Alþýðublaðið - 20.06.1951, Side 4

Alþýðublaðið - 20.06.1951, Side 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ i Miðvikudagur 20. júní 1951. r Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Sto'án Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasímú 4906. Afgreiðslusími: 4900. Hinir nýju riddarar iýðræðisins MORGUNBLAÐIÐ leggur mikla stund á að túlka mál- stað lýðræðisins nú til dags og fordæmir ærið óvægilega einræðisstefnu kommúnista. Sama er að segja um for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins. Einn þeirra er Gunnar Thorodd sen, borgarstjóri íhaldsins í Reykjavík. Hann hélt ræðu á þjóðhátíðardaginn og minntist á viðsjár heimsstjórnmálanna. Margt af því, sem borgarstjór anum hugkvæmdist sjálfum í þessu sambandi, var greindar- lega hugsað og prýðilega fram sett. Hámark ræðu hans var þó tilvitnun í kvæði Tómasar. skálds Guðmundssonar, Að Ás- hildarmýri ,þar sem gerður er þessi snilldarlegi samanburður á nazismanum og kommúnism- anum: „í gær var hún máske brún þessi böðulshönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir“. Þannig kemur skáldið orðum að þeirri skoðun sinni, að kommúnisminn sé í dag sama hættan fyrir friðinn og frelsið í heiminum og nazism- inn var, þegar Hitler sálugi stóð á tindi valda sinna. Höfundur forustugreinar Morgunblaðsins í gær leggur út af þessu og er svo kappsfullur, að hann gerir sig sekan um mál fræðivillu, sem bendir til þess, að hann væri mjög vanbúinn undir gagnfræðapréf. Síðan seg ir hann orðrétt: „Fyrir áratug var sú böðulshönd, sem ógnaði hamingju og öryggi mannkyns- ins, brún á lit. Þá grúfði skuggi nazismans yfir þjóðunum . . . Nú grúfir skuggi ko'Snmúnis- mans yfir heiminum. Nú er böð ulshöndin rauð“. Allt er þetta gullvægur sann leikur. En Morgunblaðið var þó ósköp lengi að átta sig á hættu nazismans, og sömu sögu var að segja um flesta forustu- menn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna taka ýmsir lítið mark á því, þó að þessir aðilar þykist nú öllum öðrum skelegg ari málsvarar lýðræðisins. Verk in eru miklu öruggari mæli- kvarði á lýðræðisást manna og flokka en orðin, þó að góð séu út af fyrir sig. Það er því at- hyglisvert að kynna sér stað- reyndir þeirra að þessu gefna tilefni. Gunnar Thoroddsen bar þýzka nazismanum söguna mjög á aðra lund í ræðu sinni á þjóð hátíðardaginn í ár en hann gerði í tímariti sínu Þjóðinni fyrir síðari heimsstyrjöldina. Nú er enginn vandi að sjá hættu nazismans. Adolf Hitler er týndur á öskuhaug sögunnar. En á árunum fyrir styrjöld- ina reyndi á kappann Gunnar Thoroddsen. Og hvernig stóðst hann þá próf afstöðunnar til nazismans? Hann dáðist að Þýzkalandi Hítlers ekki máske alveg eins, en þó á líkan hátt og kommúnistar vegsama Rúss land Stalins í dag. En ekki tekur betra við, ef * Verð á kjólum hér og bar. — Kona segir sögu og biður um skýringar. — Fagrir dagar. — Ungu piltarnir frá Akranesi. rakinn er ferill Morgunblaðs- ins. Það krafðist þess hástöfum fram á stríðsár, að gagnrýni AI þýðublaðsins á þýzka nazis- manum væri þögguð niður. Það Eá ekki einu sinni að sér, þó að Adolf Hitler hleypti heiminum í nýtt ófriðarbál. Hjarta