Alþýðublaðið - 29.07.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.07.1951, Blaðsíða 6
6 ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 29. júlí 1951. Frú DáríSui lOulheima! A ANDLEGUM SÓLBAÐSVETTVANGI Nauthólsvíkin er sennilega einhver dásamlegasti staður- inn á þessari jörð, og ef' bar spryttu pálmaviðarlundir, þess ir með breiðu laufblöðunum, -sem svo oft sjást, bæði á bíó og í auglýsingablöðum, þá væri íiþarna alveg eins himneskt og á Suðurhafseyjunum! Raunar er ■/•braggahótelið svona og svona, ren það stendur til bóta, ég ii.jneina að það getur víst ekki :>fstaðið lengi úr þessu, og þegar ,það er farið, og' þarna er kom- inn vistlegur skáli- fyrir bað- gesti, þá verður unaðslegt þarna þegar sólin skín! Ég er þori að fullyrða, að ef þessar ! ar ungu skálda skuli enn haía ,,ort um Nauthólsvíkina, — .sennilega er hún ekki nógu ab- , strakt fyrir þá; sjórinn í henui þyrfti annaðhvort að vera rauö ur eða svartur, svo að þeir gætu ort um hana. Ég ler ein af þeim mörgu, sem sæki líkamlega og andlega end urfaeðingu þarna suður eftir á hverjum degi, þegar sólin skín, enda er ég orðin svo dásamlega brún á kroppinn, bæði í bak og fyrir, að það stirnir á mig eins og brúna skósvertudós. Svo sæl Leg og hraustleg, eins og maður hefði getað hugsað sér Hall- veigu sálugu, þegar hún var upp á sitt bezta, sem húsfreyja Reykjavíkur. Og þessari kroops rpi j brúnku fylgir svo agaleg vellíð an, að því trúir erfginn, ,sem ekki hefur reynt. Óskaplega held ég að svertingjunum lioi ; vel í kroppnum! En eitt er það, sem ég er óá- nægð með þarna, og það eru karlmennirnir. Alls staðar flækjast þeir fyrir og éyði- te/ggja fyrir manni Paradísar- sæluna, það má nú segja. Með frekju sinni og óskammfeitni ’sölsa þeir undir sig beztu bás- , "ana og þar liggja þeir og flat- ”'maga allan iðlangan morgun-r 'inn, eins og öll jörðin sé þeirra ' 'og sólin líka, Það er ekki fyrir húsmæður, ssm standa í stöð- ' ugu annríki, og verða að gr .pr ''hverja sólskinsstund, að taka '‘þátt í þeirri samkeppni. Og ég '^'þari að fullyrða, að ef þessar landeyður þurfa endilega að vera að leika herra sköpunar- verksins suður við Skerjafjörð, f> þá verða kvennasambönd borg arinnar að láta málið til sín taka, og það alvarlega! Þarna verðum við að koma á skipu- lagningu! Það verður að setja á fót skömmtunarskrifstofu þar syðra, •— gefa út skömmtrmar- miða út á básana, •— og jafnvei sólskinið, ef þörf krefur' Eða þá að þarna verði sett upp deild frá skömmtunarskrifstofunni; skömmtunarstjórinn hefur varla svo mikið að gera nú orð- ið, að hann anni þessu ekki. En bezt væri að reka karl - mennina að fullu og öllu ut úr þessari Paradís; við.erum oron- ar það hyggnar af reynslunrii, konurnar, að við förum ekki að elta þá-------— aftur! í andlegum friði. Dáríður Dulheiins. Framhaldssagan 19’ o r a y : Sígmundur M. Jónssoit læknir gegnir sjúkrasamlagsstörf- um fyrir mig næstu 2 vik- ur. Viðtalstími hans er í Lækjargötu 6 B kl. 2.30— 3.30. Laugardaga kl. 12.30 —1.30. Sími 1368. Heima- sími 9717. FRIÐRIK EINARSSON læknir. Kominn heim OLAFUR TRYGGVASON læknir. Hr. Iæknir annast lækningar fyrir mig til 20. ágúst. Þá tekur við um tíma hr. læknir Björgvin Finnsson. KARL JÓNSSON læknir. Saga frá Suður-Afríku aifsýlublaSií! á gljúfurbarminum. Þegar kom ið1 var í fimmtán hundruð feta hæð yfir sjávarmál, tók við