Alþýðublaðið - 20.06.1951, Qupperneq 5
Miðvikudagur 20. júrií 1951.
ALÞYÐUBLAf)lf)
Stefán Jónsson rithöfundur:
Orstuft
VÆRI HÖFÐ skoðanakönn-
an meðal almennings um skóla
skvldu og nám barna í barna-
skólum, gætu niðurstöður orðið
margvíslegar, en ég er ekki í
vafa um þrennt: |
í fyrsta lagi: Það væri næst
um einróma álit fólks, að börn
þurfi að vera orðin læs, er þau
líoma í barnaskólana. I öðru
lagi: Fólk þykir sá kennari æði
tortryggilegur, sem setur nem-
endum sínum lítið fyrir til
jheimanáms. í þriðja lagi: Fólk
er þeirrar skoðunar næstum j
.undantekningarlaust, að skóla-
skyldan sé of löng. Fólk talar j
jafnvel um skólaskylduna sem
hræðilegt böl fyrir börnin. Það
segir, að verið sé að pína grey-
In og von sé, að þau verði löt,
missi. áhugann og læri ekki
neitt.
En sé skólaskyldan of löng
að áliti fólks, hvers vegna er
þá hið sama fólk að lengja hana
með því að kaupa börn sín
inn í einkaskóla, áður en skóla
skyldualdur hefst? Sé skólaset-
an börnunum erfið og leiðigjörn
og sé verið að pína þau þar,
hvers vegna krefst fólk þá þess,
að mikið sé sett fvrir heim;
skólasetan þannig aukin og erf-
ið þyngt?
Sé byrjað á byrjuninni, skal
það strax fram tekið, að áreið-
anlega er engin þörf á að börn
séu orðin læs, er þau koma í
barnaskólana sjö ára gömul.
Eru næg dæmi því til sönnun-
ar, og þarf auðvitað ekki um
slíkt að ræða, svo augljóst sem
það er. í flestum tilfellum er
því sá kostnaður, sem foreldr-
ar leggja á sig við að kaupa
lestrarkennslu á börn sín í
einkaskólum gjörsamlega óþarf
ur. En þeir um það og skyldi
ekki við því amazt, ef fleira
kæmi ekki til. Það er mikil
freisting fyrir þá, sem einka-
skólana hafa, að geta sýnt sem
mestan árangur. Það er at-
vinnuleg trygging í harðri sam-
keppni. að geta með tölum sann
að, að börnin verði fljótar læs
hjá sér en keppinautunum.
Fólk lítur hvort sem er gjarn-
ast á'yfirborð hlutanna. en nenn
ir ekki að skyggnast dýpra. En
þes=i harða sókn og valdboð:
— Þú skalt verða læs og það
fljótt. getur verið nokkuð vara
söm. Ég vil engan veginn segja,
að þetta sé fyrst og fremst starfs
aðferð einkaskólanna. Hætta af
henni er þó meiri þar en ann-
ars staðar. Gæti ég rökstutt það
nánar, ef þörf væri á.
Til eru þeir. sem hafa einka-
skóla fyrir börn undir skóla
skyldualdri, og eru prýðilega
starfi sínu vaxnir, hugsa um
það fyrst og íþemst að ofbjóða
ekki námsgetu og námslöngun
barnanna með kjánalegri hé-
gómagirnd siálfra sín. Er að;
sjálfsögðu ekkert athugavert
við, að börn sæki ung bá skóla,
þar sem þau siónarmið eru hið
æðsta boðorð. En foreldrar ættu
vel að athuga. að börnum þeirra
sé ekki oíboðið með bjánalegri
ítroðslustarfsemi strax í hinni
fyrstu skólagöngu. Sé þeim of-
hoðið, er ekki einungis mikið
misst, heldur svo mikið, að það
vinnst aldrei upp aftur.
Um heimanám barna er bað
að segja, að helzt ætti það
ekki að eiga sér stað nema
sem allra minnst. í ýmsum náms
greinum verður þó ekki hjá
því komizt að einhverju leyti,
t. d. við lestrarkennslu og reikn
ing. Hver eru rökin fyrir þess-
ari fullyrðingu? Rökin eru
mörg. Rökin eru t. d. þau, að
börnum veitir ekki af að hvíl-
ast, rétta úr bakinu, vera úti
við, leika sér. Rök eru það einn-
ig, að skilyrði til heimanáms
eru harla ólík hjá börnum í
sama bekk. Hjá sumum börn-
um eru skilyrðin engin, og skap
ast þar því mikið ósamræmi og
óréttlæti. Mikilvægustu rökin
eru þó þau, að meginhluta þess
námsefnis, sem settur er fyrir
heim, er fjarstæða að kenna á
þann hátt. Á það við t. d. um
náttúrufræði, landafræði, sögu
o. f. Langt er orðið síðan ég
sannfærðist um það, að kennsla
í þessum námsgreinum er í
barnaskólum og sennilega’ í
framhaldsskólum einnig á al-
gjörðum villígötum. Kennar-
inn setur f-yrir ákveðinn kafla í
þessum námsgreinum í dag og
segir: —- Þetta eigið þið að
kunna á morgun. Síðan kemur
morgundagurinn og yfirheyrs!-
an. Einn fær þessa spurningu,
annar hina. Svörin eru misjöfn,
en eitt hafa þau sameiginlegt.
