Alþýðublaðið - 29.07.1951, Síða 5
Sunriúdágrur' 29.r' júlí 1951.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
REYKJAVÍK
Leiðbeiningar handa ferða-
mönnum.
Það er ekki hægt að segja
margt um Reykjavík. Hótel
in þar heita Borg, Skjald-
breið, Vík og Stúdentagarð-
urinn. Borgin er kölluð
fyrsta flokks hótel, en þeir
munu komast að raun um
annað, sem kunna að meta
slíka staði. Þó er það eini
gististaðurinn. sem veitir á-
fenga drykki, Hvað snertir
herbergi, verðlag og alirienii
þægindi, er Studentagarður
inn ákjósanlegasti staður-
inn, þó að mig gruni, að
maturinn þar gæti rerið
! betri en hann er. I kaffihúsi
einu við Austurstræti er
hægt að fá dágóðar rjóma-
kökur. A Borginni er jazz-
hljómsveit og dans á hverju
kvöldi. Bíó og tvær sóma-
samlegar bókabúðir eru þar
einnig. I þjóðminjasafninu
er ein undraverð mynd, Síð
asta kvö’dmáltíðin, máluð á
tré, og dálítið málverkasafn
1 í Alþingishúsinu. Einar
Jónsson er ekki fyrir þá
vandfýsnu. Annað, sem vert
er að skoða, er OIi Magga-
don við höfnina', Oddur Sig-
urgeifsson alls staðar, Kjar-
val listmálari og Árni Páls-
son prófessor í Islandssögu.
Reykjavík, 12. júlí.
Hingað er ég nú kominn,
eins og þú getur séð. Ég hætti
við að fara' til Finnlands ectir
allt saman. Mér fannst ekkert
unnið við að taka annað land í
Jeiðinni. Finnland á alls ekk-
ert skylt við ísland, og ferða-
bók um óskylda staði verður
engin saga, heldur aðeins upp-
talning, sem er til leiðinda.
Fyrsta vikan mín hér var
hin ömurlegasta, því að fólkið,
sem ég átti að flytja kveðjur
og kynnast. var allt á bak og
burt. Reykjavík er borg að
nafninu, en eins og versta teg-
und af smáplássi, þegar maður
ætlar að fara að skemmta sér,
og það v-ar ekki annað fvrir
mig að gera en fá mér í staup-
inu inni í hótelinu, og þurfti
þó undanþágu. Verðið var
hreinasta rán. Smám saman
komst ég í tæri við fólkið, svo
að ég er nú orðinn svimandi
fullur af slúðursögum.
Ég heyri sagt, að þessi og
þessi stjórnmálamaður sé
fyrsti séntilmaðurinn á íslandi
eða þjáist af ofsóknarbrjálæði
■ síðan unglingar fóru einu sinni
að hlæja að honum uppi í
skíðaskála, að þessi og þessi
prófessor hafi veðsett gifting-
arleyfið. sitt daginn fyrir brúð-
kaupið, að þessi og þessi stúlka
sé „levis avis“, þýzki konsúll-
inn hafi smvglað inn vopnum
til að undirbúa leiftursóknina,
að íslendingar kunni ekki að
aga börn sín, að England sé
hið rétta heimkynni spíritism-
ans, og að einu góðu di-ykkirn-
ir séu viskí og vermundur.
Persónulegar skoðanir mín-
ar á landi og þjóð eru takmark
aðar enn sem komið er. Hér er
engin byggingarlist, og högg-
myndastytturnar á almanna-
færi eru aðallega í rómantísk-
um riddara- eða víkingastíl.