háslétta, sem Ho’.lendingar nefndu Karoo. Katie átti örð- ugt með að trúa því, að enn væru þau stödd í Höfðanýlend unni; loftið var þarna heitt og þurrt, gróður enginn annar en trölleikur á stangli, lágvaxið kjarr á lækjarbökkum og mí- mósurunnar á stöku stað. Leið in var örðug og viðsjál; þakin staksteinum og hnullungsgrjóti. Og umhverfis hásléttuna risu himinnháir fjallatindar, þaktir snævi og lengst af hjupaðir þokubólstrum. „Þessi fjöll“, sagði Jan de Groot, „eru upphaf Snæfjalla, sern ná allt að ellefu þúsund feta hæð, þegar lengra dregur, og heita þá Dhekafjöll. Þessi fjallgarður r.ær eftir landinu endilöngu, liggur í sömu stefnu og strandlengjan og skiptir land inu þannig í undirlend strand- héröð og hásléttu, og er það víðátta mikil“. „Einmitt þannig hef ég alltaf gert mér Afríku í hugarlund“, varð Katie að orði. „Himinnhá, hrikaleg fjöll og endalausar víð áttur . . Dögum samaan ferðuðust þau meðfram fjallsrótunum. Runn- arnir og trén urðu str jálli, eft- ir því sem hærra dró, og að síðustu sást ekkert annað en gras; hátt, safamikið gras, sem gekk í bylgjum eins og hafflöt- urinn. Uxarnir gátu dregið vag'nana þriggja mílna spöl á klukku- stund, en sauðféð réði hrað- anum, svo að leiðangurinn komst ekki nema fimm mílna leið á dag. Oft var og áð við tjarnir og læki, þar sem bit- hagi var ákjósanlegur fyrir búpeninginn og þó einkum ’ambféð. Þegar leiðangurinn hafði far ið þrjú hundruð mílur frá Höfða borg, kom hann að Colesberg, allstórri landamæraborg, og einskonar hliðið að norðui’leið inni. Þar áði leiðangurinn í þrjá sólarhringa, bjó sig bet- ur að nauðsynlegum birgðum og beið þar þeirra vegna, sem dregist höfðu aftur úr. Katie veitti því athygli, að Búar þeir, sem við landamærin bjuggu, voru næsta ólíkir þeim, er byggðu héröðin umhverfis Höfðaborg; þeir virtust ómennt aðir með öllu, siðlausir og ó- vingjarnlegir í framkomu. Þeir töluðu aðeins Hollenzku og klæddust loðfeldum og klæð- um, gerðum úr húðum og skinn um. Síðustu nóttina, sem leiðang- urinn hélt þar kyrru fyrir, voru miklir varðeldar kynntir á torg j inu og dans stiginn í bjarma i þeirra við fiðluleik. Karimenn- | irnir hi’esstu sig á brennivíni og skáluðu fyrir ferðalaginu j og framtíðinni, börnin hlupu um í eltingarleik, hundarnir lágu fram á lappir sínar og nög- uðu kjötbein, því að kveðju- veizlan hafði hafizt með stór- steikararáti; allir voru hinir kát ustu og vongóðir um ferðalagið. j Síðla nætur sátu þau ein við , varðeld sinn, Sean, Jan de Groot, Aggie og Katie. Flestir ferðafélaga þeirra voru lagstir til hvíldar, þreyttir eftir glaum og dans. Það þóttist Katie sjá, að á bak við bros þeirra og g’eði leyndist hljóður tregi, og nú spurði hún sjálfa sig, hvort I verið gæti, að það saknaði Höfðaborgarhéi’aðanna, enda þótt það hefli sótt fast að kom- ast þaðan. Þau Aggie og Sean i voru þi’eytuleg á svipinn og I ókát; ef til vill sótti kvíðinn enn á þau, kvíðinn og óttinn við hið ókuna, sem nú tók við. Jæja, hvað um það, smám sam- an mundi þeim takast að sigr- ast á óttanum og kvíðanum. Sjálfri þótti henni langt að bíða dagsins; hún vildi halda ferðinni áfram sem fyrst, og ; framtíðin kallaði og lokkaði hug hennar með fögrum fyrir- heitum um æfintýri, frjósam- ar lenddr og góða afkomu. í dögun mundi landnámsleiðang urinn halda yfir landamærin . sjötíu tjaldvagnar á leið til Orangiu . . . Leiðangurinn lagði á fja’l- garðinn; leiðin lá um gil og klungur, vagnarnir skókust til, hjólin glömruðu og skullu á ! grjótinu; uxarnir lögðust á j dráttartaugarnar af öllu sínu : afli og þunga og leituðu fót- , festu í skiðum og á gljúfra- ' börmum, en blökkumennii’nir 1 hvöttu þá með svipuhöggum og j hrópum. Eúarnir toguðu í drátt artaugarnar sem þeir máttu og j léttu uxunum efiðið, eða þeir settu hnullunga og viðarkubba j aftanvert við hjólin, svo að vagnarnir rynnu ekki aftur á bak, undan brekkunni, ef ux- arnir liuðu á taki. Tjaldvagn Katie var sá tí- undi í lestinni. Frá sér num- in starði hún á tign og hálf- gagnsærri hulu, gulli merlaðri í skini rísandi sólar. Enda þótt henni dyldist ekki, að förin á gljúfurbarminum var hið mesta glæfraspil, gat hún ekkj ann- að en heillast af hinu stórfeng lega, tröllslega umhverfi. Það þurfti hrausta menn og hug- rakka til að stjórna slíkum j leiðangri, og á þessum sjö mán- 1 uðum, sem ferðin upp í fjall- garðinn hafði tekið, hafði Katie lært að meta dugnað og karlmennsku búanna. Þeir voru garpar, sem gengu glaðir og æðrulausi á hólm við hættur og örðugleika og buðu þeim byrginn. Þetta var kynstofn sem hvergi í víðri veröld átti sinn líka að áræði og hi-eysti, og þetta var sá kynstofn, sem fóstrað hafði Pál van Riebeck. Og hún fagnaði því innilega, að hún skjddi ekki hafa látið neinn teýia sér hughvarf. Óp og köll kváðu við fremst í lestinni. Er henni varð litið þangað, sá hún, sér til mikillar skelfingar, að forustuuxinn í sameyki því, sem fyrst fór, hafði misst fótfestuna í klungi'- inu á gilbarminum; hinir ux- arnir í sameykinu gerðu æðis- gengna tilraun til a ðhalda fót- festunni, en lausagrjótið rann undan. Kati^ rak upp vein, er hún sá sarrieykið og vagninn steypast fram af gilbrúninni og niður fyrir hamrana. Fólk það, sem í vagninum hafði dvalið, kastaðist úr honum og lamdist stall af stalli unz líkamir þess höfnuðu á botni gljúfursins. Óp og vein kvenna og barna kváðu við frá tjaldvögnunum; hár brestur kvað við, þegar vagninn hjá’fur brotnaði í spón niðri í gljúfrinu og svo varð löng, djúp þögn. Búarnir, sem riðu með vagna lestinni, stigu af baki og klifu niður í grjúfrið; lögðu líf sitt í hættu til þess að ná í líkin, en konur og börn fylgdust með ferð þeirra í ömxxrlegri þögn. Þega þeir náðu niður í gilið, var þeim það fyrst fyrir að skjóta hina særðu og lemstruðu uxa, sem enn voru með nokkru lífsmarki Því næst lögðu þeir af stað upp klettana aftur og báru gætilega lík konu og nokk urra barna, þar á meðal eins ungbarns, og náðu að síðustu heilu og höldnu upp á gilbarm- inn. „Lof sé almáttugum guði fyr ir sína miklu miskunnsemi“, hugsaði Katie, „Þetta hefði öld ungis eins getað komið fyrir okkur, og þá hefðu það vex’ið lík okkar Aggie og Ternce litla, sem nú voru borin upp á gljúfui’barminn. Þökk sé góð- um guði fyrir þá dásamlegu vernd, sem hann hefur auðsýnt okkur, þökk sé góðum guði . . .“ Henni brá við hugsanir sínar; var það ekki í rauninni hróp- leg synd, að þakka guði fyr- ir, er hún sjálf hafði sloppið við þann skelfilega bana, sem aði’ir urðu að líða . . . Hún heyrði þungan vængja- þyt í lofti; þar voru hrægarmn- arnir á ferð. Þeir höfðu fylgst með því, sem geðist og ætluðu ekki að láta á sér standa. Höfðu þeir hugboð, um slys og dauða? 'V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.