Alþýðublaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. des. 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ræffi ands. Iíappdrættið byrjar nú aftur starfsemi sína með nýju fyrirkomulagi. Á síðustu 17 árum hefur happdrættið greitt í vinninga samtals1 25 milljónir króna. Happdrættið hefur þrívegis áður endurbætt skipulag sitt, og hefur nú enn verið gerð breyting, sem einnig er viðskiptavinum í hag. Nú er tala vinninga samtals 7500. . . P '■ ^ 1,1 * • 1 Af 25000 númerum, sem eru í umferð hljóta 3 af hverjum 10 vinning á ári. Upphæð vinninga hefur nú verið hækkuð og er samtals á ári 4,200.000 krónur Hæsti vinningur: 150.000 krónur ASrir vinninsrar: 4 á 40.000 kr. 9 á 25.000 kr. 18 á 10.000 kr. 18 á 5.000 kr. 130 á 2000 kr. 500 á 1000 kr. 2555 á 500 kr. 4275 á 300 kr. Aukavinningar eru 33, samtals 78.000 kr. Verð hvers heilmiða verður nú 20 kr. á mánuði, hálfmiða 10 kr., fjórðungsmiða 5 kr. | Ekkert happdrætti býður önnur eins kostakjör og Happdrætti Háskólans. Happdrættið greiðir í vinninga 70% af andvirði miðanna. Sala miða hefur því aukizt ár frá ári og eru nú nálega 95%. Þar sem óseldir miðar eru dreifðir um allt land, má telja, að happdrættið sé uppselt. Eftirspurn eftir heilmiðum og hálfmiðum hefur verið svo mikil síðustu árin, að ekki hefur verið unnt að verða við eftirspurn. Þeim, sem fyrstir koma, veitist auðveldast að ná í þessa eftirsóttu miða. Gamlir viðskiptamenn halda númerum sínum til 10. jan. Sala happdrættismiða hefst í dag. Ðregið verður í 1. flokki 15. janúar. Umboðsmenn í Reykjavík eru þessir: Arndís Þorvaldsdóttir kaupkona, Vesturgötu 10. sími 6360. Bókáverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Lækjarggötu 6 B, sími 3263. Elís Jónsson kaupm., Kirkjuteigi 5, sími 4970. Carl D. Tulinius & Co. (Gísli Ólafsson o. fl.),Austurstræti 14, sími 1730. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Kristján Jónsson kaupm. (Bækur og ritföng), Laugaveg 39, sími 3946. N Maren Pétursdóttir, frú (Verzlunin Happó), Laugaveg 66 sími 4010. Pálína Ármann, frú, Varðarhúsinu, sími 3244. I Hafnarfirði: Valdimar Long kaupm., Strandgötu 39, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandgötu 41 sími 9310. Hafið þér efni á því að sleppa tækifæri til þess að vinna 150.000 kr., 40.000 kr., 25,000 kr., 10,000 kr., 5,000 kr. o. s. frv.? ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur áð- ur, birt ýmsar af samþykktum síðasta þings Alþýðusambands Islands. Hér fer á eftir sam- þykkt þess um iðnaðarmál: UM INNFLUTNING HRÁ- EFNIS TIL IÐNAÐAR. a. 22. þing Alþýðusambands íslands - skorar á f járhagsráð og ríkisstjórn að greiða fyrir innflutningi á efnivöru til Uauðsynlegs iðnaðar, eftir því sem frekast er kostur á, þar sem yfirvofandi er tilfinnan- legt atvinnuleysi í flestum iðn- greinum, vegna efnisskorts. b. 22. þing Alþýðusambands Sslands krefst þess af innflutn ingsyfirvöldunum að tekið verði fyrir leyfisveitingar til livers konar „gerviiðnaðar11, sem þróázt hefur á seinni ár- um í skjóli vöruskorts. Þingið bendir á, að í flestum tilfellum er slíkur „iðnaður11 ekki fólginn í öðru en að setja erlendar vörur í umbúðir og selja síðan við óhóflegu verði. c. 22. þing Alþýðusambands íslands skorar á fjárhagsráð Og ríkisstjórn að leyfa fjárfest ingu og innflutningsleyfi fyr- ir efni til að ljúka við iðn- skólabygginguna í Reykjavík, feem verið' hefur í smíðum ár- U.m saman. í þessu sambandi Vill þingig benda á, að skil- Íyrði til iðnfræðslu eru með öllu óviðunandi í höfuðborg Sandsins, og má ekki dragast iengur, að ráðin verði bót á þeim. Enn fremur mundi vinna við bygginguna bæta mikið úr fyrirsjáanlegu atvinnuleysi þyggingariðnaðarmanna. Samþykkt 22. þings A.S.