Alþýðublaðið - 02.12.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 02.12.1950, Síða 4
i ALÞÝÐUBLAÐJÐ Laugardagur 2. desember 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- fréttaritari: Helgi Sæmundsson; auglýs- ingastjóri: Emilía IKöller. Ritstjórnar- I símar-: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgreiðslusími 4900. ASsetur: Al- þýðuhúsið. ; |» Arl|yðuprenW?ií|jæ| „ , Hreinar línur ÞEGAR Alþýðuflokkurinn lýsti yfir því eftir alþingiskosn ingarnar í fyrrahaust, sem gengu honum, eins og kunnugt er, í mót, að hann teldi öðrum standa það nær en sér, að standa að stjórnarmyndun, tóku blöð borgaraflokkanna þeirri j-firlýsingu með þeirri gáfulegu fyndni, eða hitt þó heldur, að Alþýðuflokkurinn væri ,,ao draga sig út úr stjórn- málum“ fyrst um sinn, eins og það var orðað. Að sjálfsögðu gerði Alþýðu- flokkurinn ekkert annað en það, ssm sjálfsagt var í lýðræð- is- og þingræðislandi, með til- Hti til þess, sem á undan var gengið. í>að stjórnarsamstarf, sem staðið hafði með borgara- flokkunum og Alþýðuflokkn- um þrjú undanfarin ár, hafði verið rofið af Framsóknar- flokknu’;i, og flokkarnir gengið til kosninga með mjög ólík stefnumál í innanlandsmálun- um. Og í kosningunum hafði einmitt Framsóknarflokkurinn unnið mest á, en Alþýðuflokk- urinn borið skarðastan hlut frá borði. Það var því ekkert eðli- legra og sjálfsagðara en að Al- þýðuflokkurinn skoraðist und- an því að standa að stjórnar- myndun, og það því heldur, sem það var augljós stefna bsggja borgaraflokkanna að láta hina nýju stjórn knýja fram gengislækkun krónunnar, sem Alþýðuflokkurinn hafði fyirr kosningarnar lýst sig al- gerlega andvígan. Alþýðuflokkurinn hafði því frýjunarorð og heimskulegar háðglósur borgarablaðanna, eins og vænta mátti, að engu, og lét borgaraflokk- ana eina um það að mynda stjórn og taka á sig á- byrgð þeirra óhappaverka, sem að var stefnt. Þeir höfðu líka óneitanlega fengið til þeirra umboð þjóðarmeirihlut- ans í kosningunum, þótt ólík- iegt verði að teljast, að það hafi verið gefið í fullri vitund þess, hvað koma myndi. * Hið nýafstaðna flokksþing A1 þýðuflokksins lýsti sig einum rómi samþykkt þessari afstöðu flokksforustunnar í fyrrahaust. Og það taldi það alveg rétt, að flokkurinn skyldi engan þátt eiga í myndun stjórnar, sem vitað var, að myndi hafa að að- alstefnumáli gengislækkun án nokkurrar tryggingar fyrir því, að varðveitt yrðu þau kjör, sem almenningur átti þá við að búa. Var flokksþingið og einróma þeirrar skoðunar, að Alþýðu- flokkurinn hlyti að vera í ein- beittri málefnalegri andstöðu við núverandi ríkisstjórn í inn- anlandsmálunum, þar sem stefna hennar og starfshættir sýndu, og það því meir, sem lengur liði, að hagsmunir al- mennings eru fyrir borð born- ir, bæði með hækkandi verðlagi og vaxandi atvinnuleysi. : Þessi afstaða hins nýafstaðna þings Alþýðuflokksins kemur eins og menn sjá dálítið illa heim við háðglósur borgarablað anna um það, að Alþýðuflokk- urinn sé ,,að draga sig út úr stjórnmálum“; enda hefur sann ast að segja ekkert orðið við það vart undanfarna mánuði, og eru borgarablöðin sjálf þess ó- rækust vitni með daglegum ramaveinum sínum