Alþýðublaðið - 29.07.1951, Síða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1951, Síða 4
4 ALÞÝRUBLAÐIÐ Sumíudágurr 29. júlí 1551'. Útgefandi: AlþýCuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900, fvri Háskóla Islands HINGAÐ TIL LANDS kemur í þessari viku góður gestur í boði Háskóla íslands. Það, er hinn helmskunni danski vís- indamaður Niels Bohr. Hér mun hann f’ytja opinberan fyrirlest- ur í hátíðasal háskólans á föstu- dagskvöld. Það ér vel farið, að háskól- inn skuli hafa boðið þessum frægasta núlifandi vísindamanni Norðurlanda hingað heim í því skyni, að hann kynni ísler.ding um fræði sín og áhugamál. Niels Bohr er kunnastur fyrir atóm- rannsóknir sínar og því ekki ósennilegt, að hann geri þær að umræðuefnii. Hann ieggur mikla áherzlu á, að kjarnorkan verði notuð í friðsamlegum til- gangi og að því sé stefnt, að hún verði mannkyninu til heilla en ekki ófarnaðar. Gaf hann út í fyrrasumar opið bréf til sam einuðu þjóðanna, þar sem hann ræddi það mál af mikilli hrein skilni og rökvísi. Sá málflutn ingur hans vakti athygli um víða veröld. Vissulega er það góður siður, að Háskóli íslands bjóði erlend- um fræðimönnum hingað heim í því skyni, að þeir kynni ís- Iendingum skoðanir sínar og niðurstöður. Við seigum þess miklu lakari kost að fylgjast með í þeim efnum en aðrar þjóð ir, þó að segja megi, að fiar- staða landsins sé úr sögunni. Fámennið er okkur fjötur um fót, svo og fátæktin, sem af því leiðir. Bækur um vísinda- leg efni önnur en norræn fræði eru fáar gefnar út hér á landi og af vanefnum. Tímaritin láfa þessi mál yfirleitt liggja í lág- inni. Bókaútgáfan á íslandi bætir því engan veginn úr þess ari þörf. Auðvitað geta mnrgir íslendingar lesið um vísinda- leg efni á erlendum málum, en þó mun óhætt að fullyrða, að heimsóknir erlendra fræði- manna séu mikilsverð kynning, sem vert sé að leggja áherzlu á í framtíðinni. Háskóli íslands er kjörinn til að hafa þá starf- semi á hendi. Það er vel farið, að ráða- menn háskó’ans hafa komið auga á skyldu stofnunarinnar í þessu efni. Hitt er annað mál, að háskólinn þyrfti að rækja þetta hlutverk af meira kappi en raun hefur á orðið til þessa. Honum á að vera það metnaðar mál að bjóða hingað heim nokkrum frægum vísindamönn um og hugsuðum á hverju ári og velja þá með glöggu tilliti til viðfangsefna þeirra og áhuga mála. Vissulega er erfitt fyrir Ieikmenn að gefa ráðamönnum háskólans leiðbeiningar um val slíkra manna. Þó skal bent á mann, sem hingað ætti að bjóða fyrr en síðar og fá til að flytja hér opinberan fyrirlestur. Það er brezki heimspekingurinn Bertrand Russell, sem nýlega hlaut bókmenntaverðlaun Nó- bels og er frægur um allan hinn Veifingasðla er byrjuð á SySri-Brú við Sogsfossa Tekið á mótl gestum alla daga siðmenntaða heim fyrir rit sín. Samgöngur milli íslands og Bretlands eru svo greiðar, að því verður ekki truað, að slíkri heimsókn Russells yrði ekki við komið, þó að hann sé orðinn ald urhniginn maður. Russell hef- ur verið og er enn víðförull, og það væri honum líkt að hafa gaman af að heimsækja ísland. í þessu sambandi er einnig ástæða til að vekja máls á því, hvort háskólinn muni ekki sjá sér fært að auka þetta verksvið og bjóða einnig hingað heim öðru hvoru frægum skáldum og rithöfundum til að lesa hér upp úr ritum sínum. Mörgum mun enn í minni, er norsku þjóð-’ skáldin Nordahl Grieg og Arn- ulf Overland lásu hér upp úr ljóðum sínum, Það voru ógleym anlegar stundir. Væri ekki á- stæða til að gera meira að slík- um heimsóknum en raun hefur enn á orðið? Ekki er hægt að bera því við, að samgöngurriar leyfi ekki þau ferðalög, sem hér um ræðir. ísland er í þjóðbraut, og útlendingar hafa mikinn hug á að ferðast hingað. Það mvndi því ekki standa á þeim, hvorki fræðimönnum né skáidum og rit höfundum, að efna til íslands- ferða. Við getum sjálfum okkur um kennt, ef þessar heimsóknir komast ekki í framkvæmd. Háskóli íslands hefur þegar látið það mál vel til sín taka