Alþýðublaðið - 20.12.1950, Síða 5

Alþýðublaðið - 20.12.1950, Síða 5
JVÍiðvikudagur 20. des. 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 , . 7 T or gsalan Hínir heiðruðu viðskipta- vinir eru beðnir að athuga, að ég hef verið látinn flytja frá Njálsgötu og Baróns- stíg að horni Barónsstíg og Eiríksgötu. Ég mun eins og áður hafa alls konar skálar og ker til jólagjafa, skreyttar hríslur á leiði, búnt í vasa og mín- ar þekktu frostrósir. — Komið og athugið. Ég mun eins og að undanförnu reyna að gera mína heiðr- uðu viðskiptavini ánægða. Eins og áður verður selt á horni Ásvallagötu og Hofs vallagötu alla daga til jó!a. KOMIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN. GróðrastöSin Sæból, Fossvogi. Sími 6990. lólageslir - jólalög 1 Á HVERJU • ÁRI kemur tnargt góðra gsgta fyrir jólin, þar á meðal fjöldi bóka, sem tnenn hafa gagn og gaman af &ð lesa, þött ýmislegt léttmeti fljóti með. Þessa dagana aug- týsa forlögin jólabækurnar af fullum krafti, og menn kaúpa þær til jólagjafa handa frænd- um ,og vinum. Meðal þeirra foóka, sem nú fylla jólamarkað ínn er ein bók, sem mig langar til að minnast á, þótt hún sé ireyndar komin út fyrir nokkr um mánuðum, en bók þessi er éinmitt hin ákjósanlegasta jóla- BÍöf. • Þessi bók er ,,Vakna þú ís- land“ og hefur inni að, halda 55 íslenzk lög, sem Hallgrím- tir Helgason tónskáld hefur val Sð og raddsett. í bók þessari er m. a. létt og lipurt lag við hið elþekkta og vinsæla jólasveina- kvæði Jóhannesar úr Kötlum Þá eru tvö önnur jólalög í bókinni „jólavers“ efti: Ingi- björgu Sigurðardóttur og „Jól- Sn eru að koma“ eftir Elínu Ei- tíksdóttur. Öll þessi lög eru hin ír beztu jólagestir og auk joeirra feru í bókinni f jöldi laga við vin- gæl íslenzk ljóð, svo sem: »,Hvert svífið þér svanir“, „Margt er það í heiminum11; „Heilaga jörð“, „Fagra haust þá fold ég kveð“, „Alein sat bún við öskutóna" og mörg fleiri. Lög Hallgríms Helgasonar hafa yljað mér um hjartaræt- Urnar og ég efast ekki um, að eins fari um fleiri, sem kynr.ast þeim. Þess vegna ætti ekkert heimili, sem ljóðfæri á, a£> láta þessa gesti vanta á komandi jólum. Th. G. fff ljóðabókr „Sól- gull í skýjum." KOMIN er út ný kvæðabók eftir Kristin Pétursson í Keflavík. Nefnist hún „Sól- gull í skýjum“ og flytur 30 Irvæði. Kristinn Pétursson hefur áður gefið út Ijóðabókina „Suð ,ur með sjó“ árið 1942. Bœkur og höfundar: Þóroddui Gúðmundsson frá Sandi: Guðmundur ■ Friðjónsson. Ævi og störf. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reýkjavík 1950. SKÁLDSKAPUR GuOmund- ar á Sandi er merki’egt rann- sóknarefni, en sagan af ævi hans og hversdagsstörfum, skoðunum og vinnubrögðum þó eigi síður girnileg til fróð- leiks. Nú hefur Þóroddur son- ur hans gert síðar talda þætt- inum í lífi bóndans og skálds- ins á Sandi rækileg skii í bók sinni um Guðmund. Samtíð- inni er mikill fengur að slíku riti, og gildi þess mun auk- ast að miklum mun eftir því, er fram líða tímar, þar eð þá værj torvelt eða ógerlegt að safna nema brotum af þeim fróðleik, sem bók Þórodds bvggist á. Undirritáður sá Guomund á Sandi aðeins einu sinni í sjón- hending og er auk þess ókunn- ugur í heimahögum hans. En bók Þórodds hefur reynzt hon- um greinargott heimildarrit um þennan sérstæða kjarna- kvist í gróðurlendu íslenzkra bókmennta. Æviferill skáldsins er rakinn af kostgæfni og brugðið upp ótal myndum úr Lífi Guðmundar og fjölskyldu hans. Bókin er hófsamlega rit- uð, en þó virðist höfundurinn hreinskilinn og bersögull, þótt vafalaust mætti margt fleira segja um ýmis atriði. Þórodd- ur hefur borið gæfu til þess að einbeita sér að því að rifja upp og segja það, er aðrir myndu naumast geta tilgreint. Hins vegar stiklar hann oft á stóru og lætur sumt liggja í láginni. En það varðar