út af skel- eggri andstöðu flokksinií iCtíð. þá óheillastefnu, sem samstjórn borgaraflokkanna ‘ ' hu1 *' íýigir.' Það er nefnilega sitt hvað, áð vera í stjórnarandstöðu eða ;,að draga sig út úr stjórnmálum“, enda munu blöð borgaraflokk- anna nú vera farin að gera sér þéss fulla grein, þrátt fyrir þvætting sinn síðastliðið haust og vetur. * til stjórnarsamstarfs og sam- vinnu við aðra flokka. I þeirri ályktun eru þannig dregnar hreinar línur milli Al- þýðuflokksins og annarra flokka, á báða bóga, —• milli hans og borgaraflokkanna, og milli hans og kommúnista. Aðélfundarstörfum L.íjj. lokíð ai>I AÐ ALFUND ARSTÖRFUIVI Landssambands ísl. útvegs- manna var lokið í fyrrakvöld, en aðalfundinum sjálfum var frestað þar til í næsta mánuði, þar sem enn er ekki fyrir hendi rekstrargrundvöllur fyr- ÍBtjlylá .Í^UJid .) rí : í- ' ,!•!>: : 1 , .-jÚ; Hvar er lögreglan? — Geta menn lirotið settar reglur átölulaus^ ^ilYif1/!!/ áfjáandi? — Bréf og saga. Það er svo allt annað mál, að ; ir vélbátaflotann á komandi Alþýðuflokkurinn getur, eins og flokksþingið lýsti einnig yf- ir, vel hugsað sér og átt sam- starf við hvern þann lýðræðis- flokk í landinu, sem fsngist til fylgis við þá stjórnarstefnu, sem horfir til umbóta og stefnir að því að vernda og bæta kjör almennings, halda uppi nægri atvinnu og tryggja félagslegt öryggi. En á því eru engar horf- ur seni stendur, að slík stefna verði ofan á hjá þeim flokkum, sem nú fara með stjórn lands- ins. Alþýðuflokkurinn verður því fyrirsjáanlega í stjórnarand- stöðu fyrst um sinn; en í henni mun hann, eins og flokksþing- ið lýsti yfir, leggja ríka áherzlu á, að hafa sem nánast samstarf við lýðræðissinnuð samtök verkalýðsins og launastéttanna, svo og við samvinnuhreyfing- una. Við kommúnista á hann hins vegar enga samleið frekar en áður, og vill ekkert samstarf við þá eiga; enda lúta þeir, sem kunnugt er, erlendu valdboði, hafa einræði að markmiði og ofbeldi að starfsaðferð, eins og að orði er komizt í ályktun flokksþingsins um afstöðuna vetrarvertíð. — Stjórnarkjöri lauk í fyrradag og var formað- ur landssambandsins kjörinn Sverrir Júlíusson, varaformað- ur Loftur Bjarnason, Hafnar- á stjórnendum ökutækjanna. Lögreglan sýnir þessum kæru- firði og meðstjórnendur: Kjart an Thors, Ásgeir G. Stefáns- son, Sveinn Benediktsson, Þórður Ólafsson, Ólafur Tr. Einarsson, Jón Árnason, Akra- nesi, Jóhann Sigfússon, Vest- mannaeyj., Finnbogi Guð- mundsson. Var stjórnin öll endurkjörin nema Finnur Jónsson alþingis- maður, sem skoraðist eindregið undan endurkjöri. Varastjórn: Hafsteinn Berg- þórsson, Jón A. Pétursson, Ól- afur H. Jónsson, Oddur Helga- son, Ingvar Vilhjálmsson, Bald ur Guðmundsson, Jón Halldórs son, Margeir Jónsson, Kefla- vík. í verðlagsráð landssambands ins voru kjörnir eftirtaldir menn: Aðalstjórn: Karvel Ög- mundsson, Valtýr Þorsteins- son, Ingvar Vilhjálmsson, Geir Thorsteinsson, Jón Axel Pét- UMFERÐARLJOSIN urðu til mikilla bóta þegar þau komu, en fyrst og fremst til þess að skipuleggja bifreiðaumferðina á bættulegum gatnamótum. Til að byrja með fylgdi almenning- ur allsæmilega ljósmerkjunum, en smátt og smátt hefur hann hætt því, og nú