Alþýðublaðið - 25.05.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.05.1951, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. maí 1951. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ B ANNAN HVERN fimmtudag um það leyti, sem skrifstofu- byggangar miðbæjarins í Reykjavík tæmast og þvotta- konur taka til starfa, gengur líill hópur á móti straumnum inn í Eimskipafélagshúsið og fer með lyftunni upp á efstu liæð. Þetta eru bæjarfulltrúar Reykjavíkur, 15 menn og kon- ur, sem 55 000 íbúar höfuðstað- arins hafa valið til að stjórna jnálum sínum. Fjórða hvert ár eru þessir fimmtán fulltrúar kosnir eftir itáværa kosningabaráttu, sem ■venjulega stendur í nokkrar vikur. En þess á milli eru þeir Reykvíkingar sárafáir, sem 'vita, hvar og hvenær bæjar- stjórnin kemur saman, hvernig Rún starfar eða hvað hún gerir, ziema hvað örfá hin fréttnæm- ari málefni komast í blöðin. Bæjarstjórn Reykjavíkur Reldur fundi sína í Kaupþings- salnum; en nú á dögum þarf vafalaust að tilgreina þann stað nánar fyrir hina nýrri oe yngri höfuðstaðarbúa. Sá salur er á efstu hæð Eimskipafélagshúss- ins; var lengi vel snotur og góð- nr samkomusalur fyrir litla fundi, en nú væri vafalaust löngu búið að legja hann niður sem slíkan, ef bæjarstjórnin Réldi ekki fast við að koma þar saman á fimmtudagskvöMum. Eimskipafélagið mun vafa- laust ekki sækjast eftir þeirri npphefð, að ráðhús Reykjavík- nr sé undir súð í húsi þess, og væri sennilega búið að binda enda á feril þessara húsakynna sem samkomusalar, ef leigj- andinn, sjálfur Reykjavíkur- bær, sæti ekki'sem fastaSt. Það ■er því síður en svo húsráðend- ■um til lasts, þótt lýsing á salar- liynnunum sé ekki sem glæsi- legust, enda lagður á þau mæli- kvarði ráðhúss. Kaupþingssalurinn ber merki þess, að hann hafi í eina tíð verið virðulegur, líti’l salur. En sú tíð er liðin, og nú virðist svo, serri lítið hafi verið gert til að halda hinum gamla virðu- leik við. Þegar bæjarstjórn kemur saman, situr forseti hennar í öndvegisstað, en bæj- arfulltrúar við tvær borðaraðir út frá honum. Fyrir aftan hann i hornunum sitja annars vegar foorgarstjóri 'og hins vegar rit- ari bæjarstjórnarinnar. Fram- an til í salnum er slitinn bekkur <og nokkrir stólar, rúm fyrir 5—6 áheyrendur í mesta lagi. Þetta er að vísu feikinóg, því að slæðist svo margir borgarar inn á bæjarstjórnarfund, telst J>að til tíðinda, og bæjarfu’ltrú- ar gjóta til þeirra hornauga af forvitni og velta því fyrir sér. hvaða hagsmuna þessir áhuga- sömu kjósendur séu að gæta. Það er sjaldan annað, sem dregur menn upp undir súð í Eimskip eftir vinnutíma á fimmtudögum. Tilkynning TIMARITIÐ SAMVINNAN flyíur í nýútkomnu hefti sínu eftirfarandi lýsingu á hinum „lélega aðbún- aði valdamestu bæjarstjórnar á landinu“. írá Síldarverksmiðjum ríkisins. Útgerðarmenn og útgerðarfélög, sem óska að leggja inn síld af skipum sínum hjá oss á komandi síld- arvertíð, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það íil skrifstofu vorrar á Siglufirði fyrir 5. júní n. k. — Samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um móttöku síldar. rw i f ur riKisins Ljósin ins. Hafa menn gert sér vonir um, að höfuðstaðurinn gæti komið sér upp ráðhúsi, þar sem bæjarstjórnin fengi veglegt framtíðarheimili, en á því hef- ur einnig orðið nokkur dráttur og er nú ekki séð fram á, að ráðhúsið komist upp á næstu árum. Reykvíkingar hafa látið sig j dreyma um ráðhús árum sam- | an. Við hvejar kósningar hefur . . . ^ , . ! verið harðlega deilt