einkum skáld- skap Guðmundar, sem ekki er fjallað um sem aðalatriði í bók inni og aðrir hljóta að kanna á sínum tíma. Lesandinn fær engin svör við spurningum sem þeirri, hvort Guðmundur hafi notað lifandi fyrirmyndir í sögum sínum, enda er það umfangsmikið rannsóknarefni og sennilega ekki tímabært að sinni að gera því skil, þó að miklu skipti, að drögunum sé safnað, meðan þeirra, er þekktu Guðmund og fólk það, sem hann kann að hafa lýst í sög- um sínum, nýtur enn við. Sum ir eru raunar þeirrar skoðun- sr, að höfundum sé óvirðing gerð með því að' sanna á þa þessi vinnubrögð. Slíkt er þó mikill misskilningur. Listrænn árangur höfunda, sem temja sér slík vinnubrögð, er sem sé sízt minni en hinna, eins og rit Jóns Thoroddsens og Gests Pálssonar bera órækt vitni. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort ekki væri ástæða til að bregða upp fleiri myndum af skapgerð Guð- mundar á Sandi en gert er í bók Þórodds. Slíkt er jafnan matsatriði, en tvímælalaust hefur höfundurinn lagt áherzlu á að 'segjá það eitt, er har.n vissi satt og rétt, því að bókin orkar þannig á lesandann, að hún sé í ríkum mæli sönn og trú. Og víst er það gleðilegt, að Þóroddur skyldi ekki falla í þá tálgryfju að halda því fram, að búandstarfið hafi verið skáldinu Guðmundi Friðjóns- syni sálardrepandi ok kvaðar og' brauðstrits. Sú skoðun er næsta algeng hjá mörgum Guðmundur Friðjónsson. þeim, er rita um skáld okkar, sem deilt hafa kjörum við al- þýðu til sjávar eða sveita. En oftast er þetta blekking. Guð- mundur Friðjónsson hefur á- reiðanlega kosið sér starfssvið bóndans af því að honum var það í senn hugsjón og hlut- skipti, er hann taldi sér hæfa. Þvílíkur maður hefði átt margra kosta völ. En . hann valdi bóndastöðuna af því að honum var alvara það, sem hann kvað í Ekkjunni við ána og Bréfi til vinar síns. Og það er engin ástæða til þess að harma örlög skáldsins á Sandi. Guðmundur Friðjónsson undi að vísu kröppum kjörum, en barátta bóndans færði honum einnig þá auðnu, að hann skip- ar sess við hlið Bólu-Hjá’mars og Stephans G. Stephansson- ar í íslenzkri bókmenntasögu, •— og Hjálmari og Stephani er sómi en ekki vanzi að sam- býlinu við Sendlinginn. Skáldskapur Guðmundar Friðjónssonar mun reynast miklum mun lífseigari en nokkurn samtíðarmann. hans grunaði, og þó vann hann þeg- ar í lifanda lífi frækilegan sigur á oddborgarahrokanum og minnimáttartregðunni. Nú finnst flestum furðulegt, að Guðmundur Friðjónsson skyldi sæta hatrömmum árásum ann- ars vegar og sljóu fálæti hins vegar, meðan hann var í blóma lífsins. Nokkrar smásögur hans eru á borð við það bezta, 1 sem íslenzk sagnaskáld hafa afrekað fyrr og síðar. En þó frá Verðgæzlusfjóra. Við athugun hefur komið í Ijós. að eftir- taldar verzlanir hafa undanfarna dag.-t selt glugg'a'tj afdaefni (90 cm breitt); Verzílunin ,,Þorsteinsbúð“, Snorrabraut 61, Verzlun Guðbjrgar Bergþórsdóttur, Öldug. 29, Verzlun Þorsteins Þorsteinssonar, Keflavík. Verðið á þessum gtuggatjaldaefnum er ekkí rétt, og eru þeir. sem geta sannað að. þeir hafi keypt umrætt efni, vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu verðgæzlustjóra þann 20. og 21. þ. m. Það s'kal tekið fram, að umræddar verzil- anir eiga enga sök á þessu verðlagsbroti, þar eð heildsöluverðið var skakkt og þær seldu vöruna í beirri trú, að verðið væri rétt. V erðgæzlustj órinn. bera ljóð hans af. Snjöllustu kvæði Guðmundar á Sandi munu lesin og dáð, meðan fólk ið í landinu skilur hina klið- miklu og kjarnyrtu íslenzku þessa norðlenzka bónda. Og bók Þórodds sonar hans mun reynast mikill fengur öllum þeim, sem óska að kynnast Guðmundi nánar en unnt er í ljóðum hans og sögum. • Ilelgi Sæmundsson. jóð Sig. JúL Jóhannessona Sigurður Júlíus Jóhannes- son: Ljóð. Útgefandi: