Alþýðublaðið - 04.08.1951, Qupperneq 5
JLaugárdagur 4. ágúst 1951. .1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
s>
Stefnuyfirlýsing alþjóðasambands jafnaðarmanna:
Markmið og hlufverk jafnaðarsfefnunn<
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti á fimmtudaginn inngang að
stefnuyfirlýsingu hins nýendurreista alþjóðasambands
jafnaðarmanna í þýðingu Gylfa Þ. Gíslasonar prófessors,
ritara Alþýðuflokksins. í dag birtir blaðið tvo a'ðra kafla
hennar, sem fjalfa um lýðræði í stjórnmá'um og lýðræði
í atvinnumálunm. Eftir helgina mun blaðið birta tvo síð-
ustu kafla stefnuyfirlýsingarinnar; en þeir eru um jafn-
aðarstefnuna og menningarframfarirnar og um alþjóðlegt
lýðræði.
I. LÝÐRÆÐI I STJÓRNMÁLUM
1) Markmið jafnaðarmanna er að koma með lýðræðisaðferðum
á nýju og frjálsu þjóðfélagi.
2) Þar sem frelsi ríkir ekki, þar ráða ekki hugsjónir jafnaðar-
stefnunnar. Jafnaðarstefnan verður aðeins framkvæmd með
líðræði. Lýðræði verður ekki fullkomið nema með fram-
kvæmd jafnaðarstefnunnar.
3) Lýðræði er stjórn fólksins, þegar stjórnað er af fó’-kinu og
fyrir fólkið. Það verður að tryggja:
a) Rétt sérhvers manns til þess að lifa friðhelgu einkalífi,
sem ríkisvaldið getur ekki raskað að eigin geðþótta.
b) Stjórnmá’.afrelsi, þ. e. skilyrði til andlegs frelsis, mál-
frelsis, frjálsrar menntunar, félagafrelsis og trúfrelsis.
c) Frjálst kjör til fulltrúaþings í almennum, jöfnum og
leynilegum kosningum.
d) Stjórn meiri hlutans og virðingu fyrir réttindum minni
hlutans.
e) Jafnrétti allra fyrir lögum, án tillits til stéttar, kyns,
tungu, trúar eða kynþátts.
f) Rétt til menningarsjálfstæðis þjóðflokka, sem tala sér-
staka tungu.
g) Óháða dómsóla; sérhver maður verður að eiga rétt á
opinberri rannsókn máls síns fyrir hlut’ausum dómstóli
samkvæmt viðurkenndum réttarreglum.
4) Jafnaðarmenn hafa ávallt haft verndun mannréttinda, á
stefnuskrá sinni. Ákvæðum hinnar almennu mEmnréttinda-í
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður að hrihd'a í-ffam- ■
kvæmd í öllum löndum.
5) í lýðræðisskipulagi verða að vera starfsskilyrði fyrir meira
en einn flokk og stjórnarandstöðu. En lýðræðinu er rétt og
skylt að vernda sig gegn þeim, sem hagnýta sér réttindi þess
í því skyni að tortíma því. Verndun lýðræðis í stjórnmálum
er brýnt hagsmunamál alls almennings. Varðveizla þess er
skilyrði fyrir framkvæmd lýðræðis í atvinnu- og félags-
málum.
6) Stj órnarstefna, sem grundvallast á því að slá skjaldborg
um hagsmuni stóratvinnurekenda, getur ekki skapað þann
styrk og þá einingu, sem nauðsynleg er til þess að verja
lýðræðið árásum einræðisins. Lýðræði verður aðeins vernd-
að með jákvæðri aðstoð alþýðunnar, sem á framtíð sína
undir því, að það fái staðizt.
7) Jafnaðarmenn láta í ljós samúð sína með öllum þjóðum,
sem búa við einræði, hvort sem það er einræði kommúnisma
eða nazisma, og með baráttu þeirra fyrir frelsi sínu.
8) Sérhver einræðisstjórn, hvar sem er í heiminum, ógnar
frelsi allra þjóða og um leið friði í heiminum. Lífi og siðgæði
allra þjóða stafar hætta hvarvetna þaðan, sem merm eru
þrælkaðir eða í nauðungarvinnu, hvort sem það er í þágu
gróðafýsnar eða einræðisstjórnar.
II. LÝÐRÆÐI í ATVINNUMÁLUM
1) Markmið jafnaðarstefnunnar er að leysa auðvaldsskipu’agið
af hólmi með ha'gkerfi, þar sem hagsmunir almennings eru
teknir fram yfir gróða atvinnurekenda. Stefnuroál jafnaðar-
manna í efnahagsmálum líðandi stundar eru, að allir hafi
atvinnu, framleiðsla sé aukin, lífskjör batni, félagslegt ör-
yggi sé tryggt og tekjum og eignum skipt af réttlæti.
2) Til þess að ná þessum markmiðum verður að skipuleggja
framleiðsluna í þágu þjóðarinnar allrar með áætlunaibú-
1 skap. Slík skipulagning er ósamrýmanleg því, að mikið hag-
vald sé í höndum fárra manna. Hagkerfið verður að lúta
traustri, lýðræðislegri stjórn. Lýðræðissinnuð jafnaðar-
stefna er þess vegna algjör andstæða auðvaldsskipulagning-
ar og einræðisskipulagningar. Þégar stóratvinnurekendur
eða einræðisstjórnir skipuleggja framleiðsluna, er stjórn
hennártekki í höndurií almennings'og afrakstri hennar'ékki
skipt af rétflæti. , , ,
3) Áætlunarbúskap jafnaðarstefnunnar má framkvæma á ýms-
an hátt. Aðstæður í hverju landi verða að ráða því, hversu
víðtækur opinber rekstur á að vera óg hvaða tegund skipu-
lagningar á að beita.
