Alþýðublaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. des. 1950. ALÞÝÐUBLAÐ5Ð 3 FRÁMORGMI T!L KVÖLDS f DAG er fimmtudagurinn 28. desember. Fæddur Wilson for- seti Bandaríkjanna áriff, 1856. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10,22, sól hæst á lofti kl. 12,29, sólarlag klj 14,35, árdegishá- flæður kl. 7,50, síðdegisháflæð- ur kl. 20,07. Næturvarzla: Laugavegsapó- tek, sími 1618. Flugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Innanlandsflug: Ráðgert er að fljúga í dag frá Reykjavík til Akureyrar, Vestmannaeyja, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar og Sauðákróks, á morgun til Akur eyrar, Vestmannaeyja, Hornar fjarðar, Fagurhólsmýrar, Kirkju bæjarklausturs, frá Akureyri til Reykjavíkur, Sýglufjarðar, Sauðárkróks, á morgun til Akur og K'úpaskers í dag, til Reykja- víkur, Siglufjarðar og Aust- fjarðar á morgun. LOFTLEIÐIR: Innanlandsílug: í dag er á- setlað að fljúga til Vestmanna- eyja 13,30 og til Akureyrar kl. 10.00, á morgun til Vestmanna eyja kl. 13,30 og til Akureyrar kl. 10.00. PAA: í Keflavík á miðvikudögum kl. 6.50—7.35 frá New York, Boston og Gander til Óslóar, Stokkhólms og Helsingfors; á fimmtudögum ltl. 20.25—21.10 frá Ilelsingfors, Stokkhólmi og Ósló til Gander, Boston og New York. SkÍDafréttir Ríkisskip: Hekla fér frá Reykjavík í dag vestur um land til Akureyrar. Esja fer frá Reykjavík á morg- un austur um land til Siglufjarð ar. Herðubreið fer frá Reykja- vík í dag austur um land til Vopnafjarðar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkvold til Húnaflóahafna. Þyrill er í Reykjavík. Ármann fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna eyja. Eimskip: Brúarfoss kom til Hull 23,12, fer þaðan 28.12 til Warnemunde og Kaupmannahafnar. Ðettifoss er í Keflavík, fer þaðan til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Bergen 26.12 fer þaðan til Gautaborgar. Goða foss hefur væntanlega faríð frá Leith um miðnætti 26.12 til Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Cork í írlandi 17.12, fer þaðan ÚTVARPIÐ 19.25 Tónleikar: Danslög (plöt- ur). 20.30 Jólatónleikar útvarpsins, III.: Guðrún Á Símonar syngur; við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. 21.00 Erindi: Bíblían túlkuð af konu (frú Lára Sigur- björnsdóttir). 21.25 Tóníeikar (plötur),. 21.30 Upplestur: Kvæði eftir Ein ar Benediktsson( Ásmund ur Jónsson frá Skúfsstöð um). 21.40 Upplestur: Grísk fornöld ungar stúlkur, bókarkafii eftir pólsku skáldkonuna ! Warzurkiwitz. (ungfrú Snót Leifs). 22.10 Tónleikar (plötur). til Amsterdam. Selfoss sr í Ant werpen, fer þaðan væntanlega 29.12 til Reykjavíkur. Trölla- foss kom til New Nork 10.12, fer þaðan væntanlega 27.12 til Reykjavíkur. Eimskipaí'élag Reykjavíkur: Katla er í Reykjavík. Silfurbrúðkaup Silfurbrúðkaup eiga á morg- un Kristín Sigríður Þorsteins- dó.ttir og Sigfús Vormsson Þing holtsstræti 28. Brúðkaup Gefin voru saman í hjóna- band á Akureyri á aðfangadags kvöld ungfrú Fanney Kristjáns- dóttir og Valdimar Jakobsso». Heimili þeirra er að Lækjrr- götu 4 Akureyri. Hjónaefni Opinberað hafa trúlofun sína nýlega ungfrú Guðlaug Þ. Guð- jónsdóttir' frá Vestmannaeyjum og Jón Sifurðsson Ynnri-Njarð víkum. Trúlofun sína opinberuðu á aðfangadagskvöld ungfrú Val- borg Árnadóttir Vilhjálmssonar læknis á Vopnafirði og Ingi Björn Halldórsson Ásgrímsson- ar alþingismanns. Trúlofun sína opinberuðu á aðfangadagskvöld ungfrú Hólm fríður Ágústsdóttir Laugavegi 42 og Ágúst Helgason húsgágna bólstrari. Trúlofun sína opinberuðu á að fangadagskvöld ungfrú Guð- björg Fjóla Þorkelsdóttir Fagur hóli í Grundarfirði og Stéfán Helgason húsasmiður. Söfn og sýningar Landsbókasafnið: Opið kl. 10—12, 1—7 og 8— 10 alla virka daga nema laugar daga kl. 10—12 og 1—7. