Alþýðublaðið - 20.12.1950, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MuSvikudagur 20. des. 1950.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing-
fréttaritari: Helgi Sæmundsson: auglýs-
ingastjóri: EmUia Möller. Ritstjórnar-
cámar: 4901 og 4902. Auglýsingasími
4906. Afg%iiðslusími 4900. Aðsetur: Al-
þýðuhúsið.
AlþýðuprenWiiðjan h.f.
,M rofa lil"
,.ÞAÐ er ör’ítig aS roía til í
efnahagsmálum okkar,“ segir
Morgunblaðið í ritstjórnargrein
í gær. Jú, það má nú segja!
Dýrtíðin af völdum gengis-
lækkunarinnar hefur náð há-
marki, sem jafnvel þá svartsýn-
ustu óraðí ekki fyrir, þegar
gengi krónunnar var lækkað.
Yélbátaútvegurinn, sem að
jafnaði framleiðir um tvo þriðju
hluta útflutningsverðmætisins,
er þannig leikinn af þessari
dýrtíð, að óhugsanlegt er að
hann geti gert skipin út á vetr-
arvertíðinni, nema sérstakar
ráðstafanir ríkisvaldsins komi
íil, og fyrirsjáanlegt að ekki
verði hægt að senda skipin á
veiðar á venjulegúm tíma, með
því ag ríkisstjórnin hefur hing-
að til engar slíkar ráðstafanir
gert, þrátt fyrir ítrekaoar að-
varanir og áskoranir hvaðan-
æva af landinu. Atvinnuhorf-
urnar hafa a’-drei verið skugga-
legri síðan á kreppuárunum
fyrir stríðið. Adls staðar er vofa
atvinnuleysisins farin ag gera
vart við sig; og í einum lands-
hluta má heita að atvinnulífið
sé komið í kalda kol. Það er
ekki að furða, þótt Morgun-
blaðið þykist eygja merki þess,
að farig sé að rofa til í efna-
hagsmálum okkar!
*
Alþingi er rétt farið í jólafrí
eftir ríkmannlega þingveizlu.
Sennilega hefur það verið að
fagna upprofunum í efnahags-
málum okkar. En því láðist að
gera nokkrar ráðstafanir vél-
bátaútveginum til hjálpar áð-
ur en það hélt veizluna og fór
í fríið. Hins vegar gleymdi það
ekki að samþykkja nýjar, stór-
kostlegar álögur á almenning,
að upphæð hér um bil tíu millj-
ónir króna, þrátt fyrir gengis-
lækkunina, sem átti að gera
allar nýjar álögur óþarfar 'og
meira að segja létta af þeim
eldri. Og það gleymdi heldur
ekki að samþykkja afnám allr-
ar frekari dýrtíðaruppbótar á
kaupgjaldið eftir áramótin. Þá
jólagjöf varð það að færa
verkalýð og launastéttum
landsins, svo að einnig þær
sæju nú rofa til í efnahagsmál-
um okkar!
*
Og hvað er það þá í þessu
svartnætti sív&xandi dýrtíðar,
atvinnuleysis, kjaraskerðingar
og öngþveitis, sem gleður auga
Morgunblaðsins, svo að það
skuli nú sjá rofa til í efnahags-
málum okkar? Jú, það er það,
að ríkisstjórnin hefur nú á-
kveðið, að innflutningur allrar
nauðsynlegustu álnavöru „skuli
gefinn frjá!s“, settur á frílista,
eins og það er kallað; en áður
höfðu matvörur, veiðarfæri,
vinnufataefni og girðingarefni
verið sett á frílista. „Sá frílisti
hefur að vísu ekki alltaf verið
raunverulegur,“ segir Morgun-
blaðið, „þar sem gjaldeyrisaf-
kbman hefur verið svo hörmu-
leg sem raun ber vitni“. En
hvað gerir það til? Aðalatriðið
er að setja álnavöruna á frí-
lista og lýsa yfir því, að nú sé
búið að efná kosningaloforðin
Kaupið jólahangikjötið strax.