Að baki þeirra er engin þekk-
ing. Þau bera í flestum góðum
tilfellum vott um skyldurækni.
en hrein undantekning er, ef á
bak við þau felst nokkur þekk-
ingarlöngun. Flestir nemend-
anna eiga þá hugsjón eina að
sleppa við að „koma upp“. Síð-
an er þetta látið gott heita.
Kennarinn hefur nóg að gera
heilan tíma að basla við hug-
kvæmni sína og spurningar.
Hann hefur ekki tíma til að út
skýra neitt, allra sízt, ef lengi
stendur á svörum. Kannske vill
hann heldur ekki eiga á hættu
að vera mitt í ræðu sinni ónáð-
aður af þessari nærgöngulu
spurningu: — Hvað eigum við
að hafa á morgun? Já, hvað
eigum við að hafa? Það er að-
alatriðið. Svona er sefjunin mik
il. Þá er bezt fyrir kennarann
að svara: —- Það verður próf.
Próf er þó alltaf virðulegt orð.
Sér ekki hver heilvita mað-
ur, sem nennir að hugsa um
þetta á góðgjarnan hátt, að
1 svona kennsla er gjörsamlega
einskis virði? Hún hefur engan
tilgang annan en að láta nem-
i endurna slampast á að svara
einhverium spurningum rétr á
I prófi. í höndum góðra kennara
j getur hún í bezta lagi orð;ð
meinlaus vitlevsa. Ég held. að
i staðinn fyrir allan þann fjölda
hefta í þessum námsgreinum,
sem börnu.m eru nú fengin í
hendur til heimanáms, væri
j betra að hafa eina mvndarlega
, bók í hverri grein. Hún væri
| ekki ætluð t'l heimanáms, en
hveriu barni ætlað eitt einíak
hennar og bókin geymd í
kennslustofu þess. Síðan mætti
lesa bókina sameiginlega. Kenn
arinn útskýrði það, sem þorf
væri á og tæki fyrir ákveðin
verkefni úr benni til vinnu-
bókargerðar. Bókin yrði ekki
þvæld og lúð úr töskunni. Hún
væri á hverjum degi nýrri og
girnilegri til fróðleiks en hin,
sem hvervisdagsleikinn hefur
sett sip sinn á, sú, sem fylgir
manni heim eins og leiðinleg
skyldukvöð, sú, sem maður
hendir með kæruleysi, sofnar
frá dauðleiður og gleymir
kannski undir ruminu sínu, þeg
ar maður fer í skólann.
Það er misskilningur, að
skólaskyldan nái yfir of mörg ár
og sé of marga mánuði árlega.
Að minnsta kosti er það ekki
svo hér í Reykjavík. Það er ekki
það, sem að er. Algengasta við-
báran er sú, að skólinn byrji
of snemma fyrir yngstu börnin
á haustin. Ég veit ekki til, að
börn, sem geta verið í sveit eða
börn, sem eru í sumarbústöð-
um, séu skylduð til að vera í
septemberskólanum. Það er að
minnsta kosti alltaf hægt að fá
undanþágu, sé þess óskað. Þrátt
fyrir alla þá annmarka, sem ég
tel vera á skólastarfinu, veit ég
þó engan stað hér í bæ, sem
börnum er jafnlítið hættu-
legur og skólinn, að minnsta
kosti septemberskólinn. Auð-
vitað tel ég alveg fráleitt,
að börnum sé íþyngt með
bóklegu námi. Ætti að vera
vandalaust fyrir foreldra að
koma í veg fyrir það. En ég
skil ekki þá foreldra, sem ekki
eru fegnir því að geta verið
sæmilega öruggir um börn sín
Þær stundir dagsins, sem þau
Uppeldismölaþingið hvetur
standa vörð um tungu og þjóðerni
UPPELDISMÁLAÞINGIÐ
gerði eftirfarandi samþýkkt
vegna setu bandaríska varnar-
iiðsins hér:
„Vegna setu erlends herliðs
í landinu, vill uppeldismála-
þingið 1951 hvetja foreldra,
kennara og a’Ian almenning til
að varðveita um alla hluti fram
þau verðmæti, er öðru fremur
sérkenna íslenzkt þjóðerni.
Sérstaklega brýnir þingið
fyrir sérhverjum íslenzkum
þegni:
a) Að virða og vernda móS
urmálið, sögu þjóSarinnar
og bókmenntir.
Aðeins
a an
fyrir
fjölbreyttasta,
úíbreiddasta
og ódýrasta
mánaðarrit
lándsins.
Símí 7080.