að bjóðahingað erlendum fræði- mönnum til fyrirlestrahalds, og hinir opinberu fyrirlestrar á veg um háskólans eru stórmerkileg starfsemi, sem almenningi ber að gefa gaum og notfæra scr. Slíkt starf er þó því aðeins hægt að vinna, að áhugi sé fyr- ir hendi af hálfu þeirra, sem njóta eiga. Vonandi heldur há- skólinn áfram að bjóða hingað erlendum fræðimönnum, og ósk andi er, að honum takist valið ' oft jafnvel og nú, þegar Niels Bohr leggur hingað leið sína á vegum hans. Þess er og að vænta að ráðamenn háskólans athugi möguleika á því að fá skáld og rithöfunda annarra þjóða í heim sókn hingað til að lesa upp og kynna íslendingum list sína. En umfram allt er ástæða til að leggja áherzlu á það við almenn ing að veita þessari starfsemi háskólans athygli og sýna í verki, að hér sé raunverulega verio að vinna í þágu hans. Það yrði í senn áhrifamikil eggjun og verðskulduð viðurkenning. ------------P---------- dsinda- menn koma með Gulffossi á fimmfud. SJÖTÍU MANNA brezkur vísindamannaleiðangur er væntanlegur hingað til Iands með Gullfossi á fimmtudaginn og mun leiðangurinn dveljazt hér til 15. september, en þá fer hann aftur með Gullfossi. ------------*---------- 10 000 smálesia vöruflufningaskip frá Ameríku í GÆRKVÖLDI var væntan legt til Reykjavíkur 10 þúsund smálesta vöruflutningaskip frá Bandaríkjunum, og e-" það með vörur til varnarliðsins á Kefla víkurflugvelli. Skip þetta heit ir Minot Victor. Eimskipafélag íslands sér um afgreiðslu skipsins hér og munu fjölmargir vörubílar verða leigðir til flutninganr.a suður á Keflavkurflugvöll. Við Okkar á milli sagt ■ ■ ■ BJÖRN ÓLAFSSON viðskiptamálaráðherra er þessa dag- ana að verja héndur sínar með opinberum vottorðum varðandi rekstur eins af einkafyrirtækjum sínum, Coca-Cola. * * * Hér á landi þykir það sjálfsagt, að menn verði ráðherrar, sitji í xáðum og nefndum yfir verzlun og framleiðslu landsmanna, en haldi áfram að reka einkafyrirtæki og gæta hagsmuna þeirra.' * * * Þettamundi í nágrannalöndum okkar þykja reginhneyksli, og þykir þar sjálfsagt, að menn slíti öllum samböndum við einkafyrirtæki, er þeir taka opinber embætti. Viðskipti við Tékkóslóvakíu eru því miður að Ieggj- ast niður vegna þess, hve illa gengur með afgreiðslu á vör- um þaðan. * * * Hafa Islendingar til dæmis átt um 5 millj- ónir inni þar um skeið. * * * Nú standa vonir til þess, að hægt verði að fá bíla fyrir þetta fé, e. t. v. strætisvagna. VIKUTÍÐÍNDI ráðast á landlækni fyrir að útrýma ekki lúsinni og segja: „Ef hann hóaði saman læknahjörðinni og skip- aði svo fyrir, að allir landsmenn væru skikkaðir til böðunar eins og hundar og sauðfé einu sinni á ári, væri ekki ólíklegt, að nafn hans mætti lifa um aldir.“ * * * Konur gerðu nýlega sam- þvkkt um þetta og viljá „útrýma lús með öllu, og yrði íslenzka þjóðin þá,.öndvegisþjóð í þeim enfum“. * * * Vilmundur getur því gert sjálfan. sig ódauðlegan og þjóðina heimsfræga fyrir lúsaleysi! Hvílkt tækifæri! Málaferli eru nú að hefjast milli bæjarins og rafvirkja um það, hve mildð beim beri að gera í Bústaðavegshúsuxi- um og hver eigi að borga það, sem á milli ber, sem nemur tugum þúsunda. * * * Óupplýst er ennþá, hver á að borga viðgerðirnar á hinum miklu sprungum, sem kornið hafa fram í húsunum. * * * Sums staðar þurfti að brjóta niður heil loft og steypa á nýjan leik. NÆSTA ÁR verða ólympisku leikarnir aðalverkefni frjáls- íbróttamanna, en því er hvíslað, að 1953 verði háð landskeppni við Holland og Belgíu. SÍLDVEIÐI hefur brugðizt svo við Skotland, að Skotar hafa selt mikið af tunnum hingað til lands, og þykir hörmung mikil, sem von er, að þurfa að selja tómar tunnurnar. MÓTVIRÐSSJÓÐURINN, sem í eru þeir peningar, er korna imi fyrir sölu á vörum, er Marshall gefur landsmönn- um, nam, að því er Hagtíðindi skýra frá, 161 907 000 kr. í Iok maímánaðar. 