Alþýðublaðið - 25.11.1950, Blaðsíða 1
A ðalkrafa A lþyðusamþandsþin gsins:
HIN ENDURKJÖRNA MIÐSXJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDSINS.
Fyrir enda borðsins: Helgi Hannes'son, forsetisambandsins. Honum til vinstri handar sitja
Jón Sigurðsson, Sigurrós Sveinsdóttir, Sæmundur Ólafsson og Sigurjón Jónsson. Forsetanum
til hægrií handar sitja Magnús Ástmarsson og Ingimundur Gestsson, en á bak við hann
stendur Guðmundur Sigtryggsson. Einn meðiknur miðc'tjórnar, Borgþór Sigfússon, er ekki
jmeð á myndinni.
Sföðvurs dýrtíðar og kjaraskerð-
ingar; kauphækkun að öðrum kosti
---------------------+-------
Sambðndsþinginu var slifið í gærkveldi
--------«3.-----
„RÉTTURINN TIL VNNUNNAR ER HELGASTI
RÉTTUR HINS VINNANDI MANNS . . 22. þing Al-
þýðusambands íslands skorar á ríkisstjórnina, að gera
nú þegar öflugar ráðstafanir til að örva framleiðsl-
una cg tryggja fu’lla hagnýtingu allra framleiðslu-
tækja landsmanna árið um kring. Þingið leggur alla-
áhemlu á eflingu atvinnulífsins í landinu og leggur
fyrir væntanlega sambandsstjórn að beita öllum
mætti sc'mtakanna til að knýja ríkisvaldið til átaka á
því sviði. Aðalkrafa þingsins er: VINNA, HANDA
ÖLLUM VINNUFÆRUM íSLENDINGUM£‘.
„Alger stöðvun eða lækkun dýrtíðarinnar var megin-
krafa seinasta Alþýðusambandsþings til ríkisvaldsins. Yrði sú
krafa að vettugi virt, fól þingið sambandsstjórn að vernda
hagsmuni verkalýÖsins með því að beita sér fyrir aí'mennum
grunnkaupsliækkunum, þannig að raunverulegur kaupmáttur
launanna rýrnaði ekki. Þessi stefna Alþýðusambands íslands
ÚRSLIT KOSNINGARINNAR í miðstjórn og
sambandeGtjórn Aiþýðusambandsins urðu þau, að
miðstjórnin var ölT endurkosin með miklum atkvæða-
mun og sambandsstjórnin er að mestu skipuð sömu
mör.num og áður.
Miðstjórnin og sambandsstjórnin var kosin með 157 til
169 atkvæðum gegn 87—96, sem féllu á þá, sem kommúnistar
höfðu í kjöri. Kepptu kommúnistar við meirililutann um sæti
allra aðalmanna í miðstjórnina og sambandsstjórnina, en gáf-
ust eftir það upp og höfðu engan í kjöri við kosningu vara-
Flokksþing Al-
þýSuflokksins sel!
á sunnudaginn
22. FLOKKSÞING Al-
þýðulfokksins verður sett
næstkomandi sunnudag 26.
nóvember kl. 2 eftir liádegi
í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu. Eru fuUtrúar beðnir
að liafa samband við skrif-
stofu flokksins og skila þar
kjörbréfum sínum.
I
Milliþinganeínd
til að endurskoða
lög sambandsins
ALÞÝÐU S AMB ANDSÞIN G-
IÐ kaus á síðasta fundi sín,um
milliþinganefnd til að endur-
skoða lcg og skipulag sam-
bandsins, og skili hún áliti fyr-
ir nóvemberbyrjun næsta’ árs
til sambandsstjórnar, er leggi
það fyrir sambandsfélögin til
umsagnar.
Nefndina skipa þessir menn:
Jón Sigurðsson, Hannibal
Valdimarsson, Magnús Ást-
marsson, Ingimundur Gests-
son, Guðmundur Sigtryggsson,
Eðvarð Sigurðsson og Björn
Bjarnason.
manna.
MIÐSTJÓRNIN.
Miðstjórn sambandsins skipa
þannig, eins og áður:
Helgi Hannesson forseti;
Sæmundur Ólafsson vara-
forseti;
Ingimundur Gestsson ritari;
Magnús Astmarsson;
Jón Sigurðsson;
Sigurjón Jónsson;
Guðmundur Sigtryggsson;
Borgþór Sigfússon og
Siarurrós Sveinsdóttir.
Miðstjórnin er sem kunnugt
er skipuð forseta, varaforseta.
ritara, fjórum meðstjórnendum
úr Reykjavík og tveimur úr
Hafnarfirði.
