Alþýðublaðið - 17.12.1950, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.12.1950, Blaðsíða 12
Börn og unglingar. Komið og seljið AlþýtSublafSið. Allir vilja kaupa AlþýðublaUið. Cierizt áskrífendurj að Alþýðubiaðinu. . Aiþýðubiaðið inn & hve-rt heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4906, Sunnudagur 17. clesember 1950 Kátlegar og viðburðaríkar kosn- ingar á alþingi í gærdag Menntamálaráðherra skrifaði bókstaf- inn D svo illa að forseti taldi það vera A! NOKKRAR VÍÐBURÐARÍKAR KOSNINGAR fóru fram 'á alþingi í gær. og gerðist þá.) mcðai annars, að uppvíst var.ð, að sjálfur menntamálaráðherra landsins skrifaði bókstafinn D þannig, að forseti "as úr því A. Þetta gerbreytti heilii kosn- ,r.ngu, sem síðan var gerð ógild, og vakti mál þetta mikla kátínu á binginu. Alþingi leggur lessun sína yfir ins á Snæielisnesi MEIRIHLUTl á alþingi lagði í gær blessun sína yf- ir Kvíabryggjuhneýkslið með því að samþykkja að veita 125 000 krónum af al- mannafé tii vinnubælis, sem ekki er til. Þar með geta þeir Gunnar Thoroddsen og Sigurður Ágústsson eytt upp undir hálfri milljón af fé Reykvíkinga til þess að losa tvo gæðinga Sjálfstæð- isflokksins við eyðijörð á Snæfellsnesi. Ekki %'oru bó alþingis- menn sérstaklega hrifnir af þessu máli, því að minna en helmingur þeirra greiddi því atkvæði, 25.með, 14 á móti, 11 sátu hjá o? 2 voru fjar- staddir. 27 384 lestir iluitar úi af ísfiski iil oklóberloka ÞANN 13. og 14. desember seldu tveir togarar og tveir vélbátar afla sinn í Bretlandi fyrir samtals 20 781 sterlings- pund. Vélbáturinn Birkir seldi 13. þ. m. 940 vætiir fyrir 2583 pu-nd og sama dag seldi togar- inn Svalbakur 2313 kits fyrir 7841 pund, en þann 14. seldi Is- lenclingur 1583 vættir íyrir 4497 pund og togarinn Jörund- ur 1939 kits fyfir 5840 sterl- í.ngspund. aflur í gærmorgun JÁENBRAUTARSTARFS- MENN í Bandaríkjunum .hófu eJtur vinnu í gærmorgun eftir að Truman forseti hafði í út- varpsræðu sinni í fyrrakvöld skorað á þá að gera það. Járnrbautarverkfaliið var bú- ið að standa í fjóra daga og hafði stöðvað flutninga á járn þrautunum að miklu leyti. Þetta gerðist við kosningu í nýbýlastjórn, og fékk Alþýðu- flokkurinn 8 atkvæði, eða einu meira en þingmannatölu sína, Framsókn 16, kommúnistar 9 og íhaldið 17, eða einu minna en viðstaddir þingmenn þess. Lét forseti fara fram hlutkesti milli annars manns Framsókn- ar og manns Alþýðuflokksins, og dró Stefán Jóhann hærri tölu en Eysteinn, svo að A- listinn hlaut manninn. Nú ókyrrðust stjórnarliðar, þar sem útlit var á að einn íhaldsmaður hefði svikið stjórn ina og fellt framsóknarmann- inn. Var farið að athuga kjör- seðla og fannst þá hinn dular- fulli seðill, sem upplýstist með al þingmanna vera seðill Björns Ólafssonar. Hafði Björn skrif- að þannig, að lesa mátti A eða D, eftir því hvernig seðlinum var snúið. Jón Pálmason, for- seti sameinaðs þings, ógilti nú kosninguna, þótt hann hefði þegár lýst henni, og var ko.sið á nýjan leik, og vandaði menntamálaráðherrann . sýni- lega skriftina í þetta sinn, því að framsóknarmaðurinn komst inn. En nú skrifuðu tveir Al- þýðuflokksmenn A þannig, að lesa mátti, sem D, eftir því hvernig seðlinum var snúið, og hæddust þannig að þeirri kosningu, sem á undan var gengin, og að menntamálaráð- herra. í nýbýlastjórn voru kosnir Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Ásmundur