1 SÁ STAÐUR í landinu, sem vaxið hefur mest að rnann- fjölda milli 1940 og 1950, er Kópavogur. * * * Þar voru 100 manns 1940, en 1500 í desembermánuði síðastliðnum. * * * Stjórn þessarar byggðar verður stöðugt meira vandamál, því að Reykjavík tekur helming útsvaranna. ÓVÆRÐIN f BLAÐAMANNASTÉTTINNÍ: Gísli Ást- þórsson er nú hlaupinn frá Morgunblaðinu, en blaðið var búið að tilkynna, að hann væri eftirmaður ívars. * * * Eyj- ólfur Eyjólfsson er einnig farinn frá Þjóðviljanum. EINING bendir á, að íslendingar haldi nú heilagan þriðja hvem dag í árinu þegar taldir eru saman sunnudgar, lögbundn- ir helgidagar, hálfu laugardagarnir og 14—18 daga sumarfrí. * * * Auk þess, segir blaðið, leggjum við embættismenn á hill- una 65 ára, og þykir blaðinu þetta ríkmannlegt líf, hjá þjóð, sem nú má líkja við sveitarómaga. * * * Eining segir: Skyldu ekki sameinuðu þjóðirnar krossa íslendninga fyrir eindæma rausn í lifnaðarháttum? losun skipsins munu vinna sjö vinnuflokkar, en uppskipunin hefst á mánudagsmorgun. ??Samkomulagsviljinn99 í Kaesong VONIR STANDA nú aftur til þess, að takast muni að ná samkomulagi um vopnahlé í Kóreu, hvernig svo sem fer um síðari friðarsamninga. En í meira en þrjár vikur hafa fulltrúar kommúnista undan- farið dregið samkomulag um vopnahlé á langinn með ýms- um mannalátum, sem bersýni Iega voru tilraunir til þess að breiða yfir ósigur þæirra í Kóreu. Fyrst huggðust þeir leika einskonar sigurvegara og húsbændur á vopnahiés- ráðstefnunni í Kaesong með því að hafa þar varðlið og hindra blaðamenn sameinuðu þjóðanna í því að koma til borgarinnar; og er þeir höfðu orðið að hætta slíkum „æf- ingum“ vegna yfirlýsts ásetn- ings Ridgways hershöfðingja að slíta vopnahlésráðstefn- unni að öðrum kosti, fundu þeir upp nýtt „skilyrði" fyrir vopnahléi, sem átti að sýna, að það væru þeir, sem settu kostina; en það „skilyrði" var á þá leið, að semja yrði um brottflutning alls erlends her- liðs úr Kóreu um leið og sam- ið yrði um vopnahlé! EFTIR AÐ fulltrúar kommún- ista höfðu séð sér þann kost vænstan að hverfa með allt varnarlið sitt burt úr Kaesong og hætta að skifta sér af komu frjálsra blaðamanna þangað, létu þeir um skeið digurbarkalega um það, að á þessu „skilyrði" fyrir vopna- hléi í Kóreu myndi verða staðið. Og svo sem til þess að undirstrika það var fullyrt bæði í útvarpi frá Moskvu og Pyongyang, að frá því myndi „ekki verða hvikað“. En er fulltrúar kommúnista í Kaes- ong sáu, að fulltrúar samein- uðu þjóðanna myndu fljótlega slíta viðræðunum, ef ekki yrði fallið frá svo fáránlegu skilyrði fyrir vopnahléi — skuldbindingu um brottílutn- ing hers sameinuðu þjóðanna úr Kóreu áður en nokkur trj’gging er fyrir því að varan Iegur friður fáist í Iandinu! — kingdu þeir öllum stóru orðunum, féllu alveg frá „skilyrðinu11, sem ekki átti að hvika frá, og samþykktu dag- skrá fyrir vopnahlésráðstefn- una, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum viðræðum, hvað þá ákvörðunum um brott flutning erlends herliðs úr Kóreu fyrr en búið er að semja um vopnahé, og bá á nýrri ráðstefnu, sem skipuð skuli fulltrúum frá stjórnar- völdum hina stríðandi þjóða og fyrirsjáanlega myndi ræða brottflutning herliðsins í sam bandi við tryggingar fvrir varanlegum friði í Kóreu. ÞE’ITA OFAN-Í-ÁT fulltrúa kommúnista í Kaesong spáir góðu um það, að samningar takist, að minnsta kosti um vopnahlé, í Kóreu; því að það sýnir, að þeir vilja nú ýmis- legt til vinna, að fá vopna- viðskiptum hætt að minnsta kosti í bili. Þeir virðast með öðrum orðum, vera búnir að fá sig fullsadda á tilraunum sínum til þess „að reka her sameinuðu þjóðanna í sjóinn“. Þær tilraunir eru orðnar þeim dýrar, og þar að auki vonlitl- ar, nema því aðeins að Rúss- ar kæmu nú loksins fram úr fylgsnum sínum og létu sjálf- ir hendur standa fram úr erm um í stað þess að heimta nýj- ar og nýjar blóðfórnir af Norð ur-Kóreumönnum og Kínverj um. En til slíkrar liðveizlu virðast herrarnir í Kreml hafa litla löngun. Þessvegna létu þeir, er allt var komið í óefni í Kóreu, Malik fara í Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.