Alþýðublaðið - 25.05.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1951, Blaðsíða 4
I / ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 25. maí 1951. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjómarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Olían í íran. DEILAN UM OLIUNA I ÍRAN, sem frá hefur verið skýrt í fréttum frá útlöndum undanfarna daga og vikur, hefur skapað nýtt hættusvæði fyrir friðinn í heiminum; en að vísu er það ekki í fyrsta sinn, sem alvarlegar viðsjár eru út af því landi. Legu sinnar vegna hefur íran um langt skeið verið nokk- urs konar bitbein milli Rússa- veldis og Bretaveldis, ekki hvað sízt síðan hinar auðugu olíu- lindir fundust þar fyrir síðustu aldamót. í baráttunni um þær urðu Bretar hlutskarpari, enda eru þser olíulindir, sem hingað til hafa fundizt í Iran, aðallega í suðurhluta landsins Hafa Bretar, eða hið þekkta olíufélag þeirra, Ánglo-Iranian, sem brezka stjórnin á nú að meira en helmingi, haft einkarétt til þess að vinna olíuna úr þeim allt það, sem af er þessari öld, og eiga sargkvæmt samningi við íranstjórn olíuvinnsluréttindin áfram til ársins 1993. En Rúss- ar hafa jafnan leitað hart á íran að norðan, og er þess skemmst að minnast, að til vandræða horfði þar um skeið eftir síðustu styrjöld, er Rússar höfðu haft þar setulið ásamt Bretum og Bandaríkjamönn- um, en neituðu að verða á brott með her sinn, eftir að hinir voru farnir. Kostaði það alvar- leg átök bæði í öryggisráði og á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna, að fá Rússa til þess að standa við gefin loforð við íranstjórn um að verða á brott með setulið sitt að stríðinu loknu. * Sem kunnugt er, er það til- efni þeirrar deilu, sem nú er hafin um olíuna í Suður-íran, að þing írans og stjórn hefur á- kveðið að „þjóðnýta" o'íulínd- irnar og öll mannvirki Anglo- Iranian við þær, þvert ofan í gerðan samning við Breta. En þeirri álcvörðun hefur verið harðlega mótmælt af brezku stjórninni, sem að vísu tjáir sig reiðubúna til þess að endur- skoða samninginn með það fyr- ir augum, að hlutur írans í arðinum af olíUvinnslunni verði meiri en hingað til, jafn- vel helmingur alls arðsins; en hún hefur mótmælt því. að samningurinn verði rofinn af íran, og í því sambandi skír- skotað til þess meðal annars. að í samningnum er það bein- línis ákveðið, að honum megi ekki rifta né breyta með nein- um lögum eða stjórnarráðstöf- unum í íran. Hefur brezka stjórnin ekki dregið neina dul a það við íranstjórn, hve ör- lagaríkt það skref gæti reynzt, að rjúfa samninginn, enda var- að hana alvarlega við þeim af- leiðingum, sem það kynni að hafa. * Vera má, að úti um heim láti það vel í eyrum margra, ekki hvað sízt í verkalýðsstétt, að þjóðnýta eigi olíuna og olíuvinnsluna í íran. En haldi einhver, að þar sé um þjóð- nýtingu að ræða í þeim skiln- ingi, sem verkalýðshreyfingin leggur í það orð í Evrópu, þá væri'. það : mikill misskii-ningur. íran er stjórnað af harðsvír- aðri og gerspilltri yfirstétt stórjarðeigenda; og það er þessi stétt, sem nú heimtar ,,þjóðnýtingu“ olíunnar, — ekki til þess að alþýðan í land- inu verði arðsins af henni á nokkurn hátt aðnjótandi, held ur til þess að fylla eigin vasa. Hefur íranstjórn þó ávallt haft miklar og sívaxandi tekjur 'af olíuvinnslunni samkvæmt samningnum við