Alþýðublaðið - 25.11.1950, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 25. nóv. 1950.
AÐSENT BEÉF.
Fllipus
Bessason
hreppstjéri:
i Heill og sæll, ritstjóri.
I Jæja, alltaf ber eitthvað til
tíðinda hjá ykkur þra syðra, og
er það eitthvað annað, en sagt
V-erður hér í fásinninu. Það
væri nú líka annað hvort þótt
eitthvað gerðist í þeirri höfuð-
borg', þar sem hálfur tugur eða
hálf tylft þinga stendur sam-
tímis auk allra smærri funda og
klíkuráða.
Sagði ég það, — en þó er hér
ekki heldur tíðindalaust með
öllu, — ekki á mínu heimili.
Gerðust þeir atburðir i hest-
húsinu ekki alls fyrir löngu,
að fréttnæmt hefði þótt um alda
mótin, þegar ekki geisuðu kóreu
styrjaldir utan lands og innan,
og menn höfðu tíma til að veit.a
ýmsu athygli, án þess .þeim væri
bent á það í útvarpi eoa biöö-
um.
Tvo hesta á ég, báða val við
aldur, enda hafa þeir staðið við
sama stall síðustu tuttugu árin.
Annar þeirra er bleikálóttur að
iit, með minnstu hestum en
hneilinn um bóga og bringu, fjör
mikill og skapmikill, unni pngu
Ivrossi stundarfriðar í stóði á
yngri árum, hvorki hesti né
hryssu, heldur efndi sífellt til
áfioga, beit og barði og þó í
galsa, hefði eflaúst orðið víga-
hestur, ef uppi hefði verið á
söguöld. Annars alltaf sprett-
óttur, átti það til að hlaupa út
undan sér í samreið, jafnvel að
ausa eða prjóna, þegar enginn
ótti sér þess von, staður gat
hann líka verið og túróttur, en
kostir góðir og fjörið með fá-
dæmum, þegar hann greip spreit
ínn. Hefur þetta eflaust verið
upplag hans, en einhver áhrif
kann það og að hafa haft á skap
ferli hans og gang, að hann
hafði kynni af mörgum tamn-
ingamönnum, áður hann stað-
festist kjá mér; líka má vera, ða
brokkgengni hans liafi valdið
hinum tíðu húsbændaskiptum.
Hinn hesturinn er rauðskjóttur,
kominn af ætt Skarðs-Nasa að
sögn, en ekki þori ég að ábyrgj-
ast það. Hann er stórvaxinn og
ekrokkmikill, þolinn, klárgeng
ur, en átti þó til þýtt spor, ef
honum bauð svo við að horfa,
áleitinn gat hann verið á yngri
érum, var þá óvæginn og harð-
ur og sást lítt fyrirð gerðist frið
Bamari með aldrinum en ekki
Bkapmildari ef í það fór og alltaf
hefur hann átt það til að slá aft-
Ur undan sér. Stólpagripur í
1.
notkun, kjörfákur í ferðalögum
og svalki, mesti æringi í stóði,
þeg^r , liiannögr, lau.Sji vijSf beizlið
og gefur þá folunum ekkert eft-
ir- , ...... "lAjvr'\
Þéssir tveif héstár hafa
sagt staðið vjið. rsama stall í hesf
húsi mínu síðustu tvo áratugi.
Var gott með þeim í fyrstu,
en skjótt hófust með þeirn
brösur, þótti þeim bleikálótta
sem Skjóni afæti sig nokkur á
stalli, sæti sjálfur að beztu
tunggunum og mylgraði þeim
jafnvel í folöld og tryppi, er ut-
ar stóðu og hann taldi víst eng-
in virðingahross. Gerðist Bleik-
alingur glettinn og brellinn við
Skjóna og óþarfur skjólstæðing
um hans, tryppunum, en Skjóni
brá hvergi ró sinni, sneri rass-
inum í Bleikaling og sýndi hon
um fálæti, skaut þó til hans
sæmilegri tuggu við og við en
hélt að öllu sínu framferði eftir
sem áður. Svo fór þó, að Bleikal
ingur herti ærslin og áreitnina,
svo að ég sá mér þann kost
vænstan, að setja sterka beizlu
stokka á milli þeirra, og var
þá samkomulagið sæmilegt
um hríð, að því er séð varð, en
óhýrt augnatillit sendu þeir
hvor öðrum og virtust alltaf til
alls búnir.
