Alþýðublaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. ágúsí 1951.
ALfrÝÐUBLAÐIfí
5
HINAR NORRÆNU KON-
UR, sem komu hingað til
Reykjavíkur s. 1. fimmtudag
eru nú að kveðja landið.
Fer hér á eftir stutt viðtal
við eina konu frá hverju landi
áður en þær fóru norður. Allar
voru þær sammála um, að dást
að móttökum þeim, er þær
höfðu fengið og fegurð þjóð-
búnings okkar og mikilleik
landsins.
Helfried Ðalgren
frá Svíþjóð.
Fyrst hittum við frk. Hel-
fried Dalgren frá Halmstad í
Suður-Svíþjóð. Hún er yfir-
kennari við barnaskóla þar.
Nemendurnir eru um 600 að
tölu á aldrinum 8—15 ára.
Barnakennarar í Svíþjóð kenna
30 tíma í viku, laun þeirra eru
.um 8—900 krónur. Smábarna-
kennarar hafa nokkru minna.
í langflestum barnaskólum
og mjög mörgum unglingaskól
nm í Svíþjóð fá alþr nemend-
ur, án tiilits til efnahags, ó-
keypis miðdeðisver ð ískólun-
um.
— Vinna giftar konur mik-
ið utan heimilis í Svíþjóð?
,. Já, mjög mikið og yfirleitt
allar sem hafa einhverja sér-
menntun. Eftirspurn efti'r dag-
heimilum fyrir börn er mikil,
enda fer þeim þeim ört fjölg-
andi. Karlmenn hjálpa nú orð-
ið meira til við hússtörf en
var, þó er öllum ljóst að giftar
konur, sem vinna úti og hafa
jafnframt heimili leggja mik-
ið að sér. Þær slitna snemma.
Fæstar hafa ráð á aðkeyptri
húshjálp. Heimili þeirra bera
oflítið úr býtum með núgild-
andi skattalöggjöf í Svíþjóð.
Samsköttun hjóna ætti að vera
úrelt fyrirbrigði."
— Takið þér þátt í félags-
lífi kvenna?
„Ég er formaður í félagi
starfandi kvenna í Halmstad.
í því félagi eru konur, sem
vinna í ýmsum ólíkum starfs-
greinum, bæði giftar og ógift-
ar'. Slík félög,eru algeng í Sví-
þjóð og eru stofnuð til þess að
auka kynni milli kvenna og
skilning á mismunandi störf-
um. Þau eru algerlega ópóli-
tísk.
Fundir eru haldnir einu sinni
í mánuði og leshringastarfsemi
er haldið uppi. Við lesum
ensku, sálarfræði, listasögu o.
fl. Einnig er farið í smá kynn
isferðir til nágrannalandanna.“
v — Hvernig lýst yður á ís-
land?
„Prýðilega, ég dáist svo að
góða veðrinu, heita vatninu og
jöklunum niður undir byggð.
Loftið og litirnir eru dásam-
legir. En ég hefði kosið Reykja-
vík einhvern veginn íslenzk-
ari en hún er, hún gæti verið
hvaða nýtízku borg sem er,
að heita vatninu slepptu. Ég
veit að ég fer héðan með þá
ósk í huga, að ísland væri nær
mínu ættlandi“.
Thorse Hammerich
frá Danmörku.
Frú Thorze Hammerich er
bæjarfulltrúi í Aabenraa, sem
er lítill hafnarbær í Suður-
Jótlandi. Frú Hammerich er
mjög áhugasöm um stjórnmál
og kvenréttindamál og það
gladdi hana ákaflega er hún
fékk að vita, að forstjóri veð-
urstofunnar hér, væri kona.
„Það spáir góðu“, sagði hún.
— Hver eru aðal áhugamál
ykkar kvenbæjarfulltrúanna í
Aabenraa?
„Við dönsku konurnar reyn
um pú orðið að gera sjálfum ’
okkur og öðrum ljóst. að kon- j
ur geta starfað í hvaða nefnd
sem er, og að hvaða máli sem
er. Við þurfum ekki að tak-
marka okkur við mál. sem tal
in eru varða konur og börn sér
staklega. Ég er iafnframt bæi-
arráðsmaður og bar höfum við
einkum fjárreiður bæiarns
undir hendi. Einriig vinn é*t í
hreinlætis- og heilbrigði'mála-
nefnd. Aabenraa er gama1! bær
0« fram að þe^um tí^a ”ant-
aði nýtízku hre'nlætÍT'ækí í
mörg gömlu hús:n o® til \'oru
þeir, sem vildu heldur praía
niður rusl upþ á gamla móðinn ,
heldur en nota sorntunnur.
Bæjarfélagið leggur áherzlu á,
að auka hreinlæti í hvívetna".!