Anglo-Iran- ian, enda nema þær nú um helmingi allra árlegra tekna ríkisins. Hins vegar eiga Bretar þarna miklu meira í húfi en flesta grunar. Með olíunni frá íran er allur herskipafloti Breta knúinn; en þar að auki er að mjög verulegu leyti það- an séð fyrir olíuþörf allrar Vestur-Evrópu og alis brezka samveldisins. Það væri því ekkert smáræðisáfall fyrir Breta, samveldislönd þeirra og Vestur-Evrópuþjóðirnar, ef þeir missa þa aðstöðu, sem þeir hafa hingað til haft til olíu- vinnslu í íran. Að vísu segir íranstjórn, að hún muni selja öllum þessum þjóðum olíu eins og Anglo-Ir- anian hingað til. En enginn, sem til þekkir í íran og veit, hvernig þar er ástatt nú, treyst ir því, að íranstjórn sé fær um að taka við olíuvinnslunni af Anglo-Iranian; í öllu falli óttast Bretar það, að olíuiðn- aðurinn þar eystra færi í rúst á skömmum tíma sökum skorts á fjármagni, sérfræðingum og vinnuaga, enda virðast stjórn- arvöldin í íran í seinni tíð eiga nógu erfitt með að ráða fram úr öðrum vanda, þótt þau tækju ekki þennan á sig í viðbót. Síðan í vetur má segja, að hrein og bein óöld hafi ríkt í landinu; og hefur þar allt hjálpast að: spillt stjórn, öfga flokkur Múhameðstrúarmanna, sem í marz myrti þáverandi forsætisráðherra landsins, og fjölmenn fimmta herdeild Rússa, hinn svokallaði Tudeh- flokkur, sem.alls staðar kynd ir undir óánægjunni og auð- vitað er hinn spenntasti fyrir ,,þjóðnýtingu“ olíulindanna, af því, að hún væri ósigur fyrir Breta og myndi sennilega gera tugþúsundir íranskra verka- manna, sem nú vinna við olíu- framleiðsluna, atvinnulausar og móttækilegar fyrir trúboðið frá Moskvu. Hefur ástandið í íran yfirleit verið með þeim hætti undanfarnar vikur, að margir óttast beinlínis komm- únistíska byltingu í landinu með aðstoð Rússa fyrr en síð- ar Ýmsir hafa síðustu vikurn- ar talað í fullri alvöru um þann mögúeika, að deilan um olíuna í íran geti leit til styrj- aldar. Vissulega verður á þess- ari stundu ekkert um það sagt, hve alvarlegar afleiðingar það kann að hafa, ef íranstjórn rýfur samninginn um olíu- vinnsluna á Bretum, þrátt fyr ir allar aðvaranir. En allir vita, að Bretar eru seinþreyttir til vandræða og allra þjóða ó’ík- legastir til þess að gera nokk- uð það, sem teflt gæti friðin- um í hættu, svo framarlega að þeir telji sig ekki beinlínis til neydda að grípa til vopna. Munu þeir og vel gera sér Ijóst, hver hætta væri á rúss- neskri innrás í íran að norðan, ef til vopnaðra átaka kæmi í Suður-lran út af olíulindun- um. En Bretar eru ekki einir um það að ákveða, hvað þarna skeður; og því skal hér engu sjáð úm það, hvaða viðburði deilan um olíuna í íran kann á eftir sér að draga. SKRÁFAÐ og SKRIFAÐ ÚTLIT er fyrir að íslendingar muni gerast víðreistir í sumar, Iíkt og- þeir hafa raunar gert undanfarin ár. Það tíðkast orðiS mjög eftir stríðið, að fólk bregði sér til útlanda í sumarleyfum sínum, en margir eru þeir líka sem eyða enn lengri tíma í utan landsferðir og fara víða um heim. / SUMARFERÐALOGIN AÐ BYRJA. Allt farþegarými er þegar upp pantað í nærri þrjá mánuði að og frá landinu með.stærsta far- þegaskipi þjóðarinnar, Gullfossi, en hann byrjar áætlunarferðir um mánaðamótin næstu milli Reykjavíkur, Leith og Kaup- mannahafnar. Aldrei mun held ur hafa verið jafnmikil aðsókn að Skotlandsferðum Heklu, sem nú, en skipið