Sigurðsson og Stein grímur Steinþórsson og Hauk- ur Jörundsson. Við kosningu á þrem yxir- skoðunarmönnum ríkisreikn- inga blönduðust atkvæði einn- ig, og hlaut Alþýðuflokkurinn 10 atkvæði, kommúnistar 10, Framsókn 14 og íhaldið 15. Kusu því sýnilega þrír stjórn- arsinnar Alþýðuflokkinn og einn kommúnista. Fór fram hlutkesti, og Stefán Jóhann dró hærri tölu en Einar Ol- geirsson, og hlaut Alþýðu- flokksmaðurinn kosningu. Kjörnir voru Jón Pálmason, Jörundur Brynjólfsson og Sig- urjón Á. Ólafsson. í stjórn fiskimálasjóðs voru kosnir Þorleifur Jónsson, Sverr ir Júlíusson, Lúðvík Jósefsson, Þórarinn Þórarinsson og Lúð- vík Kristjánsson. I nefnd til að uthluta styrkj um til skálda og listamanna Þorkell Jóhannesson, Magnús voru kosnir Ingimar Jónsson, Kjartansson og Þorsteinn Þor- steinsson. Alþingi fclldi enn sfyrk til symfóníu- hljómsveitarinnar SYMFÓNÍUHLJOM- SVEITIN á erfitt nieð að vinna byli alþingismanna. I gær felldu þeir enn einu sinni styrk til hennar. nú ■ með aðeins 25 atkvæðum gegn 23, en 2 sátu hjá og 2 voru fjarstaddir. Það mun vera Eysteinn Jónsson, sem hefur bitið í sig fjandskap við þessa hljómsveit og hót- ar að segja af sér, ef þetta verði samþykkt. Eru það svo til allir Framsóknar- menn og allmargir íhalds- menn, sem hafa látið að vilja hans í þessu efni, sum- ir vafalaust til að halda friði á stjórnarheimilinu. Vishinski fór með „Liberfé" ausfur VISHINSKI tók sér far með franska hafskipinu „Libert«“ frá New York austur um haf í gær. Áður en hann steig á skipsfjöl átti hann tal við blaða menn og fór enn einu sinrji hinum hörðustu orðum um utanríkispólitíska stefna Banda ríkjanna og afskipti samein- uðu þjóðanna af Kóreu. Vetrarhjálpin hefur nú opna - skrifstofu í Hótel Heklu Skátarrsir fara um bœino og safna gjöf- um á þriðjudag og msðvikudag. ------------------------------ VETRARHJÁLPIN hefur nú opnað skrifstofu í Hótef Heklu, annarri hæð, og verður þar tekið á móti gjöfum og: umsóknum utn hjáip úr vetrarhjálpinni daglega frá kl. 10—12 f. h. or kl. IVz—ö e. h. Vetrxrhjálpin er nú síðbún- sími henpar er 80785. Verður ari en venjulega. og mun það aðaláherzla lögð á að safna m. a. stafa af því, að Stefán A. Pálsson, sem veitt hefur vetr- arhjálpínni forstöðu i síðustu 15—-16 ár, er nú ófáanlegur til þess að taka þeta starf að sér peningum, en einnig er tekið á móti fatnaði. Undanfarin ár hefur velrar- hjálpin aðallega úthlutað ::.rat- vörum og mjólk fyrir þá pen- vegna annríkis við annað. En inga,- sem safnazt hefa, þannig í fyrrakvöld fól borgarstjóri þrem mönnum að standa fyrir vetrarhjálpinni að þessu sinni, og eru það þeir Guðmundur Vignir Jósefsson, f.ormaður barnaverndarnefndar, Jónas B. Jór.sson, fræðslufulltyiti, og Rágné r Lárusson fraúiíærslu- fultrúi. Skýrðu þeir blöðunum svo frá í gær, að skrifstofan hefði vérið opnuð í gærmoi-gun, og þegar í gærkvöldi hefðu bor- izt rúmlega 70 beiðnir um að- stoð. Eins og að unHanförnu munu skátarnir fara . um bæ- inn og safna gjöfum til vetrar- hjá’parinnar, og munu þeir bvrja í vesturbænum, og mið- bænum á þriðjudaginn kemur, en á miðvikudaginn fara þeir um austurbæinn. Enn fremur er gjöfum veitt móttaka í skrif- stofu vetrarhjálparirinar, en að hinar bágstöddu fjölskyldur og einstaldingar, sem aðstoðar- innar njóta, hafa fengið ávís- anir á ákveðnar verzlanir í bænum. FuIItrúaráð