Konungur Danmerkur var hér
í heimsókn, og ég horfði á
hann koma út ur húsi forsæt-
isráðherrans í fylgd með fín-
um borgurum. Ég veit að pípu
hattar og sífrakkar fara fólki
ekki vel, en eftir útliti einu að
dæma, myndi ég ekki hafa
treyst þeim til að halda á
gaffli. Kóngur fór að skoða
Wystan Hugh Auden:
r r r
ÞESSIR SKEMMTULEGU BRÉFÁKAFLAR eru
skrifaðir af hinu heimskunna breska ljóðaskáldi Wystan
Hugh Auden og birtust í bók hans og Louis MacNeice
„Letters from Iceland“, en þar skipast á ljóð og sendi-
bréf, sem þeir félagar rituðu hér kunningjunum heima.
Þeir komu hingað til lands árið 1937 og ferðu'ðust ta's-
vert um landið.
Bréfakaflar þessir birtust í ís’enzkri þýðingu í öðru
heftinu af hinu læsilega og skemmtilega tímariti ,,Öldin“,
sem Gunnar Bergmanr, gefur út og er ritstjóri að, en
þ„að kom út fyrir nokkrum dögum og er mjög fjölbreytt
j aö cfni. .
Geysi, sem vildi ekki hlýða, og
sagan segir ástæðuna þá, að af
þjóðernisstolti hafi honum
verið gefin innlend sápa í stað
inn fvrir Sunlighttegundina,
sem hann er orðinn vanur. . . .
Fg hef farið til Þihgvalla, og
ekki er ofsögum sagt af fegurð
þe^s staðar, en bótelið er fullt
af fylliröftum á hveriu kvöldí.
Ein bráð’agleg bað mlg að
hringia í sig. begar ég kæmi
aftur í bæinn. Hún var kðlluð
Toppý. . . .
Hratmsne'i. 15. júlí.
E’tt af bví skrinsn10"!} við Is
land s+afar af smæð bess. svo
a!1t er þar ner^ó^u’^cft.
G-’tuvaItaH er hér kallaður
Bríet eft'r kunnri kvenrétt-
;ndaknnu með bælílaða fætur.
Ég fékk sönnun á þessu á
mánudagsmorgun, þegar ég
va.r að fara úr bronum, var á
leiðinni að ná í langferðabíl-
inn. Maður, sem és hafði aldr-
ei séð áour. stoðýaði mig á gót-
unni og sagði: ,,Það eru bréf til
yðar,“ fór með mig og lauk
upp oósthúsinu fvrir mig ein-
an. Ekki hef ég hugmvnd um
bað, hvernig hann vissi hver
ég var og að ég var að fara úr
bænum.
Ég hef verið að reyna að fá
einhverja vitneskju um nú-
tíma skáldskap íslenzkan. Eft-
ir bví sem ég bezt veit, hefur
ekki orðið nein venrleg breyt-
ing á, síðan rómantíska vakn-
ingin kom hingað frá Dan-
mörku og Þýzkalandi, þ. e. a.
s., enginn ,,nútíma“ skáldskap
ur til að rugla gömlu konurn-
ar. Tæknilega er Ijóðagerðin á
mjög háu stigi, og má ekki
vanta stuðla og bófuðstaf, al-
rím eða hálfrím. Enn þann dag
í dag yrkja íslendingar vísur,
sem lesa má hvort heldur vill
áfram eða aftur á bak, eins og
þessa:
Falla tímans voldug verk,
varla falleg baga.
Snjalla ríman stuðla-sterk
stendur alla daga.
Daga alla stendur sterk
stuðla ríman snjalla.
Baga falieg varla verk
voldug tímans falla.
Eða vísur eins og þessi, þar
sem se’nni helmíngurinn er bú
inn til með því að sníða einn
=taf framan af hverju orði
í fyrri helmingnum:
Snuddar margur 'rassinn
trauður,
treinic't slangur daginn.
Nuddar argur rassinn rauður,
reinist Iangur aginn.
Annað sérkenni íslenzkra
kvæða er skáldamáiið, hversii
lífseigt það hefur revnzt. í
þessari vísu er fvrra heiíið á
stúlku eins skáldlegt og cíe-
moiselle:
Yngissveinar fara á fjöll,
finna sprund í leynum.
