
ssytján ára biómarósinni og
bauð hérini sætið, stóð síðan
keikur og lappagleiður, hallaði
sér sitt á hvað og sneri upp á
skrokkinn til þess að halda jafn
væginu, en lét ekki svo lítið að
lyfta héhdinni til þess að þiggja
aðstoð loítsrimilsins. Þetta gátu
strákarnir, og þegar allt kom til
alls var maður ekki nema sex-
tugur. Og sögðu vísindamenn-
irnir ekki, eð maður væri ekki
eldri en maður sjálfur kysi, eink
um ef maður æti lauk og krúsku
niauk til þess að viðhalda bless
aðri æskunni. Þetta var nnnars
einkennitsgur morgunn, manni
þótti sem maður gæti stokkið
yfir gaddavírsg'irðingar. , . .
Og stúlkurnar. . . . Þær eru
nú alltaf kapítuli út af fyrir sig,
og þehnan morgun voru þær ó-
venju kynlegur kapítuli.
Það brann glóð í augum
þeirra. Það brarm glóð í svip
þeirra og hver minnsta hreyfing
þeirra var þrungin dulum, eggj-
andi þrótti. Þær létu augnalokin
síga, en maður fann samt hvern
ig þær horfðu. Horfðu á allt og
alla, þyrstar og spyrjandi. Jafn-
vel hálffimmtugar ritvélaramb
áttir horfðu og horfðu, þar sem
þær sátu í strætisvagninum, og
engri þeirra varð það að geispa.
Hvað þá dotta. Það var engu
líkara en þær hefðu vakað alla
nóttina, vakað við söng og dans,
en finndu ekki til þreytu eða
syfju og væru staðráðnar í að
vaká bæði nótt og dag héðan af.
Sumar þeirra dilluðu jafrivel
fætinum til, taktbundið og létt,
eftir einhverju lagi, sem hlaut
Þetta var óvenjulegur morgann.
að hljóma hið innra með þeim.
Það var víst um það.
Og þegar út úr strætisvagnin-
um kom, varð maður þess enn
betur var, að eitthvað óvenju-
legt hlyti að vera í aðsigi. Gang
stéttirnar í miðbænum voru að
vísu eins og' þær áttu aðsér. en
nú var klukkan ekki tiu. og.
samt var þar krökkt af fólki.
Við nánari athugun kom í Ijós,
áð þetta fólk var mestmegnís
kornungar stúlkur, svona á
milli vita. Og þær voru búnar í
sitt bezta skart, púðraðar, máí-
aðar og brúnaplokkaðar off hani
ingjan má vita hvað. . .. Og
þarna æddu þær um Austuv-
strætið frarii og aftur, eins og
þær væru haldnar annarlegu
leitaræði, eða þátttakendur í
kappgöngu. Jú, þær hlutu að
vera haldnar einhvers konar
æði, því að þær voru þégar, að
minnsta kosti sumar hverjar,
farnar að tala tungum. . ..
Óh, mædír . . . júdont mínit
. . . rilí . . . arjú kreisí . . .
Og gamli, gráhærði skrif-
stofuséntillinn, meðlimur í
sambandi starfsmanna ríkis og
bæja og stofnandi bridsfélagsins
Framhald.
hefur afgreiðslu á Bæj-
arbílastöðinni í Aðal-
istræti 16. Sími 1395.
’Dorothy MacArdle
75. dagur
Ó B O Ð N I R GE S T I
ig í ósköpunum mátti slíkt eiga
sér stað? ....
Pamela sat þögul og horfði
fast og athugandi á mynd þá,
sem merkt hafði verið við í
bókinni, sem hún tók. Sviþur
hennar lýsti megnri andúð og
gremju. Hún rétti mér bókina.
„Þessi Meredith hefur verið
sannkallaður djöfull í rnanns-
mynd,“ sagði hún.
Þetta var heilsíðumynd.
