Alþýðublaðið - 03.06.1951, Síða 7

Alþýðublaðið - 03.06.1951, Síða 7
Sunnudagur 3. júní 1951 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Framhald af 3. síðu. gáfu og ánöfnuðu björgunar- skútusjóðnum mestallar eigur sínar. I fyrstunni var ætluni \ að slíkt skip, sem væri að störfum fyrir Vestfjörðum, yrði einvörð' ungu björgunarskip, en síðar var horfið frá því og ákveðið að útvega skip, sem hefði á hendi bæði björgunarstörf og strand- gæzlu fyrir þessum landshluta. Var árið 1945 gerður samning- ur milli ríkisins annars vegar og Slysavarnafélags íslands og slysavarnadeildanna á Vest- fjörðum hins vegar um, að rík- issjóður léti smíða slíkt skip, en slysavarnafélagið og slysa- varnadeildirnar ó Vestfjörðum legðu fram 200 þúsundir króna til smíðarinnar. Svo var kveðið á í samningnum, að björgunar störf skyldu verða látin sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum störfum, en skipið að jafnaði vera við Vestfirði frá 1. október til maí- loka og höfuðbækistöð þess á ísafirði. Skipið var síðan byggt í Danmörku. Það kom hingað 21. apríl í fyrra og var látið heita María Júlía í höfuð þeirr- ar konu, sem gaf aleigu sína til að koma því upp. María Júlía er nokkru stærra 1 skip en Sæbjörg smálestir ' og gengur 10—12 sjómílur, að- alvél þess er 470 hestafla Pett- er-Diesel vél, og búið er það öllum nauðsynlegum siglinga- tækjum, auk þess sem það hef- ur útbúnað til landhelgisgæzlu og fiskirannsókna. BJÖEGUNARSKIP NORÐLENDINGA Björgunarskip Islendinga eru því enn ekki nema tvö, en senn er von á einu til viðbótar, björgunarskipi fyrir Norður- land. Hafa slysavarnadeildirn- ar á Norðurlandi þegar safnað m;klu fé til þeirra kaupa, eiga á f jórða hundrað þúsund krón- ur í sjóði. Mun þess væntan- lega ekki langt að bíða, að ráð- stafanir verði gerðar til að út- vega skipið, sem á að annast björgunarstörf og aðstoð við fiskibáta fyrir Norðurlartdi. (Frh. af 1. síðu.) góðum greiðsluskilmálum við skipasmíðastöðina. Má það greiða helming kaupverðsins með jöfnum afborgunum á fimm árum. Það hefur og sótt um leyfi fjárhagsráðs til þess að láta: smíða þessi skip, en ekki mun fjárhagsráð en hafa ráðið af um þá málaleitun félagsins. FLOTINN EYKST. Fari svo að Eimskipafélag íslands kaupi nýtt skip í stað Fjallfoss, eins og það ráðgerir nú, og láti smíða tvö skip í Danmörku, en selji Selfoss, eykst skipastóll þess um eitt skip, auk þess sem lestatala skipanna hefur þá aukizt meira en sem því nemur, þar eð nýju skipin eru jafnan stærri. Þá á það eftir aðeins eitt skip, sem smíðað er fyrir stríð, Brúarfoss, en hann kom hingað til lands árið 1927. Hin öll eru ný. Hrakningar. Framh. af 5. síðu. Menn voru fegnir komu okk- ar og höfðum við verið taldir af og sjálfsagt hefði þarna orðið stórslys, ef þeir Jóakim og Þórarinn hefðu ekki verið nálægt um daginn. Gifta þeirra var gifta okkar allra, og víst er um það, að enginn talaði fram- ar um þ.að að siga varðskipun- um á þá, þótt vafi léki á urn þáð, hvorum megin þriggja mílna línu þeir plægðu ölduna. Engir mannskaðar*. urðu á Sandi í þessu v.eðri og náðu öll skipin landi um daginn í heima vör þau er togararnir björguðú •ekki, nema skip það, er Sveinn frá Lág stýrði, en það var minnsta skipið, sem áður seg- ir Sveinn sigldi inn um og varð togaranna var. Þegar há- setar ræddu um að biðja tog- arana ásjár, sagði Sveinn, að hann kysi heldur að drepa sig á siglingunni en að láta helvít- is Englendingana drepa sig. En Sveinn gerði hvorugt, hann sigldi beitivind inn fyrir Brim- ilsvelli og tók land heilu og höldnu á Kletti síðari hluta dags. Þessi för Sveins þótti hin frækilegasta. Um Guðmund Jónsson á Sigurfara var þetta kveðið: Keyrir glaður keipajóinn knár Sveinsstaða Guðmundur orkuhraður áls um móinn, aflamaður víðkðnndur. Guðmundur Guðbjörnsson féll út af bryggju á Siglufirði og drukknaði. Hann var þá skipstjóri á m.b. Ingimundi gamla. S. E. Ó. ALLIANCE sjomonnum um land allt kveðjur sínar r < r Um leið og við þökkum þeím fyrir gott samstarf á liðnum árum, * árnum við þeim heilla ■ Alliance h.f. NZKIR SJOMENNI í tilefni af sjómannadeginum sendir sínar beztu liamingjuóskir9 þakkar ykkur gott samstarf á liðnum árum og óskar ykkur allra heilía í framtíðinni. Sjómannafélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.