leggur af stað á morgun í fyrstu ferð sína á þessu sumri. EINS OG FJAÐRAFOK . . . En þetta eru nú aðeins hinar styttri ferðir, — svona réít eins og þegar menn skjótast til næsta bæjar. — Hitt er ekki orðið ó- títt að menn þeytist heimsálf- anna milli, eða takist að minnsta kosti á hendur iengri reisur en til Bretlands- og Norðurlanda. Er þess skemmst að minnast að Dettifoss fór fullskipaður farþeg um til Palestinu og víðar fyrir nokkrum mánuðum og er enn í þeirri ferð. Þá er hin kommún istíska „sendinefnd nýkomin úr Rússlandsreisu, en heimsóknir þangað eru fremur fátíðar héð- an utan af íslandi. Loks má minn ast þess, að tveir af listr.málur- um þjóðarmnar hafa nýlega brugðið sér „bæjarleið“; annar til Ástralíu og hinn til Balear- evjar við Spán. Þannig þeytast íslendingar nú sitt í hvora átt- ina, og má segja að þeir séu eins og fjaðrafok um allan heim. Ferðmaga Rússlaridsfaranna. „MENNINGARNEFNDIN", sem fór héðan til Rússlands, er komin heim, og frásagnir hennar af sælunni þar austur frá minna helzt á lýsingar Benedikts gamla Gröndals á málflutningi vesturfaraag- entanna á sínum tíma. Rúss- landsfararnir fengu allar ósk- ir sínar uppfylltar og urðu ekki á neinn hátt fyrir von- brigðum, nema hvað Guðgeir Jónsson komst ekki á stúku fund í ríki Stalíns! Gaf Krist inn E. Andrésson þá skýringu á þessu, að stúkur myndu ó- þarfar í Rússlandi, og vafa- laust hefur hann reynt að telja Guðgeiri trú um, að þannig stæði á því, að hann komst ekki á stúkufund í Rússlandi. Sannleikurinn er hins vegar sá, að góðtempl- arareglan er bönnuð í ríki Stalíns á sama hátt og sömu forsendum og starfsemi henn ar og hliðstæðra félagasam- taka var bönnuð í Þýzkalandi Hitlers! RÚSSLANDSFARARNIR voru leystir út með gjöfum. Fékk hver þeirra, og Guðgeir þá sennilega líka, kassa af góm- sætu Georgíuvíni. Kassarnir strönduðu raunar í tollinum, þegar heim kom, en „menn- ingarnefndin“ hafði að von- um mikinn hug á því að fá að njóta gjafarinnar. Er nú að- eins eftir að vita, hvort Guð- geir og séra Sigfús falla i freistni vínsins úr átthögum Jósefs Stalíns — og kannski eru kassarnir gjöf frá gamla manninum sjálfum! ÞAÐ ER ATHYGLISVERT, að „menningarnefndin“ er svo hrifin af Rússlandi, að hún ber því betur söguna en Hall- dór Kiljan Laxness hefur gert, og verður hann þó sannarlega ekki sakaður um að vera veik ur í trúnni. Kristinn Andrés- son varð undrandi á því, að La'xness skyldi finna að klæða burði fólksins í Rússlandi, sjálfur taldi hann klæði bess vönduð og snotur, þó að tízku snið væri ekki eins mikið og á Vesturlöndum, en þar taldi hann sig finna skýringuna á afstöðu Laxness, sem er katt- þrifinn og gengur flestum broddborgurum betur til fara! Rússar standa í stórbygging- um, rafknúnir strætisvagnar bruna um stræti Moskvtborg ar, og það er undantekning að sjá þar gamlan bíl. Sendi mennirnir áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa öllu þessu í blaðamannaviðtali, og þeir tókust blátt áfram á loft, þeg ar neðanjarðarbrautin > Moskvu barst í tal. Jón Hj. Gunnlaugsson lækhir á Siglu firði, sem er geðugasti maður, en virðist barnalega hrifnæm ur, skýrði frá því, að þar væri ekki möguleiki á slysi, tveir vagnar gætu ekki rek- izt á, og ekkert væri að ótt- ast, þó að einhver ökuþórinn sofnaði við stýrið! Virðast járnbrautarvagnarnir