„Fyrirmynd listamannsins"
hét hún. Hún sýndi fyrri
myndina, ,,Dögun“, þar sem
hún hékk á vegg í glæsilegri
umgerð. Sú eftirmynd var ein-
staklega vel gerð, æskug’eði og
birtu ástarinnar stafaði af
mynd hinnar yndislegu kven-
veru.
Annað var það þó á þessari
mynd, sem vakti enn meiri at-
hygli heldur én þetta heillandi
fagra stúlkuandlit. Það var
kona, sem sneri sér frá mynd-
inni á veggnum í örvæntingu.
Myndin sýndi aðeins höfuð
hennar og herðar, og þegar
manni varð litið á andlit henn-
m', virtist það fyrst í stað
vera alger og tjáningarskýr
mótsetning við andlit ungu
stúlkunnar, táknræn túlkun
hinna tveggja miklu and-
stæðna, æsku og elli. Þessi and-
stæðni varð manni enn greini-
legri fyrir þá sök, að bæði and-
litin horfðu nákvæmlega eins
við manni; en ekki hafði mað-
ur lengi virt fyrir sér andlitin,
þegar maður uppgötvaði sér til
óvæntrar undrunár, að þarna
var í rauninni um sama andlit-
ið að ræða. Og við enn náriari
athugun gat engúm dulizt, að
konan, sem sneri sér í svo sárri
örvæntingu frá mynd sinni á
veggnum. var alls ekki gömul
að árum, heldur vár andlít
hennar tært af hungri eða
sjúkdómum, hörkulegt og svip-
tryllt. Það var engu líkara en
að hún væri orðin óhugnanleg
skrípamynd af sjálfrj sér. Enn
bar hún sömu kögursíðu þrí-
hyrnuna og á hinni myndirini,
enn hélt hún blævængum að
barmi sér. Mydin var illgirnis-
lega hnitmiðuð og miskunnar-
laus frásögn um ill og miskunn-
arlaus örlög.
„Hún elskaði hann svo heitt,
að það gekk brjálæði næst,“
mælti Pamela lágt og seint.
„Hún leitaði hingað aftur vegna
þess, að henni var lífið óbæri-
legt böl án hans, og samt gat
hann gert annað eins og þetta“.
Ég minntist frásagnar ung-
frú Holloway, er hún kvað Me-
retith málara hafa beðið Mary,
konu sína, þess, að Carmel
fengj að dveljast þar um hríð
vegna þess, að sér hefði komið
í hug mynd, sem hann gæ.ti
ekki málað án þess, að hafa
hana .við hendina sem fyrir-
mynd.
„Hann málaði þesa mynd af
henni, þegar hún dvaldist hel-
sjúk á heimili hans,“ mælti Pa-
mela enn, og rödd hennar titr-
aði af gremju. „Þegar setið
var til borðs, gat hann starað
á hana langa hríð; síðan tók
harin viðbragð, stökk upp stig
ann og inn í vinnustofu sína.
aflæsti henni og tók að mála
af kappi. Ungfrú Hollowry
sagði, að hann hefði oft blístrað
glaðlega við vinnu sína .... Og
til þes að reka smiðshögið á
glæp sinn, lét hann kalla Car-
mel upp í vinnustofuna, sýndi
henni myndina, sem þá var
víst því sem næst fullgerð, og
síðan veitti hann svip hennar
nána athygli, til þess að kom-
Est að raun um hvernig henni
yrði við. Hann starði á hana,
til þess að geta munað svip-
brigði hennar, svipbrigðin, sem
lýstu hinni sárustu örvænt-
ingu, reiði og jafnvel hatri. Og
þegar hún var horfin út úr
vinnustofunni, viti sínu fjær af
hefndarþrá og reiði, rak hann
smiðshöggið á þetta glæsilega
verk sitt, einmitt er hún háö'i
banastríð sitt.“
„Já, og ekki nóg með það,
heldur sýndi hann og myndina
á almennri listsýningu," bætti
ég við, „enda þótt hann gerði
það ekki fyrr en hún var látin.“
I Pamela starði fram undan sér
‘ í orðlausum viðbjóði og skelf-
j ingu. Og það var heldur ekki
Jlaust við það, að mér sjálfum
þætti .nóg um.
