Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. des. 1950. ALÞÝÐUBLAÐiÐ Forðist eídsvoða af íendruðum jólaírjám með því að fara eftir þessum varúðarreglum: 1. Látið jólatréð standa á miðju gólfi, en ekki við glugga- eða dyratjöld, þegar það er tendrað. V5 2. Látið börn aldrei vera ein við tendrað k jólatré.. Wp 3. Notið sem minnst af bómull og öðru eld- fev fimu skrauiti. 4. Hafið við 'höndina vatn í fötu (sem stáðið gæti á bak við húsgögn) svo hægt sé að slökkva, ef i kviknar. Vátryggið aliar eigur yðar gegn eídsvoða Ahnennar tryggingar Bœkur og höfundar i@imsborgari kominn he Tómas Guðmundsson: Fljót- ið helgafc Ljóð. Helgafell. Reykjavík 1950. TÓMAS GUÐMUNDSSON hefur víst aldrei sent frá sér misheppnað' kvæði, þó að auð- velt sé að gera upp á milli ljóða hans. Það er augljós og skemmtileg sönnun um smekk vísi og vandvirkni Tómasar. Kröfuhörðustu unnendur ljóða gerðarinnar verða að viður- kenna frábæra tækni hans og fjölþætta hugkvæmni, og svo er hann farsæll, að alþýða manna tekur kvæðum hans eins og persó.nulegri gjöf. Hæst ber list hans í Þjóðvísu, yfirskilvit- legu Ijóði, sem maður lærði ó- sjálfrátt á sínum tíma. Sumum finnst Tómas yrkja of lítið, en honum fyrirgefst það jafnan, þegar liann birtir , eftir sig nýtt ljóð eða sendir frá j sér nýja bók. Og Tómas hefur , notið mikilla vinsælda undap-! farnar vikur. Þjóðin hefur tek ið nýju bókinni hans, „Fljótinu helga“, tveim höndum. „Fljótið helga“ markar tíma mót í skáldskap Tómasar Guð- mundssonar. Rauhar leikur hann enn á sína gömlu strengi, en þó er hann breyttur. Gáski æskunnar er horfinn, hann nefnir Reykjavík hvergi í þess ari nýju bók sinni, söngurinn er orðinn að elfarniði og foss- hljómi, vífið j:elst ekki lengur barn í ástum heldur þroskuð kona, og vínið verður að una því hlutskipti að nefnast aðeins í líkingu sem tákn um veigar loftsins, er jörðin drekkur. Tómas fer að dæ.mi hinna sig- ursælu og lífsglöðu víkinga, er sneru heim að lokum, settust um kyrrt í átthögunum og tóku til óspilltra málanna við að vrkja jörðina. Hann er í ljóð um þessarar nýju bókar sinnar heimsborgarinn, sem snýr heim og finmir þar örugga fótfestu og þráðan bakhjarl. Breytingin hefur kannski ekki leitt til auk innar listrænnar fullkomnun- ar, en það er meiri maður á bak við þessi kvæði heldur en fyrri Ijóð Tómasar. Hann hefur vax ið að alvöru og þrótti, og þeim eiginleikum á hann það að þakka, að ljóðríki hans er orð- ið víðlendara og stórbrotnara. „Fljótið helga“ skiptist í tvo meginflokka: löng kvæði og stutt. Kvöldljóð um draum er játning og stefnuyfirlýsing Tómasar, áhrifamikið kvæði en nokkuð misjafnt; Haust og Heimsókn þrungin boðskap og fægð af aðdáunarlegri listrænni hæfni; Bréf til látins manns ný tekja af hinum gamla akri Tómasar; Að Áshildarmýri ætt jarðarljóð, ádeilukvæði og varn aðarorð. En fegursti og stælt- asti kjamakvisturinn meðal lengri ljóðanna er þó Dansinn í Hruna. Þar sýnir skáldið, hversu breyting þess er heilla- vænleg fyrir sambýli manns og listar í fari