— Er ísland Ííkt því. sem
þér höfðuð ger-t yður í hugar-
lund?
„í sannleika sagt nei. Hér er
allt miklu hlýlegra og fallegra
en ég hafði hugsað mér. I
Reykjavík er fjöldi fagurra
bygginga og margt sem bend’h
á stórhug og framfarir. Ég
vildi gjarnan vera hér lengri
tíma og fræðast sem mest. Ég
er í stjórn norræna félagsins
danska og flyt á vegum þess
fyrirlestra í haust um ísland.
Við í Aabenraa höfum mikinn
áhuga á því að eignast ein-
hvern vinabæ á íslandi. Slík
sambönd og slíkar ferðir eins
og þessi treysta vináttu Dana
og íslendinga“.
Hilja Joulsiniemi
frá Finnlandi
Að sjálfsögðu byrjar viðtal-
ið við finnsku konuna, Hilja
Joutsiniemi, á orðunum Hyváá
páviváá, en þessi undarlegu
orð þýða blátt áfram „góðan
daginn“. Húmer norræn að út-
liti, tápmikil og röskleg, vinn-
ur á skrifstofu í Helsinki og
talar sænsku við íslendinga.
Finnsku konurnar stigu á skips
fjöl í Bergen.
— Taka finnskar konur mik
inn þátt í opinberum málum?
„Já, þaer eru mjög áhugasam
ar um félagsmál og stjórnmál. |
Kvennasamtökin þar eru fjöl-
menn og sterk. Formaður kven
félagasambandanna er
Margit Borg Sundman. E'tt af
hinum sterstu samböndum
þar. er samband jafnaðar-
kvenna. sem telur um 50 þús.
meðlimi beitir það sér fvrir
mörgum menningar- og fraip-
í'aramálum.
A ríkisþingi Finna setja 200
þingmenn. A síðast l'ðnu kjör-
tmabili sátu þar 25 konur, nú
eítir kosningarnar eiga þar
sæti 30 konur. Tala kvenna,
sem sitia í sveita- og bæjar-
stiórnum fer einnig ört vax-
andi“.
Á ekki launaiafnrétti kvenna
og karla langt í land hjá ykk-
ur?
,.Sé komið inn í banka eða
aðra afgreiðslustaði í Finn-
landi. þá eru það konur sem
mestmegnis gegna þa r°törf-
um. Á íslandi sýnist mér á slík
um stöðum allt vera fullt af
karlmönnum. En því miður þá
eru konur í slíkum stöðum alla
jafna ver launaðar en karl-
menn. Sömu laun fyrir sömu
vinnu er brennandi áhugamál
allra hugsandi kvenna í Finn-
landi. Treystum við því, að Al-
þjóðavinnumálastofnunin
hrindi því réttlætismáli áleið-
is“.
— Þekkið þér nokkra íslend
inga í Finnlandi?
„Nei, því miður, en mér hef-
ur fallið vel við það fólk er ég
hef hitt hér. íslenzku síldina
þekki ég aftur á móti vel, hún
er herramannsmatur og á
hvérs manns diski. Verst að
mega ekki spjalla í næði, Það
er svo margt, sem ég vildi vita
um ísland, en nú verð ég að
fara og fylgja áætlun mótsins,
segir Hilja Joutsiniemi. ..Hyvá-
sti, segir hún að lokum, það er
finnsk kveðja.
Lisa Rubeksen
frá Færeyium.
Næst hefur færeysk hús-
móðir, Lísa Rubeksen órðið.
Iiún er klædd hinum fagra
færeyska þjóðbúningi og ber
sig vel.
„Við komum 7 frá Færeyjum
aðeins ein okkar hafði komið
hingað áður, en al’ar kunnum
; við að sjálfsögðu skil á íslandi.
Við erum ákaflega hrifnar af
| móttökunum. og af því sem
við höfum séð. Það var stór-
fenglegt að sjá Geysi og mér
þótti sérstaklega gaman að
! koma í húsmæðrakennara skól
ann að Laugarvatni. Við eig-
um menntaskóla í Þórshöfn
og tiltölulega margar stúlkur
sækia hann, en við e'gum því
miður engan húsmæðraskóla
enn þá.“
j Hvaða heimi’isiðnaður er a!-
! gengastur í Færevjum?
Prjónles, og margs konar
t vefnaður er líka nokkuð al-
gengur. Það er ekki algengt að
giftar konur vinni að staðaldri
utan heimilis í Færeyjum; því
vinna þær talsvert í höndum,
og færeyska ullin er mjög góð;
hún er notuð í þjóðbúninginn
okkar og margt armað bæði
fint og gróft.
Er sæmileg afkoma í Fær-
eyjum?