Og svo var það núna fyrir
nokkrum dögum, að Bleikaling
ur gamli sleppti sér gersamlega.
Riðlaðist hann á baizlustokkun
um með slíkum ofsa, að beir
brustu, réðist síðan á gamla
Skjóna, beit hann og barði;
fylgdi þessu því mikið, frís og
hnegg; tók Skjóni gamli lítt á
móti, en varði sig með rassin-
um og lagði kollhúfurnar. Hat'ði
ég ekki annað ráð en sleppa
þeim báðum út úr hesthúsinu,
þar eð ég þóttizt skilja, að lang
varandi gremja og ýfingar, yltí
æði þess bleikalótta, og ófyrir-
sjáanlegt hvað af kynni að hljót
ast, þar eð ég gruna Skjóna
gamla um að vera enn bæði harð
an og viðskotaillan,, ef hann
bregður skapró sinni, og hefur
það stundum orðið af minna til
efni.
Þetta eru nú sem sagt helztu
atburðirnir, sem grezt hafa hér.
Mátt þú af því sjá, að minna
teljum við til tíðinda í fásinn-
inu, en þið í margmenninu við
það stóra haf. . ..
Vertu svo kært kvaddur með
beztu þökkum fyrir allt.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
F r cink Y erb' y
HEITAR ASTRIDU
sem Laird sagði? Ef hún .væri eigin barmi. Iiapn hélt stytztu
Úra-viðgerðir.
Fljót og góð afgreiðsla.
GUÐL. GÍSLASON,
Laugavegi 63,
sími 81218.
orð, sem eg trui af þvi, se
hann segir! Hún er dáTítið
sein flqktandi, ef til,.vill-utan við-sig
á stundum. En þaö eru flestar
konur. Laird hefur aðeins fund-
ið upp á þessari sögu sér til af-
sökunar. Að vísu hafði þjón-
ustustúlkan svarig og sárt við
lagt, að Sabrína hefði rekið
upp ofboðslegt vein morgun-
inn sem Laird hélt að heiman
til setu á fylkisþinginu, en, —
hugsaði Jim, — þessar vinnu-
konur eru þess alltaf fúsastar,
að færa húsmæðrum sínum allt
á verri veg, og auk þess gat það
svo sem verið, að konan hefði
fengið martröð!
Ef til vill var það einkenn-
andi fyrir skapgerð Jim Demp-
ster, að sú spurning hvarflaði
alls ekki að honum, að ef til
vill kynni svo að fara, að Sa-
brína vildi alls ekki, hvernig
svo sem allt kynni að vera í
pottinn búið, eða ef til vill ein-
mitt vegna þess, hvernig allt
var í pottinn búið, hlaupast á
brott með honum. Jim þekkti
Iítt til kvenna, hafði ekki
minnstu hugmynd um hvað það
var, sem réði því, að sumir
menn gátu troðið þær fótum og
traðkað á ást þeirra, án þess að
þær brigðu við þá trúnaði, —
unnu þeim ef til vill aðeins enn
heitara fyrir þá sök.
Jim var traustur, gegnheið-
arlegur og tryggur maður, en
glæsilegur var hann ekki.
Hann átti eftir að læra það
kæruleysisblandna yfirlæti,
þennan heimsmennskulega
þorparabrag, sem jafnan heill-
ar konur meira en trygglyndi,
traust og heiðarleiki.