4) Opinber rekstur getur verið fólginn í þjóðnýtingu .einka-
fyrirtækja eða stofnun nýrra opinberra fyrirtækja, rekstri
bæjar- og sveitarfélaga og samvinnufélaga framleiðenda og
nevtenda. Ekki ber ao skoða þessar tegundir opinbers rekst-
urs sem markmið í sjálfum sér, heldur sem tæki til þess að
stjórna undirstöðuatvinnuvegum, sem úrslitum ráða um allt
atvinnulíf og velferð þjóðarinnar, til þess að endurskipu-
leggja greinar, sem eru reknar af óhagkvæmni og koma í
veg fyrir, að einokunarfyrirtæki og fyrirtækjasamstevpur
arðræni almenning.,
5) Skipulagning jafnaðarstefnunnar gerir ekki ráð fyrir opin-
berum rekstri alira framleiðslutækja. Hún er samrýmanleg
einkarekstri í ýmsum mikilvægum greinum, svo sem land-
búnsði, handiðnaði, smásöluverzlun og smáum og meðal-
stórum verksmiðjuiðnaði. Ríkisvaldið verður að koma í veg
fyrir, að atvinnurekendur misnoti aðstöðu sína. Það getur
hjálpað þeim til þess að stuðla að aukinni framleiðslu í hin-
um skipu’agða þjóðarbúskap og á að gera það.
6) Verkalýðsfélög og samtök framleiðenda og neytenda eru
nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Koma verður í \eg fyrir að
þau séu svipt sjálfstæði sínu með því að gera þau að verk-
færi ríkisbákns eða lið í einræðissinnuðu stéttaveldi. Þessar
stofnanir eiga að taka þátt í mótun þeirrar stefnu, sem fylgt
er í efnahagsmálum, án þess þó að leitast við að ná undir sig
völdum, sem löggjafarsamkomunni ber samkvæmt stjórn-
arskrá.
7) Áætlunarbúskapur jafnaðarstefnunnar felur það ekki í sér,
að allt ákvörðunarvald í efnahagsmálum séu lagt í hendur
ríkisstjórnar eða allsráðandi yfirvalda. Hagvaldi á að dreifa
alls staðar þar, sem það er samrýmanlegt markmiðum áætl-
unarbúskaparins.
8) Allir þjóðfélagsþegnar eiga að leitast við að koma í veg
fyrir vöxt skrifstofuvalds í opinberum rekstri og einkarekstri
með því að taka þátt í framleiðslustörfum irinan samtaka
v sinr-a eða upp á eigin spýtur. Verkamenn og starfsmenn verða
að eigá lýðræðislega hlutdéild í stjórn þeirra atvinnugreina,
sem þeir vinna í.
9) Markmið lýðræðislegrar jafnaðarstefnu er að auka einstakl-
ingsfrelsi á grundvelli öryggis í atvinnumálum og félagsmál-
um og vaxandi velmegunar.
brúnt, kr. 22.35 m.,
blátt kr. 20,25 m.
ÞORSTEINSBÚÐ
Snorrabraut 61.
grænt og bleikt,
gott og ódýrt.
ÞORSTEINSBÚÐ
Vefnaðarvörudeild.
barnsmjöl Nes-!í
ÞORSTEINSBÚÐ
Matvörudeildin.
„VELOX“ PAPPIR
irtjfftýgM' fjáðar wnyneiir-
Leikni yðar við ljósmyndatöku er dæmd eftir
eintökunum, sem þér .sýnið. Gætið þess því, að
tryggja góðan árangur með því að biðja um „Velox'-
pappír. Hann er framleiddur í ýmsum gerðum, til
að íullnægja öllum þörfum.
■ Gætið að nafinu „Velox' aftan á sérhverju
myndaeintaki.
„VEL0X“ PAPPÍR
er
KQDAK
Einkaumboðsmenn fyrir Kodak Ltd:
Verzlun Hans Pétersen r
Bankastrœtú 4, Reykjavík.
■
t.ts
ToiEef papplr
640 blöð í rúllu.
Aðeins kr. 6.90 xúllan.
ÞORSTEINSBUÐ
Sími 2803.
Engln síld fil Slglu-
fjarðar undanfarið
ENGIN SÍLD HEFUR BOR-
IST til Siglufjarðar í tvo daga,
að því er fréttist þaðan í gaer.
Svo má heita að síld hafi ekki
borist þangað svo nokkru nemi
í hálfan mánuð, er fyrstu afla-
hrotunni á vestursvæðinu lauk.
Síldarverksmiðjur ríkissins á
Siglufirði hafa ekki tekið á
móti nema 34 þúsund málum
til bræðslu.
Þrær síldarverksmiðjanna á
Raufarhöfn eru nú að fyllast
svo búizt er við að skipin sigli
með farm sþn til Siglufjarð-
ar er bræðslurnar á austursvæð
inu, Raufarhöfn, Seyðisfirði, og
Húsavík hafa ekki undan að
bræða þá síld sem á land berzt •
þar eystra. Þó er talið líklegt
að ekki verði mikið um flutn-
inga nema löndunarbið á aust-
urhöfnum verði löng því að
frá Langanesi til Siglufjarðar
fer um 20 tíma sigling.
Til Skagastrandar hefur eng
in- síld borist, hvorki til
bræðslu eða söltunar síðan 10.
júlí.
Bræla var á vestursvæðinu í
gær, eins og undanfarna daga.
Þokusúld á miðunum hefur
hamlað síldarleit úr lofti, svo
engar saririanir eru til fyrir
því að síld sé ekki á vestur-
svæðinu. ; . 1 ' 4. \