AÐRIR SAMBANDSSTJÓRN-
ARMENN
Auk miðstjórnarinnar skipa
rambandsstjórn tveir inenn úr
hverjum landsfjórðungi og eru
þeir þessir:
Ólafur Friðbjarnarson, Húsa
vík og Kart Sigurðsson, Arnar-
neshreppi, fyrir Norðurland.
Þórður Jónsson, Fáskrúðs-
firði, og Guðleifur Sigfússon,
Reyðarfirði, fyrir Austurland.
Þórarinn Kristjánsson, Pat-
reksfirði og Hafliði Hafliðason,
Bolungarvík, fyrir Vesturland.
Páll Scheving, Vestmar.naeyj
um, og Gísli Gíslason, Stokks-
eyri, fyrir Suðurland.
er hin sama í dag“.
Þannig segir í stefnuyfirlýs-
ingu Alþýðusambandsþingsins
um atvinnu- og kaupgjaldsmál.
Enn fremur segir í samþykkt-
inni: „íslenzka þjóðin á nægi-
lega mikig af framleiðslutækj-
um og auðlindum til þess að
hægt sé að tryggja öllum
vinnufærum íslendingum arð-
bæra atvinnu og mannsæmandi
lífskjör. En hér er illa á ha’dið.
Þess vegna er svo komið, að
skuggar atvinnuleysis og skorts
leggjast nú óðfluga yfir íslenzk
alþýðuheimili víða um land.
Mikill hluti vélbátaflotans ligg
ur bundinn í höfn, hraðfrysti-
hús og fiskiðjuver eru stöðv-
uð, niðursuðuverksmiðjur og
fiskþurrkunarhús illa hagnýtt
og flestsr verksmiðjur tæpast
hálfnýttar sökum efnisskorts".
Þá er á það bent, að fengin
reynsla af gengislækkuninni
staðfesti í einu og öllu varn-
aðarorð verkalýðssamtakanna
við henni. Fyrir afkomu al-
þýðuheimiianna séu afleiðing-
ar hennar þungt áfall — bæði
vegna samdráttar atvinnulífs-
ins og gífurlegrar verðhækk-
unar allra lífsnauðsynja. Dýr-
tíðin hafi aldrei vaxið örar, en
á því tímabili, sem liðið er,
síðan kaupgjald var bundið 1.
júlí í sumar, til áramóta.
„Þannig hefur ríkisstjórn-
in“, segir í samþykktinni,
„brugðizt þeirri siðfei'óilegu
skyldu, er á hana fé’l með
kaupbindingunni, að stöðva
þá verðhækkanir á sama
tíma. Nú er allt útlit fyrir,
að kaup fáist jafnvel ekki
leiðrétt til samræmis við vísi
tölu um næstu áramót, og
verður það þá óbreyít næstu
sex mánuði. Fyrir því telur
þingið, að verkalýðshreyf-
ingin verði nú að spyrna við
fótum, stöðva kjararýraun
þá, er af þessu hefur leitt og
liefja sókn fyrir því, sem tap
azt hefur, og batnandi lífs-
kjörum“.
ÞINGSLIT í GÆR.
Þingfundir stóðu til klukk-
an fjögur í fyrrinótt, og í gær
var fundur frá klukkan að
ganga þrjú til klukkan rúm-
íega sjö. Voru þá rædd nefnd-
arálit og gerðar samþykktir.
I lok fundarins í gærkvcúdi
Framhald á T r:*
(Frh. á 7. síðu.I
Sambandsliing vffti komm-
úniifa fyrir sölu Yinnunnar
------------------♦--------
ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGIÐ vítti í gær kommún-
istastjórnina, sem fór frá völdum í Alþýðusambandinu
1948, fyrir það gerræði, að selja „Vinnuna“, tímarit AI-
þýðusambandsins', rétt fyrir sambandsþing það haust og
ieyna þingið þeirri ráðstöfun. Samþykktin hljóðar svo:
„Jafnframt því, að 22. þing Alþýðusambands Islands
vítir þá ráðstöfun miðstjórnar Alþýðusambandsins, e<r lét
af störfum haustið 1948, að svipta sambandið tímariti
sínu, „Vinnunni“, með samningum 8.—12. nóvember 1948
og lcyna 21. þing Alþýðusambands Islands þeirri ráðstöf-
un, lýsir þingjð því yfir, að það telur þessa ráðstöfun á
tímaritinu í blóra við þing sambandsins algerlega ólög-
mæta og felur væntanlegri sambandsstjórn að gera nú
þegar ráðstafanir til þess að endurheimta tímaritið handa
sambandinu og gefa það síðan út eins 'ög áður í nafni
sambandsins.“
Um fjörutíu þingfulltrúar stóðu að flutningi tillög-
unnar.