Stúlkur elska alltaf böll,
ástfangnar í sveinum.
Vísan þýðir: Ungir menn fara
til fundar við stúlkur í leyni.
Stúlkur hafa yndi af að fara á
dansleiki, þegar þær fel.la hugi
til ungra manna.
En það, sem hefur slegið
mig mestri furðu, er,, að ílest
fór með fyrir hann hjartnæma
hendingu eftir vin minn:
I thing that I would rather like
To be the saddle o£ a bike
og þá kom upp úr kafinu, aö til
var íslenzk hliðstæða:
Ef auðnan mér til ununar
eitthvað vildi gera,
klakkur í söðli Katrínar
kysi ég helzt að vera.
W’. H. Auden.
meðalmenntað fólk, sem mað-
ur hittir, kann að kasta frara
svarvísu (kveðast á). Þégar ég
var fyrir sunnan, var eitt sinn
í fylgd með mér íslenzkur stúd
ent. Ég baunaði á hann misk-
unnarlausri rímþraut:
When baby’s críes grew hard
to bear
I popped him in. the Frigidaire.
I never would have done so if
I’d known that he’d be frozen
stiff.
My wife said ”George, I’m so
unhappé,
Our darling’s now completely
frappé.”
Innan tuttugu mínútna var
hann búinn að snara þessu og
sendi mér til baka, og skilst
mér það vera allnákvæmt:
Ef grenjar kenja krakkinn
minn,
ég kasta honum í snjóskaflinn.
Ég þetta meðal fljótast finn,
þá frýs á honum kjafturinn.
En síðan kveinar kerlingin,
að króknað hafi anginn sinn.
Hann þýddi líka kvæði eftir
mig, alvarlegs efnis, og þykir
mér mikið fyrir því, að ég er
búinn að glatá því, það hljóm-
aði svo stórkostlega.
Ferðafélagi minn heitir
Ragnar og er fróðleiksnáma
um kvæði og málshætti. Ég
Við erum nú staddir á sveita
bæ undir hömrum, hann heitir
; Hraunsnef og stendur við Norð
! urá, eina mestu laxveíðiá lands
' ins. Við lögðum af stað klukk-
an átta í gærmorgun. Bílarnir
' eru þægilegir, en vegirnir ekki,
og við höfðum ekki farið meira
en fimmtán kílómetra, hegar
farþegarnir tóku að veikjast.
Við bröltum samt áfram og
kringum einkennilegan fjörð,
sem heitir Hvalfjöi’ður, eftir
vegslóða, sem hefði reynzt fuli
erfiður fótgangandi manni. og
fórum fram hjá sögustöðum, t
d. eyju, þaðan sem kona saka-
manns riokkurs flýði undan ó-
vinum sínum með því að synda
til lands með börn sín á bak-
inu, og bæ nokkrum, þar sem
17. aldar klerkurinn Halígrím-
ur Pétursson orti fræga passíu
sálma og dó úr holdsveiki, unz
við námum staðar inni í litlu
veitingahúsi til að fá okkur
kaffi. Inni var fullt af lélegum
olíumálverkum, en fvrir xitan
var tæplega hægt að þverfóta
fyrir grútskítugum hænsnum.
Á síðustu árum hefur risið hér
skóli íslenzkra málara, og verk
þeirra hanga uppi í veitinga-
húsum, skólahúsum og opin-
berum byggingum. Ég hef séð
nokkur mannshöfuð eftir Kjar
val, og líkaði px-ýðilega, og
mynd, sem bóndi nokkur mál-
aði af móður sinni. En Cézan-
ne befur ekki haft holl áhriL á
þá. Ég verð að geta þess, að ég
sá líka tvo erni. Þeir sýnáust
allt of þungir. til að geta flogið.
SfarfsslúEku
vantar á
Hótel Borg
Upplýsingar í skrifstofunni.
Sauðárkróki.