Birgðir senn á þrotum.
Samband ísl. samvinnufélaga
írá því í fyrrahaust um frjálsa
verzlun, þó að enginn sé gjald-
eyririnn til þess að kaupa vör-
una fyrir inn í landið.
Því skal það endurtekið:
Það er ekki að furða, þótt
Morgunblaðið sjái nú rofa til í
efnahagsmálum okkar!
en
hræsni
VÍSI þykir það hart, að Al-
þýðublaðið skuli leyfa sér að
veitast að núverandi ríkisstjórn
fyrir það að verðlag hefur hækk
að á innfluttum varningi,
„sumpart vegna gengislækkun-
arinnar, en aðallega vegna verð
hækkunar varanna á erlendum
markaði“. „Verðhækkanirnar
fást þó að fullu bættar við vit
reikning vísitölunnar“, segir
Vísir, „eins og honum er hátt-
að nú“.
Þetta skrifar Vísir sama dag
inn og flokkur hans stendur að
því á alþingi, að fella alla frek
ari dýrtíðaruppbót á kaupgjald
úr lögum eftir áramótin, hvað
svo sem vísitala framfærslu
kostnaðarins kann að hækka á
komandi mánuðum! Og það
verður áreiðanlega ekkert smá
ræði!
Það má máske virða Morgun
blaðinu það til nokkurrar vork
unnar, þó að það skrifaði digur
barkalega um fulla dýrtíðar
uppbót á kaupgjaldið, um það
leyti, er gengislækkunin var
framkvæmd og því var lofað,
að dýrtíðin af völdum hennar
skyldi bætt samkvæmt vísitölu
framfærslukostnaðarins. En
þegar Vísir er enn að fimbul-
famba um fulla uppbót dýrtíð
arinnar eftir að flokkur hans
er búinn að fella hana úr lög-
um, þá er það vissulega meira
en meðalhræsni, jafnvel í blaoi,
sem ekki er vandara að virð-
ingu sinni en hann.
Húsmóðir gengur í verzlanir tii að kaupa til jól-
anna og segir ferðasögu.
HÚSMÓÐIR SKRIFAR: „AII
ar húsmæður haía áreiðanlega
glaðzt yfir ákvörðun ríkisstjórn
arinnar um að veita heimilun-
um úrlausn með innflutning á
iéreftum, sirsi, flúenli og smá-
vörum. Er mál til komið, að far
ið verði að hugsa meir um hags
muni heimilanna, en gert hefur
verið undanfarið. Ég get ímyncl
að mér, að gremjan meðal hús-
mæðranna hafi náð hámarki
sínu undanfarna daga á rambi
sínu í verzlanir bæjarins, í leit
að einhverju nýtilegu á heimilis
fólkið.fyrir jólin. En það er
gamla sagan, ekkert efni, en
töluvert fæst af tilbúnum lérefts
fatnaði, fyrir slíkt okurverð, að
aldrei hefur sézt annað eins. Það
er áreiðanlegt, að mörg konan
hefur farið heim með tæmda
peningabuddu áður en búið
var að kaupa f jórða hluta af því,
sem með þurfti.
ÉG KEM IIÉR MEÐ nokkur
dæmi úr minni tkaupstaðarferð.
Tilbúin herranáttföt úr þunnu
efni á kr. 145,00. Ég var neydd
til þess að kaupa þessi dýru föt.
Hefði ég getað sparað heimili
mínu kr. 100,00 með því að
cauma þau sjálf. Skyrtu þurfti
ég að kaupa á 12 ára son minn.
Hún kostaði kr. 62.00. Sparað
þar kr. 45.00. Skó þurfti ég að
kaupa á drenginn. Þeir kost-
uðu kr. 170.00. Ég leit á prjóna
kjól á tveggja og hálfs árs
gamla dóttur mína. Hann kost-
aði kr. 166.00. Ég hefði sparað
Hvað var pað5 sem kom við kaunin?