Tómasar Guð- mundssonar. Styttri Ijóðin eru hins vegar ómar af fyrri hörpu strengjum skáldsins, þó að slátt !ur þeirra vitni oft og ótvírætt ■um endurnýjun og bendi. aldrei til stöðnunar eða ofþjálfunar. Þrjú ljóð um lítinn fugl og Að vera samtíða sér sýna enn einu sinni þann gamla Tómas, sem heillaði unnendur sína og vini í „Fögru veröld“, og það væri Tómas Guðmundsson. synd að segja, að honum bregð ist bogalistin. Morgunljóð úr brekku vitnar um mikla list- ræna íþrótt; Fljúgandi blóm; Við ströndina; Enn syngur vor j nóttin; Svefnrof og Fljótið helga orka á hugann líkt og ilmur fagurra blóma, niður kátra vatna eða sviptign blárra f jalla, sér í lagi síðast talda kvæðið, sem verður manni ógleyman- legt. Perla bókarinnar er samt ljóðið Augun þín. Það er list- rænn galdur á borð við Þjóð- vísu og verður naumast skil- greint fremur en lindin tær, brosið bjart eða fjólan blá. Kvæðið er svona: Hvað gerðist? Það hafði’ ekki skapaður hlutur skeð. Þó skil ég hvers vegna ég fékk þér aldrei gleymt: í fegurstu augum, sem ástfang- inn mann hefur dreymt, þú áttir þér tærasta himin, sem ég hafði séð. En margoft síðan við minningu eina ég dvel. Það var morgunn og vorið ■ í augum þér heillandi bjart. í svipulli andrá sem elding sú hugsun mig snart, , að einnig hin dimmasta sorg mundi fara.þaim vel. Og seinna eitt haustkvöld ég horfði í aúgu þín. Ég hafði reynzt sannspár, en þagði og blygðaðist mín. Það er hamingja að vera samtíðarmaður skálds, sem yrk- ir þvílíkt kvæði. Helgi Sæmundsson. Ljóðskáld á réllri leið Heiðrekur Guðmundsson: Af heiðarbrún. Kvæði. Bókaút- gáfa Pálma H. Jónssonar. Prentsmiðja Björns Jónsson- ar. Akureyri 1950. LJÓÐABÓK Heiðreks Guð- mundssonar frá Sandi, „Arfur öreigans“, sem kom út 1947 í bókaflokknum Nýir pennar, vakti athygli og fékk góða dóma. Nú hefur höfundur henn ar sent frá sér nýja bók, er nefnist ,,Af heiðarbrún“. Hún bendir greinilega -tdl þess, að Heiðrekur eigi sér framtíð sem skáld. Kvæðin í þessari nýiu bók höfundarins eru miklu jáfnari en ljóð Heiðreks í „Arfi öreig- ans“. Þau eru styttri og fágaðri og vitna um aukna tækni og rík ari smekkvísi. Heiðrekur er al- vörumaður og hugsandi skáld, hann velur sér athyglisverð við fang^efni og færist, ótrauður mikið í fang. Rímleikni hans er óumdeilanleg og efnisvalið ær- ið fjölbreytilegt, en þó finnst manni skáldið enn helzt til ein- hæft. Heiðrekur beitir sjgldan samlíkingum,' en tekst vel, þeg ar hann bregður þeim fyrir sig. Hann er á góðri leið. með áð komast í tölu góðskálda, og beztu kvæði hans eru áhrifa- mikill og haglegur skáldskap- Heiðrekur Guðmundsson. kvæðið er raunar gamaldags, en heilsteypt og áhrifaríkt. Helga í öskustónni er lipurt kvæði og orkar á lesandann, einkum síðari hlutinn, sem er góður skáldskapur. Miklu betri eru þó ljóð eins og Hví dæmast þau svo hart? og Hríslan á leið inu. Þau eru þrauthugsuð, og boðun hins fyrra hittir beint í mark. Frumlegasta kvæði bók arinnar er kannski Móðir mín í kví, kví, sem leynir mjög á sér, enda varð