á stiórn- þakgluggum Eimskipafe.agshussms syna að bæjar- j gndur bæjJrins fyrir þ. stjórn Reykjavíkur situr á rökstólum. RAFORKA (Gísli Jóh. Sigurðsson) Vesturgötu 2. Sími 80946. Raftækjaverzlun — Raf- lagnir — Viðgerðir — Raf- lagnateikningar. Fremst í salnum sitja einnig nokkrir blaðamenn, sem oftast eru einu áheyrendurnir, en undir súðinni eru gamlir básar, þar sem bæjarfulltrúar teygja úr sér, ef þeir þreytast á setu við fundarborðið. í þessu umhverfi fara bæjar- stjórnarfundir fram í Reykja- vík. Hefjast fundirnir klukkan fimm síðdegis, og hafa þá flest- ir bæjarfulltrúar lokið dags- verki og ættu, samkvæmt guðs og manna lögum að fara heim til hvíldar. Fundirnir standa oft fram á kvöld, stundum fram yfir miðnætti, og má sjá það á Ijóstýrum þakglugganna á Eim- skipafélagshúsinu, hversu lengi þeir standa hverju sinni. FURÐULEGUR HÚSA- KOSTUR Það hlýtur að vekja almenna furðu allra, sem því kynnast, hvernig búið er að bæjarstjórn Reykjavíkur. Þessi fimmtán manna hópur er ein valdamesta stofnun í landinu, sem hefur fjárveitingavald upp á 60—70 milljónir árlega (meira, ef hún vill leggja það á bæjarbúa) og stjórnar málefnum þriðjungs landsmanna í höfuðborginni. Munu þess fá eða engin dæmi í menningarlöndum, að bæjar- stjórn höfuðborgar hafi gama’t og slitið fundarherbergi undir súð í verzlunarhúsi. Bæjarstjórnin hefur verið þarna til húsa í tæp tuttugu ár. Reykjavík hefur vaxið gíf- urlega, mikill auður safnszt í borginni og fjöldi glæsilegra bygginga risið upp. En það hef- ur engin bót eða breyting orð- ið á húsakynnum bæjarstjórn- arinnar. Það er tvímælalaust rétt, að umhverfið setur mikinn svip á slíka stofnun sem bæjErstjórn- ina og hjálpar mjög til að skapa henni virðuleik. Slíku er ekki fyrir að fara í Reykjavík. Þá virðist það skipta nokkru máli í lýðræðislandi, að almenning ur hafi ekki aðeins aðgang að fundum slíkra stofnana, heldur sé vel að áheyrendum búið og fundirnir haldnir á þeim stað, sem ekki er vandlega falinn. Ekki er því heldur aS fagna höfuðstað íslenainga. ÞEGAR FLÚÐI BÆJARSTJORNIN j skömm, að bærinn hafi ekki eignazt s’íka byggingu, og við hverjar kosningar hefur verið svarað einu eða öðru, bent á ráðhússjóð, sem þegar er til, og þau vandræði, sem staðarval hefur orðið ráðhúsmálinu. Sumir vilja hafa ráðhúsið í grjótaþorpinu, og gerði Sigurð- ur Guðmundsson húsameistari teikningar að því á þeim stað fyrir allmörgum árum. Aðrir vilja hafa það við norðurenda Tjarnarinnar, og virðist sú hug- mynd eiga mestu fylgi að fagna nú. Enn aðrir vilja reisa ráð- húsið á Arnarhóli, við austan- verða Lækjargötu, eða jafnvel á hæðunum aústan við sjálfan bæinn. Málið hefur ekki verið til lykta leitt; ráðhúsið virðist enn ætla að bíða nokkur ár, og bæjarstjórnin situr enn undir súð í Eimskipafélagshúsinu. Nú kunna lesendur að spyrja, hvernig í ósköpunum slíkur fundarstaður hafi verið valinn fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur, og kann það að vera nokkur af- sökun þeim, sem því réðu, að það gerðist á sögulegan hátt. Fram til 1932 hélt bæjar- stjórn fundi sína. í Góðtempl- arahúsinu við norðurenda Tjarnarinnar. Þar er meira og betra rúm en í Kaupþingssaln- um, staðurinn auðfundinn fyrir óbreytta áhorfendu og stórum eðlilegri fundarsa’ur fyrir slíka stofnun, enda þótt meira verði varla um hann sagt í þessu sambandi. Var og raunin sú, að þá var oft margt manna á bæjarstjórnarfundum. Þá gerðust þau tíðindi í nóv- embérmánuði 1932, sem mörg- um munu minnisstæð, að