Alþýðublaðið - 19.07.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.07.1951, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðublaðinu. ! ■ Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- [ ið í síma 4900 og 4906 Alþýðublaðið Fimmtudagur 19. júlí 1951. Börn og ungíingac Komið og seljið ] ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa AlþýSublaðið Þjóðverjar fá uftur eyna Helgoland. -.yv *** •v'- vj« Eyjan Helgoland úti fyrir Norðursjávarströnd Þýzkalands hefur verið í eyði eftir stríðið, en Bretar haft hana að skotspæni í æfingum flughers síns. Þétta hefur valdið vaxandi óánægju Þjóðverja, og hafa Bretar nú ákveðið áð afhenia' þeim aftur eyna. Á myndinni sjást rústir eftir æfingaloftárásir Breta á Helgoland. Skemmfiferðir ferða- félags femplara FEKBAEÉLAG -T-EMPLARA hefur nýlega "haldið aðalfund sinn, og er að hefja starfsemi sína, sem eins og að' undan- förnu, eru skemmtiferðir víðs vegar um landið fyrir templ- ara og aðra, sem vilja ferðast og skemmta sér án áfengis. Helztu ferðir, sem ákveðnar eru að þessu sinni eru: Á Þórs mörk, austur í Landmanna- laugar, vestur á firði og flug- ferð austur í Öræfi. í stjórn félagsins eru þessir menn: Formaður Bjarni Kjart ansson forstjóri, ritari Jóhann es Jóhannesson hljóðfæraleik ari, gjaldkeri Maríus Ólafsson stórkaupmaður, og meðstjórn endur Ingi G. Lárdal stúdent og Freymóður Jóhannsson list ir.álari. Framkvæmdastjóri fé- •lagsins var ráðinn Bjarni Kjartansson. 13 Akranesbátar komnir norður FRÁ AKRANESI eru 13 bát ar komnir á síldveiðar fyrir norðsm en tveir eða þrír eru á förum. Loks eru þrír bátar að búast á reknetaveiðar hér í Faxaflóa. Bátarnir, sem stunda síld- veiðar norðanlands eru: Fram, Heimaskagi, Ásmundur, Keilir, Asbjörn, Ólafur Magnússon, Bjarni Jóhannesson, Sigrún, Aðalbjörg, Sigurfari og Far- sæll.. Þá mun Sveinn Guð- mundsson og Svanur fara norð ur á næstunni, og loks Böðv- ar, sá er brann í vetur, mun fara síðast í þessum mánuði, en þá á viðgerðinni eftir brun ann að vera lokið. Hrefna • Fylkir og Valur stunda reknetaveiðar hér í Faxaflóa í sumar. af vöfdum skuldaskila bátaútvegsins .......■»-------- Hafa skipað nefnd til viÖræðna við stjórnarvöldin um tiltækilegar leiðir. --------1-------- AÐ TILHLUTAN stjórnar Landssambands iðnaðarmanna héldu iðnaðarmenn þeir og fulltrúar iðnfyrirtækja, er beðið hafa tjón vegna yfirstandandi skuldaskila bátaútvegsins,, fund með sér í baðstofu iðnaðarmanna þriðjudaginn 17. þ. m. Rætt var um, hverjar leiðir tiltækilegast myndi að fara til þess' að rétta hlut i’ðnaðarmanna í þessum ma.um eða fá bætt tjón það, er þeir liafa orðið fyrir. Fundurinn kaus í sérstaka nefnd til þess að annast fram- kvæmdir þá: Svein Guðmunds son, Reykjavík, Stefán Jóns- son, Hafnarfirði, Þorgeir Jós- efsson, Akranesi, Valdimar Björnsson, Keflavík, og Eggert Jónsson, Reykjavík, og gaf nefndinni fullt og ótakmarkað umboð til þess: 1. Að reyna að fá ríkisstjórn og alþingi til þess að bæta iðn- aðarmönnum að einhverju eða öllu leyti tjón það, er þeir hafa orðið fyrir vegna skuldaskil- anna. 2. Að höfða mál til þess að fá úr því skorið fyrir dómi, hvort skuldaskilalögin brjóti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrár innar um friðhelgi eignarrétt- arins. 3. Að fara aðrar þær leiðir, er tiltækilegar þykja, til þess að ná rétti iðnaðarmanna í þessum málum, fáist ekki sam komulag um leiðréttingu. Nefndin vill beina þeim til- mælum til þeirra iðnaðar- manna, er hér eiga hlut að máli, að þeir tilkynni til skrif- stofu Landssambands iðnaðar- manna, Kirkjuhvoli, Reykjav., fyrir lok þessa mánaðar, hve miklu þær kröfur nema sam- tals, sem þeir hafa tilkynnt til stjórnar skuldaskilasjóðs, hve mikið af því sé fyrir selda vinnu, og hve mikið fyrir seld- ar efnivörur, og hve mikinh hluta af heildarupphæðinni þeir eigi að fá greiddan úr skuldaskilunum. Framlag úr sýslusjóði fil stækkunar á flug- velli á Sauðárkróki Á SÍÐASTA aðalfundi sýslu' nefndar Skagafjarðarsýslu, sem haldinn var á Sauðár- króki, var svohljóðandi álykt- un gerð: „Sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu ályktar að fela oddvita sínum að votta Flugfélagi ís- lands sérstakar þakkir sýslu- nefndarinnar fyrir áhuga og uppi flugsamgöngum við Skagafjörð og alveg sérstaka lipurð félagsins í þessu starfi.