Í.: Aukinn innflutningur á efnivörum til iðnaðar. d. 22. þing Alþýðusambands íslands telur nauðsynlegt að yfirvöldin stuðli að ríflegum gjaldeyris- og innflutningsleyf um til þess að frámleiðsla á vönduðum rafmagnstækjum, með hagstæðu verði geti eflzt hér á landi, og skorar 22. þing A.S.Í. á alþingi að samþykkja framkomna tillögu frá Ingólfi Jónssyni, á þingskjali 85, um aukna framleiðslu rafmagns- tækja. UM ATVINNURÉTTINDI. a. Réttur iðnaðarmannsins er ótvíræður iögum samkvæmt. En iðnaðarlöggjöfin hefur í ílestum greinum reynzt papp- írsgagn og hið opinbera látið sig litlu skipta um framkvæmd laganna. Iiafa ýmis fátæk laun þegafélög í iðnaðinum verið tilneydd að halda uppi eftir- liti, en það er mjög kostnaðax-- samt og flestum þeirra um nxegn. Kærur félaganna hafa fengið mjög' slælega afgreiðslu hjá því opinbera. Á þessu verður að ráða bót. Löggæzlan í landinu verður að taka þetta mál fastari t.ökum að því er eftirlit snertir og afgreiðslu mála. Hinn tiltölulega ungi iðnaður íslendinga krefst þrótt mikilla og menntaðra iðnaðar- manna. Sú skylda hvílir því á valdhöfum þjóðarinnar að gæta þess, að réttindi þau, sem iðn- aðarmönnum eru sköpuð með núgildandi iðnaðarlöggjöf, verði í heiðri höfð, svo að lokið verði því ófremdarástandi, sem ríkt hefur um framkvæmd þessara mála. b. 22. þing Alþýðusambands Islands skorar á ríkisstjórn og forráðamenn bæja- og sveitar- félaga að vinna að því í hví- vetna, og af meiri röggsemi en verið hefur til þessa, að nú- gildandi iðnaðarlöggjöf lands- ins sé framkvæmd í öllum greinum. Saumavélamóforar Saumavélalampar. Straujárn. Vöfflujárn. Véla- og raftækjasalan. Tryggvagötu 12. Sími 81279 c. 22. þing Alþýðusambands Islands skorar á iðnaðurmála- ráðherra að hlutast til um að mjólkurfræðingar fái full rétt indi til að sérmenntá ír’enzka menn í mjólkurvinnslu, svo að ekki þurfi í framtíðínni gð seilast eftir erlendum vinnu- krafti til þessara starfa. UM IÐNFRÆÐSLU a. 22. þing Alþýðusambands íslands fagnar setningu hinna nýju laga um iðnfræðslu og telur að með þeim hafi verið stigið mikilvægt spor i áttina að bættri iðnfræðslu. Jafn- framt leggur þingið áherzlu á að iðnfræðsluráð framkvæmi til fullnustu ákvæði laganna um eftirlit með verklegu námi, haldi uppi leiðbeiningarstarfi um stöðuval og komi á fót hæfnisprófi svo fljótt sem verða má. b. 22. þing Alþýðusambands íslands skorar á iðnfræðsluráð að tryggja það, að þeir, sem iðnaðarnám stunda. hafi ávallt lífvænleg kjör. Þingið lætur í ljós þá sköðun sína, að núgildandi lágmarks- ákvæði um kaup iðnnema séu almennt of lág til þess að gera talizt lífvænleg. c. Vegna vöntunar á reglu- gerð um iðníræðslu í ýmsum nýjum iðngreinum, skorar 2?.. þing Alþýðusambands íslands á iðnfræðsluráð, að hraða setn. ingu nýrrar reglugerðar. d. 22. þing Alþýðusambanös íslands telur nauðsynlegt að matsveina- og veitingaþjóna- skólinn taki hið fyrsta ril starfa. Skorar þingið á ríkis- stjórnina og innflutningsyfir- völdin að gera allt, sem unnt er, til þess að starfsemi skól- ans geti hafizt á næsta án. ÝMSAR TILLÖGUR. a. 22. þing Alþýðusambands ís'ands skorar á ríkisstjórnina að hefjast þegar handa um stofnun iðnbanka, þ. e. láns- stofnun fyrir iðnaðinn — hlið siæða útvegsbanka og búnaðar banka. Þingið telur að þetta mundi stuðla að auknum og fjölþættari iðnaði íslendinga, aukinni atvinnu og bættura þióðarhag. b. 22, þing Alþýðusambands íslands lýsir ánægju sinni yfir nýstaðfestri heilbrigðissam- þykkt fyrir Reykjavík, og bendir sérstaklega í þessu sam bandi á VII. kafla samþykkt- rinnar um iðjustöðvar og iðn- að. Telur þingið samþykktina til fyrirmyndar fyrir önnur bæjarfélög, og væntir þess aö henni verði framfylgt í öllum greinum. c. 22. þing Alþýðusambantís íslands samþykkir að veita Framhald á 7. síðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.