Alþýðublaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. des. 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKIPAUTGCRO RIKISINS „Ármann' iíioingarorð. HéðinnJónsson frá Borgarnesi fer til Vestmannaeyja í kvöld. Tekið á móti flutningi í dag. Ef ykkur vanfar hús eða íbúðir till kaups, þá hringið í síma 6916. Ávallt eitthvað nýtt. SALA og SAMNINGAR Aðalstræti 18.- Nýja sendibílasföðin, hefúr afgreiðslu á Bæj- arbílastöðinni, Aðalstræt; 16. Sími 1395 \Ú 1 h Framh. af 1. síðu. er nú kominn til vígstöðvanna við 38. breiddarbauginn og hefur tekið við herstjórn þar. Það var tilkynnt í aðalbæki- stöð MacArthurs í Tokio á jóla- dag, að brottflutningi þess hers sameinuðu þjóðanna, sem varð eftir í Norðaustur-Kóreu og varðist seinas.t í Hungnam, væri nú lokið, og' allur sá her kominn til Fusan í S.uður- Kóreu. Voru það ura 105 000 vopnaðra hermanna, sem frá Hungnam komu, auk meira en 100 000 fióttamanne. og var allúr þessi fjöldi f’uttur sjó- leiðis suður til Fusan. Þar að auki. voru flutt frá Hungnam 17 000 farartæki og um 350 000 leetir af vistum og skotíærum. í tilkynningu MacArthurs segir, að byrjað sé að endur- skipuleggja þennan her í Fu- san og muni hann innan skamms geta farið til herstöðv- anna við 38. breiddarbáug'. Framh. af 5. síðu. Iðnnemasambandi íslands styrk að upphæð kr. 2000,00 á hvoru fjárhágsári, enda verði styrk- uritín notaður til fræðslustarf- semi um iðnað og iðnaðarrnál, innan iðnnemasamtakanna? SVO HAFA ÖRLÖGIN að þessu sinni hagað hlutskipti okkc.r, að Héðinn Jónsson, 1 starfsmaður hiá Kaupfélagi Borgfirðinga, er til moldar vígður í dag. Hann varð ekki nema fimmtugur. Fyrir fáum dögum var hann glaður og reifur, en skyndi- lega var hann lostinn innvortis kvöl og fluttur helsjúkur til Reykjavíkur. Þegar þangað kom, hafði dauðinn tryggt sér alia leiki fyrirfram, svo að uppskurður, sem gerður var, dugði ekki til að jafna metin á ný. Héðinn átti aðeins það sporið eftir óstigið, sem maður hélt £.ð væri óralangt í burtu. Hjá Kaupfélagi Borg'firðinga hafði Héðinn Jónsson starfað síðast liðin 25 ár. Fluttist hann þangað norðan úr Þingeyjar- sýslu, en þaðan var hann ætt- sður. Foreldrar hans voru Jón Helgáson, smiður á Húsavík, og kona hans, Herdís, dóttir Benedikts á Auðnum og systir skáldkonunnar Huldu. Með Héðni fluttist til Borg- arness fyrri kona hans, Hólm- fríður Pétursdóttir frá Húsa- vík. Hún andaðist fyrir nokkr- um árum. Dóttir þeirra, Hrafn- hildur, er nú upp komin og bú- sett í Reykjavík. Síðari kona Héðins, Guðrún Davíðsdóttir frá Ólafsvík, lifir mami sinn, ásamt tveimur litlum börnum. Kaupfélag Borgfirðinga hef- ur nú misst úr starfsliði sínu þann manninn, sem þar hafði iengst þjónað. Hinir fjöimörgu viðskiptamenn þess munu nú sakna vinar í stað; og þó að líf- ið sé jafnan auðugt af góðum mönnum, finnst þeim nú, með- an skárðið stendur sem opnast, að langt kunni að líða þar til þáð er bætt svo viðhlítandi sé. Borgarnes saknar góðs borgara, en eins og eðlilegt er, verður scknucurinn mestur á heimili hans. Þar hafði hann gefið og begið marga hamingjustund. Það hafði bæði fyrr og síðar veriö hans dýrasta eign. Mann eins og Héðin er gott að syrgia. Hann er harmaður af heimili og samfélagi, og' frá lífsstarfinu er að honum mikil- eftirsjá. Menn, sem hafa.þann- ig á þrennan hátt verið vígðir þjóðfé’agi sínu, eru hamingja þess og von. Slíkur var Héðinn J.ónsson. Hann sómdi sér vel í hinni breiðu fylkingu íslenzkrar al- þýðu, sem við trúum að drýgst A ðgöngumiðar að í Iðnó á ganilarskvöld verða seldir í Iðnó 4. og 5. dag jóla — í dag og á morgun kl. \ 4—7 síðd. og laugardaginn. 30. desember, 6. dag jóla eftir kl. 1 e. h. S í m i 3 19 1. márki sporin til þeirrar fram- tíðar, sem við kjósum að lifa við. Við þökkum honum fyrir þann þátt, sem hann hefur ofið með samtíð sinni; og þótt okkur hafi illa skilizt, hve álagaþung- ur dauoinn var að þessu sinni, er honum heppnaðist að slá niður í vetfangj svo lífshraust- an mann, þá er það þó ærin hugarhægð, að af Héðni þekkj- um við aðeins eina mynd: Ó- boginn, eljuprúðan manndóms- mann, sem alltaf var störfum hlaðinn, alltaf á sínum stað, og í önnum dagsins ætíð á- takameg'ín. F. Þ. Vandræðin í Flatey. Framhald af 1. síðu. tryggja áframhaldandi rekstur Sigurfara í evjunni og loks að útvega tvo báta til viðbótar, 25 til 35 tonn, svo að hraðfrysti- húsið fái nóg að starfa. Verði þessum atriðum framgengt, telur verkalýðsfélagið miklar líkur til þess að lífvgenlegt verði í Flatey og héraðsbúar verði ' þess innan skamms megnugir að auka sjálfir at- vinnutæki sín, fjölga bátum, kcma upp lýsisbræðslu og beinamylnu, auk hafnargerð- ina, rækta eyjuna, koma upp rafveitu og margt fleira. Verði hins vegar hlutafé- lögin Sigurfari og Hrað- frystihús Flateyjar gjald- þroía, tapa verkamenn og sjómenn 200 000 krónum í ógreiddum vinnulaunum, og 80 000 króiiuni í töpuðu hlutafé, því að allir eru hlut- hafar annars hvors félagsins og flestir heggja. 