austur í Moskvu svo fullkomnir sam kvæmt þessu. að ekki sé einu sinni möguleiki á því, að ek- ið sé aftan á þá! NÝSKÖPUN OG FRIÐUR eru megineinkenni þjóðlífsins í Rússlandi að dómi sendi- mannanna. Átta stórbyggmg ar eru í smíðum í Moskvu einni og fjárfestingarleyfin ekki skorin við nögl, því að þetta eru 28 hæða húsasam- stæður! Friðarástin birtist meðal annars í því, að hersýn ingin á rauða torginu í Moskvu stóð ekki yfir ne.taa klukkutíma að þessu sinni, en Kristinn Andrésson, sem áð- ur hefur verið í heimsókn þar eystra, taldi það glögga breyt ingu í friðarátt! Og svo sá „menningarnefndin“ sjálft tákn friðarins. Jósef Stalín vappaði fram og aftur uppi á þaki grafhýsis Lenins 1. maí stutt frá íslenzku gestunum bar sig hetjulega í rigning- unni. ÞESSAR FRÁSAGNIR stinga mjög í stúf við fréttir þeirra, (Frh. á 7. síðu.) HROGNKELSAÁT En á meðal allt þetta út- stréymi á sér stað, bregður rauð magii.n og grásleppan ekki vana sínam en lóna hér um þarasvæð in við landið í mestu makindum; festa sig í netum veiðimann- anna, og þeir sem heima sitja gæða sér á þessum ljúffehga fiski, meðan hinir, sem utan. fara. éta svín, gurkur, ávaxta- mauk og fleira er þeir finná n matseðlum veitingahúsanna — að ekki sé minnst á gómsæ; vín, og bjórinn, sem flestir af- neita svo þegár þeir koma heim, og segja „öl er böl“, — þvert ofan í staðhæfingu Júlíusar Hafstein! GRÁSLEPPAN STYÐUR ÍHALÐIÐ Já, þeir sem heima sitja éta hrognkelsi af beztu list, meðan hinir spóka sig í útlöndum. Það hefur víst sjaldan verið étið eins mikið af hrognkelsum í Reykja vík og á þessu vorri, enda hef- ur veiðin verið óvenju góð, og enn er ekkert lát á henni. Það hefur verið svo rnikið framboð- ið af hrognkelsunum að verðið hefur hrapað úr 7 krónur niður í 3 krónur pr. stykki. Þar með hefur rauðmaginn og grásleppan lyft undir kenningu Sjálfstæðis- flokksins um framboð og eftir- spurn; að samkeppnin sé bezta vei ðlagseftirlitið. Svona fær í- haldið stöðugt stuðning frá ó- trúlegustu aðilum. HROGNKELSAVEIÐI FRAM í ÁGÚST. Ég átti tal við einn hrognkelsa veiðimann fyrir nokkrum dög um. Hann sagði að veiðin hefði gengið mjög vel í vor, en búast mætti við að rauðmaga- veiðinn færi að minnka, en þá vkist aftur á móti grásleppuveið in, en grásleppan veiðist vana- lega allt fram í ágúst Altmargir menn héðan úr bænum hafa stundað hrognkelsaveiðar í vor, og flestir aflað mjög vel, enda hefur tiðin verið hagstæð. VEIÐIÞJÓFAR. En ekki eru allir frórnir, sagði veiðimaðurinn enn fremur. í gær þegar ég vitjaði um netin mín, var búið að stela úr tveim ur þeirra, og sá ég eftir bátnum og stefndi hann upp á Kjalar . nes. Ekki kvaðst veiðimaðurinn j hafa nennt að eltast við þjóf 1 ana, en áleit að þetta hefðu ekki verið hrognkelsaveiðirnenn, því að þeir rændu ekki hver frá öðr um, heldur myndu þetta hafa verið einhverjir aðvífandi kónar, sem trúlega hefðu haft meiri mætur á ævintýriru — að stela — heldur en jafnvel lirognkels unum, sem þeir tóku úr netun um. VILÐI HELDUR BETLA EN VINNA Það virðist raiinar svo, sem ýmsir hafi mciri ánægju af því lifibrauði, sem þeir afla á miður heiðarlegan hátt, heldur en því að vinna ærlega fyrir sér. Og þannig er þetta víðar en hér á landi. Nýlega handtók lögregl an í Ilamborg 27 ára mann, sem Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.