Frammi í bílnum sátu Ixinir
útvöldu,. þeirra á meðal óskap
lega fei'leg kona í tígrisdýrs-
skinnfeldi. En aftur í, þar sem
hristingurinn, hossið og skakið
var verst, sátum vér. Fyrir
framan mig sat maður með
glæpamannsandht og grænn í
framan, en við hliðina á múr
annar. sem var nauðalíkun
Thomas Hardy. Svo var farið
að syngia. Tvö algengustu
sönglög á íslandi (1111010 mín
fríða og Eídwqmla ísafold) eru
okkur ekki ókunnug. við not-
um þau nefniíega við kvæðin
Integer vitae og God save íhe
Kinsr. Ragnar hafði fyrirtaks
baritónrödd og kunni fleiri lög:
og var vissari en hinir, svo að
bann var forsöngvari, en ég
fálmaði eftir bassanum og
fann hann stundum. Eitt langt
kvæði var sungið. um éin-
hvern Malakoff, sem mér s’kild'
ist að hafi biórað brennivín
meira en góðu hófi gegndi.
Eitt sinn raknaði hann úr rot.-.
'nu, þegar læknirinn var aði
byHa á að kryfýa hann.
Ég hef e’gnazt nokkrar
grammófónsplötur með þjóð-
legri íslenzkri tónlist, þéirra á
meðal er ein furðuleg. sungin
af bónda og tveim börnum
hans, og æpa þau eins og þau
væru í fótboltaleik. Það er
miög kostulegt. Sumt af þess-
ai’i tönlist minnir mig á messu
söngl Gvð’nga. með skrítilega
löngum lokatþn.
Fiöllin sáust ekld fyrir
mistri. Vegavinnumenn gægð-
ust út úr tjöldununí við veg-
inn og bíllinn straukst allt í
einu við brúargrindurnar. Ein
hver rak hausinn upp í þakið
og fólkið æpti af æsingu. Tho-
mas Hardy bauð mér í nefið,_
og. það drundi í bílnum þegar
ég hnerraði. Nú vorum við að
fara gegnum gamalt jökulöldu
svæði, sem líktist of mibið:
mvndunum í lahdafræðinni til
að vera raunverulegt. Héima
fór fram síðasta opinbera af-
takan á íslandi. snemma á 19.
öld. Svo var öilum í bílnum
boðið upp á sælgæti.
’ Klukkan fjögur komum við
á Blönduós, og þar áttum við
að snæða. Allir kepptust við
að komast að náðhusinu og síð
an í matsalinn, og ég var svo
heppinn að koma nógu
snemma þangað til að fá .sæti
á stól í staðinn fvrir bekk.
Fyrst var borinn fram hrís-
grjónagrautur með rúsínum og
kanel. Ég var svo svangur, að
ég hefði getað grátið af hungri.
Næst komu stærðar kjötflykki.
Enginn getur með réttu kallaö
Islendinginn matvandan. Mér
varð starsýnt á stóran mann á
móti mér. sem raðaði kyrfilega
í sig glóðvolgum spikst.vkkj •
um, og þá datt mér í hug lxetja
í sunnudagaskóla-sögu.
Aftur var haldið af stað, og
við fórum yfir Vatnsskarð. Út-
sýnir af skarðinu er sagt eift-
hvert. það fallegasta á lardinu,
en það var það ekki í dag. Við
komum niður að Víðimýri, þar
sem stendur elzta kirkja lancls
ins. Því miður námum við ekki
staðar, og ég - sá kirkjuna að~
eins rétt sem snöggvast, hún
var með torfþaki og húkti
þarna eins og lubbaleg gömul
rolla með bjöllu um hálsinn.
Egilsstöðum, 31. julí.
Við komum að Ásbyrgi, sem
er sérkennílegt, skeii'ulaga
klettabelti er kvað hafa mynd
azt, þegar Sleipni, hesti Ööins,
skrikaði fótur. Vegurinn þaðan
var svo hryllilegur, að því
Framhald á 7 síðu.