vaða menn oft inn í umferðina eins og þeir eigi götuna einir og öll ábyrgð hvíli iausu lögbrjótum allt of mikla linkind. Það er sjálfsagt að begna stjórnendum ökutækja þegar þeir fara ekki eftir ijós- unum, en þaff er jafn sjálfsagt að hegna vegfarendum, sem ekki fara eftir þeim. Um þetta efni fékk ég í gær eftirfarandi bréf frá „Vegfaranda". VEGFARANDI skrifar: „Um- ferðarljósin í Rvík eru dásam- leg fyrir umferðina á þeim fjöl- förnu gatnamótum, sem þau hafa verið sett upp. Þyrfti þeim að fjölga árlega eftir því sem efni og gjaldeyrir leyfa. Ég hygg að bifreiðastjórar fari yf- irleitt eftir ljósamerkjunum, aema þá með einstaka undan- tekningum. EN MÉR VIRÐIST gangandi fólk velflest ekki hirða hætis- ‘ hót um Ijósamerkin og' ana yfir ursson. Varamenn: Jón Gísla-! son, Guðfinnur Einarsson, '•Tr- Einarsson, Skúli Thoraren- Baldur Guðmundsson, Ólafur sen- Uppeldisheimili vangœfra barna SOFFÍA INGVARSDÓTTIR hefur nú haft frumkvæði um það, að konurnar þrjár, sem sæti eiga á alþingi, flytja til- lögu til þingsályktunar um uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga. Er tillag- an á þá lund, að alþingi feli ríkisstjórninni að hefja þeg- ar undirbúning að stofnun og starfrækslu uppeldisheimila handa vangæfum börnum. í greinargerö segja þingkon- urnar þrjár: , EITT AF nauðsynjamálum þjóðfélagsins eru ráðstafanir til hjálpar og viðreisnar börn um og unglingum, sem óvið- ráðanleg eru heimilum sín- um, hafa gerzt brotleg við landslög eða eru á siðferði- legum glapstigum. Hið fyrsta til úrbóta á þessu sviði er að taka slík börn og ung- menni úr óhollu umhverfi og slæmum félagsskap. Fyrr meir var þrautalendingin að senda hið misheppnaða ung- viði á góð sveitaheimili. Mörg þeirra urðu að nýjum og betri mönnum í breyttu um- hverfi við fjölbreytt og þrosk andi störf. EN HIN SÍÐARI ÁR eru það staðreyndir, að ókleift hefur reynzt að koma nema litlum hluta þeirra barna og ung- linga, sem lent hafa á ein- hvern hátt á glapstigum, í sveit. Fæst sveitaheimili hafa nú orðið tök á að bæta við sig slíkum heimilismönnum né kæra sig um það ýmissa or- saka vegna. AÐ ÞESSU ATHUGUÐU er sýnt, að brýna nauðsyn ber til, að komið sé hér upp upp- eldisheimilum, fleiri eða færri, þar sem afbrigðileg börn og unglinga dveljast undir handleiðslu hæfra manHa vig nám og nytjastörf í hollu umhverfi. í lögum um vernd barna og unglinga 1947 er gert ráð fyrir slíkum stofn unum. Nefnd, sem mennta- málaráðherra skipaði árið 1949 til hjálpar og viðreisn- ar börnum á glapstigum, hef ur skilað rökstuddu áliti um bráða nauðsyn á stofnun upp eldisheimila, bæði fyrir eldri og yngri drengi og fyrir ung- lingstúlkur. Enn fremur upp tökuheimili, þar sem aðstaða sé til fyrir sérfróða menn að rannsaka ástand og sálarlíf vangæfra barna og unglinga. STOFNUN slíkra heimila, fleiri eða færri, hefur nokk- urn kostnað í för með sér, en sé þeim vol stjórnað og þau vel í sveit sett, ætti rekstur •þeirra að meira eða minna leyti að geta staðið á eigin fót um. Krefst þetta mál mikils og góðs undirbúnings, sem þyrfti að hraða. Að beztu manna yfirsýn, er hinn stærsti gróði þjóðfélagsins, ef takast má með skynsamleg- um aðgerðum að bjarga mannsefnum, sem annars færu forgörðum sökum af- brota eða siðspillingar . ÞETTA MÁL er vissulega at- hyglisvert, og ber að vona, að konunum þrem auðnist að vinna fylgi karlanna 49 á al- þingi og rnálið nái fram að ganga.