„Mig undrar það ekki, eftir
að ég hef séð þessa mynd,“
mælti Pame’a enn, ,,að veslirigs
stúlkan skyldi æða út í óveðrið
og náttmyrkrið í því skyni að
varpa sér fram af klettunum.
Mig undrar það heldur ekki,
þótt hún háfi svo ætlað að
berja konu hans. Og mig undr-
ar það heldur ekkþ þótt hún
andaðist í slíkum hugleiðing-
um, að það varni henni svefns
og friðar í gröf sinni.“
„Hins vegar undrar mig ekki,
þótt hann fullyrti við konu
sína, að hann væri maður til
þess að sjá svo um, að Carmel
leitaði þar aldrei framar liúsa-
skjóls eða beina,“ varð mér að
orði.
„Og þar hafði Merediih
málari þó rangt fyrir sér,
þegar allt kemur til alls,“
svaraði Pamela. „Og meðal
annarra orða, — hvað heldur
þú að Judith hafi þótzt sjá í
speglinum? Ég veit það ekki;
hún kvaðst hafa séð þar andlit,
torkennilegt vegna þjáninga og
elli. Sjálf hélt hún, að það hefði
verið sitt eigið andlit, sem hún
sá þar, og væri sýnin þá fyrir-
boði. En, — er það ekki hugs-
anlegt, að það hafi einmitt ver-
ið svipur Carmel, sem húri leit
í speglinum? Og við þá sýn
hálfbrjálaðist hún, eins og þú
manst.“
„Ekkert skal ég um þetta
segja. Hins vegar gei'i ég fast-
lega ráð fyrir því, að henni hafi
sjálfri liðið ekki ósvipað því,
sem Carmel ks.nn að hafa liðið,
er hún í fyrsta skipti stóð and-
spænis mynd sinni hérria inni
j í vinnustofunni. Að hún hafi
: gripizt þeirri örvæntingu, sem
! enn virðist ríkja í því herbergi,
t svo skemmtilegt sem það er,
eða hitt þó heldur,“ mælti ég.
„Þau áhrif eru beinlínis
hræðileg,“ svaraði Pamela.
Enn starði hún á myndina
um hríð.
„Lizzie sagði, að augnaráð
hennar hefði verið slíkt sem
húri sæi niður í víti, þar sem
hún stóð á stigapallinuni og
starði niður í anddyrið. Ég
myndi vera þess fullviss: að þar
hefði Lizzie séð svip Carmel ef
það, að Carmel var dökkhærð
og dökkeygð, afsannaði 'ekki þá
tilgátú.“
Ég hugsaði þessa rökfærslu
hennar eitt andartak.
„Mig grunar það,“ sváraði ég
síðan, „að líkamningin hafi
ekki ekki verið svo fullkomin,
að Lizzie hafi séð öllu meira en
það, sem ég hef séð; þoku, sem
aðeins hafði tekið á sig.ógreini
lega líkingu formsins.. Og að
ímyndunarafl hennar hafi síð-
an fullkomnað myndina.“
Enn starði Pamela á hið ör-
væntingarþrungna andlit á
myndinni. „Hafi það verið,“
mælti húri, „þá má Lizzie sann-
arlega prísa sig sæla. Það hlyti
að vera óumræðilega hræðilegt
að sjá þokuna taka á sig mynd
slíka séfri þessa.“
„Já, og ef þetta andlit væ: i
svo sviþtryllt af hatri dg hefnd
arþrá í þokkribót,“ varð mér að
orði.
Mér varð litið á Pamelu, og
er ég sá skelfingarsvipinn á
Er fieilSandi ag