þess sló í takt við framsókn herskára nazismans í árdögum síðari heimsstyrjaldar. Koma brezka herliðsins hingað til lands breytti ekki einu sinni afstöðu þess, og hefur þó Morgunblaðið jafnan mikla tilhneigingu í þá átt að veita hinum sterkasta að málum. Fyrst þegar hjól styrj- aldarinnar tók að snúast banda mönnum í vil og Bandaríkja- menn voru komnir til sögunn- ar, gaf Morgunblaðið nazis- mann á bátinn. Þá loksins gekk það úr myrkri einræðishnpigð- arinnar út í birtu lýðræðishyggj unnar. En nú lætur Morgun- blaðið eins og það og flokkur þess hafi alltaf verið ljóssins barn! * Arnulf Överland hefur kom- izt þannig að orði, að lofsyrði norsku afturhaldsblaðanna veki tiffinningu svipaða þeirri að vera faðmaður af þjófi. Og satt að segja blöskrar manni, þegar skriffinnar Morgunblaðsins og stjórnmálamenn á borð við Gunnar Thoroddsen reyna að teljá þjóðinni trú um, að þeir séu hinir sönnu og göfugu ridd arar lýðræðisins og fordæma brúnu og rauðu böðulshöndina vandlætingarfullum orðum. Þeir ættu að láta sér nægja bar áttuna gegn kommúnismanum og ekki að minnast á nazismann, því að það er að nefna snöru í hengds manns húsi. Og Morgunblaðsskammir um kommúnismann hrökkva skammt til áhrifa, meðan aft- urhaldið hagar stefnu sinni og etarfi þannig, að stjórnmálaá- standið í landinu er heppilegasti jarðvegur, Sem kommúnistár geta hugsað sér. Kpmmúnism- Inn verður ekki sigraður með orðum fremur en nazisminn, og þeir, sem iátast vera lýð- ræðissinnar, ættu að gera sér far um að sýna í verki að þeir séu þess verðir, að þeim sé trú- að fyrir ábyrgð og skyldu. Gunnar Thoroddsen á eftir að sanna hæfni sína sem lýðræðis sinni. Skriffinnar Morgunblaðs ins hafa heldur ekki gengið undir það próf. En það verða þeir að gera, ef msrk skal tek- ið á tali þeirra og skrifum um lýðræðið og því trúað, að þeir hafi upprætt illgresi nazism- ans úr garði sínum. Baráttan fyrir sigri -lýðræðisins er ekki eðeins fólgin í fordæmingu á einræðinu. Kjarni hennar á að vera linnulaust starf fyrir betra og réttlát-ara þjóðfé'agi. Og þess vegna er lítið lið í Gunn- ari Thoroddsen og Morgunblað lnu í baráttunni fyrir sigri lýð ræðisins. ------,---*--------- Reglur um réttindi hermanna Atlants- hafsbandalagsins I GÆR samþykkti stjórn At- lantshafsbandalagsins reglur um réttindi hermanna banda. lagsins, er hefðu hersetu í öðru en þeirra eigin landi. Reglu- gerð þessi hefur ekki verið birt enn, en Eisenhower, stjórnandi alls herstyrks bandalagsins, sagði að reglugerð þessi mark- aði tímamót í hernaðarsögu veraldarinnar. FERÐALANGUR SKRIFAR. ,JÉg tók eftir því, sem þú sagðir fyrir nokkru í pistli þínum, að í Danmörku færi verðlag mjög hækkandi eins og annars stað- ar í heiminum og að sáralítill munur væri á verðlagi þar og hér nema á matvörum, þar væri verð þeirra lægra en hér, en < hér væri það jafnvel dýrara en flest annað. ÉG HEF LÍKA ferðast undan farið og ég er þér sammála um þetta. En á einu vil ég vekja at- hygli í þessu sambandi. Þeir, sem fara utan eiga lítinn gjald- eyri ef þeir reyna ekki að kaupa sér einhverja flík. Kona, sem ég þekkti átti tæp fjögur sterlings- pund þegar hún kom til enskrar borgar