UPPLESTUR Lárusar Pálssonar
á fundi íslandsdeildar „heims
friðarhreyfingar" kommún-
ista, þegar Þórbergur Þórðar
son og Jónas Árnasön sögðu á
dögunum ferðasögu utanstefn
unnar, hefur vakið mikla eft-
iríékt. Athyglin hefur þó ekki
beinzt einvörðungu að hin-
um listræna lestri leiuarans,
enda engin nýlunda, að Lárus
Pálsson lesi vel upp ljóð. Það
er sjálft efnið, sem hefur vak
ið til umhugsunar.
LÁRUS PÁLSSON valdi til
lesturs við þetta tækifæri
kvæði eftir Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi, annað af
tveimur ástsælustu núlifandi
ljóðskáldum íslenzku þjóðar-
innar og listamann, sem jafn
vel kommúnistar hafa viður-
kennt og lofsungið, þegar und
an eru skilin fyrirbrigði á
borð við Gunnar Benedikts-
son. En kvæði Davíðs komu ó-
þægilega við kaun fundar-
gesta. Skáldið gerir að um-
ræðuefni blekkingar „friðar-
vinanna“, sem eru að kalla
hættu nýrrar heimsstvrjaldar
yfir mannkynið. Davíð leggur
þeim í munn orðin „vér þurf
um að vera mjúkir í máli á
meðan vér söfnum tundri og
stáli“, og um mót þeirra, sem
haldið er ofan jarðar, þótt það
heyri myrkrunum til, segir
hann enn fremur, að „yfir því
blakti friðarfáni fenginn að
láni“.
KOMMÚNISTAHIRÐINNI í
Austurbæjarbíói mun hafa
brugðið eftirminnilega í brún,
þegar leikarinn las umrædd
kvæði Davíðs Stefánssonar á
þann listræna hátt, sem Lár-
usi Pálssyni er laginn. Æst-
ustu Moskvukommúnistarnir
í hópi áheyrenda munu halda
því fram, að sök alls þessa sé
hjá leikaranum, sem valdi ljóð
in, og telja naumast einleikið,
að slíkt og þvílíkt og þessi
óvægilegi upplestur skuli geta
komið fyrir! Munu þeir í reiði
sinni hafa hugsað Davíð og
Lárusi þegjandi pörfina, þeg-
ar þeir yfirgáfu samkomuna.
ÞESSI AFSTAÐA er þó fjarri
öllu lagi. Davíð Stefánsson
yrkir auðvitað eins o^' honum
býr í brjósti, og Lárus Páls-
son velur til upplesturs ljóð,
sem honum finnst til um og
hann telur sér sóma að túlka.
Nú vill svo til, að kvæði
Davíðs, Hótel Evrópa og Vér
skipuleggjum, sem Lárus Páls
son las og komu kommúnist-
um svo eftirminnilega úr and
legu jafnvægi, eru bæði ort
gegn nazismanum, meðan
hætta hans vofði sem myrkur
skuggi yfir gervallri álfunni.
Þetta hefur Lárusi Pálssyni
að sjálfsögðu verið kunnugt,
þegar hann valdi kvæðin. En
það bregður svo undarlega
við, að allt það, sem Davíð
kvað í því skyni að vara við
nazismanum á sínum tíma á
einmitt við um kommúnis-
mann í dag. „Heimsfriðar-
hreyfing“ kommúnista er ekk
ert annað en eftirlíking af
friðarhjali nazista, meðan þeir
voru og hétu. Blekkingarnar
eru hinar sömu og tilgangur-
inn hinn sami.