Já;. svo má télja. Atvinnu-
tækjum hefur fjö’gað síðustu
ar:n. Vöruverð hefur að vísu
hækkað; en vinna er nægileg.
j Óbreyttur verkamaður hefur
um þrjátíu krónur á dag.
| Mjólkin er á 65 aura líterinn,
stór franskbrauð á 105 aura,
i svínakjöt 6 kr. kg, og nauta-
kjöt eitthvað ódýrara. Algengt
mun vera að greiða 60—70 kr.
fyrir góða tveggja herbergja í-
búð.
I Eru íslenzkir rithöfundar
lesnir í Færeyjum?
j Það er að minnsta kosti ekki
erfitt að skilja íslenzku á bók.
íslenzkra bóka mun oft getið í
Færeyjum. Sjálf þekki ég bezt
Gunnar Gunnarsson og þá
Matthías Johumsson.
Gætuð þér hugsað yður að
búa á íslandi?
„Já, sannarlega,“ segir frú
Lísa Rubeksen, og í brosi henn-
ar felst ósvikin viðurkenning á
íslandi og ánægja yfir ferða-
laginu.
Marie Lotfs-Mohr
frá Noregi.
Ein af norsku konunum á
norræna mótinu var Marie
Lous-Mohr. Hún er ein af þrem
konum, er hafa stjórnarforustu
í alþjóðafélaginu. Hinar tvær
eru Mrs. Agnes Stapledon í
Bretlandi og dr. Gertrude
Bussey í Bandaríkjunum.
Hvernig leitast félagið við að
haga störfum sínum?
„Við gefum t. d. út blaðið
L.J.F.P.L. Heimilisfang þess er
12 Rue du Vieux, Genova
Sveits Að ári höldum við þing
í Englandi. Þar munu mæta
fulltrúar frá fjarlægustu lönd-
um, eins og t. d. Afríku, Ind-
landi og Japan; og við reyn-
um að kynna sem bezt starí'-
semi S. Þ. og upplýsa fólk um,
hvað það er, sem veldur stríði.
Þýðingarmikið er að ala börn-
in upp í þeim áhrifum, að þau
líti á börn af öðruvbergi brotin
sem bræður og systur.“
Ber Noregur enn ytri merki
ófriðarins?
„Nei, þau eru að hverfa að
mestu leyti og óhætt er aö
segja. að norska þjóðin er and-
víg stríði í hjarta. sínu. Ungu
mennirnir vilja byggja upp land
ið. Þeim og fleirum finnst fara
of langur tími til herþjónust-
unnar. Það má mikið gera við
þann tíma og það fé, sem fer í
stríðsundirbúning og stríðs-
varnir í heiminum.”
Er vöruskömmtun enn í Noi-
egi?
,,Að nokkru levti. Kaffi og
sj'kur er enn skammtað og
fatnaður. Við fáum t. d. aðeins
2 pör af sokkum vetrarlangt.
Ymsar dýrtíðarráðstafanir voru
gerðar þegar í upphafi: verð-
lagseftirlit og húsa1eigulög,
sem enn eru í gildi. Án slíkra
ráðstafana hefði allt farið á
höfuðið hjá okkur. Við lítum
björtum augum á framtíðina,
ef við fáum að byggja upp
landið í friði. Allir tapa á ó
friði; hann brýtur niður allt,
efnahag, heiibrigði og siðgæði.
Friður milli þjóða byggir upp.
Það er sýnt og sannað, að hið
góða í mönnunum er sterkara
en hið i’la, þótt hið illa í sum-
um tilfellum liggi ofan á. Þessi
sama regla gildir um allt í
heiminum; hið góða er sterk-
asta aflið Þess vegna á friður
að sigra stríð.“
Þessi voru orð frú Lous-
Mohr. Þau ættu að vera ein-
kunnarorð okkar, norrænna
kvenna, í baráttu gegn ófriði og
ofbeldi.
Soffía Ingvarsd.
Tónlisfarfélagskórinn
söng á
á sunnudag
/ r» l fB '¥■
ÚfbrelSli
iUþýÍublaiiÍ!
Einkaskeyti frá SIGI.UFjRÐJ
TÓNLIST ARFÉL AGSKÓR-
kom til Siglufjarðar með
á sunnudaginn og söng þar •
á sunnudagskvöldið fyrir hús-
fylh og við góðar undirtektir.
Karlakórinn Vísir á Sig’u-
firði sá um móttökur kórsins
og heilsaði houm með söng á
bryggjunni, og enn fremur hélt
hann gestunum samsæti urh
kvöldið. Frá Siglufirði hélt kór-
inn áfram til Akurevrar; eri.
þaðan mun hann fara með bíl-
um suður.
Sigurjón.
Norrænu konurnar á I.ögbergi, — Ljósm. Ragnar Vignir.