“ Þá samþykkti sýslunefndin enn fremur á sama fundi að verja fé úr sýslusjóði til end- urbóta og stækkunar á flug- vellinum við Sauðárkrók. Skoðar sýslunefndin fjárfram- lag þetta sem þakklætis- og viðurkenningarvott fyrir bætt ar samgöngur við héraðið eft- jr að Flugfélag íslands hóf Beztu írjaisíþroítamenn Islands gegn Meistaramótið verður óvenjulegur við-: burður á sviði íbróttanna. —-----*♦—----— fSLENZKIR FRJÁLSÍÞRÖTTAMENN reyna sig annaS kvöld og á laugardag við fimm heimsfræga ameríska íþrótta- garpa, svo að búast, má við mjög góðum árangri hér á iþrótta- vellinum, ef veður ver'ður hagstætt. Guy Bryan mætir Skúlai Guðmuiidssýni í hástökki annað kvöld, Torfa Bryngeirssyni I Iangstökki, og hann og Herbert McKenley Hauki Clausen, Herði Haraldssyni pg Ásmundi Bjarnasyni í undánrás í 100> metra hlaupi, en í því verður keppt til úrs’ita á Iaugardago Herbert McKenlcy keppir í 200 metra hlaupi við beztu mema okkay; Robert Chambers í 800 m. hlaupi, en þar er Guðmunda Lárussyni að mæta af okkar liálfu, og Franklin Held mætii? Jóel Sigurðssyni í spjótkasti. Loks keppir Charles CapozzolS ‘í 3000 metra lilauai. Vafalaust verður fjölmerint hér á íþróttavellinum annað kvöld, því að Reykvíkingum mun að vonum leika hugur á að sjá amerísku íþróttagarp- ana, sem eru úrvalsmenn hver á sínu sviði, og íslenzku frjáls- íþróttamennina, sem tryggðu sigur okkar í landskeppninni við Norðmenn og Dani, reyna með sér. Flestir snjöllustu frjálsíþróttamenU landsins taka þátt í meistaramótinu, þar éð gestum utan af landi hefur verið boðið að reyna sig við kappa höfuðstaðarins og ame^jsku fimmmenningana. í 110 metra grindahlaupi kepþa Örn Clausen og Ingi Þorsteinsson. í kúluvarpi Gunnar Huseby, Friðrik Guð- mundsson, Bragi Friðriksson, Vilhjálmur Vilmundarson, Ág úst Ásgrímsson, Sjgfús Sig- Urðsson og Sigurður Júlíus- son. í hástökki Guy Bryan, Skúli Guðiriundsson ög Gísli Guðmundsson úr ungmennafé laginu Vöku. í 200 metra hlaupi Herbert McKenley, Haukur Clausen, Hörður Har- pldsson og ÁsmUndur Bjarna- son. f 800 metra hlaupr Ro- bert Chambers, Guðmundur Lárusson, Sigurður Guðnason, Eggert Sigurlássön og Hreiðar Jónsson frá Akureyri. í spjót- kasti Franklin Held, Jóel Sig- urðsson, Adolf Óskarsson og Þórhallur Ólafsson. í lang- stökki Guy Bryan, Torfi Bryn- geirsson og Karl Olsen. í 3000 metra hlaupi Charles Copozz- oli, Stefán Gunnarsson og Hörður Hafliðason og í 4X100 metra boðhlaupi tvær sveitir frá ÍR og sveitir Ármanns og KR. Undanrásir 100 métra hlaupsins fara einnig fram annað kvöld. Þar keppa allir beztu spretthlauparar íslend- inga, Hörður Haraldsson, Haukur Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson og Ásmundun Bjarnason, og Bandaríkja- mennirnir Guy Bryan og Her- bert McKenley. Keppt verður til úrslita í þessari grein á laug ardag á síðari hluta mótsins. Ferðaskrifstofan efnir fil fjögurra ferða um helgina UM HELGINA efnir Ferða- skrifstofan til eftirtalinna ferða: T. Laugardaginn 21. júll [hefst tveggja og hálfs daga Þórsmerkurferð, sem verður hagað eins og venja er um þæi? ferðir. 2. Sama dag hefst fjögra daga ferð austur í Skaftafells- sýslu, til Kirkjubæjarklaust- urs og allt austur í Flióts- hverfi. Helztu viðkomustaðis? aðrir eru: Múlakot, Dyrhóley, Vík í Mýrdal og fleiri. 3. Sunnudaginn 22. er ráð- gerð eins dags ferð í Þjórsár- dal. Komið verður að Stöng og llæjarrústirnár þar skoðaðar. Einnig verður farið að Hjálp- arfossum og í Gjána. 4. Þriðjudaginn 24. júl£ hefst tíu daga hringferð um .landið. Farið verður í tveim- flugferðir þangað. Sýslufélög- ’ ur hópum, og fer annar með in eru ekki þess megnug fjár-|skipi til Austfjarða og bifreið- hagslega að geta lagt fram stórar fjárupphæðir til mikilla mannvirkjagerða, enda er slíkum fjárveitingum venju- lega ráðstafað af öðrum aðil- um. Flugfélag íslands heldur nú uppi reglubundnum flugferð- um til Sauðárkróks fjórum sinnum í viku. Ýmsar endur- bætur á flugvellinum við Sauð árkrók standa fyrir dyrum og hefjast framkvæmdir væntan- lega í náinni framtíð. ; um þaðan um Norður og Vest- urland til Reykjavíkur. Hinn. f hópurinn fer með bifreiðum um Vestur- og Norðurland til Austfjarða og skipi þaðan til Reykjavíkur. Koma báðir hóp arnir heim þann 2. ágúst. 5. Á sunnudaginn verður far in hringferð um Borgarfjörð. Ekið verður til Þingvalla og um Uxahryggi niður í Skorra dal. Síðan um Borgarfjörðinn og komið að Reykholti. í héim leið verður ekið um Dragháls.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.