áhorf- endur vildu mótmæla gerðum bæjarstjórnarmeirihlutans, og kom til mikilla átaka. Skal sú- saga ekki rakin frekar hér, en eftir það voru fundir bæjarn- stjórnarinnar fiuítir á efstu hæð Eimskipafélagshússins. Var þetta eins konar öryggisráðstöf- un. Um það má deila, hvort bæj- arstjórn haffátt að leysa það vandamál, sem viðburðirnir í nóvember 1932 voru, á þann hátt að fela sig, eða einhvern annan. Um þa má einnig deila. vhort þörf hafi verið a5 láta þessar öryggisráðstafanir standa í tuttugu ár, tnda þótt alþingi hafi orðið þess áþreif- anlega vart, að enn er til „götu þing" í Rej'kjavík. En sú stað- reynd er óhögguð, að fundar- staður bæjarstjórnarinnar er fyrir neðan allar hellur. RÁÐHÚSMÁLIÐ ’ Of og mörgum sinnum hefur verið talað um að kippa þessari bæjarskömm, sem aðbúnaður bæjarstjórnarinnar vissulega er, í lag, en aldrei hefur orðið úr því hjá ráðamönnum bæjar- kiptaskráin 1951 er komin úf. VIÐSKIPTASKRÁIN 1951 er nýkomin út, svipuð að stærð og síðastliðið ár. Þó hefur bætzt við einn kaupstaður, Vopnafjörður, og má nú fá í bókinni margvíslegar upplýs- ingar um félags- og viðskipta- mál í 40 kaupstöðum og kaup- túnum auk Reykjavík. Bókinni er skipt í 6 meginflokka: í 1. flokki eru uppdrættir af íslandi, Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði. í 2. flokki er skrá yfir öll hús í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, og tilgreind lóðastræð, lóða- og húsamat og nafn eiganda. í 3. flokki eru upplýsingar um stjórn landsins, forsetaemh ættið, hæstarétt og ríkisstjórn, skrá yfir alþingsmenn með til- greiningu flokks, fulltrua er- iendra ríkja, fulltrúa íslands erlendis, stjórn Reyi javíkur og bæjarfulltrúa. Þá er félags. og nafnaskrá Reykjavíkur. í 4. flokki eru félags- og nafnaskrár fyrir 40 kaupstaði og kauptún utan Reykjavíkur. í 5. flokki er varnings- og ctarfsskrá og er það stærsti kafli bókarinnar. Hún greinist í undirliði og ber hver liður nafn varnings. starfs eða at- vinnu, og þar undir koma svo nöfn hlutaðeigandi fyrirtækja eða manna, talin í stafrófsröð, fyrst í Reykjavík og síðpn í bæj um utan Reykjavíkur. Öll helztu varnings- og starfsheiti eru þýdd á dönsku, ensku og býzku. Aftan til í bókinni er lykill að- varnings- og starfs- skrá á íslenzku, dönsku, ensku og þýzku, og er auðvelt fyrir útlendinga að fletta upp í varn ingsskránni með hjálp þessa lykils. í 6. flokki er skrá yfir skipa- stól íslands 1951, 12 smál. skip og stærri. Enn fremur er 1 bókinni rit- gerð á ensku eftir dr. Björn Björnsson hagfræðing: Survey of Conditions of Labour and Occupational Life in Iceland (Yfirlit yfir atvinnuskilyrði og atvinnulíf á íslandi). Þarna er að finna í samþjöppuðu máli mikinn fróðleik um atvinnu- vegi landsmanna, efnahags-, verzlunar-. banka- og gýaldeyr ismál, auk stutts sögulegs og landfræðilegs ágrips. Loks er kafli með auglýsing- um frá útlendum fyrirtækjum, sem hafa áhuga á viðskiptum við ísland. Eru þær frá 8 lönd- um: Bretlandi, Danmörku, Fær eyjum, Noregi, Svíþjóð, Spáni, Tékkóslóvakíu og Þýzkalandi. Viðskiptaskráin hefur nú komið út í 14 ár og jafnt og þétt fært út kvíarnar. Stofnandi hennar var Steindór Gunnars- son prentsmiðjustjóri, og ann- aðist hann ritstjórn hennar unz hann lézt árið 1948. Núverandi ritstjóri er Páll S. Ðalmar. Út- gefandi er Steindó^sprent h.f, ;gogmn frá okkur mæla með sér sjálf. Húsgögit Co. Smiðjustíg 11. Sími 81575. \ S s s s s s s s s s s s Ulbretðið Úlbreiðlð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.