SÖK ÞESSA verður hvorki
færð á reikning Davíðs
Stefánssonar né Lárusar Páls
sonar. Hún er öll hjá valdhöf
unum í Kreml, sem hafa gerzt
arftakar Hitlers og Göbbelsar
og vonast til að geta fullkomn
að það, sem þeim mistókst í síð
ari heimsstyrjöldinni. Þetta
hafa fylginautar rússneska úti
búsins á íslandi fæstir gert
sér ljóst. En svo er þessi skyld
leiki nazismans og liommúr.-
ismans mikill, að islenzkir
kommúnistar telja tólf ára
gamla ádrepu á nazismann
. reiðilestur yfir kommúnisman
um og „heimsfriðarhreyf-
ingu“ hans í dag! Goðið, sem
íslenzkir kommúnistar dýrka,
er ekki félegri en þetta, þegar
sannleikurinn er sagður allur
og afdráttarlaust.
ökkur hjónunum kr. 140.00
hefði ég mátt prjóna kjólinn
sjálf. En innflutningsyfirvöldin
hugsá með sér: „Garnið skal á,
prjónastofurnar — og iðnrek-
endurnir eiga að sitja fyrir vefn-
aðarvörunni“. Ég slæðdist inn í
verzlun á Laugaveginum. Sá ég
þar karlmannasokka. Verðið á
þeim var rúmar kr. 27.00 parið.
Lengi gæti ég haldið áfram
enn þá.
Á ÞESSUM FJÓRUM flíkum
hefði ég sparað heimili mínu
kr. 295.00 hefði ég haft efni og
garn og unnið að þessum fata-
tilbúningi í frístundum mín-
um. En undanfarin ár hefur
stjórnarfarið á íslandi verið
öðrum löndum ólík hvað þaS
snertir, að hugsa um hag heim
ilanna. Hér hefur orðið sá hátt
ur á, að hlaða undir vissa menn
á kostnað þeirra, þegar aðrar
þjóðir hafa gert ýmsar þær ráð
stafanir, sem verða mega heim-
ílunum til heilla og sparnaðar.
HVERNIG STENDUR á
þessum óhóflega dýra lérefts-
fatnaði? Er iðnrekendum í sjálfs
vald sett hve mikið þeir leggja
á tilbúna fátnaðinn? Þeir virð-
ast vera búnir að koma ár sirini
vel fyrir borð, eftir várð'Iagi
hans að dæma. Því voru kven-
sokkar ekki settir á frílistann?.
Fyrir löngu hefði þurft ao
vera búið að ' uppræta svárta-
markaðsbraskið á þessum nauð-
synlegu flíkum.
ALDREI HEFÐI ÉG HEYRT
konur eins gramar út í vefn-
aðarvöruerfiðleikana og órétt-
lætið sem þar' ríkir og nú. Flest
ir foreldra reyna að fata börn
sín að einhverju leyti fyrir jól-
in. En það eru einlægar bolla
leggingar og áhyggjur yfir þessu
háa verðlagi, sem er á stóru og
smáú, hjá þeim sem virma fyrir
daglegu brauði í sveita sins and
litis. Hér virðist ekki vera neitt
batnandi ástand, þótt gengis-
lækkunin hafi verið fram-
kvæmd“.
ÞAÐ ERU RÉTT ummæli,
sem afgreiðslustúlka í glingurs
og leikfangaverzlun lét sér um
munn fara, þegar folkið, sem
stpð við búðarborðið hafði orð
á því hvað hitt og þetta væri
dýrt: „Það er svona það, sem
íslenzkt er, — það er mjög öm-
urlegt allt saman."
Tvær nýjar bækur
eflir Elías Mar.
KOMNAR eru út tvær nýjal-
bækur eftir Elías Mar, smá-
sagnasafnið „Gamalt fólk og
nýtt“ og skáldsagan „Vöggu-
vísa“.
„Gamalt fólk og nýtt“ er
153 blaðsíður að stærð og flýt-
ur 12 smásögur, sem nokkrar
hafa birzt í blöðum og tíma-
ritum. „Vögguvísa“ er 148
blaðsíður. Útgefandi beggja
bókanna er Helgafell, og er
skáldsagan prentuð í Víkings-
prenÚ, en smásagnasafnið í
Hólum.