______________ Siína Karls, ein af RauSu bókunum komin úl KOMIN ER ÚT ný unglinga- saga, „Stína Karls“, eftir Margaret Irvin Simmons, í þýðingu Freysteins Gunnp.rs- sonar skólastjóra. Bókin er gef in út af Bókfellsútgáfunni og er í bókaflokknum, Rauðu bæk urnar, sem unnið hafa sér vin sældir hjá börnum og ungling um. Er þetta sjötta bókin í þeim bókaflokki. götuna á öfug ljós — alveg eins og áður. Lögreglan horfir á þetta, og er mér næst að halda að hún hafi gefizt upp við að kenna almenningi þessar svo afar einföldu umferðarreglur. HVERS VEGNA gerir nú lögreglan í Reykjavík ekki gangskör að því að kippa þessu í lag? T. d. taka vissan tíma á degi hverjum og líta vel eftir að enginn brjóti, og sekta misk- unnarlaust alla hina brotlegu. En til gamans, en þó í alvöru, skal hér sögð smásaga: SÍÐAST LIDIÐ VOR vorum við tveir í fólksbíl og ókum upp Pósthússtræti, stöðvuðum bíl- inn þar sem rautt. ljós gaf: til kynna að umferð skyldi stöðv- ast. Grænt ljós kom von bráðar og ókum við af stað upp strætið og út í Austurstræti. Kemur þá jeppabíll á nokkurri ferð. Segi ég við bílstjórann á okkar bíl að hann skuli hemla, því ella aki jeppinn á okkur. Hann hemlar bílinn á miðri götu, en jeppinn skýzt áfram vestur eftir Aust- urstræti með mikilli ferð. M. ö. o., jeppabíllinn braut umferð- arreglurnar, ók á rautt ljós með töluverðum hraða. BÍLSTJÓRI SÁ, er með mér var, tjáði mér að hér. væri lög- reglujeppinn á ferðinni, en’da sýndist mér lögregluþjónn við stýrið. Ég vildi nú ekki láta þetta vera svona óátalið, og fórum við upp á lögreglustöð og spurðum hver ætti fyrrnefndan jeppa. Var okkur tjáð að það væri jeppi, sem lögreglan hefði. Sagði ég nú frá broti jeppans, en þeir góðu menn þar sögðu að ég skyldi fara á aðra hæð ög kæra fyrir umferðardómstöln- um að mér skildist. Ég og bíl- stjórinn þangað. Jú, þar sátu menn, sem ég sagði svo sörhu sögu, en viti menn, þar var ekki hægt að taka málið fyrir, þar sem bíll lögreglunnar átti í hlut, slík mál heyrðu undir lögreglustjóra. Nú fór að vand- ast málið. Ég hafði nú cngan tíma til frekari snúninga og nennti ekki að eltast við þetta lengur. En mér finnst þetta afar skrýtið, broslegt að sumu leyti og athyglisvert að hinu leytinu. í FYRRA eða hitt eS fyrra var fyrirskipað að breyta ljós- um á bifreiðum þannig, að þáu lýstu frekar út á vegkantinn. en ekki beint fram. Margir hlýddu þessu, en ég sé marga bíla, sem ekki hafa ennþá breytt Ijósum. Eitthvað er nú athugavert við löggæzluna, þeg ar sumir sleppa við að fram- kvæma það, sem aðrir gera, og er þó alveg sjálfsagt öryggis vegna.“ FINNLANDSVINAFÉLAG- IÐ SUOMI heldur kvöldfagnað í Breiðfirðingabúð miðviku- daginn 6. des. næstkomandi-kl. 8.30 síðdegis. 6. des. er bjóðhá- tíðardagur Finna. Fengu þeir sjálfstæði þann dag' 1917. Nán- ar verður sagt frá þessu hér í blaðinu á sunnudag. Fréttatilkynning. •

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.