Hann herti ganginn, hallaði
sér í vindinn, er stóð niður
brekkuna frá íbúðarhúsunum.
Nepjan var bitur og Jim Demp
ster skalf, en þó ekki eingöngu
vegna þess, að honum væri
kalt. Þegar hann nálgaðist í-
búðarhúsið, sá hann að ljós-
bjarma lagði út um gluggann á
r.vefnherbergi Sabrínu, og enn
varð honum að nema staðar.
Og þessi sterki, stritherti þjark
ur skalf og titraði á beinunum
eins og taugaveiklað gamal-
menni.
Hann hristi ljóslokkaðan
kollinn eins og hann vildi
dreifa þokumóðunni, sem sótti
að hugsunum hans. Hann gekk
upp þrepin að veröndinni, og
honum þótti sem hann væri að
klífa kletta og hefði ískalda
nepjuna í fangið, svo magnvana
Ivoru fætur hans. Og þessir
klettar voru síðasti áfanginn.
sem hann þur.fti að fara til þess
að ná himinskör eilífrar sælu
og unaðar. Hann varð þess ekki
var, að stigaþrepin brökuðu
undir fótum hans; hann heyrði
ekkert, ekki einu sinni djúp-
andsogin, sem stigu frá hans
eigm barnn.. tiapn nett stytztu
leiþ^íii vellh^ifta^i'fan iuín úfi-
dyrnar, inn ganginn, úþp stig-
ar.n;' gekk hröðum skrefum, án
bess að harm-' hefði' minnstu'
hugmynd um, að.hann hreyfði
fæturna, hélt áfram í Ijúfri
leiðslu eins og vitundarfjötr-
aður svefngengill. Og þegar
hann að lokum stóð fyrir ut-
an svefnherbergisdyr hennar,
barðist hjartað í barrni hans
eins og því lægi við að bresta
og blóðið dunaði í æðum hans
eins og elfarstraumur, er brýzt
um fast í bergþrengslum. Hann
Iyfti hendinni og hugðist berja
að dyrum, en hætti við, stóð
nokkra hríð eins og hann vissi
hvorki í þennan heim né ann-
an, en tók þó að lokum rögg á
sig og knúði dyrnar.
„Kom inn!“ heyrði hann Sa-
brínu kalla inni í svefnherberg-
inu, og rödd hennar var þrung-
in ylheitum fögnuði. Sem í
draumi sá hann rauðan, hnúa-
þrútinn hnefa sinn kreppast
um bronzhúninn og snúa hon-
um, án þess þó, að hann yrði
átaksins hins minnsta var;
hann hratt upp hurðinni af
meira afli en hann sjálfur vildi
og leit inn í tvefnherbergið. Og
hann sá, að Sabrína sat uppi í
rekkjunni og brosti til hans.
Hann stóð á öndinni. Það var
sem gripið væri fyrir kverkar
honum heljartaki, svo að hon-
um lægi vig kirkingu. í þoku-
móðu greindi hann að Sabrína
bar næfurþunnan ^ilkiserk,
fleginn á barm og auðsjáanlega
ekki til þess sniðinn að dylja
líkama eða limu. Og enda þótt
hún sæti þarna frammi fyrir
honum svo til allsnakin, gerði
hún ekki minnstu tilraun til
að hylja líkama sinn sjónum
hans, heldur brosti hún til hans
Dg bros hennar var þrungið
eggjandi fögnuði. Og augu
nennar voru myrk og seiðandi,
augnatillitig heitt af ástúð og
þrá.
„Ég var farinn að halda, að
þú myndir aldrei koma,“ hvísl-
aði hún og teygði hvíta, nakta
armana í átt til hans.
Jim glápti á hana, stórum,
vatnsbláum augum; augnaráð
hans var óttaþrungið eins og
dýrs, sem stendur andspænis
byssuhlaupi veiðimannsins.