280 000 krónur er mikið fé fyrir lít- ið hérað, en hitt er þó enn þá ískyggilegra, að Flatey- ingar sjá enga möguleika til þess að koma upp nokkurri atvinnu í náinni framtíð, ef þessi atvinnufyrirtæki verða að hætta störfum. Þannig er viðhorf verkalýðs- félagsins í Flatey til atvinnu- málanna þs.r. Undir bréfið til Alþýðusambands íslands þar sem skýrsla um þessi mál er birt, skrifa eftirtaldir menn: Jón Guðmundsson, Jón Matt- híasson, Steinþór Éinarsson, Sigurjón Árnason og Friðrik Salómonsson. Hjartkær sonur okkar og bróðir, INGIMAR BRAGI, andaðist í Landsspítalanum að kveldi þess 24. desember. María Hámiesdóttir. Ingimar M. Bjcrnsson. Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir. Herdís Jónsdóttir. Hannes Jónsson. Móðir mín og' tengdamóðir, GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR, lézt að heimili okkar, Hringbraut 78, laugardaginn 23. b. m. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju næstkomandí föstudag 29. þessa mánaöar kl. 2 eftir hádegi. Oktavía og Kr. F. Arndal. MÁNI var sá togari skírður, sem slðast hljóp af stokkunum fyrir íslendinga í Bretlandi. Er þetta einn stærsti togari, sem smíðaöur hefur verið fyrir ís- ler.dinga, 205 fet á íengd og 30 fet á reidd. Er skipið svipað Neptúnusi og Marz, sem báðir voru smíðaðir í sömu skipa- smíðastöð, Messrs. John Lewis &Sons' í Torry. Meðal við- staddra, er skipið hljóp af stokkunum. vpru E. Þorláksson og frú. (Fishing jCíews.) Uibreiði álþfSublaSIS! Jarðarför Guðrúnar Bjarnadóttur frá He'i-dísarvík fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, laugard. 30. des. Athöfnin hefst með bæn að Álfaskeiði 28, kl. 1,30 e. h. Börn og tengdabörn. r 3 verður lokuð 2. janúar næstkomandi. — Víxlar, sem falla 29. desember, verða af- sagðir laugardaginn 30. desember. kmaðarbanki íslands. 1100 -12! börn á jólaírésskemmtun síarfsfólks á Keflavíkurflugvelli -----------------»------ ötlum börnum í Keflavík og Njarðvík var boðið, svo o| börnum starfsfólksins* -----------------$------ STARFSFÖLK Keflavíkur- flúgvallar hélt jólatrésskemmt- un í gær f-yrir ÖI1 börn úr Kefla vík og Njarðvík, svo og börn starfsmanna á vellinum. 1100 til 1200 börn sóttu skcmmiun- ina, og fékk hvcrt þeirra jóla- pakka með leikföngum og einn ig sælgætispakka. Skemmtun- in síóS yfir frá kl. 2—12 á mið nætti. Komu börnin á liana í fjórum flokkum, tæplega 390 í hvorum. Skemmtunin var haldin í Keflavík. Lagði ungmennafé- Úngmennafélagshúsinu í lagið til hljómsveit. er lék allan tímann. og starfslið til bjón- ustu í húsinu. Bvriað var að safna xé til þessarar skenimtunar í haust hiá íslenzkum og erlendum stárfsmönnum á. vellmum, olíu félaginu og flugíélögunum, sem þar starfa. Söfnuðust 2400 doh arar, eða sem svarar 40 þús. ís lenzkum krónum. Kaup á loik- föngum, ávöxtum og sælgæti til jólagjafa annaðist einn starfs maður Lockheed í Ameríku. Voru leikföngin þrír flugvéla- íarmar, en ávextir og sælgæti komu til landsins með skipi. Sjúklingar á sjúkrahúsum súnn an lands og á Akureyri fengu einnig ávaxtagiafir frá þessum aðilum. Mrs. Walker, kona eins starfsraannsins á flugvellinum sá um innpökkun gjafanna og henni til aðstoðar voru 15 kon ur íslenzkar og erlendar. Skemmtunin var mjög vel skipulögð. Til dæmis var flokk ur slökkviliðsmanna við húsið, ef út af bæri. Þetta er í fjórða sinn, sem slík skemmtun er haldin í Keflavík, en nú var sú ný- breytni tekinn upp að afhenda börnum aðgöngumiða eftir manntalsskýrslum, þar eð að- sókn frá öðrum stöðum var mjög 'mikil í fyrra. Öll þessi ár hafa staðið íyrir skemmtuninni þeir Helgi S. Jónsson og Georg Williams.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.