: mmm
eru í skólanum. Ég skil ekki
heldur þá ’foreldra, sem ámast
við skólaskyldunni og álíta hana
út af fyrir sig eitthvert böl. Hitt
gæti ég skilið, ef foreldrar
segðu sem svo, að skólaskýldan
sé sjálfsögð, en skólastaríið sé
ekki eins og það þyrfti að vera.
Ég teldi það bera vott um góðan
skilning á þessum málum, ef
óskir foreldra væru eitthvað á
þessa leið: Minni ítroðslu. meiri
athafnasemi, meira lífsfjör,
meiri glaðværð inn í skólana.
Skólinn á umfram allt að vera
skemmtilegur. Sé skólinn
skemmtilegur, kemur þar allt
annað gott af sjálfu sér.
En það eru yfirleitt ekki bess
ar óskir, sem við kennarar heyr'
um. Miklu fremur eru þær þann
ig: Meiri ítroðslu, meira heima
nám, strangari yfirheyrslur,
þyngri próf, skipulegri raðir.
enga miskunnsemi, meiri þér-
ingar. Og rökin fyrir þessu öllu
eru: — Niður með skólaskyld-
una.
Ég hef hér með eins fáum
orðum og mér er unnt rætt
nokkuð þrjú atriði, er ég þykist
vita, að rú; a. kæmu í Ijós, færi
fram almenn skoðanakönnun
um skólamál. En hverjar sem,
skoðanir almennings annars
kunna að vera, er ég sannfærð-
ur um þetta:
1. Það er ástæðulaust, a'ð
börn hefji lestrarnám fyrr en
á skólaskyldualdri. Hins vegar
gerir það ekkert til, ef náms-
löngun þeirra er ekki ofboðið.
2. Barn, sem er í skóla, á ekki
að þurfa að eyða löngum tíma
til heimanáms. Þó er ekki hægt
að komast hjá því að einhverju
leýti.
3. Skólaskyldan er hvorki rf
löng sé heldur er hún nokkur
nlága á börnunum. Séu börn
leið og þreytt í skólanum, er
það ekki skólaskvldunni að
kenna. heldur því, að skólinn er
ekki eins og hann ætti og þyrfíi
að- vera. Fleira getur einnig
komið tíl, þó að út í það sé
ekki farið að sinni.
(Fo r el dr ablaðið)
b) Að efla þau uppeldis-
áhrif, er stuðla að mótun
heilbrigðs félagslífs og kristi
legs siðgæ'ðis.
c) Að forðast óþörf sam-
skipti við hið erlenda 7ið, en
gæta stillingar og sjálfsvirð-
ingar í óhjákvæmilegum við
skipíum vfð það.
Þá beinir þingið þeirri áskor
un til hæstvirtrar ríkisstjórn-
ar, að fyllsta kapp sé lagt á að
koma á fót þeim stofnunum,
cr barnaverndarráð og aðrir
6líkir aðilar telja nauðsynleg-
ar vegna barna- og unglinga-
verndar í landinu11.
ANNAÐ LANDSMÓT ís’enzkra esperantista verður háð í
Vestmannaeyjum laugardaginn 23. ,og sunnudaginn 24. júní
1951. Samtandið og udirbúingsnefnd mótsins væntir þess fast-
lega, að sem allra flestir, sem eitthvað hafa lært i málinu,
félagsbundnir sem ófélagsbundnir, taki þátt í mótinu og stuðli
að því, að það megi takast sem bezt á allan hát, svo að það
geti orði Esperantohreyfingu landsins til sóma og eflingar.
Um le’ð og menn sækja lands
mótið slá þeir tvær flugur í
einu höggi. Þeir koma til skrafs
og ráðagerða um framtíð sam-
bandsins og brýnustu verkefni
þess, og heimsækja um leið eitt
fegursta byggðarlag landsins,
því Vestmannaeyjar eru mjög
rómaðar fyrir náttúrufegurð.
Þá er þess að vænta, að fjöl-
sótt og glæsilegt mót geti ork-
að mjög til aukinnar út-
breiðslu málsins í Eyjum.
Einnig er gagnkvæm kynn-
ing esperantista, sem víðast af
landinu nauðsynleg, og taka
þarf ákvarðanir um mikilsverð
mál, er sambandið varða.
Gert er ráð fyrir að mótið
hefjist kl. 17, laugardaginn 23.
júní með setningu forseta sam-
bandsins. Að henni lokinni
verða ávörp, ræður, söngur og
skemmtiþáttur.
Síðari mótsdaginn er gert ráð
fyrir. að menn verji tímanum
að eigin vild til kl. 11 f. h., en
þá fer fram guðsþjónusta á
esperanto í Landakirkju. Að
loknum hádegisverði verður
sameiginleg skemmtiferð um
sambandsmál, erindi, leikrit
verður flutt á esperanto og að
lokúm dans.
Þátttökugjald er áætlað kr.
Framhald á 7. síðu.