undirrituðum á að vanmeta það á sínum tíma eftir að hafa lesið það í tíma- riti. Það byggist á athyglis- verðri sálfræðilegri athugun og reynist við gaumgæfilega könn un mun betur kveðið en manni virðist í fljótu bragði. Perlu- festin og Minning eru ljóðræn og falleg kvæði og tilvalin sýn- ishorn þess, hversu skáldið hef- ur þroskazt og þjálfazt. En langbezta ljóð bókarinnar er Mótið, víravirki orða og ríms, sem stórskáld væri fullsæmt af. Það er svona: Á milli þeirra liggur land, sem lykur ægir blár. En traustum böndum tengja þau og töfra — sömu þrár. I Svo mætast þau á miðri leið um milda sumarnótt. Þá hefur löngun logaheit um langa vegu sótt. ur. En Heiðrekur þarf að hasla t sér víðari völl í ríki Braga. Hann skortir ekki lífsreynslu og alvöru, en skáld með skap- gerð hans þyrfti ao* kanna nýj ar slóðir og kynnast framandi umhverfi. Það myndi lyfta and anum hærra til flugs og hvessa sjónina. Ekkert kvæðanna í hinni nýju ljóðabók Heiðreks fellur dautt til jarðar, en þó eru þau æriö misjöfn að lífi dg lit. Galdra-Loftur vitnar um mikla rímleikni, og höfundurinn leys- ir þar smekklega flókinn vanda, Þau setjast niður hlið við hlið. En hverju sætir það, að kringum hrannast þögnin þung og þrengir hjörtum að? Þau höfðu í anda áður reist sér yfir hgfið brú. En það er margfalt meira djúp á milli þeirra nú. Samfélaginu ber skylda til að rétta örvandi hönd ungu skáldi, sem þannig yrkir. Helgi Sæmmidsson. Leiksýning U.M.F. „Baídur" i LAUGARDAGINN 9. des. s.l. var frumsýning á leíkritina „Almannarómur" eftir Stein Sigurðsson í samkomuhúsimi Þingborg í Flóa. Var leiksýn- ing þessi á vegum ungmenna- félagsins Baldurs í Hraungerð- ishreppi og leikendur allir það- an úr sveitinni. Leikstjórn annaðist ungfrú. Stefanía Pálsdóttir, sem einn- ig fór með hlutvérk Höllu konu næturvarðarins og levsti það af hendi með hinni mestu prýði. Stefanía hefur stundao nám í einn vetur í leikskóla. Ævars Kvaran og mun halda því námi áfram, enda hefúr hún oft sýnt.það, að hún hefur góða hæfileika í þá átt. Það hlutverk, sem ég tel að hafi verið gerð bezt skil, var Þóra vatnsburðarkerling, lei-k- ið af frú Vilborgu Þórarins- dóttur, móður Stefaníu. Leysti hún það svo af hendi,- að þar mundu ekki aðrir hafa gert betur. Önnur hlutverk voru þessi: Doktor Hansen, leikinn af Gunnari Halldórssyni, Signin fósturdóttir hans, leikin af Sig- ríði Guðjónsdóttur, Tómas vél- stjóri, leikinn af Einari Guð- mundssyni, Gunnar stúderit, leikinn af Kristni Helgasyni, Jafet næturvörður, leikinn . af Sigmundi Ámundasyni og Þn.r- lák son hans lék Gísli Guðjóns- son. Fóru allar þessar persónur laglega með hlutverk sín. Það er eigi lítið starf, serri liggur á bak við þessa sýningu, þar sem fólk sækir æfingar um langan veg, eftir að það hefur lokið sínum dagsverkum. Leik þennan munu þau sýna í þorp- unum hér og kannske víðar cg ætti fólk þá vissulega ekki að láta það tækifæri, er því þá gefst til þess að sjá haiin, ónot- að, Ás. Bjarn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.