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13.30—15 þriðjuöaga, fimmtudaga og sunnudaga. Þ jóðskjalasafnið: Opið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga. Þjóðminjasafnið: Lokað um óákveðinn tíma. Safn Einars Jónssonar: Opið á sunnudögum kl. 13,30 til 15. Bókasafn Alliance Francaise er opið alla þriðjudaga og föstudaga kl. 2—4 síðd. á Ás- Or öllum áttum Áramótafagnaður. Blaðamannafélag íslands efn ir til áramótafagnaðar í Tjarn- arcafé á gamlaárskvöld fyrir fé lagsmenn, gesti þeirra og vel- unnara félagsins. Þeir, seip hafa hug á því að taka þátt í fagnað- inum og enn hafa ekki pantað miða, eru beðnir að snúa sér til blaðamanna á ritstjórnum blaö- anna og til fréttamanna útvarps ins á fréttastofunni. SKT.-Kabarettinn. Sýningar eru nú aftur að héfj ast á SKT-kabanettinum eftir nokkurt hlé um jólin. Verður hann sýndur í kvöld og á laug ardagskvöldið í Iðnó. Sýningar byrja kl. 9 og standa til kl. 11, en þá hefst dansinn. Úlbrelðlí Alþýðublaðið 9. Dansinn hefst klukkan 11. Aðgöngumiðasala í dag frá klukkan 5. S í m i 3 19 1. ÞEGAR EG LAS hið ágæta j þjóðsagnakver Mágnúsar Bjarnasonar á Hnappavöllum, kom mér í hug hversu sagna- kunnátta og skrásetning er nú á tímum orðin ómerkileg. Sög- ur Jóns Árnasonar voru, eins og Islendingasögurnar á sinni köpunartíð, listaverkin. En eins og hin forna sagnritun ndaði í skrásetningu óírjórra annála og undarlegra ýkju- agna, þannig hefur nú íslenzk þjóðsagnaskráning kafnag í burrum ættfræða- og illa sögð- um atvikasagnaþvættingi. Óteljandi munu þær gömlu þjóðsögur vera, sem glatazt hafa með öllu, því langt mun vera frá því, að allt þess konar hafi komið til handa Jóni Árnasyni. Þannig hefðu og flestar sögur Magnúsar. á Hnappavöllum glatazt. ef hann hefði ekki ráðizt í að skrifa þær upp. Er skaði, að þau munu fá byggðarlögin, er átt hafa slíka menn. Eina af þessum gömlu, gleymdu sögum á Norðurlandi, sem nú, er hvergi að finna skráðar, kunni gömul kona, Sigurlína Kristjánsdóttir á Þórðarstöðum, og var hún um draug, er gekk Ijósum logurp á Oddeyrarhúsum, þar sem nú er nýþýlið Norðurpóll, við Eyjafjörð. Þetta var kven- draugur og hét Þórhalla, en tildrög hans munu hafa verið lík og Skuplu, sem sagt er frá í Þjóðsögum og munnmælum, 1899. Er nú söguefnið gleymt undirrituðum að mestu, en heyrði hana barn að aldri. Jafn mikill fengur og er að sagnakveri Magnúsar á Hnappa völlum, vegna skáldskapar og jistagildis þjóðsagna hans, svo er og vafasamur gróði að sam- tíningsbókum -eins og riti Kon- ráðs Vilhjálmssonar, er hann nefnir- „Horfnir úr héraði.“ Málfar og íslenzkuþekking höfundar er kunnug og þarf eigi um að rita. En þessi þurri fróðleikur hans er engin sagn- fræði, ekkert sem hefur bók- menntagildi og ekki fróðleiks- gildi heldur, því að um þessi efni, er bókin fjallar, hvílir engin forvitnileg hula eða. æv- intýralegur blær, svo sern sagn- ir iafnan geyma, er skapazt hafa í meðferð fólksins sjálfs. Er og engin þjóðarörlagafræði að slíkum bókum sem þessari, þar sem hvorki eru'teknir til meðferðar neinir fyrirmenn þjóðarinnar né heldur merkir og áhrifaríkir . alþýðumenn. Ekki einu sinni neitt um skrítna menn eða auðkennilega, enda verða sagnir um slíkar persónur að hafa hlotið munn- mælasögulega meðferð minnst tveggja eða þriggja kynslóða, til þess að vera birtingarhæfar oða hafa listagildi á þjóðsagna- vísu. Allt þetta „sannfræði“- stagl höfðar hvergi til lestrai- girni íslenzks fólks fyrr og nú. Skástur núlifandi sagnaskrá- setjara er Benjamín Sigvalda- :on. enda sýnir þök. hans lif- andi persónur, en ekki beina- grindarlegt atþreifi til ártala og hvort satt eða ósatt mur.i vera, að nefndar persónur hafi snúið sér þannig eða ekki þannig, á þessum eða hinum haug, í einu eða öðru byggðar- lagi. Þó er lýti á hinni "skemmti legu. frásögn Benjamíns, hversn mjög hann blandar þar inn í alls konar heimspekilegum bollaleggingum og vangavelt- um um líf og örlög persóna sinna. En siíku stilltu gömlu þjóðsagnahöfundarnir mjög í hóf. Eitt af því, sem gera verður til að bæta smekk ri.tara og iesara íslenzkra sagna, er a3 kvnna sagnasafn Jóns gamla Árnasonar sem bezt. Ljósprent- aða endurútgáfan hjá Sögufé- laginu er að vísu í margra höndum, en er að seljast upp. Úr því verður bætt með fvrir- hugaðri nýrri útgáfu allra sagnanna, í fjórum bindum, með myndum eftir íslenzka listamenn. En forlag á Akur- eyri er að ákveða að koma þessu í framkvæmd. Sigurður Draumland. iækka bráðlega um 25 au ------4------ Fargjöldin fyrir börn, svo og með hraðferðum verða þó óbreytt. VIÐ AFGREIÐSLU fjárhagsáætlunar bæjarins var savn- {jj'kkt liækkun á tekjum strætisvagnanna, scm niun leiða af sér hækkun fargjalda. Ilins vegar mun verða að sækja um til verðlagsyfirvaldanna að fá Ieyfi til hækkunarinnar, svo að ekki er enn vitað, hvenær hækkunin kemur til franikvæmda, en ætlazt mun liafa verið ti’, áð það yrði upp úr áraniótunum. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá for stjóra strætisvagnanna voru það tillögur hans að almennt gjald hækkaði úr 50 aurum í 75 aura, en fjargjöld fyrir börn og öil fargjöld með hraðferðunum héldust. óbreytt. Er talið að 25 aura hækkunin á almennu far gjaldi nægi til þess að afnema reksturshallan, að óbreyttum á stæðum. Fargjöld með strætis vögnunum hafa nú verið ó- breytt frá 1945. Annars sagði forstjóri stræt- isvagnanna, að rekstur þeirra væri mjög örðugur um þessar mundir, þar eð vagnarnir gengju ört úr sér, og engin end urnýjun hefur fengizt á þessu ári. Þess má og geta að þeir 40 LOKAÐ vegna vaxtareikninga 29. og 30. þ. m. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. vagnar, sem til eru, eru af 9 mismunandi tegundum, og eyk ur það mjög á erfiðleikana í sambandi við viðhald þeirra. Að jafnaði eru þó ekki nema 18 vagnar í förum í einu, og aka þeir samtals uiu 450(1 km. á dag og flytja 30—40 þúsuwd fai-þega, og er því skiljanlegt að þeir gangi fljótt úr sér. Hins vegar hefur enginn nýr vagn, fengist allt þetta ár, en íjár- hagsráði hefur verið sýnt fram á að nauðsyn sé mikillar end- unwjunar á næsta ári. Hraðferðirnar hafa gefizt mjög vel, að því er forstjóri strætisvagnanna tjáði blaðinu. Virðast þær vera vinsælar nleð al fólksins og eru mikið notað- ar. Á þessu ári hefur hraðferðum verið haldið uppi á þrem leið- um í bænum, það er á Klepps- leiðinni; í Sogamýri og milli Austurbæjar og Vesturbæjar. Alls hafa komið inn á hraðferð unum um 1 milljón og 300 þús und krónur. Kaupum fuskur Baidursgöiu 30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.