fyrir nokkru. Hún keypti sér kjól og hann kostaði rúm- lega þrjú pund. Hún var ánægð með kaupin, enda var kjólinn fallegur og efnið .sæmilega gott. Einn daginn, þegar hún var á gangi hérna í Miðbænum, sá hún í búðarglugga kjóla, sem voru næstum því alveg eins og kjóllinn, sem hún keypti. HÚN FÓR inn í búðina og spurði hvað kjólarnir kostuðu og fékk það svar að þeir kostuðu 950 krónur. — Hvernig getur þetta átt sér stað? Þó að pund- in, sem konan átti hefðu verið keypt á svörtum markaði, þá hefðu þau ekki kostað nema 300 krónur. Þó að kaupmaðurinn, sem seldi kjólana hefði keypt sinn gjaldeyri á þessu verði og lagt svo á kjólana 100 prósent þá hefði það ekki orðið nema 600 krónur. Getur nokkar gefið viðunandi skýringu á þessu?“ DAGARNIR 17. og 18. júní voru óvenjulega góðir. Það er óvenjulegt hér á landi að kvöld in séu svo hlý og mild setn mánudagskvöldið. Þá var steikj andi hiti klukkan 11 um kvöld- oð svo að þúsundirnar sem voru á íþróttavellinum gengu um heitar og rjóðar eins og um miðj an sólheitan dag væri. UNGU PILTARNIR frá Akra n-esi, sem nú draga helzt að sér athygli í knattspyrnuíþróttinni koma manni skemmtilega á ó- vart. Mér hefur alltaf þótt gam an að horfa á knattspyrnukapp- leiki, og sjaldan hef ég skemmt mér eing vel, eins og horfa á leiki Skagamanna. Þeir hafa bersýnilega jiotið mjög góðrar tilsagnar, og engin getur farið í neinar grafgötur með það, að allir hafa liðsmennirnir mikið baráttuþrek og stálharðan vilja til að sigra. Tíl síðasta Kínverja HVERSU OFT hefur ekki Þjóð viljinn skrifað um skuggaleg- ar fyrirætlanir ráðamanna í Bandaríkjunum, að beita öðr- um þjóðum, þar á meðal okk- ur, fyrir sig í komandi styrj- öld, — „láta þær vera í fremstu víglínu", eins og Þjóðviljinn hefur orðað það, og taka á móti kjarnorkuárás unum (auðsýnilega frá Rúss- um), meðan Bandaríkjamenn sjálfir ætli sér að njóta örygg is á bak við breiða Atlantsála? Þessi rógur er í seinni tíð að minnsta kosti farinn að missa marks; því að síðan Banda- ríkjamenn tóku á sig hita og þunga varnarstríðsins í Kóreu, þar sem miklu fleiri Bandaríkjamenn hafa látið líf ið en hermenn allra hinna sameinuðu þjóðanna til sam- ans, er ákaflega erfitt að sannfæra menn um það, að Bandaríkin ætli að hlífa sér og fórna öðrum fyrir sig í nýrri stórstyrjöld, ef til kemur. Margt fleira mætti minna á, sem sýnir það, að Bandaríkjamenn muni hvergi láta sig vanta í fremstu víg- línu. En þetta nægir. EN ÞAÐ ER annað stórveldi í heiminum í dag, sem með miklu meira sanni verður sak að um það, að siga öðrum þjóðum út í stríð fyrir sig, en hlífa sjálfu sér á bak við víglínuna; og það er raun- ar Rússland, — ríkið, sem Þjóðviljinn er alltaf að lofa, samtímis því, að hann sví- vlirðir og níðir Bandaríkin. Fyrir tæpu ári sendi það Norð ur-Kóreumenn út í opinn dauðann til þess að færa út kvíar einræðisherrans í Kreml austur í Asíu; og þeg- ar svo margir Norður-Kóreu- menn höfðu látið lífíð fyrir Rússland á vígvöllum Suður- Kóreu, að engin von var leng ur til þess, að þeir fengju lok- ið því verki, ,sem Rússar ætluðu þeim, voru Kínverjar sendir á blóðvöllinn. Hins vegar koma Rússar sjálfir hvergi nærri