Barna- blaðið Æskan. í ÖLLU ÞVÍ FLÓÐI BÓKA, sem nú fer yfir, eru við og við bækur, sem verulegur fengur er að. Ein þessara er ,,Ljóð“ Sígurðar Júl. Jóhannessonar læknis í Winnipeg, sem Barna- blaðið Æskan hefur gefið út í vandaðri útgáfu. Sigurður Júlíus Jóhannes- son var fyrsti ritstjóri Æskunn ar og stofnandi hennar. Má það teljast bæði skemmtilegt og vel viðeigandi, að það skuli vera Æskan, litla blaðið hans, sem- nú eftir fimmtíu ár gefur út úr val af Ijóðunum hans. En sjálf- ur lifír hann í hárri elli. . Steingrímur kennari Arason hefur valið ljóðin og ritað for mála. Mun hverjum þeim, sem þennan formála les, verða það Ljóst, að enginn meðalmaður er þar á ferð, sem Sigurður Jú!i- us er. — Er það og kunnugt öllum þorra íslendinga, þæði austan hafs og vesfan, að hann Drengjabók, sem fengur er ú Dóri Jónsson: Vaskir dreng- ir. Hlaðbúð. Ingólfsprent. Reykjavík 1950. UNDIRRITAÐUR las af til- viljun á dögunum unglingabók ina „Vaskir drengir“ eftir Dóra Jónsson. En lesandinn verður ekki fyrir vonbrigðum af þeirri bók. Hún er bráðskemmti !eg aflestrar og rituð á tilgerð- E.rlausu en hreinu máli. Höf- undurinn. segir hreinskilnislega og óþvingað frá athöfnum hinna ungu sögumanna sinna, en mest er þó um vert sálar- lífslýsingar bókarinnar. Þeirra vegna ber að telja þessa Mtlu arengjasögu til bókmennta. Höfundarhetti bókarinnar nun vera dulnefni, én sannar- Lega þarf Dóri Jónsson ekki að skammast sín fyrir skák sína á akri bókmenntanna. Hann 3:tti að halda áfram eins og hann er byrjaður. Sumir halda, að bækur handa börnum og unglingum geti ekki talizt til bókmennta. Þetta er mikill misskilningur eins og sjá má á því, sem íslenzkir höf- undar hafa bezt gert af þessu tæi. Og aldrei er nauðsyn smekkvísi og vandvirkni meiri en þegar yngstu lesendurnir eiga í hlut. Þess vegna er bók á borð við „Vaska drengi“ sannnefndur fengur. Útgefandi bókarinnar er Hlaðbúð, sem áður hefur gefið út nokkrar prýðilegar barna- bækur. Bókaval þeirrar útgáfu virðist undantekningalítið vel heppnað, og Hlaðbúð er tví- mælalaust í sérflokki um að velja bókum sínum fagran ytri búning, án þess þó að hlaða á þær tilgerðarlegu skrauti. H. S. er gott ljóðskáld, vinsæll og heppinn læknir, bindindisfröm uður hinn ágætasti, framfara- maður í hvívetna og mikilvirk- ur rithöfundur. Barna- og dýra vinur er hann og mikill. Bera ljöð hans glögg einkenni allra þessara eðliskosta. . Sérlega eru barnaljóð hans þekktust og vinsælust — og gæti ég jafnvel trúað því, aö þau héldu nafni hans lengst á lofti. — Hverjum hefur ekki hitnað um hjartarætur, er hann á barnaskólaárum sínum las kvæðið um fuglinn og hann Fúsa í fyrsta sinn. Eða hvaða barn gat varizt brosi vig lestur Skuggans, svo að fátt eitt sé talið. Fyrir rúmlega hálfri öld kom út ljóðabókin „Kvistir" eftir Sig. Júl. Jóhannesson. Var það vinsæl bók, en mun nú í fárra manna höndum. Þá gaf Barna- vinafélagið Sumargjöf út nokk ur af barnaljóðum hans árið 1930. í þessari nýju bók eru ýmis kvæði, sem mörgum eru mihn isstæð. T. d. ,,Dáinn“, kvæðið um ekkjuna og soninn hennar, sem varð ofdrykkjunni að bráð. Þar -eru líka þýdd ljóð eins og „Hver borgar?“, „Gler- augun hans afa“. o. s. v., seín flestir kannast við. Ágætar lausavísur eru hér einnig, nem ég fyrir mitt leyti kann, án þess að vita, hvar eða hvenær ég hef lært þær. En það sýnir, að þær hafa flogið frá manni til manns, og lifa á vörum þjóð arinnar. Ég tek hér þrjár vís- ur. Sú fyrsta mun vera ort á siglingu til Vesturheims: Það liggur við ég missi þrek og þrótt og þig ég hræðist dimma júlí- nótt, því þú átt eitthvað undarlegt. að geyma, ég aldrei þekkti slíkar nætur heima. « Staka.' Draumar bregða ljósi á loft, sem lífið skýrir vöku betur. (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.