Hann fölnaði í framan og hann
svimaði við, þegar hann sá
þessa mjallhvítu arma, þetta
mjúka, varma líkamsform, sem
teygði sig í áttina til hans, kall-
aði á hann í seiðdulri þögn.
Hann sá hvelfd brjóst hennar
undir gegnsæjum silkihjúpn-
um, sá rauðar, stinnar geir-
vörturnar eins og þroskuð
kirsiber; hann teigaði að sér þá
Ijúfu angan, sem streymdi frá
hörundi hennar og líkama og
fyllti herbergið, angan þeirra
dýru ilmlyfja, sem Laird hafði
gefið henni, þar eð hann vissi,
nð kærkomnari gjöf gat hann
vart fært henni. Og nú fajin
hann, að hann gekk til hennar,
og honum. þótti, sem, það tæki
sig heiíá eilífð :£.ð,.:fára þemtan
örstutta spöij' þvé-i-t yfir her-
bergisgó’fið, frá dyrastafnum
að rúmi hennar; en öll vitund
hans beið . . . beið þess, er
verða kynni, í ljúfsárri eftir-
væntingu.
Hann settist á rekkjuna sem
næst henni, og rekkjuviðirnir '
brökuðu við þunga hans.
Þarna sat hann, hreyfði hvorki
legg né lið, starði á hsna stór-
um, heilluðum sjónum, en
rauðar, miklar hendurnar
lágu magnvana í skauti hans.
Sabrína fetti há’sinn lítið eitt,
hallaði fagurmótuðu höfðinu
aftur á bak, svo að svart hárið
liðaðist í lausum, mjúkum
lokkum um herðar hennar og
axlir. Og hann sat þarna á
rekkjunni alveg í nánd við
hana, og augu hans stóðu á
stiklum, er hann leit heitan,
mjúkan, nakinn líkama hennar
bærast og titra undir gegnsæj-
um hjúpnum; og þótt hann
nefð iátt líf sitt að leysa mundi
hann hvorki hafa getað hreyft
legg né lið.
Hún brosti dult, ástríðu-
þrungið.
„Ástin mín,“ hvíslaði hún;
„ætlar þú ekki að kyssa mig?“ .
Og skyndilega lyfti Jim
hramminum eins og björn, sem
býst til árásar, greip leiftur-
snöggu heljartaki nakta öxl
hennar, kippti líkama hennar
að sér í æðisþrungnum ofsa
hins hungurkvalda dýrs og
þrýsti heitu, noktu holdi henn-
ar að barmi sínum af þeirri of-
boðskenndu grimmd, sem leyn-
ist í myrkustu afkimum hverr-
ar mannlegrar sálar.
En Sabrína snart vanga hans
heitum, þvölum vörum.
„Astin mín,“ hvíslaði hún.
, Ó, ástin mín..... Laird ....
Laird.“
Hann spratt á fætur, stökk
aftur á bak yfir þvert gólfið
og rak herðarnar svo harkalega
í vegginn við dyrnar, að her-
bergði hristist við. Þar stóð
hann drykklanga hríð, starði á
hana eins og stunginn maður
ctarir á skepti rítingsins í þann
Vnund, sem dauðinn smeygir
helfjötrunum á vitund hans.
Síðan tók hann til fótanna,
velti um stól, er varð á vegi
hans, og hljóp niður stigana á
æðisgengnum flótta. Út í
myrkrið og frostbitra nepjuna.
NÍTJÁNDI KAFLI
Jean-Paul Lascals virti De-
nísu, systur sína, fyrir sér, þar
sem hún sat fyrir framan arin-
ínn. Hann virti fyrir sér hina
fíngerðu ,mjúku, en þó þrótt-
miklu andiitsdrætti hennar,
stóran, svipdulan munninn,
dimmgullinn litbjarma hörunds
iííi
ÍAT
■ ■yrA'ih