að öðru leyti en því, að þeir leggja til vopn- in og gefa fyrirskipanirnar. Á- samt Norður-Kóreumönnum eiga Kínverjar framvegis að leggja til mannslífin. Upp á þau býti eru Rússar bersýni lega reiðubúnir ' að halda Kóreustyrjöldinni iáfram og að berjast til síðasta Kín- verja! NÚ ERU KÍNVERJAR að vísu margir, svo sem kunnugt er, og Kóreustyrjöldin getur hald ið lengi áfram áður en þeir eru allir. En það er ægi- leg blóðfórn, sem Kínverjar eru nú þegar búnir að færa í Kóreu fyrir hina kaldrifjuðu valdamenn í Kreml síðan í nóvember síðastliðið haust, er kínverskur her var fyrst send ur inn í landið; og það eru takmörk fyrir því, hve lengi jafnvel fjölmennasta þjóð veraldarinnar, eins og Kín- verjar, getur haldið áfram að fylla skörð eins og þau,, sem höggvin hafa verið í her þeirra í Kóreu á rúmu hálfu ári. Herfróðir menn hafa bent á þá staðreynd, að stöðugt hef ur verið að draga úr áhlaup- um Kínverja austur í Kóreu. Þau voru hörðust fyrst, en hafa orðið máttlausari, er fram liðu stundir, þrátt fyrir algert skeytingarleysi um mánnfall. Þetta kemur til af því, segja hinir herfróðu menn, að Rússar byrjuðu á því, að senda úrvalslið Kín- verja á blóðvöllinn og síðan hefur orðið að grípa til lélegri og lítt æfðari hermanna til þess að fylla í skörðin. EN JAFNVEL þótt lengi sé hægt að halda því áfram, má mikið vera, ef sú spurning er ekki farin að hvarfla að hin- um kínversku hermönnum, hvað tefji þátttöku rússneskra hermanna í þessum leik og fyrir hvað Kínverjar séu e:g inlega að berjast þar — og fórna lífi sínu? Því að víst munu Kínverjar ekki hafa lát ið sér detta það í hug, er þeir fóru inn í Kóreu í fyrra haust, að Rússar myndu fórna þeim fyrir sig svo sem nú er komið á daginn, án þess að leggja til nokkurt lið sjálfir. Og þó að Rússar kunni að vera reiðubúnir til þess að berj- ast til síðasta Kínverja, þá er ólíklegt, að Kínverjar sjálf ir kæri sig um, að halda áfram slíku stríði fyrir þá, hversu lengi, sem kann að reynast hægt að reka þá til þess. ÞAÐ VERDUR heldur ekki annað séð nú, en að Akurnes- ingar muni vinna þetta mót —• og verður þetta þá í fyrsta skipti sem utanbæjarlið ber sigur úr býtum í. þessari hörðu keppni. Það er gaman að því og getur orðið til þess að hvetja ungu Reykvíkingana til að iðka þcssa íþrótt af enn meiri kostgæfni, ■en mér finnst að knattspyrnan sé í afturför hjá liðunum í Reykjavík. Hannes á horninu. Sfykklshólms, Flat- fjarðareyja TIL STYKKISHÓLMS, Flat- eyjar og inn um Breiðafjarðar- eyjar er fyrirhuguð ferð hjá Breiðfirðingafélaginu um næstu helgi vestur á Breiða- fjörð og kvikmyndun fram- kvæmd ef veður leyfir. Áætlað er að leggja af stað úr Reykjavík kl. 13.30 á laug- ardag n.k. og koma aftur eftir miðnætti á sunnudag. Á þess- um tíma er ætlazt til að farið verði um Stykkishólm, vestur í Breiðafjarðareyjar með aðal- viðkomu í Flatey, hinu óvið- iafnanlega litla landi kyrrðar- innar og töfrá^hinnar heillandi náttúru, landsins, þar sem klukka tímans stóð í hálfa öld, en vísifingur framvindunnar og trúarinnar á stórfelldar framfarir hratt öllu af stað að nýju. Þarna mætist menning Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.