verkalýðsfélaganna Mótmælir harðlega vinnumiðlun- arfrumvarpi ríkisstjórnarinnar -------*------- Telur aldrei meiri nauðsyn að auka vinnumiðlun í landinu en nur. ---------------«------ AÐALFUNDUE fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, sem haldinn var 13. þessa mánaðar, samþykkti hörð mót- mæli gegn þeirri fyrirætlun núx erandi ríkisstjórnar að fella niður franvag ríkissjóðs til vinnumiðlunar í kaupstöðum lands- ins. Leit fundurinn hins vegar svo á, að aldrei liefði verið meiri átsæða en nú til þess að efla og auka starfsemina ems og atvinnuhorfur eru nú í landinu. Jafnframt skoraði fundurinn eindregið á alþingi að fella framkomið stjórnarfrumvarp um vinnumiðlun, en taka hins vegar upp í fjárlög fyrir 1951 nægilega fjárveitingu til vinnu miðlunar. Tillaga þessi var borin frarn af Magnúsi Ástmarssyni og samþykkt rneð öllum greiddum atkvæðum gegn 2. Þá bar fr.ú Anna Guðmunds dóttir fram svofellda tillögu, sem samþykkt var samhlióða: „Fundur Fulltrúaráðs verka lýðsfélaganna í Reykjavik, haldinn miðvikudaginn 13. desember 1950, fagnar yfir því fylgi og mikilsverða stuðningi, sem samtök kvenna hafa veitt aðalatriðunum í ályktun 22. þings Alþýðusambands Is- lands um tryggingamál, og beit ir á alla þá aðila, sem samhuga eru í þessum máluto, að beita öllum áhrifum sínum • til þess að fá komið í veg fvrir þá rétt indaskerðingu hinna tryggðu, samhliða hækkun persónuið- gjalda, sem gert er ráð fyrir í frv. því, sem nú er rætt á al- bingi. Jafnframt heitir fundurinn á alla þá þingmenn, sem fylgdu fram lögunum um almanna- tryggingar 1946, að minnast fvfirhei tann.a um fullkomnar tryggingár, og taka því tafa”- laust upp öfluga baráttu lyfir þeim umbótum á lögunum. sem allsherjarsamtök vei'kalýðsins telja réttmætar". Sex ára lelpa verður fyrir bíl á Laugavegi Á FÖSTUDAGSKVÖIÐIÐ kl. 18,30 varð sex ára telpa fvrir bifreið á Laugaveginum rxóts- við husið nr. 151. Telpan héitir Ingibjörg Helga Júllíusdóttir til heimilis að Skúlagötu 66. Telpan meiddist mikið og mur,t m. a. hafa höfuðkúpubrotnað.. Bifreiðarstjórinn á bi’Teið- inni R 962, sem telpan varð fyr ir, skýrir svo frá. að hún hafí verið að leik með fleiri börnum uppi á gangstétt’nni en h'iup- ið út *á götuna. Hálka var á göt unni, og þrítt fyrir það þó't bíl inn væri á keðjum rann ’iann til þegar hann hemlaði. Bi íreið arstjórinn kvaðst hafa reynt að beygja fyrir barnið til þe~s að forðast að aka á það. Og við það fór bifreiðin utan í steinvegg þarna við götuna. Rannsóknarlögreglan biðuij sjónarvotta að þessu slyxi aí? koma til viðtals. Styrkir fil leik- listarinnar LEIKLISTIN á ekki eins erf- itt uppdráttar á alþingi og tón- listin. Við xfgreiðslu fjárlag- anna í gær var samþykkt að heimila ríkisstjórninni að taka þriggja milljóna króna lán til ao greiða eftirstöðvar af bygg- ingsrkostnaði þjóðleikhússins. Þá var samþykktur 30 000 króna styrkur til Leikfélags Reykjavikur með 28:8 atkvæð- um, 1500 króna, styrkur til Leikfélags Borgarness, og 38 þúsund krónur til annarrar leikstarfsemi. Þó var auka- styrkur til þess c.ð örva leik- starfsemi í kaupstöðum og kauptúnum, til þeirra, er þeg- ar hafa einhvern styrk á fjár- lögum, 30 000 kr., felldur með 23:21, vaíalaust af bví að auka- styrkurinn átti að takmarkast vði þá, sem þegar hafa styrk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.