Alþýðublaðið - 17.12.1950, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.12.1950, Blaðsíða 9
■ 6. og síðasta bindi ævisögu séra Árna Þórarinss, - .VIeð þessari bók hefur Þórbergur Þórðarson lokið verki, sem á engan sinn líka í bókmenntum samtíðarinnar. Séra Árni Þórarinsson var tvímælalaust einn merkasti, fjölgáfaðasti og skemmtilegasti menntamaður þess Á' lands fyrr og síðar. Samstarf hans og séra Árna stóð í mörg ár, þeir gerðust í senn miklir og einlægir vinir og S jvo mun að lokum hafa farið að séra Árni leyfði Þórbergi að skyggnast dýpra í einkalíf sitt og persónuleg K /iðhorf en títt er um ævisagnaritara. Stórbrotnasta ævisögurit í bókmenntum samtíðar innar. Bœkur og ritföng Aust. 1 — Laugavegi 39. Niálse 65 Aðalstr. 18, Sunnudagur 17. desember 1950 ALÞYPUBLAPIP BOKAVERZLUN ÍSAFOLDAR 5 nýjar bækur r frá Isafoldarprentsmiðju Mamma skilur allt D U L EVB Ö G N EGYPTALANDS eftir Paul Brunton. Frú Guðrún Indriðadóttir hefur þýtt þessa ágaetu bók. Paul Brunton er orðinn kunnur íslenzkum lesendum. Bók hans Dulheimar Indíalands hefur verið lesin með athygli og aðdáun um la)id allt. Duiarmögn Egyptalands er ef til vill enn þá dularfyllri og rnerkilegri. Brunton lýsir í þessari bók af aðdáanlegri snilld pýramídunum, konungagröfunum, launhelgunum og musterunum í Egj-pía- iandi. Hann Iýsir og skýrir trú manna og siði. Á einum stað segir hann, er hann hafði sko'ðað Pýramída: „Þegar vörðurinn opnaði fram- Iiliðið, skömmu eftir dögun, reikaði út úr Pýramídanum maður, þreytulegur til augnanna, lúinn og rykugur. Hann gekk niður eftir hinuni niik’u tilhöggnu klettum út í morgunsólskinið og horfði ljósfælnum augum yfir landið, flatt og kunnugt. Honum varð það fj’rst fyrir að anda að sér djúpt nokkrum sinnum. Því næst sneri hann andliti sínu ósjálfrátt móti Ra, sólinni, og þakknði hljóður hina blessuðu gjöf ljóssins mannkyninu til handa“. LESIÐ DULARMÖGN EGYPTALANDS um jólin. Þið getið ekki fengið betri bók. VIRKIÐ í NORÐRI eftir Gunnar M. Magnúss. Þetta er þriðja og síðasta bindi verks- ins og fjallar um atburði á sjó og við strendur landsins. Aftan við bindið er skrá yfir alla þá er fórust af völdum ófriðarins, ásamt mynd og stuttu æviágripi. NONNI EIRÍKUR HANSSON eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson þj'ddi. — Af öllum Nonnabókunum er Nonni vinsælastur og sú bók er víðfrægust, enda eru allar bækur Jóns Sveinssonar við Nonna kenndar. Með þeirri bók tók séra Jón Sveinsson sess meðal frægra rithöfunda og varð eins og kunnugt er víðlesinn höfundur. Árið 1943 var búið a'ð gefa út 103.000 eintök af Nonna í Þýzkalandi, en auk þess hefur hann verið þj'ddur á meira en tuttugu tungur. Nonni var fyrsta bók Jóns Sveinssonar, sem Freysteinn þýddi. Nú, eftir tæp þrjátíu ár, kemur þessi þýðing út aftur að mestu leyti óbreytt. eitir J. Magnús Bjarnason. Þeir, sem komnir eru á fullorðinsár, munu kannast við söguna um Eirík Hansson. Þegar hún kom fj’rst út hér á Iandi, var hún lesin um aJTt land af ungum og gömlum. Fólkið fylgdist af áhuga með litla íslenzka dregnum, sem fór til Ameríku, og það liíði með honum ævintýrin, sem hann ratáði í þar vestra. — Þá voru fólksflutningar héðan af landi vestur til Ameríku og þarna opnaðist nj'’r töfraheimur. En ævintýrin eru þ'au sömu í dag og þau voru þá, og j’ngri kynslóðin mun fagna komu þessarar bókar, og hinir eldri rvfja upp gamlar og góðar endurminningar. „Og kjnlegar sögur ha nn kunni og llög“. — Eiríkur Hansson er bæði gefinn út heilu lagi og í þremur sjálfstæðum heftum. Ný saga um Hjalta litla, eftir Stefán Jónsson. Hjalti litli er vinsælasta unglingabókin, sem samin hefur verið á síðari árum. Hún seldist upp á skömmum tíma, og síðan hefur verið látlaus eftirspurn eftir bók- inni. Nú cr komin ný saga um Hjalta litla — og þó framhald hinnar fyrri. Hjalti er að stækka. Eftir rnjaltir morgni á — mjakast Hjalti að slæiti. Og hann er samvizkusamur og gerir það, sem hann get- ur. Smækkar ljárinn strá og strá — stækkar skári á teigi. Það er gaman að fylgjast með Hjalta Iitla og athuga umhverfi hans og samferðamenn. MAMMA SKILUR ALLT er jólabók barnanna, og þeir full- orðnu liafa líka gaman af henni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.